Alþýðublaðið - 21.05.1968, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.05.1968, Blaðsíða 1
Vertíðaraf linn meiri en í fyrra en mlklar tilfærslur milli staða Afli báta á nýafstaðinni vetr arvertíð varð mun meiri en á vetrarvertíðinni í fyrra. Hinn 1. maí siðastliðinn var lieildar þorskaflinn 156,1 þúsund tonn eða 16.6 þúsund tonnum meiri en á vetrarvertíðinni í fyrra, en þá var heildaraflinn 139.5 þúsund tonn. Mest er auking: in á Austfjörðum, þar sem afl inn hefur meira en tvöfaldazt, og á veiðsvæðinu frá Horna- firði til Stykkishólms er um nálega 18% aukningu að ræða síðan í fyrra. Hæstu verstöðvarnar á þess 650 mefra I langt hús ari vetrarvertíð eru: Grinda- vík er hæst með 25.078 lestir, þá Vestmannaeyjar með 24.946 lestir, Keflavík er þriðja 1 röð inni með 12,971 lest og Sand- gerði fjórða hæst með 10.332 lestir. Annars skiptist aflinn eftir veiðisvæðum þannig: Á veiði- svæðinu frá Hornafirði til Stykkishólms bárust á land nú á vertíðinni 120.5 þúsund tonn, en 104.4 þúsund tonn í fyrra. Á Vestfjörðum bárust á land á vertíðinni 18.5 þúsund tonn, en þar bárust á land í fyrra 24.3 þúsund tonn. Er þannig um að ræða minni afla á Vest fjörðum þessa vertíð en þá Framhald á 10. síðu. Fjölsóffur skólafundur Félagið Skólatækni hélt fund um skólamál á laugardag og var liann fjölsóttur. Auk frummælenda á fundinum, se'm voru þeir Helgi Elíasson fræðslumálastjóri, og Árni Gretar Finnsson lögfræðing- urr tóku fjölmargir aðrir til máls, þeirra á meðal mennta málaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, dr. Broddi Jóhann esson skólastjóri, Jóhann Hannesson skólameistari, Þór arinn Þórarinsson fyrrum skólastjóri, Matthías Johinn essen ritstjóri. — Myndin hér að ofan var tekin í fundar- byrjun, og sést fræðslumála- stjóri í ræðustól. Stjórnmálasam- band við Afríku Ákveðið hefur verið að taka upp stjórnmálasamband milli íslands og Egyptalands eða Sameinaða Arabalýðveldisins eins og það land heitir opinberlega, og milli íslands og Eþiópíu. Segir í frétta tilkýnningu frá utanríkisráðuneytinu sem gefin var út um þetta efnt í gær, að þetta sé gert „til þess að treysta vináttuböndln og auka viðskipti og verzlun við Arabaríkin og ýmis Afríkuríld”. | I Straumsvík eru nú að | rísa margar og margvís- í legar byggingar, tankar og = annað það sem þarf til | vinnslu áls. Á myndinni : hér að ofan sjáum við stein | stólpa sem reistir eru á Í grunni langstærsta hússins, | sem reist verður í Straums Í vík — svonefnds Kerja- Í skála. í Kerjaskálanum 1 verður álið til, þ.e. þar e'r Í það leyst upp í fljótandi [ efni, sem síðan er sett í Í mót sem eru mismunandi | að lögun. Þegar búið er að 1 steypa álið er það tilbúið | á markað erlendis. Kerja- Í skálinn verður hvorki | meira né minna en 650 m. i langur og allur yfirbyggð Í ur. A tundi, er stjórn ísals átti með fréttamönnum í gær, kvaðst jc,. Meier, aðalforstjóri félagsins, ánægður með gang framkvæmda í Straumsvík. Verkið gengi samkvæmt áætlun þrátt fyrir verkfall og narðan vetur, og er ekki annað sýnna en verksmiðjan geti tek ío tii siarta 1. september 1969, eins og áætlað hafði verið. Aftur á móti kom fram á fund inum, að framkvæmdir við Búr fell eru um 3-4 mánuðum á eftir áætlun, en vonir standi til að hægt verði að vinna upp að ein hverju leyti þann tíma sem far ið hefur forgörðum. Þá eru hafnarframkvæmdirnar við Straumsvík einnig á eftir áætl un, etn loforð hafa verið gefin um að auka hraðann við fram kvæmdimar. Það myndi hafa mikinn aukakostnað í för með sér, ef höfnin yrði ekki tilbúin þegar verksmiðjan tekur til starfa, sag/i E. Meier, þar sem lestun og losun yrði að fram- kvæma ainnað hvort í Hafnar- firði eða Reykjavík. Áætlað er að kostnaður við byggingu verksmiðjunnar nemi 35 milljónum dollara og hefur iþegar verið eytt 11 milljónum, en samningar verið gerðir fram til dagsins í dag fyrir kaupum á vélum og öðrum útbúnaði fyrir 29 milljónum dollara. Til þess hefur ísal greitt 10 milljónir krónia í laun og um 8 milljónir króna. Nú vinna hjá helztu verktök um í Straumsvík um 600 manns og af þeim hóp eru 85% ís- lendingar. 25 íslenzkir starfsmenn hafa verið sem’l'r til Sviss til bjálf unar við verkstjórn og með- ferð vélakosts verksmiðjunnar, og .er ráðgert að verja 9 milljón um króna til þessara námskeiða sem standa í 12-16 mánuöi. ís- lendingarnir þurfa að læra þýzku í byrjun námskeiðsins, og hefur þeim sótzt þýzkunámið vel undir sérstakri leiðsögn Halldórs Dungals. Framliald á 10. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.