Alþýðublaðið - 29.05.1968, Qupperneq 16
LOFTÞETTÁR UMBLÐIR
MP
í stað þrumuspyrnu af
stuttu færi, lak boltinn næst-
um í dropatali að markinu, og'
var auðveld bráð mótherjan-
um,
Alþýðublaðið.
íslandsklukkan
Leikritið íslandsklukkan, hefur nú verið sýnt 32 sinnum, við
mjög góða aðsókn. Það vinnst aðeins tími til að hafa þrjár sýningar
á íslandsklukkunni í viðbót að þessu sinni og verður næsta sýn-
ingin annaðkvöld fimmtudaginn 30. maí. Þann 3. júní n.k. fara
leikarar Þjóðleikhússins í leikför til Norðurlanda, með leikritið
Galdra-Loft, og stendur sú leikför yfir í 8 daga. Þegar leikararnir
koma til baka aftur verða svo hafðar tvær síðustu sýningamar á
íslandsklukkunni í Þjóðleikhúsinu. Myndin er af Gíisla Alfreðssyni
og Erlingi Gíslasyni í hlutverkum sínum.
Ég gaf píunni hér á neðri
hæðinni grammófónplötu, eft-
ir heimsókn frönsku herskip-
anna um daginn. Platan liét
auðvitað „Það er draumur að
vera með dáta”. Hún fór að
hágrenja mar.
Ég ætlaði yfir götu í mið-
bænum í gær, þegar einhver
karlfauskur með hvítar erma-
hlífar stoppaði mig og bann-
aði mér að fara yfir. Ég lét
hann nú aldeilis vita að ég léti
ekki svo óme'rkilegan hlut
sem karlmaður er segja mér
hvort ég mætti fara yfir eða
ekki.'Og hananú.
vor n m Br
daglegi IIAlLstur
Bros í umferðinni
Vinkona konunnar minnar ier gift lögregluþjóni. Eing og all-
ir lögregluþjónar er þetta mesti fyrirmyndarmaður; hann kem
ur alltaf kátur og glaður heim á kvöldin kyssir konuna með ele
gansa eins og suðrænn hetjutenór, og gefur sér alltaf nægan
tíma til að leika sér við bömin. Þetta segir konan mín að
minnsta kosti. Það er eitthvað annað en sumir, sem hafa
ekki rænu á öðru þegar þeir loks láta sjá sig á heimilinu en
að háma í sig matinn og liggja svo eins og illa gerðir hlutir
í hvíldarstólnum fyrir framan sjónvarpið allt kvöldið og
rita hvorki í þennan heim né annan. „Nei, það væri munur
að vera gift manni eins og honum Guðmundi lögregluþjóni“
segir konan mín alltaf þegar þessi mál bera á góma.
Konan mín heimsækir þessa vinkonu sína næstum því á hverj-
um degi, og þegar hún kemst ekki ,út, þá talar hún við hana
í síma (og það gerir hún raunar líka heimsóknardagana). Og
ótrúlegt oft áskotnast henni nýjar sögur um ástríki Guð-
mundur lögregluþjóns, nýjar sannanir fyrir því hve ágætur
heimilisfaðir hann sé, — ólíkt sumum öðrum sem ættu að
taka sér slíkan mann til fyrirmyndar. Guðmundur gerði þetta
og Guðmundur gerði hitt og alltaf var Guðmundur kátur og
fjörugur, jafnvel þótt hann væri búinn að vinna langan vinnu
dag.
En þetta breyttist um síðustu helgi. Á sunnudaginn fékk ég
engar nýjar fréttir af Guðmundi, því að konan mín var þá
mestallan daginn úti að æfa sig í H-akstrinum og gaf sér varla
tíma til að fara í símann, hvað þá meira. En svo leið mánu-
dagskvöldið og ekki var minnzt á Guðmund, og hraut ég þó
í sjónvarpsstólnum allt heila kvöldið. Og í gærkvöldi ætlaði
sama sagan að fara að endurtaka sig en þá varð forvitnin
yfirsterkari svefnlönguninni hjá mér, isvo að ég spratt upp úr
stólnum þegar minnst varði og spurði: — Er nokkuð nýtt
að frétta af Guðmundi? Hann hefur náttúrlega nóg að gera
að stjórna Iþessari H-umferð.
— Minnztu ekki á hann Guðmund í mín eyru, sagði konan
mín þá. — Hann er orðinn gjörbreyttur maður. Þú ættir bara
að vita, hvað hann er orðinn önugur og uppstökkur. Sigga
hágrét í símann, þegar hún sagði mér frá því í dag.
— Nú, hvað hefur komið fyrir manninn? spurði ég. —*-
Hann sem var alltaf svo kátur og glaður heima fyrir, eða
svo var mér sagt?
— Æ, það er þetta bros, sem allir eru að tala um.
— Ha, bros, hvaða bros? spurði ég.
— Þetta umferðarbros, þú veizt. Sko, skilurðu, þótt hann
Guðmundur væri alltaf í góðu skapi heima, þá er hann harð-
ur í hom að taka í vinnunni. Og hann er ekkert gefin fyrir
það að vera að brosa framan í hvaða ökudóna sem hann hittir
í starfinu. Nei, hann les yfir þeim eins og hann bezt getur
og er ekkert frýnilegur á svipinn á meðan. En þá fundu þeir
þetta upp með brosið. Á H-daginn var öllum lögregluþjón-
um fyi'irskipað að brosa framan í vegfarendur sem mest þeir
mættu. Hann er samvizkusamur hann Guðmundur, og ég er
alveg viss um að hann brosir mest og fallegast af öllum lög-
regluþjónunum. En þetta á ekki við hann, og síðan hann
hefur þurft að vera skælbrosandi allan daginn í vinnunni,
. hefur hann ekki verið neitt nema fýlan þegar hann kemur
heim af vakt. í gær sagði Sigga við hann si svona: — Láttu nú
ekki svona, Guðmundur minn. Reyndu heldur að brosa svo
lítið. Þú ættir að vera búinn að fá æfinguna.
Og veiztu hverju hann svaraði þá? — Ég get það ekki góða.
Ég er búinn að vera að brosa framan í guð og hvum mann í
allan dag, og ég vil fá leyfi til að vera fýldur á mínu eigin
heimili eins og mér sýnist. Og þar að auki er ég kominn með
svo gífulegar munnherkjur af öllu. brosinu, að ég get varla
hreyft varirnar lengur. — Járngrímur.
Sá spaki
Oður ökumaður í vinstri
umferð er einnig óður í hægri
umferð.
Skyldi Málarafélagið ekki
fara í mál við þessa sem mál-
uðu herskiirin rauð, eða skyldu
þeir hafa réttindi?
VINSÆLASTA PÍPUTÓBÁK
I AMERIKU.
REYKTÓBAK.