Alþýðublaðið - 29.05.1968, Page 1
Migvikudagur 29- maí 1968 — 49. árg. 96. tbl.
Hámarkshraði á
vegum úti aukinn
en áfram 35 km. innanbæjar
Á miðnætti í nótt urðu þær breytingar gerðar á
hraðatakmörkunum þeim, sem í gildi gengu 26. maí,
að hámarkshraði ökutækja á þjóðvegum landsins var
hækkaður aftur úr 50 kílómetrum á klst. í 60 kíló-
metra á klukkustund. Aðrar hraðatakmarkanir verða
óbreyttar, 35 km í þéttbýli, 60 km á Reykjanesbraut,
en 50 km á nokkrum vegum í næsta nágrenni við
þéttbýli.
Vakin skal athygli á því, að
nú verður hámarkshraði um
sinn 10 km. hærri á þjóðvegun-
um en var fyrir breytinguna til
hægri aksturs. Gildir þá' sami
hámarkshraði á öllum þjóðveg-
um landsins að Reykjanesbraut-
inni meðtalinni.
'«>*• •• iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii iii ir iii 111111111 imi ii ■ iii ii m 1111111111
| Hæsta verB |
j 62 jbúsund |
| Á málverkauppboði Sigurðar i
= Benediktssonar í gær fór 1
= dýrasta myndin á 62 þúsund \
| krónur, og var hún eftir i
| Kjarval. Frá uppboðinu er |
| sagt .á bls. 3. Í
llll■llll■ll■lllll■llll■lll■lllllllll■llllllll■llllllIllll■lll■■■ll■)ll
Framkvæmdanefnd hægri um-
ferðar er undir það búin að gera
tillögur til dómsmálaráðuneytis-
ins um lækkun hámarkshraðans
frá því, sem nú er, ef í ljós kem-
ur, að slysum fjölgi á vegunum
nú að þessari hraðahækkun
gerðri.
Á blaðamannafundi H-nefnd-
ar í gær kom fram, að nokkur
uggur er í umferðaryfirvöldum
vegna þess, að ökuhraði virðist
farinn að aukast í þéttbýli og í
ljós hafi komið, að menn brjóti
hraðaákvæðin, sem í gildi gengu
á H-dag. Telja nefndarmenn, að
allt of margir hafi brotið ákvæð-
in um hámarkshraða og lögregl-
an því neyðzt til að kæra fjöl-
marga fyrir of hraðan akstur og
í einstaka tilvikum þurft að taka
bifreiðirnar af viðkomandi bif
reiðarstjórum og ökuskírteini.
Þrátt fyrir þennan misbrest
kvað Benedikt Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri nefndarinnar þó
hafa tekizt að halda ökuhraðan-
um mjög niðri. Það væri afar
mikilvægt vegna þeirra, sem
ekki hefðu þegar öðlazt fulla æf-
ingu í unjferðinni og ekki síður
vegna þeirra, sem telja sig orðna
fullnuma í hægri umferðinni,
!því að aldrei væri því svo farið,
að jafnvel þeir, sem færastir
væru gætu ekki dottið í gildrur
hinna nýju umferðarhátta.
Að lokum sagði Benedikt
Gunnarsson: „Við vörum menn
við of mikilli bjartsýni, þó að
svo vel hafi íekizt til þessa.”
OilillllliiiiiiiilllllililllllllllliiiimilniiiNiaimiilimmilli)
I 6 árekstrar 1
| Sex árekstrar urðu í [
[ R.eykjavík í gær. Voru [
1 fiestir þeirra smávægilegir. =
[ í gærkvöldi var bifreiS ekið \
i niður í skurð sem grafinn \
§ hefur verið við Holtaveg. |
| Ökumann sakaði ekki, en f
i hann er grunaður um að |
i hafa ekið undir áhrifum i
i áfengis.
Svona er umhorfs í Parísarborg eftir langvarandi verkfall og raunveru-
legt umsátursástand. í gær sagði einn ráðherra sig úr frönsku stjórn-
inni og ýmislegt bendir til þess að öll stjórnin riði nú til falls, enda eru
menn þegar farnir að ræða um nýja stjórnarmyndun í Frakklandi.
SJÁ bls 6.
l
j
r.
i
SpjölM unnin i
kirkiugaröi
Óhugnanlegur verknaður var framinn í gamla kirkjugarð-
Inum við Suðurgötu í nótt. Ráðizt var á nær 40 grafreiti
og trékrossar brotnir af þeim, sumum fleygt, en aðrir skildir
eítir mölbrotnir. Þá var ráðizt á nokkra stóra legsteina, þeir
felldir niður og skemmdir. Af einum legsteininum var brotin
stór og voldug postulínsstytta. Af öðrum legsteini var brotin
opalglerplata.
Óþokkinn eða óþokkarnir sem ódæðið frömdu virðast hafa
val'ið af handaliófi leiði til að svala skemmdarfíkn sinni á.
Leiðin sem skemmd voru, voru bæði merkt og ómerkt.
Það eru eindregin tilmælí rannsóknarlögreglunnar að hver
og einn sem gæti gefið upplýsingar um þennan óhugnanlega
verknað hafi samband við rannsóknarlögregluna tafarlaust.
Fyrir nokkrum árum átti slíkt sér stað í kírkjugarðinum
og þá var það geðveikur maður sem verknaðinn framdi.
Var liann staðinn að verki og handtekinn.
Myndin hér til hliðar sýnir hvernig umhorfs var við eitt
leiðið eftir atgang skemmdarvargsins.