Alþýðublaðið - 30.04.1968, Blaðsíða 2
OJKSQP
Rltstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og BenediKt Gröndal. Símar: 14900 —
14903. - Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: AlþýBuhúsið við Hverfisgötu,
Reykjavík. — Prentsmiðja Alþyðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr.
120,00. — I lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf.
VERÐLAUNAÍBÚÐIR
Enda þótt mikið hafi risið af
íbúðablokkum hér á landi síð-
ustu áratugi, hafa íslendingar
mikla tilhneigingu til að búa ein
ir sér - eins og þeir hafa gert um
aldir með bæjarleið milli fjöl-
skyldna. Það er að vísu óhjá-
kvæmilegt í nútíma borg 'að reisa
mikið af sambýlishúsum, en von-
andi verður þjóðin þess lengi
megnug að ætla einbýlishúsum
allgóðan sess og tryggja, að þau
verði ekki aðeins fyrir efnamenn.
Það er mikill vandi að reisa
einbýlishús. Ógætinn og óvanur
maður með óhagkvæma teikn-
ingu getur orðið fyrir stórfelld-
um byggingakostnaði umfram
hinn, sem vandlega hefur kynnt
sér málið og komizt yfir góða
teikningu.
Af þessum sökum var tímabært
og vel til fundið af Framkvæmda
nefnd byggingaáætlunar og Hús-
næðismálastofnun ríkisins að
efna til samkeppni um gerð ein-
einbýlishúsa til fjöldaframleiðslu.
Áhugi húsameistaranna reyndist
mikilí, þar sem 55 hugmyndir
bárust. Hlutu ungir arkitektar
þrenn verðlaun, alls 270.000 krón
ur.
Einn merkasti þáttur í starfi Hús
næðismálastiórnar hefur verið á
sviði íbúðateikninga. Stofnunin
hefur látið gera allmikið af slík-
um teikningum og hafa raunar
tugir þeirra verið birtar í Alþýðu
bl'aðinu undanfarin ár. Húsbyggj
endum hefur verið gefinn kostur
á að kaupa teikingarnar fyrir
mjög vægt verð. Hafa þeir spar
að allmikið fé og þar að auki feng
ið þrautreyndar og hagkvæmar
teikningar.
Hinir ungu húsameistarar, sem
nú fóru með sigur af hólmi, höfðu
ýmsar nýjungar fram að færa og
ná miklum árangri með nútíma
hagkvæmni. Ber 'að vona, að hug
myndir þeirra verði reyndar í
nægilega stórum stíl til að sýna
árangur. Má eftir það gera ráð
fyrir, að teikingarnar eða aðrar
svipaðar verði notaðar áfram og
samkeppnin hafi þannig varan-
leg áhrif á gerð einbýlishúsa í
landinu.
íslenzk byggingalist hefur átt
erfitt uppdráttar. í marga áratugi
-framan af þessari öld voru verk
-efnin takmörkuð, en þó komu
fram nokkrir merkir arkitektar
og gerðu athyglisverðar tilraun
ir. Eftir ófriðinn mikla gerbreytt
ist ástandið og var þá að heita má
rokið í að byggja yfir 'alla þjóð-
ina og flestar stofnanir hennar á
fáum árum. Ýms verk þeirra ára
bera þess merki. Nú er vonandi
að komast á meira jafn-vægi
Fleiri arkitektar hafa bætzt í hóp
inn bg vonandi er unnt að vinna
í stærri stíl með betra árangri.
Húsagerðarlistin mótar það um-
hverfi, sem við lifum í dag eftir
dag og ár eftir ár. Skiptir miklu
að hún sé á háu stigi.
Umræöur um landspr
' ÞAÐ VILL OFT brenna við í um
ræðum að menn einblína á einn
ákveðinn punkt og sjá ekki neitt
annað. Þannig hafa sumir viljað
taka landsprófið ut úr umræðum
um skóiamál og kenna því um
allt sem miður fer í uppeldis- og
skói^starfi landsins. Manni skilst
næstum því.að það eití dygði til
að koma skólamáium í gott horf
að leggja landsprófið niður.
í umræðum þeim, sem fram
fara um landsprófið, er líka stöð
ugt blandað saman tvennu, sem
þó er í eðli sínu sitthvað. Ann-
ars vegar er það landsprófið sem
slíkt. landsprófsprinsípið, ef svo
mætti að orði komast, og hins
vegar einstök próf í einstökum
gerinum á einstökum árum.Af því
að einstök próf hefur stundum
verið hægt að gagnrýna með
nokkrum rétti hafa menn viljað
draga þá ályktun, að landsprófið
sem slíkt væri óhafandi.
Raunar er það ofí svo að þeir
sem hafa hæst um landsprófið
og vankanta þess virðast ekki
vita til fullnustu hvað þeir eru
að fara. Þetta var t.d. talsvert
áberandi í viðræðum þeirra
Matthíasar Johannessen rit-
stjóra og Þórarins Þórarinsson-
ar skólastjóra í sjónyarpipu síð-
aslliðið fösíudagskvöld. Matthí-
as lét þar vaða á súðijm og sagði
mikið, en fæst var það í nokk-
urrj snertingu við veruleikann
og veittist stjórnanda þátíarins
og andmælanda hans erfitt að fá
hann til að hemja sig við -neití
ókveðið svið efriisins. Fyrir b'ragð
ið féll öll ádeilan rnáttlaus til
jarðar.
Án efa gæti framkvæmd lands
prófsins verið önnur og betri en
hún hefir verið, en hitt er þó
gjörsamlega rangí sem oft er
haldið fram að prófin hafi ekkert
breytzt í þá tvo áratugi sem
landsprófið hefur verið við lýði.
í ýmsum landsprófsgreinum hafa
prófin tekið stakkaskiptum hin
síðari ár og mun minni áherzla
lögð á minnisatriði en gert var í
byrjun, en á lrinn bóginn lagt
meira upo ,úr skilningi á efninu
í heild. Þessi breyting hefur t.d.
verið mjög áberandi í prófgrein
um, eins og sögu, svo að sú
grein sé nefnd sem ég þekki helzt
til.
En í sambandi við allt þetta
landsprófstal, hlýtur að vakna
önnur spurning. Hvaða áhrif
KJALLARI
hafa þessar eilífu staðhæfingar
um að landsprófið sé unglingum
fjötur um fót á menntabraut-
inni, sé svo stórkostlegur þrösk
uldur að erfitt sé að yfirstíga
hann, hvaða áhrif hefur þetta
tal á nemendur sjálfa? Ég er ekki
viss um að það séu í alla staði
góð áhrif. Sé það rétt að veru
legur hlúti skójaæskunnar í dág
hafi andúð á landsprófinu og
beri í brjósti ótta við það, þá er
það afstaða sem hefur verið bú
in til með þessum síöðuga áróðri
gegn próíinu. Gagnrýnin á lands
prófið er ncfnilega ekki fyrst
og fremst frá 'skólunum komin,
hvorki frá kennurum né nemend
um, heldur á hún upptök sín með
al áróðursmanna, sem lítið sem
ekkert hafa komið nálægt raun-
verulegu skólastárfi, — en á
hinn bóginn stundum átt börn
sem ekki hafa staðizt prófið ein-
hverra hluta vegna, KB.
m
2 30 aprít 1968 — ALÞÝDUBLAÐIO
VIÐ
MÓT—
MÆLHM
LÆKNIRINN
OG LÖGIN
ÁGÆTUR ALÞÝÐUFLOKKS-
MAÐUR OG ÍSLENDINGUR, Ó-
feigur J. Ófeigsson læknir, flutti
í síðustu viku mjög athyglisverfc
erindi um daginn og veginn í út-
varpi, — eitt hið athyglisverð-
asta er þar hefur verið flutt í
langan tíma. Stakk læknirinn á'
ýmsum kýlum — eins og góðum
lækni sæmdi — og kom víða
við. M. a. minntist hann á sak-
hæfisaldur íslenzkra laga, 15 ár,
sem hann taldi of háan. Benti
hann á það. að börn langt innan
fermingar vissu ósköp vel, þegar
þeim yrði eítthvað á sem bryti
gegn almennu siðgæði og alls-
herjarreglu —- og því skyldu
ekki unglingar, eldri og þrosk-
aðri, eins gera sér grein fyrir
slíku? Var á lækninum að heyra,
a ðhann teldi fulla þörf á ungl-
ingadómstól hér á landi, er
dæmdi um brot eldri barna og
unglinga, svo og unglingafang-
elsi — eða a.m.k. öílugri hælum
fyrir vandræðaunglinga. Má' telja
þetta orð í tíma töluð! Þá gat
hann einnig hins alkunna fang-
elsishneykslis hér á landi, þar
sem væri aðeins eitt ríkisfang-
elsi fyrir alla jafnt — óharðn-
aða æskumenn og harðsvíraða
morðingja. Voru það einnig orð
í tíma töluð — þó að reyndar sé
það margjótruð tugga!
SÍÐARI HLUTA VETRAR hefur
ekki verið )im annáð frekar rætfc
en hið blöskranlega ástand £
fangelsismálum landsmanna. En
það er ekki að sökum að spyrja,
þegar um þau mál er rætt, dóms
málaráðherra þegir þunnu hljóði
— en ráðunevtisstjóri dómsmála
ráðuneytis gaf í hans stað loðin
og lítilsverð svör í sjónvarps-
þætti blaðnmnnna! Það er löngu
orðin krafa alls nlroennings að
eitthvað verði aðhafzt í þessum
efnum — þá hafa og engir minni
menn en dóm -.-ar og kurihir Iaga
menn — þ. á. m. rektor Háskóla
íslands, próf. Árm«nn Snævarr,
marglýst því ' f>. að ástandið í
fangelsismálum þjóðarinnar sé
reginhneyksli og stórlega víta-
vert. En stjórnmálamennirnir —.
sem fólkið kýs á þing ár eftir
ár í þeirri von að þeir komj nit
einhverju gagnlegu í kring —
virðast telja allt annað og veiga
meira en að vernda líf manna
og eignir fvrir hættulegum lög-
brjófúm. Væri ekk{ ónýtt að fá
opinbera greinargerð um það,
hvað fangelsismálunum líður og
og. hvað ætlazt er fyrir í þeim
efnum á næstunni! Virðist það
Framhald á 14. síðu.