Alþýðublaðið - 30.04.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.04.1968, Blaðsíða 7
MANNSALDURINN Hve gamlir getum við menn- irnir orðið? 70-80 ára aldur er þegar orðinn algengur í hæst þróuðu löndum, og til eru dæmi um 120 ára og jafnvel 150 ára gamalt fólk. Sennilegast er að 100 ár verði eðlilegt æviskeið. En hugsanlegt er líka að lækna vísindin geti valdið slíkum breyt ingum á líffærakerfi mannsins, að við getum varðveitt heilsu okkar og lífsþrótt lengur — kannski verður hægt að lengja æskuárin — án þess að við lif um af þeim sökum miklu fieiri ár. Slík þróun yrði mun bylting arkenndari en það eitt að lengja meðalaldurinn. Að ofangreindum niðurstöð- um komst einn af starfsmönnum Aiþjóðalieilbrigðismálastofnun- arinnar (WHO), Jean-Michel van Gindertael, í yfirliti yfir ævilengd mannsins nú og í fram tíðinni. Alþjóðaheilbrigðisdag- urinn, 7. apríl var einmitt helg aður heilsuvernd framtíðarinnar en hann var jafnframt að þessu sinni 20 ára afmælisdagur WHO. Hér er ekki fyrst og fremst um að ræða það sem venjulega er nefnt áætlaður meðalaldur við fæðingu. Hann hefur að vísu hækkað verulega — eðá um það bil tvöfaldazt á hálfri annarri — öld og er nú í iðnaðarlöndum yfir 70 ár hjá’ karlmönnum og yf ir 75 ár hjá konum. Sé ætlunin að hækka hinn áætlaða meðal- aldur enn frekar á næstu ára- tugum, verður að draga úr bana meinum, bæði meðal ungbarna og ekki síður meðal fullorðinna hjartasjúklinga, en ekki ein- ungis' þeim meinum sem hrjá' aidrað fóik. Öðruvísi en áður var Það sem því er um að ræða er að flytja þá markalínu, sem við erum vön að setja venjulegu mannslífi. Er maðurinn nú á tim um líffræðilega ólíkur forfeðr- um sínum? Já og nei. Satt er það, að í öndverðu var æviskeið mannsins stutt, 20-40 ár með undantekningum 50 ár. í Biblíunni segir að eðlilegt æviskeið sé 70 ár, og við höfuna nákvæmar upplýsingar um hve gamlir menn fornaldarinnar urðu: Virgill lézt 51 árs gamall, en Pýþagóras náði 82 ára aldri, Platon 80 ára, Cicero 64 ára og Ovidius 60 ára aldri. Þessar tölur eru ekki mjög frábrugðnar þeim sem við eigum að venjast í iðnaðarlöndum sam tímans. En vitaskuld var tilvera þeirra, mataræði o.þ.u.l. í mörgu tilliti gerólíkt því sem við eigum að venjasb. Og enda þótt við aðhyllumst enn þær grund vallarreglur læknisfræðinnar, sem við tókum í arf frá Hippó- kratesi, þá nutu menn til forna einskis sem borið verði samap við læknavísindi og heilsulyf nútímans. Frá ímyudun til stað- reynda. Nú vitum við — og kannski er það á þeim vettvangi sem fram tíð mannkynsins á eftir að taka gertækum breytingum — að geislun (sú sem notuð er í iðn- aði og læknavísindum fremur en sú sem stafar af geislavirku úrfelli) getur á sama hátt og til tekin efni valdið stökkbreytingu aðallega skaðlegum, í genunum þ. e. a. s. í erfðunum. Við höfum þegar lært að forð ast nokkra alvarlega ættgengis- sjúkdóma og um það er lýkur munum við einnig geta haldið í skefjum áhrifum ákveðinna skaðlegra gena með lífefnafræði legum aðferðum. En það er ekki ætíð svo að vandamálin séu upp ræít, heldur flytjast þau yfir á annað svið. Til þess liafa þeir, sem þjáðst hafa af slíkum sjúk- dómum, ýmist dáið mjög ungir eða ekki verið gæddir hæfileik til að auka kyn sitt. Þegar vís- indin hafa nú skorizt í leikinn, geta þeir nú einnig eignazt börn og þannig haldið sjúkdóminum við lýði. Til eru vísindamenn sem telja að við eigum að halda áfram á sömu braut og færa ok).ur í nyt gervifrjógvun eða meðhöndla mannkynið þannig, að við fáum fram ofurmenni eða einstaklinga sem séu betur hæfir til að standa sig í hinu flókna þjóðfélagi fram tíðarinnar. Aðrir eru þeirrar skoðunar, að við stöndum nú á þröskuldi nýrrar tíðar þar sem hægt verði að massaframleiða gervifrjógvun, gervilíffæri og sömuleiðis verði hormónar, blóð efni og móteitur í gerviefna- verksmiðjum. Eins og stendur er þetta „sci ence fiction“ eða framtíðarórar, skrifar van Gindertael, en það þýðir ekki að yppta öxlum, því vísindin eru óðum að nálgast það stig þegar þau geta breytt ímyndunum dagsins í dag í stað reyndir morgundagsins. Að öll- um líkindum munu hlutir eins og grvifrjógvun, grvilíffæri og þjáningarlaus dauðdagi skapa mannkyninu torleystari vanda- mál en þau sem það hefur bar izt við undanfarinn aldarfjórð- ung, t. d. kjarnorkuvopnin. i Leyndardómurinn við að eldast. Einn af fremstu sérfræðing- um um vandamál ellinnar, dr. A1 ex Comfort, hefur bent á, að leng ing æviskeiðsins i framtíðinni velti á vitneskju ok-kar um þau frumöfl sem ráða hrörnun líkam ans. Nái læknavísindin ekki verulega auknum árangri á þcss um vettvangi, gerist ekki annað en það að við deyjum almennt 85 ára gamlir I staðinn fyrir 75 ára. En verði gerlegt að framkvæma grundvallarbreytingar á sjálfu líf færakerfi mannsins, verður ann að hvort hægt að lengja þann tíma sem einstaklingurinn býr við fulla lifsorku eða fresta komu ellinnar. Einnig væri hugs anlegt að veita t.d. fimm ára „aukaskammt“ af lífi á aldurs- skeiðinu 20-30 ára, en eftir: það sneri hlutaðeigandi einstakling- ur aftur til síns eðlilega lífs. Framhald á 14. síðu AMERICAN FIELD SERVICE ELIAS SIGFUSSON: LEIKMANNSSPJALL Á ÞESSU ári erú liðin 20 ár síðan American Field Serivce lióf að veita gagnfræða og menntaskólanemum styrki til þess að stunda nám í Bandaríkj unum. Saga A. F. S. hefst í fyrri heimsstyrjöldinni, þegar banda rískir sjálfboðaliðar stofnuðu sjúkrabifreiðaþjónustu, sem þjónaði herjum Frakka. Það er ef til vill erfitt að tengja sjúkra þjónústu á vígvöllum nemenda- skiptum, en málið leysist, þegar saga félagsins er rakin lengra, Við lok fyrri heimsstyrjalda/'inn ar stofnuðu sjálfboðaliðarnir til nemendaskipta milli Bandaríkj- anna og Frakklands. Á árunum milii heimsstyrjaldanna veittu þeir frönskum og bandarískum háskólanemendum styrki til náms í báðum löndnunum. Þegar seinni heimsstyrjöldin brauzt xit, hófu þeir aftur sjúkrabif- reiðaþjónustu sína í Frakklandi. Af þeirri reynslu sem sjálfboða liðarnir hlutu við að kynnast öðr um þjóðum, skildu þeir, að góð sambúð þjóða byggist á gagn- kvæmum skilningi, sem bezt er að öðlazt með heimsókn til ann- arra landa, og að kj’nnast þjóð- unum er byggja þau. Því var ,það, .að árið 1947 hófu, þeir aft- ur starfsemi sina eftir einangrun stríðsins, en bættu nú við nem- endaskiptum á gagnfræða- og menntaskólastigi. Þau nemenda ■ skipti reyndust betur en skiptin á háskólastiginu, og varð því iir, að háskólaskiptum var hætt. Frá árinu 1957 hafa 164 ís- lenzkir unglingar farið til Banda ríkjanna á vegum A. F. S. og frá 1961 hafa 21 bandarískur ungl- ingur dvalið liér í tvo mánuði að sumri til. Tilefni þessara tilskrifa er að vekja áhuga íslenzkra fjölskyld na á, að einmitt nú er skrifstofa A. F. S. á höttum eftir fjölskyld um er vilja taka bandaríska nem endur inn á' heimili sín. Nemend urnir eru bæði piltar og stúlk- ur á aldrinum 16- 18 ára. Aðeins einn nemandi býr á hverju heim ili. Þeir koma seint í júní og fara í enda ágústmánaðar. Sá misskilningur virðist ríkja meðal fólks, að Bandaríkjamenn geri svo miklar kröfur til aðbún. aðar, að hann sé ekki fyrir hendi á venjulegu íslenzku heimili. Á- stæða er til að leiðrétta þetta, þar eð tilgangur sumardvalar bandarísku nemendanna er fyrst og fremst að kynna þeim ís- lenzkt þjóðlíf, landskótti og tung ' una, sem hér er .töluð. Margar .. fjölskyldur eru hræddar um, að þær geti ekki staðið undir þeim kostnaði, sem þær halda að af þess ■ uleiði. Eni kostnaður fjölskyldunnar er í fæði og hús- næði nemandans. Viss skilyrði eru þó liöfð í huga við val heimila: Fjölskyld an skal vera venjuleg islenzk fjölskylda, og foreldrar bæði orð in 35 ára. Á heimilinu sé ungling ur á aldrinum 16-18 ára, að ein hver tali ensku, og framar öllu, að sumargesturinn finni, að liann sé velkominn og litið verði hann sem einn af fjölskyldunni. Athygli skal vakin á hve góð og þroskandi áhrif það hefur á unglinga að umgangast erlenda nemendur og kynnast skoðunum þeirra og lífsviðhorfum. Þeir nemendur er koma hingað, eru valdir úr hópi tuga þúsunda nem enda, er sækja um styrk þenn an ár hvert, og geta því íaHzt úrval bandarískra ncmenda. Þær fjölskyldur á islandi, sem áhuga hafa fyrir að taka banda rískan ungling, inn á heimili sitt næsta sumar, liafi vinsamlegast samband við Jón Steinar Guð- mundfson, Grundargerði 8. sími .33941........... í bókinni „För um fornar helgislóðir“ segir séra Sigurður Einarsson þáverandi prestur í Holti undir Eyjafjöllum frá ferð sinni um sögusvið biblíunnar. í frásögn Sigúrðar eru ekki að eins glöggar staðháí talýsingar kemur og einnig í Ijós hve djúp stæða innlifun hann hefur haft í þá atburðí er gerðust á þeim slóðum fyrir tvö þúsund árum. Er þar átt við uppvöxt, starf, kvöl og dauða Jesú Krists, enda er slíkt ekki að undra þar sem um jafn fluggáfaðan mann er að ræða og séra Sigurður var, auk þess viðlesinn, kveddulaus guðfræðingur, viðsýnn í skóðun um og skáld. Einn kafli í umgetinni oók Sigurðar skal hér tekinn öðrum fremur til yfirvegunar, vegna þess, að hann fjallar nokkuð um þær greinar frásagna Biblíunnar sem varða harmsögu Jesú, en einmitt á þessum dögum er þess minnzt um hinn svokallaða kristna heim, páskar haldnir. Þegar séra Sigurður og ferða félagar hans komu í Getsemane garðinn segir höfundur orðrétt: — Þetta er jmdislega1 ffiðsádll staður. - Við vorum stödd ■ - þarna á lieiðbjörtum sólskins'degi, ys og kliður borgarinnar. svo óra- fjarri. Ennþá standa olífuíré í garðinum. Þessi undarlegu tré sem geía lifað og haldið áfram að bera ávöxt þúsundir á’ra. Leið sögumaðurinn bendir okkur á eitt af þessum trjám afar forn- legt, en þó með lífi og limi. Þetta segir hann að sé tré ang- istarinnar þar sem Jesú féll fram á ásjónu sína og bað. Yið vorum mjög þögul. Hverju máli skiptir hvort þetta er sama tréð. Hér var staðurinn með sama svip og yfirbragði, eins og þegar Jesú gekk þangað „yfir um Ketrons breiðan bekk.“ Ég veit ekki hvað ferðafélagar mínir hugsuðu. Aðeins það að hvergi hafði mér orðið eins ljóst og þarna, hvað það hafi kostað Jesú, sem liann gerði fyrir mig. Sunnan við Getsemane er und ur samlega fpgurkirkja. Hún er kölluð Alþjóðakirkja, voldugt musteri gert upp tólf kúplum eða hvelfingu einn fyrir livern postula. Við gengurn inn í hana og skoðuðum hana, hljóð og al varleg. Fararstjóri okkar, guð- fræðingurinn og Austurlandá- •Framhald á" 14: • siðu. 30. april 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.