Alþýðublaðið - 13.06.1968, Side 4

Alþýðublaðið - 13.06.1968, Side 4
BALTBKA I FRÉTTBM SOVÉZKA risaskipið BALTIKA, sem er íslcndin rum að góðu kunnugt frá þvi það Iieimsótti ís- land í hittefyrra og flutl’i allstóran hóp landa víða um heimshöfin, var nú nýverið að opna ferðamannavertíð sumarsins í Ríga í Lettlandi. Þangað streymir mikill fjöldi ferðamanna sumar hvert, einkanlega úr austantjaldslöndun m en einnig vestar að. Nú í sumar er von á fjölda skemmtiferðaskipa á þessar slóðir, þ. á m.frá Þýzka alþýðulýðveldinu, Bretlandi, Noregi, Finnlandi og fleiri löndum. DÖPUR MÓÐIR KÁTUR SONUR Verður hún tengdadóttir Ing ridar Bergmanns? Ingrid Bergman dvelst um þessar mundir í Róm, en þangað fór hún til að heimsækja börn sín þrjú, Robertino, sem er 18 ára og tvíburasysturnar Isottu og Isabellu, sem eru 16 ára, Öll eru börnin frá fyrra hjónabandi kvikmyndastjörnunnar með leik stjóranum Roberto Rosselini, Ingrid hefur að undanförnu not- ið mikillar hylli á Broadway leik húnsinu í New York, en sú hylli virðist bersýnilega ekki hafa fært henni hamingju. Fréttir frá Róm herma, að henni hafi farið aftur, hún sé taugaóstyrk og fálát. Orðrómur þess efnis að hún hafi í hyggju að skilja við mann sinn leikritaútgefandann, Lars Sehmidt, virðist úr lausu lofti gripinn. HEYRT^ SÉÐ Ingrid Bergman á götu í Róm. Hún virtist ekkert sérlega hýr, og sögusagnir herma, að hún sé ákaflega döpur þessa dagana. ► Hinn 18 ára gamli Robertino var ekki heima hjá mömmu sinni um kvöldið. Hann fór í næturklúbbinn Piper Club á- samt hinni stuttklæddu Silviu Dionisio. ' 4 13. júní 1968 — ALÞY0UBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.