Alþýðublaðið - 29.05.1968, Side 11

Alþýðublaðið - 29.05.1968, Side 11
fíi'-rft't-iýfi | ffft i~* spyrnu Á TÍMABILINU 1. apríl til 31. desember 1968 á fyrsta um- ferð í nhestu heimsmeistara- keppni að fara fram. 71 lið mun taka þátt í keppninni og er ís- land ekki meðal þeirra. Þátttak- endum frá Evrópu hefur verið skipt í 9 riðla þannig: 1. riðill: Portugal, Sviss, Rúm- enía, Grjkkland. 2. riðill: Ungverjaland, Tékkó- slóvakía, írska lýðveldið, Dan- mörk. 3. riðill: Ítalía, Austur-Þýzka- land, Wales. 4. riðill: Rússland, Norður-ír- land, Tyrkland. 5. riðill: Frakkland, Noregur, Svíþjóð. 6. riðill: Spánn, Júgóslavía, Bel- gía, Finnland. 7. riðill: Vestur-Þýzkaland, Skolr land, Austurríki, Kýpur. 8. r’iðill: Búlgaría, Holland, Pól- land, Luxemborg. 9. riðill: England, heimsmeistar- arnir 1966, sem komast án. keppni í úrslitin, en sigur- vegarar í hverjum riðli kom- ast í úrslit, sem fram fara í Mexíco 1970. Valsfélagar! MW vann Val með 2:1 Middlesex Wanderers lék II. leik sinn hér á landi að þessu sinni í gærkvoldi á Laugardals vellinum og mætti íslands- meisturum Vals. Leiknum lauk með verðskulduðum sigri Bret- anna, sem skoruðu 2 mörk gegn 1. Fyrri hálfleik lauk án þess að mark væri skorað. — Snemma í síðari hálfleik skor- uðu Bretar fyrra mark sitt eftir klaufaskap Valsmanna, en þeg ar 15 mín. voru til leiksloka jafnaði Hermann fyrir Val með góðu skoti. En sjö mínútum fyrir leikslok kom sigurmark Middlesex Wanderers glæsilegt mark af stuttu færi. Síðasti leikur Breíanna verð- ur annað kvöld, þá mætir Middlesex Wanderers úrvals- liði og vonandi tekst löndunum að vinna þetta annars ágæta lið. Hann leggur sig fram þó hæðin sé ekki mikil. /jbróttanámskeið og vinnuskóli í Hafnarf. Fyrirhugað er að starfrækja vinnuskólagarða á vegum Hafnarfjarðarbæjar nú í sum- ar. Á vegum bæjarins verður einnig leikja- og íþróttastarf- semi með svipuðum hætti og s.l. sumar. Starfsemi vinnuskólans verð7 ur í stórum dráttum þannig, að í hann verða teknir unglingar á aldrinum 13—15 ára (fæddir 1953, 1954 og 1955). Unnið verð- ur hálfan daginn, en hinn helming dagsins verða ungling- arnir í skipulagðri tómstunda- slarfsemi. (íþróttir, leikir, gönguferðir, útilegur o. fl.) Starfsemj vinnuskólans hefst í byrjun júní með því að tekn- ir verða inn í hann nokkrir 15 ára unglingar, en starfsem- in hefst svo að fullu 19. júní. Vinna í skólagörðunum hefst í byrjun júní. Sú starfsemi er ætluð börnum 9—12 ára. Þátt- tökugjald er kr. 300.00. Innritun í vinnuskólann og skólagarðana verður í anddyri Bæjarbíós dagana 29. og 30. maí n. k. kl. 10—12 árd. og kl. 2-4 sd. íþrótta- og leikjanámskeiðin hefjast 5. júní og verða þau í umsjá Geirs Hallsteinssonar íþróttakennara. Innritun í námskeiðin fer fram á Hörðu- völlum frá og með 5. júní n. k. Til að byrja með verða að- eins börn á aldrinum 6—12 Upphitun fyrir leik er nauðsyn ára en síðan bætast við eldri börn þ. e. úr vinnuskólanum sem hefst síðar. Á námskeið- inu verður m. a. frjálsar íþrótt- ir, handbolti, knattspyrna, krokket, leikir, göngur o.fl. körfubolti, badminton. Þátt- tökugjald er 50 kr. RÚSSNESKUR þjálfari, Júrý Morozov, hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að yfirleitt geri leik- menn færrj skyssur þegar líða tekur á leik. 65% af öllum mis- tökum séu gerð á fyrstu 15 mín. Því heldur hann því fram, að áríðandi sé, að öll lið leiíist við að hita sig sem bezt upp fyrir leik og telur 20 mínútur hæfi- legan upphitunartíma. Þurfa ekki öll íslenzk lið að bæta þetta atriði? # Æiaw ntstj. OR[\ EIÐSSON II Þl RW H n n R 71 þjóð tekur þátt í næstu HM í knatt- Hlutaveltan ákveðin sunnudag- inn 9. júní í Íþrótíahúsinu að Hlíðarenda. — Félagar, verið sóknharðir og samtaka við söfn- un og undirbúning allan. Skilið munum sem fyrst að Hlíðar- enda. — Valur. Bætir atvinnu- mennska knatt- spyrnu? í viðtali, sem haft var við hinn. 66 ára Jose Nasazzi, sem var fyrirliði ungverska landsliðsins, sem sigraði á Olympíuleikunum 1924 og 1928 og fyrsta heims- meistaramótið 1930, heldur hann. því fram, að knattspyrnan sé nú hraðari en áður, en ekki eins skemmtileg. Um þjálfara segir hann: Við höfðum ngan, æfðum. aðeins leikfimi tvisvar í viku, en lékum alltaf með knettinum og jukum þannig getu okkar. Taktik? Við lékum eins og til- efni gaf til hýerju sinni, eftir almennri skynsemi, hvort sem var í sókn eða vörn. Flestir þjálfarar í dag eru loddarar og áhorfendur eru ekki eins skyn- samir og fyrr. Horfið á þjálfar- ana, sem beztum árangri ná. Þeir kaupa beztu leikmennina og peningarnir vinna titlana fyr- ir þá. Leikmennirnir? Þeir hugsa eigöngu um greiðsluna, sem þeir fá. Peningarnir hafa eyðilagt knattspyrnuna, sem orðið hefur að hreinum at- - vinnurekstri og á ekkert eða lítið sameiginlegt með knatt- spyrnu sem íþrótt. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI S2-10L Stangastökk er ávallt vinsælt. 29. maí 1968 ALÞÝÐLBLAÐIÐ \\

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.