Alþýðublaðið - 21.05.1968, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.05.1968, Blaðsíða 4
m S3 HEYRT SÉD Franskir ökumsán í könnun: ' Sannfærðir um eigin aksturhæfni Hleypur frá giftingu til oá horfa á fótbolta FÓLK í Derby á Englandi sem ætlar a3 fara að gifta sig talar nokkur orð við prestinn um knatt- spyrnu, vilji það vera vinsamlegt við hann. Prest urinn er nefnilega mikill aðdáandi knattspyru og hjónavígsla síðla dags á laugardegi getur auð- veldlega farið út um þúfur vegna knattspyrnu- leiks. í stólræðu til sóknarbarnanna sagði presturinn hreint og beint: Ég er ákaflegur áhugamaður um knattspyrnu og reyni að sjá alla leiki hér heima við. En auðvitað eru eftirmiðdagar á laugardög- um annasömustu dagarnir hvað viðvíkur hjóna- vígslum og það hindrar mig í að horfa á knatít- spyrnu eins oft og ég vil. Þegar presturinn fer til að horfa á knattspyrnu leikina, vefur hann trefli, með litum knattspyrnu félaganna á staðnum, utan um prestkragann. Hann segir: — Afslöppun er mjög mikilvæg, og þess vegna reyni ég að fá brúðguma til að láta hjónavígslurnar fara fram fyrir hádegi á' laugar dögum — eða aðra daga vikunnar. Ég er viss um að ég ræki starf mitt betur eftir að hafa notið hvíldar sem áhorfandi að knattspyrnuleik. Ég er einnig viss um að það er vilji Guðs að ég sé eins góður prestur og mér framarlega er unnt. EIN og hálf milljón franskra ökumanna var nýlega spurð um álit á bílaumferðinni. Svörin voru mjög athyglisverð og eru nú rannsökuð af sérfræðingum. Það athyglisverðasta við svör in er þetta: 76% eru sannfærð- ir um að þeir aki betur en aðrir. Hvers vegna þeir álít'a þetta grein ir skoðanakönnunin ekki frá'. Einnig er mjög athyglisvert að 65% eru þeirrar skoðunar að gangslaust sé að setja upp skilti með leiðbeiningum og aðvörun um, þeir viti þetta allt betur sjálfir. 77% af ökumönnunum álíta að ra vegfarendur ekki keppinauta, heldur þjáningabræður. Einn hlut eru þeir þó sannfærðir um: Hinir aka allir heimskulega og allt of hratt. 87% álitu, þó að hættulegra væri að aka hægt heldur en hratt. í skoðanakönnuninni tóku þátt bifreiðastjórar á öllum aldri. Það er þess vegna mjög áthyglis vert að 79% þeirra halda því fram að bifreið sé ekki hlutur handa ungu fólki, heldur meðal til að styrkja sjálfsíraustið. Yfirgnæfandi mirihluti álít- ur að aðrir ökumenn aki ógæti- lega og að ástæðulausu fram úr öðrum bifreiðum. Sjálfir segjast þeir gera það nema þegar aðstæður leyfi. Það er mjög sennilegt að franska um- ferðarlögreglan leggi ekki trún að á þetta síðastnefnda. GEIMFARIBJARGAR KONU Bandarískur geimfari, William Anders bjargaði fyrir skömmu lífi konu einnar, sem hafði verið bitin af eiturslöngu. Anders var á sveimi yfir Ell- ingíon flugvelli í þotu sinni, þeg*- ar hann var kallaður inn til lend igar og beðinn að fljúga til San Antonio, Texas, um 320 kíló- onetra leið, með móteitur gegn slöngubiti. Þetta sjaldgæfa lyf, ,sem búið er til í Brasilíu var kom ið i hendur lækna konunnar eft ir íuttugu mínútna ferð. Læknarnir sögðu að frú Dolo- res Schumann, en svo heitir kon an, heföj vafalaust dáið hefði geimfarinn ekki brugðið svo skjó.t við og flogið með lyfið Frúin stóð í stórþvotti, þegar hún var biíin en hún var einmitt að hengja þvottinn til þerris á snúru í húsagaröi sínum þegar slanga kom og beit hana með áð urgreindum afleiðingum. Hún var í fullu fjöri aftur eft- ir nokkra daga og segjum svo að geimfarar geri ekkert annað en spreða aurum ríkis síns. Lílly inn í itðiðiimi. ★— Veitingaskálinn GEITHALSI. SÍÐASTA DRYKKJU- KVENDIÐ EIN mesta dansmær aldar- innar, Isadora Duncan, hef- ur verið kölluð „síðasta drykkjukvendið.“ Isadora er nú nærri því gieymd. Kvik n}ynd hefur verið gerð um feril hennar og er myndin byggð á sjálfsævisögu dans- meyjarinnar, sem er mjög opinská. Aðalhlutverkið í myndinni leikur brezka leik- konan Vanessa Redgrave. Myndin hér að ofan er kaldhæðnisleg tekning sem sýnir Isadora Duncan, en teikninguna gerði frægur skopteiknari. Eftir nokkur ár fljúga farþegaþotur hraðara en hljóðið. Brátt mun kvæmt áætlun á fjöldaframleiðsla vélarinnar að hefjast áríð 1970. fimrn árum seinna, en áætlun um smíði savézku vélartnnar TU- Concorde þotunnar. Víst er að mörg vandamál rísa þegar farið verður að reynslu- ekki og viðskiptavinir flugfélaganna mogi bíða enn um sinn eftir frummynd Concorde farþegaþotunnar fara í reynsluflug og sam- Þota Boeing-verksmiðjanna, Boeing 2707 verður sennilega tilbúin 144 bendir til um að smíði hennar verði lokið um líkt leyti og fljúga vélunum, og ef til vSll getur svo farið að áætlanir standist að geta flogið harðar en hljóðið. 4 21. maí 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.