Alþýðublaðið - 13.06.1968, Page 5
MINNING:
Jónas Þorbergsson,
FYRRVERANDI ÚTVARPSSTJÓRI
ÚTVTRPSRÁÐ hélt síðastliðinn þriðjudag minningarfund um Jónas
Þorbergsson, fyrrum útvarpsstjóra. Þar sagði formaður ráðsins,
Benedikt Gröndal, eftirfarandi orð:
Jónas Þorbergsson, fyrrum út-
varpsstjóri, er láíinn. Með hon-
um er fallinn sá maður, sem
mestan þátt átti í byggingu Rík
isútvarpsins fyrir tæplega fjór
um áratugum og mótaði þær
meginstefnur, sem fylgt hefur
verið síðan við stofnunina.
Jónas fæddist að Helgustöð-
um í Reykjadal í S.-Þingeyjar-
sýslu, sonur Þorbergs bónda þar
. Hallgrímssonar og konu hans
Þóru Hálfdánardóttur. Hann
stundaði nám við Gagnfræða-
skólann á Akureyrl, lagði eftir
það fyrir sig kennslu, en hélt síð
an til Vestui-heims, þar sem
liann dvaldist nokkur ár.
Eftir heimkomu gerðist Jónas
ritstjóri Dags á Akureyri og
varð landskunnur fyrir skrif um
þjóðmál og önnur áhugamál sín.
Árin 1927-29 var hann ritstjóri
Tímans. Eftir það helgaði hann
starfsorku sína að langmestu
leyti Ríkisútvarpinu.
Jónas Þorbergsson var skipað
ur útvarpsstjóri og í hans hlut
féll að stýra stofnuninni hin
fyrstu og erfiðustu ski-ef. Þegar
var nokkur reynsla fengin af
þeim vandkvæðum, sem það er
bundið að koma upp útvarpi fyr
ir fámenna þjóð, sem býr dreifð
um mikið land.
Veigamest af öllu var þó, að
undir stjórn Jónasar var Ríkis
útvarpið gert að menningarstofn
un, sem síðar hefur verið kölluð
mesta menningarstofnun þjóðar^
innar. Þetta var ekki sjálfsögð
stefna og hefur ekki verið ó-
umdeild. En fáir mundu í dag
óska þess, að öðru vísi hefði
verið af stað farið.
Það var vandasamt að skapa
Ríkisútvarpinu það fjárhagslega
sjálfstæði, er gert hefur stofn-
unina jafn óháða og hún, þrátt
fyfir allt, hefur verið. Jónas
Þorbergsson hafði víðsýni til
að tryggja útvarpinu auglýs-
ingatékjur, sem voru nær óþekt-
ar í Evrópu á þeim árum, en búa
jafnframt svo um hnúta, að
ekki fyigdu ágallar auglýsingaút
varps. í öðru lagi sá hann, að
verzlun með útvarpstæki gæti
orðið stofnuninni drjúg tekju-
lind, og svo hefur verið allt til
þessa öags. Sú fjáraflaleið var
þá óþekkt í nágrannalöndum.
Með þessu tvennu og afnota-
gjöldum hlustenda tókst Jónasi
Þorbergssyni að sjá Ríkisútvarp
inu farborða. Gerði hann mynd
arlegar áætlanir um byggingar
fyrir stofnunina, lét teikna þær
og fann þeim stað. En efnahaps
höft, sem sigldu í kjölfar ófrið
ar ollu því, að yfirvöld meinuðu
Ríkisútvarpinu að i-eisa sér það
heimili, sem Jónas ætlaði því.
Jónas bar mikla umhygeju fyr
ir, að Ríkisútvarpið væri stofn-
un, sem öll þjóðin gæti treyst,
en enginn misnotað. En hann
minnti oft á, að orðið hlutleysi
væri ekki notað í lögum eða
í-eglugerðum stofnunarinnar,
heldur óhlutdrægni, og væri á
því verulegur munur.
Jónas Þorbergssnn var útvarps
stjóri í 23 ár. Það starfslið er
því fjölmenni, sem vann undir
hans stjórn við stofnunina og
liugsar til hans meö þakklæti og
11HOSIÐ - SKIUSTðFUSTULKA
Skrif&tofustúlka óskast að Norræna húsinu. Hún
þarf að Vera skapgóð, vön skrifstofuvinnu, góður
vélritari og kunjra islenzku og eitt Norðurlanda-
málanna vel.
Alhliða skrifstofúvinna, bréfaskriftir, lett bók-
færsla, móttaka og annað sem til fellur.
Mjög góð vinnuskilyrði. Laun og vinnutimi eftir
samkomulagi.
Umsóknarfrestur er til 25. júní. Þarf stúlkan að
hefja störf sem fyrst.
Ski’ifteg umsókn sendist Ivar Eskeland, Norræna
liúsinu, Reykjavík.
NORR€NA HUSIÐ POHJOLAN TAIO NORDENS HUS
vinarhug.
Ríkisútvarpið sér á bak braut
ryðjanda, sem vann sér mikinn
og glæsilegan sess í sögu stofn
unarinnar — og þá um leið sögu
þjóðarinnar.
Ég bið viðstadda að rísa úr
sætum í minningu Jónasar Þor
bergssonar.
'Discount 50 —air travel U.S.A. fare
Enginn heyrt um
estrisnisafslátt
Bandaríkjastjórn hefur und-
anfarið gefið út til handa er-
Iendum skeimntiferðamönnum
kort, sem gefa þeim rétt til
lækkaðra fargjalda með flug-
vélum og járnbrautum innan-
lands í Bandaríkjunum og
lækkaðs verðs í verzlunum og
hótelum á meðan þeir eru í
heimsókn í landinu.
Sem sagt gott, eins og Her-
ald Tribune sagði nú í vikunni,
en gallinn er bara sá, að fréttir
af þessu virðast ekki hafa bor-
izt vestur yfir Atlantsála, nema
þá að amerísk fyrirtæki hafi
sum hver látið undir höfuð
leggjast að tilkynna útibúum
sínum um þessar ráðstafanir.
Blaðið tekur sem dæmi Jam
es nokkunx Coltart, yfirmann
fréttaþjónustu óháða sjónvarps
ins í Bretlandi. Hann mun fyr
. ir nokkru hafa farið með rautt,
hvítt og blátt kortið sitt á
ferðaskrifstofu eina í Green-
wieh í Connecticut. í bæklingi,
er Coltart fékk í London, og á
kortinu, sem útlendingaeftirlit
ið í New York stimplaði við
komu hans til landsins, sagði,
að hann gæti keypt flugmiða
handa sér og konu sinni fyrir
hálfvirðí.
Enginn á ferðaskrifstofunni
kannaðist við þetta, þegar hann
vildi kaupa miða við lækkuðu
verði til Washington. Mannin-
um varð auðvitað að orði:
,,Hver ósköpin eru þetta? For-
seti Bandaríkjanna segir, að
þetta gefi mér rétt til ,,gest-
risnis-afsláttar“. Ekki vildi af-
greiðslumaðurinn trúa þessu
og kallaði til aðra á skrifstof-
unni, en allt kom fyrir ekki.
Hann komst svo burtu á lækk
uðu verði fyrir sérstaka greiða
semi. Og sagan endurtók sig.
Á kortum þessum er innsigli
forsetans og á þeim stendur:
„Velkomin til Bandaríkjanna.
Forsetinn og öll bandaríska
þjóðin bjóða yður hjartanlega
velkomin og óska yður ánægju
legrar og eftirminnilegrar
heimsóknar“. í bæklingnum er
listi yfir verzlanir og hótel um
allt land, þar sem fá má af-
slátt. Sömuleiðis er þar lofað
hálfum fargjöldum með flugfé-
lögum og járnbrautum innan-
lands.
Coltart skýrir frá því í viðtali
við fyrrgreint blað, að hann
og kona hans hafi gengið um
Fifth Avenue og Madison Aven
ue en hvergi séð í glugga neinn
ar verzlunar nein merki þess,
að tekið yrði tillit til korts-
ins „Visit U.S.A. Hospitality
Card 1968“.
Hann bendir réttilega á það
í viðtalinu, að ástand það, sem
skapazt gæti af þessu, gæti
haft mjög alvarlegar afleiðing
ar fyrir venjulega skemmti-
ferðamenn, sérstaklega frá
löndum eins og t.d. Bretlandi,
þar sem gjaldeyrir væri
skammtaður. Menn gerðu þá
ráð fyrir miklu betri nýtingu
gjaldeyrisins, en raun yrði á,
ef enginn á staðnum hefði
heyrt um nefndan gestrisnis-
afslátt.
Verkfall boðað
á síldarflotanum
FJÖLMÖRG sjómannafélög hafa boðað verkfall frá og með 18.
júní n.k., hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tíma. Búið er
að halda nokkra samníngafundi með sáttasemjara, en lítið hefur
miðað í samkomulagsátt. Næsti sáttafundur er boðaður annað
kvöld klukkan 20.30.
Alþýðublaðið átti viðtal við
Jón Sigurðsson, formann Sjó
mannasambands íslands, í gær
varðandi kjaradeilu síldveiði
sjómanna og útgerðarmanna. í
viðtalinu sagði Jón, að síld
veiðisjómenn vildu nú fá inn
í samninga sína þau atriði, sem
samningar urðu um í vetur
varðandi kaup og kjör sjó
manna á vetrarvertíðinni.
Þannig vildu hásetar, mat
sveinar og netamenn nú fá
1100 króna upphæð á mánuði
í svonefnda fatapeninga., sem
raunverulega væri viðbót við
kauptryggingu. Vélstjórar
vildu fá 624 krónur á mánuði,
sem greiðast skal auk hlutar
eða kauptrygginar.
Þá vildu síldveiðisjómenn fá
örorkutryggingu hækkaða úr
200.00 krónum í 400.000 krónur
í samræmi við samninga sjó
manna frá því í vetur.
Auk þess sagði Jón , að ekki
yrði hjá því komizt að semja
um kaup og kjör vegna sölt
unar um borð í fiskiskipunum.
í áðurgildandi samningum hafi
verið ákvæði um þessi atriði,
en sú kaupupphæð, sem í þeim
væri ákveðin, væri nú í alla
staði óraunhæf.
Þá viljumwið fá ákveðin at
riði varðandi sumarleyfi síld
arsjómanna inn í samningana.
Sú venja hefur ríkt fram að
þessu, að Sjómannasambandið
hefur sent út tilkynningu í
nafni félaganna með heimild
fyrir skipsmenn til að taka sum
arleyfi og þannig veitt nokk
ur frávik í samningum varð
andí sumai'leyfi. Nú viljum við
hins vegar fá ákvæði um sum
arleyfi inn í samningana. Ekki
verður hjá því komizt að
breyta nokkuð frá því, sem
á(Sur hefur gilt í þessum efn
um, þar sem búast má við, að
síldvéiðisjómenn verði í surrx
ar lengur fjarx'i landi en áðuc
á sumarsíldveiðum. í suim <*
líður þannig lengri tími en áð
ur á milli þess að skipin komi
að landi.
Framhald á síðu 14.
US
13- júní 1968
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5