Alþýðublaðið - 30.04.1968, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 30.04.1968, Blaðsíða 11
Everton og WBA í úrslif í „Bikarnum //l í ENSKU knattspymunni á laugardag beindist athygli. mesta að undanúrslitum bikar- keppninnar. Birmingham og "West Bromwich Albion léku á Villa Park í Birmingham. Leikn um lauk með sigri West Brom wich sem skoraði 2 mörk ^egn engu. Þrátt fyrir tapið verður að telja árangur Birmingham góðan, en liðið leikur í 2. deild. Á Old Trafford í Man- chester vann Everton Leeds með 1 marki gegn cngu og þau úrs lit komu á óvart. í Skotlandi léku Dunfirmline og Hearts tii /4 úrslita í skozku bikarkeppninni. Leiknum lauk með sigri Dun- firmline, þremur mörkum gegn 1. Leikið var á Hampden Park í Glasgow. Eftirtaldir leikir fóru fram í fyrstu deiid í Englandi. Arsenal 2 Burnley 0, Chelsea 1 Sunderland 0, Coventry 0 Lt'icester 1, Liverpool 4 Fulham 1, Newcastle 1 Tottenham 3, Sheffield Utd. 1 West Ham 2, Suothampton 1 Wolves 1, í annari deild urðu úrslit þessi: Blackburn 1 Cardiff 1. Blackpool 2 Portsmouth 0, Bolton 2 Crystal Palace 2, Briston C'ity 4 Preston 1, Carlisle 2 Plymouth 0, Huddersfield 0, Aston Villa 0, Ipswich 2 QPR 2, Middlesbrough 2 Derby 2, Millwall 1 Norvich 0. Staðan í fyrstu de'ild að leikj unum loknum á laugardag lokn um, er sem hér segir:: Manchester Utd. 54 stig, Leeds 53 stig, Manchester City 52 stig, Liverpool 50 stig. Ful h»m er í neðsta sæti með 2G st'ig og ekkert nema fallið bíð- ur liðsins. Stoke og Sheffield Utd. hafa hlotið 30 stig og ■ Coventry 31 stig. í annarri deild er staðan þessi: Framhald á 14. síðu. Á sumardaginn fyrsta var 53. Víðavangshlaup ÍR háð að venju, en þarmeð hefja frjáls- íþróttamenn keppnistímabil sitt. Knattspyrnumótin eru einnig hafin, en Litla Bikar- keppnin hófst um síðustu helgi og Reykjavíkurmótið 1. maí. Margt og mikið verður um að vera í báðum þessum í- þróttagreinum í sumar. Frjáls íþróttamenn taka þátt í Olym píuleikunum í Mexíkó og hér verður háð Norðurlandamót í tugþraut og maraþonhlaupi og fimmtarþraut kvenna, svo að eitthvað sé nefnt. Knattspyrnu menn leika þrjá landsleiki og auk þess fer fram í Reykjavík Norðurlandamót unglinga. Lík leg er einnig þáttaka í Evrópu bikarkeppni meistaraliða og bikarmeistara. Auk þess eru mót og leikir í hundraðatali með innlendri þátttöku. Sett hafa verið lágmörk í frjáls- íþróttum vegna þátttöku í Olympíuleikunum og þau eru býsna erfið, í nærri öllum grein um þurfa væntanlegir Olym- píuþátttakendur að setja ís- landsmet, en þau eru mjög góð í flestum greinum, það góð að frambærileg verða að teljast í Olympíukeppni. í sambandi við þessi lágmörk er tekið fram, að ekki sé hægt að reikna með olympíuför allra, sem ná þessum lágmörkum. Ýmsir hafa gagnrýnt þetta og er slíkt ekki nema eðlilegt. í nágrannalöndum okkar fá þeir að fara til Olympíuleik- anna, sem ná tilskyldum lág mörkum. Orsök þess, að áður- nefndur varnagli er sleginn, er að fjárhagur Olympíunefndar er ekki nægilega góður og við því er ekkert að segja, nema að reyna bæta fjárhaginn. Olympíunefndin fær allrífleg- an styrk frá ríki og bæ, en það er dýrt að senda menn á Olym píuleiki. Fyrir 20 árum sendi ísland myndarlegan hóp á Olympíuleikana í London og 'þá nægði ekki framlag hins opinbera til að greiða allan kostnað. Olympíunefndin 1948 sá fram úr þeim vanda og efndi til Olympíudags og happ drættis, sem gaf drjúgan skild ing. Hér með er skorað á Olympíunefnd íslands að láta það ekki skilja einhver eða einhverja eftir, sem ná olym- píulágmarki, en reyna heldur að afla fjár með einhverjum ráðum. Olympíuleikar og Suður-Afríka Olympíuleikarnir hafa verið mjög á- dagskrá undanfarið vegna Suður-Afríku og kyn- þáttavandamálsins. Suður-Afr- íka fékk ekki að senda þátttak endur til leikanna í Tokyo 1964, vegna hinnar margumtöluðu apartheidstefnu stjórnvalda þar í landi. Á fundi alþjóða- nefndarinnar á Vetrarleikun- um í Grenoble í vetur til- kynntu Suður-Afríkumenn, að þeir mynda senda íþrótta- menn af báðum kynstofnum til Mexíkp. Þá samþykkti al- þjóðanefndin, að Suður-Afr- ríka skyldi fá að senda kepp endur á 19. sumarleikina. En málið var ekki þarmeð úr sög unni. Um 40 Afríkuríki og nokkur önnur mótmæltu þátt töku S.-Afríku og sögðust ekki senda íþróttafólk til Mexíkó, ef íþróttamenn frá áðurnefndu ríki tækju þátt. Þessi ríki töldu stefnu S.-Afríkustjórnar svo freklegt brot á mannrétt indum, að það væri ekki sam- boðið hugsjón Olympíuleik- anna, að S.-Afríka fengi að taka þátt í leikunum. Þess skal gétið, að þó að sénda ætti sameiginlegt lið frá S.-Afríku fá íþróttamenn af báðum kyn- stofnum ekki að taka þátt í mótum saman, heldur átti ár- angur á mótum hvorra fyrir sig að ráða og þar sem ekki var hægt að meta afrekin samkvæmt tölum, átti Olym- píunefnd S.-Afríku að skera úr um það, hverjir væru beztir. Um síðustu helgi kom fram- kvæmdanefnd alþjóða-OIym- píunefndarinnar saman í Laus anne í Sviss. Þar var kveðinn upp sá úrskurður, að ekki var talið æskilegt, að S.-Afríka fengi að taka þátt í leikunum í Mexíkó og ný atkvæða— greiðsla alþjóðanefndarinnar ákveðin. Úrslit hennar urðu þau, að yfirgænfandi meiri- hluti var á móti þátttöku S,- Afríku. Miklar deilur hafa orðið um þetta mál og er varla við það bætandi, en því verður ekki neitað, að alþjóðanefndin hef ur haldið klaufalega á þessu máli og verið fljótfær. Hér er um pólitískt mál að ræða og ýmsir segja, að ekki megi blanda saman stjórnmálum og íþróttum og það er rétt, en er ekki meira á ferðinni hér en pólitík? Það fer ekki á mill mála, að stjórnendur þessa um deilda ríkis skammta hinurrr dökka kynstofni landsins frelsi og lífsskilyrði og er ekki vafasamt af alþjóða-olympíu nefndinni að leggja blessun sína yfir slíkt? Vonandi sjá stjórnendur S.-Afríku að sér fyrir leikana í Múnchen 1972 ClTBOÐ Tilboð óskast í að steypa gangstéttir, sstja upp götuljósa- stólpa o. fl. við Háaleitisbraut, Fellsmúla, Safamýri, Skip- holt og Ármúla, hér í borg. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri gegn 2.000.— kr. skilatryggingu. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR YONARSTRÆTl 8 - SÍMI 18300 WFTLEIDIR AÐALFUNDURi Aðalfundur Loftleiða h.f. verður haldinn fostu daginn 31. maí n.k., kl. 2 e.h. í Hótel Loft- leiðir. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Hluthafar fá atkvæðaseðla í 'aðalskrifstofu Loftleiða á Reykjavíkurflugvelli, fimmtu- daginn 30. maí. Stjóni Loftleiða h.f. TILBOÐ Tilboð óskast í innihurðir, eldhúsinnrétting- ar og skápa í hús Öryrkjabandalags íslands að Hátúni 10. Útboðsgagna má vitja á teikni- stofunni Óðinstorgi s.f. Óðinsgötu 7, gegn 2.000.— kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á teiknistofunni Óðinstorgi s.f. þirðju- daginn 14. maí kl. 11 fyrir hádegi. og leyfa æskufólki landsins að reyna sig saman, en þá ætti ekkert að vera til fyrirslöðu um þátttöku S.-Afríku í Olym píuleikum. — Ö. KAUPUM HREINAR LÉREFTSTUSKUR LEIÐRÉTTING Vegna línubrengsl er hluti af þessari grein birtur að nýju. PRENTSMIÐJA ALÞÝÐUBLAÐSINS 30. apríl 1968 ALÞÝÐUBLAÐI0 JJ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.