Alþýðublaðið - 30.04.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.04.1968, Blaðsíða 5
SEXTUGUR í DAG: DR. gJARNI BENEDIKTSSON FORSÆTISRÁÐHERRA DB. BJARNI BENEDIKTSSON, forsætisráðherra, er sextugur í dag. Ég held, að það sé e'kki ofmælt, að hann sé sá íslenzk- ur stjórnmálamaður, sem mest kveður að í dag. Ber margt til þess: Ágætir vitsmunir, stað- góð þekking og heilbr^gð dóm- greind. Þykkjur okkar fara að vísu ekki saman í grundvall- aratriðum, en það hefir ekki orðið til þess að koma í veg fyrir að við höfum getað átt gott samstarf í rúman áratug. Hafa þar komið til greina aðr- ir ágætir eiginleikar hans, raunsætt mat á viðfangse'fnum, viðurkenning á rökum, sann- girni hans og orðheldni. Allt þetta þykist ég hafa sannreynt í löngu samstarfi. Áhugamál hans eru mörg, en ég mundi segja, að af þeim komi, í fyrstu röð, áhugi hans fyrir sjálfstæði landsins og fyrir öryggi þess þó að þau séu vissulega mörg fleiri. Ég vildi mega nota tæki- færi til að þakka honum sam- starfið og óska honum til ham- ingju á þessum merkisdegi i lífi hans. Emil Jónsson. Dr. BJARNI BENEDIKTSSON forsætisráðherra, sem verður sextugur í dag, hefur að baki einn glæsilegasta stjórnmálaferil þeirra íslendinga, er nú taka þátt í opinberum málum. Hann hefur um tveggja áratuga skeið staðið í fremstu röð valdsmanna þjóð- arinnar og verið ráðherra allt það tímabil að undanteknum lið- lega þremur árum. Þar áður hafði hann stýrt málefnum höf- uðborgarinnar sem borgarstjóri í sjö ár og látið til sín taka á ýmsum sviðum samtíðarmála og fræðimennsku. Árin segja þó lítið í stjórn- málum. Stundum eru miðlungs- menn þaulsetnir, stundum verð- ur starfsævi mikilmenna örstutt. Bjsi-ni hefur nú, í blóma lífsins, langan starfsferil að baki, en hitt er þó meira um vert, að hann hefur tekið virkan þátt í ýmsum stórviðburðum í sögu þjóðarinnar og haft megináhrif á þá stefnu, sem hún hefur fylgt undanfarin ár. Tvennt kemur fyrst í huga. Annað er stofnun lýðveldis 1944, en Bjarni var einn skeleggasti talsmaður þeirrar skoðunar, að ekkí mætti fresta endanlegum skilnaði til ófriðarloka, svo sem ýmsir aðrir töldu hyggilegt. Hitt er sú utanríkisstefna, sem lýð- veldið hefur fylgt, sérstaklega samstarf íslendinga við aðrar vestrænar þjóðir og þátttaka í Atlantshafsbandalaginu. Hið síðara hefur verið samfellt bar- áttumál í tvo áratugi, og hefur Bjarni jafnan verið áhrifamikill um mótun og málsvörn þeirrar stefnu, sem fylgf hefur verið. ‘ í málum sem þessum hafa víð- sýni, þekking og stórbrotnir hæfileikar Bjarna Benediktsson- ar notið sín bezt. Hann má' heita uppalinn í frelsisbaráttu þjóð- arinnar á fyrstu áratugum ald- arinnar, og hefur sá arfur haft á hann mikil áhrif. Hins vegar hefur hann skilið þær stórfelldu breyíingar, sem orðið hafa í heiminum og þarmeð á stöðu íslands. Hann hefur haft hug- relcki til að móta viðhorf sín eftir þessum breytingum og standa óhikað við niðurstöður sínar, hvar sem er og gegn hverj- um sem er. Ætt Bjarna þarf ekki að rekja. Hann fæddist í Reykjavík 30. apríl 1908 og gekk að sjálfsögðu menntaveginn. Stúdent varð hann 1926 og cand. juris við Há- skóla íslands 1930. Eftir það stundaði hann framhaldsnám í stjórnlagafræði í Berlín og Kaupmannahöfn 1930—32, en varð að því loknu prófessor við lagadeild Háskóla íslands, aðeins 24 ára gamall. Bjarni lét ekki aðeins til sín taka sem fræðimaður með fjölda rita og ritgerða, heldur hóf þátt- töku í stjórnmálum á vegum Sjálfstæðisflokksins. Var hann kosinn í bæjarstjóm Reykjavíkur 1934 og hlaut þar síaukin áhrif, unz hann varð borgarstjóri 1940. Tveimur árum síðar náði hann kosningu til Alþingis og hefur átt þar sæíi síðan. Þegar Stefán Jóh. Stefánsson SJOTUGUR I DAG: LOFTUR BJARNASON ÚT GERÐARMAÐUR Róðrarskipin, kútterarnir og síðar togararnir voru góður skóli fyrir ungmenni þau, sem fæddust um aldamótin og fyr- ir <þau, að vísu harður skóli, menn urðu annað hvort að duga eða drepast. Undirstöðu- atriðin voru samvizkusemi og að vinna mikið og möglunar- laust- Hlulurinn fór eftir því hversu aflaðist, fyrst framan af. Matur var af skornum skammti, mest ekki innleggs- liæfur fislcur, en nógur. Menn voru í ullarfafnaði innst fata, sem kom sér vel, en-það hvern ig ytri fatnaður leit út skipti minna máli lengi vel, og dansk ir skór komu fyrst þegar að fermingu dró, og oft ekki einu sinni þá. Síðar komu farskipin, og þá lærðist mönnum að fága og setja svip á framkomu sína og klæðaburð. Þau juku sjáifs- traust og þekkingu, og sönn- uðu að það sem aðrar þjóðir gátu, gátum við einnig, aðeins ef tækifæri væru lil að sýna þroska sinn og hæfni. Og íslendingum óx fiskur um hrygg. Baráttan fyrir sjálf- stæði landsins varð markviss- ari. Þeir urðu sífellt fleiri sem fundu kraft.a í kögglum. Fylk- ingin varð alltaf stærri og sterkari sem stóð að baki for- ustumönnum sem lengi fram eftir voru of liðfáir. Þegar litið er til baka yfir þetta tímabil frá aldamótun- um er. það ævintýri líkast sem gerzt hefur. Engin kynslóð hef ur upplifað jafn fjölbreytilega tíma. Einn af þeim sem lifað hef- ur þessa tfma er Loftur Bjarna- son útgerðarmaður, formaður Félags íslenzkra botnvörpu- skipaeigenda, og framkvæmda stjóri Hvals hi.f'., en hann er isjötugur í dag. Áhrifa og manndóms þessa ágæta dreng- skapar manns hefur gætty á mörgum sviðum. Hann hefur ekki aðeins verið forustumað- ur í útgerðarmálum margs konar og því sem þeim við kemur, heldur einnig í mál- efnum kirkjubygginga, lista, bókmennta og félagsmála, að ógleymdum mannúðarmálun- um, því Loftur er drengur góður. Dr. Bjarni Benediktsson, myndaði þriggja flokka ríkis- stjórn sína árið 1947, varð Bjarni utanríkis- og dómsmálaráðherra. Síðan hefur hann átt sæti í hverri ríkisstjórninni á fæíur annarri, nema á árunum 1956— 59, er vinstri stjórnin og minni- hlutastjórn Emils Jónssonar fóru með völd. Bjarni fór áfram með utan- ríkis- og dómsmál i minnihluta- stjórn Sjálfstæðismanna og sam- stjórn þeirra og Framsóknar- flokksins til 1953. Á þessu tíma- bili gerðust tveir af örlagarík- ustu átburðum í utanríkismálum þjóðarinnar, innganga í Atlants- hafsbandalagið 1949 og koma varnarliðsins 1951. Loftur Bjarnason. Ég sendi Lofti og hinni ágætu og honum samhentu konu hans, Sólveigu, svo og börn- um þeirra, innilegar heillaósk- ir, þakka honum samstarfið á liðnum árum og þó fyrst og fremst vináttuna. Jón Axel Pétursson. Bjarni var dóms- og mennta- málaráðherra árin 1953 — 56. Árin, sem Sjálfstæðisflokkurinn var utan stjórnar, tók hann við ritstjórn Morgunblaðsins og reyndist að vonum tilþrifamikill stjórnmálaritstjóri. Hann er á- gætur' penni og liefur jafnan verið afkastamikill við ritstörf, hvað annað sem á hefur dunið. Þegar núverandi stjórnarsam- starf tókst, varð Bjarní dóms- og iðnaðarmálaráðherra. Er Ólafur Thors tók sér hvíld 1961 gegndi Bjarni 'störfum hans, en 14. nóv- ember 1963 tók hann við for- ustunni og hefur haft hana á hendi síðan. Samvinna stjórn- arflokkanna hefur í tíð hans ekki síður en Ólafs verið heið- arleg og traust, og hefur Iítið borið á þeirri innbyrðis tog- streitu, sem verið hefur megin- galli á mörgum samsteypustjórn- um hér á landi. Fáir menn hafa verið jafn umdeildir í íslenzkum stjórn- málum og Bjarni Benediktsson. Þó dregur enginn í efa, að hann sé þióðskörungur, sem stýrir ríkisstjórn sinni af víðsýni, viti og þolinmæði. Alþýðublaðið sendir honum beztu afmælisóskir. VELJUM ÍSLENZKT ÍSIENZKANIÐNAÐ 30. apríl 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.