Alþýðublaðið - 30.04.1968, Blaðsíða 16
VORIÐ ER KOMIÐ
Vorið er komið og grundirnar gróa,
eins og greindir menn höfðu spáð um,
og Mogginn hefur séð einhver ósköp af spóa,
í augsýn er krían bráðum,
á götum og torgum er sífelldur erill og asi
og ilmur úr hverjum runni.
Og þeir hafa keypt sér myndir af Matthíasi
hjá Menningarbyltingunni.
Já, grasið er farið að gróa og blómin að spretta,
svo sem greinilega má heyra,
og fuglarnir spígspora og hugsa hitt og þetta
um hjúskaparmál og fleira,
en ríkjandi er kyrrð og rjómalogn á sjónum
í reykjavíkinni minni,
og ástfanginn rauðmag'inn gengur með grasið í skónum
á eftir elskunni sinni.
Enn er þó bleyta og íhlaup á flestum vegum
og erfið forin og drullan,
en forsetabíllinn bíður með nýsmurðum legum
og bensíngeyminn fullan.
Og Gunnar og Eldjárn aka í draumum sínum
á óleyfilegum hraða
í erindagjörðum innvirðulegum .og brýnum
í átt til Bessastaða.
Það er að því leyti gott að fe'ta
hinn þrönga veg dyggðarinnar,
nú á dögum, svo ekki sé tal-
að um annað, að maður þarf
ekki að vera hræddur við að
neinn fari fram úr manni.
Bílskúr í einhverju ásigkomu-
lagi óskast. . .
Auglýsing í MOGGA.
Hvernig er þeim mönnum við
bjargandi, sem sífellt eru að
bisa við að kenna áhyggjum
sínum að synda í stað þess að
sökkva þeirn hreinlega.
Kallinn var að mjálma í mér
í gær og spyrja hvort ég ætl-
aði ekki að Iesa undir prófin.
Eg hakkaði hann í mig á auga
bragði og sagðist bara ekkert
um það vita, ég hefði svo svaka
lega mikið að gera þessa dag-
ana ,
eoKING
EDWARD
America’s Largest Selling Cigar
vo r - BB M
dag eg IIAlístur
Sumar í loffi
NÚ er bráðum komið haust. Vorið er komið, og þá fer að
styttast til haustsins, en sumarið fer sjálfsagt fyrir ofan
garð og neðan ef að líkum lætur. Sumarið er nefnilega
slæmt með það að láta ekki sjá sig, nema kannski í fá-
eina daga á útmánuðum eða á einhverjum öðrum árstíma
en að sumarlagi. Við þessu er ekkert að gera og við erum
orðin svo vön þessu, að ég er viss um að við kynnum ekki
við það að staðnæmast hér allt sumarið, eins og það kvað
gera sums staðar í útlöndum.
En þótt sumarið hér sé alveg að okkar skapi, þá leikur
okkur stundum nokkur forvitni á að fá að vita, livernig
sumarið artar sig í útlöndum, Fólk flykkist til hinna svo-
kölluðu sólarlanda sem ferðaskrifstofurnar auglýsa af sem
mestu kappi, og þar sitja menn kófsveittir í skugganum og
láta sér. líða illa. En þetta er þó hið mesta sport, og það
fæst enginn til þess að viðurkenna hvemig líðanin hefur
raunverulega verið, því að iðulega hefur erfiðið skilað þeim
árangri, sem margir eru hvað sólgnastir á: mórauðum hör-
undslit. Fyrir hundrað árum, meðan kúltúr var ennþá lif-
andi í heiminum, þótti það heldur ófínt að vera útitekinn,
en nú hefur þetta snúizt við eins og flest annað: nú þykir
það ófínt að vera ekki útitekinn og rauður af sólbruna.
Fólk leggur á sig hinar skelfilegustu píslir til þess að geta
tollað í tízkunni að þessu leyti og fengið á sig hið óeðli-
lega litararf.
Þessi ásókn í þann lit, sem fólk trúir að tilheyri sumr.
inu sýnir hins vegar líka, að sumrið og byrjun þess vorið
er sá tími.þegar ýmsar hræringar gerast hið innra með
fólki. Þessar hræringar geta hins vegar komið í ljós með
mjög margvíslegu móti. Krían kemur til landsins, elskend-
ur leiðast um götur og torg (og gera það raunar allt árið,
en þetta segja skáldin að heyri vorinu sérstaklega til) og
sumir taka upp á því að yrkja ástaróði um stjórnmálamenn
í blöðin sem tþeir stjórna. Það sýnir betur en margt annað
hve nauðsynlegt er að sumarið komi sem fyrst á eftir
vorinu, vegna þess að sumrinu fylgja sumarfríin og á
þeim er ekki orðin nein vanþörf á þessum tíma árs.
JÁRNGRÍMUR.
Þaff er leitt að menn skuli ekki
geta hlegiff aff sjálfum sér. Ef
þeir gætu þaff, þá þyrfti eng
um aff leiffast. . .