Alþýðublaðið - 16.08.1968, Side 11
Þarna er hart sótt að marki Fram, en hinn efnilegi markvörður,i
Þerbergur Atlason, hefur gómað knöttínn. (Ljósm. B.B.).
Bikarkeppni FRI
um helgina
A laugardag og sunnudag
fer fram úrslitakeppni bikar-
----------—---———-—-<
íþróttamót
iðnnema
Iðnnemasamband íslands efn
ir til íþróttamóts nú um næstu
helgi 17,—18. ágúst að Þjórsár-
túni. Búizt er við, að iðnnem
ar víðsvegar að af landinu
fjölmenni á mótið og hafa nú
þegar iðnnemafélög frá Reykja
vík, Hafnarfirði, Kefiavík,
Vestmannaeyjum, Akranesi,
ísafirði og Siglufirði tilkynnt
þátttöku. Keppt verður í
knattspyrnu, 100 metra, 200
metra, 400 metra, 800 metra
og 4x100 metra boðhlaupi fyrri
daginn og handknattleik, há-
stökki, langstökki, þrístökki,
kúluvarpi og hjólreiðum síðari
daginn. Búizt er við að kepp-
endur verði a.m.k. 120. Mótið
verður sett af formanni sam-
takanna Sigurði Magnússyni.
Á laugardaginn verður kvöld-
vaka og verður margt til
skemmtunar, s.s. flugeldasýn-
ing, fjöldasöngur og útiskot
keppni, sem mun teljast ný-
mæli á íslandi. Öllum er heimil
innganga á mót þetta.
keppn'nnar í frjálsum íþrótt-
um 1968. Er þetta í þriðja
sinn, sem slík keppni fer fvam
hér.
Að þessu sinni tilkynntu 7
félög og héraðasambönd um
þátttöku, en þar sem aðeins
6 mega vera í úrslitum, urðu
Reykjavíkurfélögin Ármann,
ÍR og KR að heyja um það
innbyrðis keppni, hvaða tvö
lið kæmust í úrslit. Svo fór
að ÍR og KR komust í úrslit-
in að þessu sinni.
Búast má við jafnri og
skemmtilegri keppni, enda fór
svo í fyrra, að ekki skildu
nema 15 stig fyrsta og þriðja
lið. Þá bíða margir þess með
eftirvæntingu að vita, hvort
þeir frjálsíþróttamenn, sem al-
veg eru við það að ná tilskild
um árangri til að öðlast rétt
til þátttöku í ólympíuleiknn-
um, vinni tilskilin afrek urn
helgina. Eru það einkum þe'r
Jón Ólafsson, Valbjörn Þor-
láksson og Þorsteinn Þorsteins
son, sem hafa góða möguleika
til þess.
1 í úrslitunum að þessu sinni
1 taka þátt eftirtalin félög og
héraðasambönd: KR, UMSK,
HSH, ÍR, HSK og HSÞ.
SL
EDSSON (ÞR#TTIR
ÖRLEGUR LEiKUR
Fram mistókst vítaspyrna, og Vestmanna-
eyingar hlutu annað stigið
Á miðvikudagskvöldið léku
Fram og IBV seinni leik sinn í
íslandsmótinu. Áður höfðu
Frammarar leikið í Vestmanna-
eyjum og sigrað IBV þar ekki
óglæsilega. Mátti því buast við
allfjörugum viðskiptum að þessu
sinni. Reið og á miklu fyrir
hvorn aðilann sem var að standa
sig sem bezt, Sigur Fram hefði
óneitanlega fært þá feti nær ís-
landsbikarnum, en sigur Vest-
mannaeyinga tryggt þá í I. deild
inni áfram. Vissulega var þetta
líka fjörlegur leikur, sem lauk
með jafntefli Qg án þess að
marki yrði náð. Einkum var það
þó fyrri hálfleikurinn sem var
oft bæði vel leikinn á báða bóga
og skemmtilegur. Boltinn látinn
ganga viðstöðulítið manna á
milli. Er stutt var á Ieikinn liðið
fékk Ásgeir innherji Fram, eina
slíka sendingu þar sem hann var
óvaldaður inni á vítateigi, en
mistókst herfilega skotið, og
spyrnti framhjá. Þarna rauk
„upplagt“ tækifæri sem vel hefði
getað breytt gangi leiksins í
heild, ef heppnast hefði. Reynd-*
ar átti Sævar miðherji IBV rétt
á eftir ekki ósvipaðan mögu-
leika uppi við mark Fram, en
skaut yfir. Einnig átti hann
nokkru síðar annað færi en þá
varði Þorbergur mjög glæsilega.
Þannig skiptust á áhlaupin á
víxl, megin-hluta hálfleiksins.
En mjóu munaði að Fram ekki
tækist að skora úr skoti Helga
Númasonar um miðbik hálfleiks-
Heimsmet
jafnað
Ljudmila Samotjesova jafn-
aði í gær heimsmetið í 100 ra|
hlaupi kvenna á 11,1. Um leið
setti hún nýtt sovézkt met sem
var 11.3, sett fyrir 10 árum af
Vem Krepkina. Tvær pólskar
f stútkur og tvær bandarískar
hafa náð sama árangri og
Samotsjeva nú.
Þá jaínaði Rússinn Sapeia
öðru sinni Evrópumetið í 100
m. hlaupi karla en það er 10,0.
ins, föstu og ákveðnu, en Páll
markvörður varði en missti þó
knöttinn frá sér þannig að Fram
tókst að skjóta aftur, en bakvörð
urinn bjargaði á línunni.
Síðari hálfleikurinn var ekki
eins vel leikinn, að vísu þrum-
uðu Frammarar fast að IBV, og
fór leikurinn langtímum saman
fram á vallarhelmingi þeirra.
Áttu Frammarar þá þau tæki-
færi, sem hefðu átt að endast
þeim til sigurs. Meðal annars var
Erlendur Magnússon tvívegis
með stuttu millibili í slíkum
„ofsa sjens“ að það þurfti „sér-
staka lægni“ til að skora ekki.
en skjóta yfir í bæði skiftin.
Og enn fengu Frammarar eitt
tækifærið og það ekki af lakara
endanum, vítaspyrnu, fyrir stjak
við Iielga Númasyni, sem kom-
inn var innfyrir í opið færi við
markið. Helgi spyrnti svo sjálfur
úr vítinu, en vandaði sig senni-
lega um of, ætlaði sýnilega að
skjóta rétt innan við stöng, en
knötturinn smaug hins vegar rétt
utan við hana. Það gerði gæfu-
muninn.
Er á hálfleikinn leið sóttu
Vestmannaeyingar sig að nýju.
Sköpuðu sér góð skilyrði til að
skora, en mistókst. Leiknum lauk
eins og fyrr segir án marka.
Lið Vestmannaeyinga lék oft
mjög laglega og sýndi að þar eru
á ferðinni dugmiklir og djarfir
leikmenn. En í hópi þeirra var
miðherjinn Sævar og h.úth. Sig-
mar einna snarpastir. Valur
Andersen er einnig mjög góður
leikmaður og bakvörður Sigurð-
ur Ingi. Annars er liðið allt
furðu vel samstillt. í liði Fram
bar Sigurður Friðriksson af sem
miðframvörður og Baldur Schev
ing vann mikið að vanda, eins
Elmar sem skeiðaði um völlinn
þveran og endilangan, þegar svo
bauð við að horfa. ótrúlega fljót-
ur og laginn. Það er oft gaman
að sjá hann á sprettinum, en
hins vegar vill stundum verða
minna úr tilþrifunum, en manni
finnst efni standa til.
Magnús Pétursson .dæmdi leik-
inn ágætlega. EB
Tvísýn keppni á Reykja-
víkurmótinu í golfi
Reykjavíkurmótið í golfi er
nú langt komið. Á morgun
verða leiknar síðustu 18 hol-
urnar, og hefst keppnin klukk
an eitt á vellinum í Grafar-
holti.
Þegar keppnin var hálfnuð,
leiknar höfðu verið 36 holur,
var staðan þessi:
Meistaraflokkur:
1. Ólafur Bjarki Ragnarsson
163 högg.
2. Óttar Yngvason 165 högg.
3.-4. Einar Guðnason og
Ólafur Ág. Ólafsson 167
högg.
5. Eiríkur Helgason 169 högg.
1. flokkur:
1. —2. Ragnar Magnússon og
Ragnar Jónsson 188
högg.
3. Þorvaldur Jóhannesson 189
högg.
2. flokkur:
1. Lárus Arnórsson 197 högg.
2. Gunnar Kvaran 202 högg.
/0-/5% afsláttur
af tjöldum og ferðavörum
Aðalstræti — Nóatúni — Laugavegi 164.
16. ágúst 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 1|,