Alþýðublaðið - 23.08.1968, Blaðsíða 1
Föstudagur 23- ágúst 1968 — 49. árg. 164. tbl-
ÁTÖKIN HARÐNA í TÉKKÓ SLÓVAKÍU
í gær varð ástandið ennþá alvarlegra í Tókkóslóvakíu
’ einkum eftir að innrás/arherinn setti flokksþingi
konsmúnistaflokksins úrslitakosti um að mynda
? stjóm, sem þeir væru ánægðir með og ekki
styddi Alexander Dubcek. Um sama leyti krafðist
flokksþingið að innrásaherinn hyrfi úr landinu inn
an 24 klukkustunda, elía kæmi allsherjarverkfall
- til framkvæmda. Alda óeirða gekk yfir landið og
sumir fréttaritarar telja að alger lömun ríki í at-
vinnulífi þjóðarinnar. Það fréttist í gærkvöldi að
Alexander Dubcek og. þrír aðrir leiðtogar hefðu
verið fluttir á brott, flugleiðis til Moskvu. Útgöngu
bann var sett á borgarbúa í Prag í gær. Leynilegar
- útvarpsstöðvar hvöttu fólk til að sýna stillingu.
í fréttum sem bárust frá
Prag í gærkvöldi segir, að Alex-
ander Dubcek, leiðtogi, Jósef
; Smrkovsky forseti þjóðþingsins,
dr. Frantisék Kriegel forseti
miðstjórnarinnar og Jósef
Spavek fulltrúi í flokksstjórn-
inni hafi verið fluttir flugleiðis
' til Moskvu í gærkvöldi.
Innrásarríkin flytja æ fleiri
liergögn til TéMkóslóvakíu og
fregnir herma að hundruðir hern
aðarflugvéla lendi í sífellu á’
flugvöllum landsins.
Fjöldahandtökur fóru fram í
Prag í gær.
Mikil upplausn ríkti í Prag í
gær, eftir að innrásaraðilarnir
liöfðu veitt flokksþingi tékkneska
kommúnistaflokksins úrslitakosti
um myndun nýrrar stjórnar er
, ekki styddi Dubcek. Samtímis
gaf flokksþingið innrásarherjun-
um 24 tíma frest til að yfirgefa
, landið og láta Iausa alla leiðtoga
■ landsins sem í haldi væru, ella
yrði allsherjarverkfall í landinu.
Sovézkir hermenn skutu í gær
á þúsundir tékkneskra ungmenna
— sem safnazt höfðu saman í
hjarta Pragborgar til að mót-
mæla innrás herjanna í landið.
Hrópuðu unglingarnir ókvæðis-
orð að hermönnunum. Vitað er
um nokkra sem særðust eða
' féllu.
Útgöngubann var sett á alla
• íbúa Prag í gær. Skulu allir
r íbúar borgarinnar halda sig inn
andyra frá kl. 22 að kveldi til
kl. 5 að morgni. Þá voru hvers
konar hópfundir bannaðir og
því hótað að gripið yrði til skot-
vopna ef fólk hlýddi ekki bann-
inu eða hópaðist saman á göt-
unum. Tilkynningar þessar voru
undirritaðar af L. Velichko, yfir-
manni tékkneska hersins í Prag
og er talið að hann hafi verið
neyddur til að undirrita hana.
Óljósar fregnir berast um, að
Svobota forseti hafi verið hneppt
ur í stofufangelsi, en aðrar fregn
Þessa mynd fékk Alþýðublaðið símsenda frá Prag i gær. Sýnir mynd'in sovézka bryndreka fyrir utan
aðalstöðvar tékkneska kommúnistaflokksins í Prag. Þrumu lostnir fylgjast Pragbúar með stríðsvélun-
Framhald á 13. síðu. um, sem svo skynd'ilega breyttu fögnuði og frelsi í ryll’ilega örvæntingu.
Oryggisráöið stöðugt
fundi um innrás Rússa
New York 22. 8. NTB.
Ambassador Danmerkur hjá Sameinuðu þjóðunum,
Otto Borch, lagði í gærkvöldi fyrir Öryggisráð S.þ.
tillögu, sem fordæmir harðlega hina vopnuðu inn-
rás sovézkra herja og herja bandalagsríkja þeirra í
Tékkóslóvakíu. Tillöguna lagði danski ambassa-
dorinn fram fyrir hönd sjö aðildarríkja öryggisráðs-
ins af fimmtán.
Þjóðimar, sem að tillögunni
standa eru Diaramöric, Kanada,
Frakkland, Paraguay, Bandarík
in og Brctland, terefjasit þær
Iþess, að stjómmálaliegt sj álíf-
Btæði þjóðanrea, sem byggja
Tókteóslóvakiíu verði viht í hví
vetoa og land þeirra verði ektei
steert'. í tillöguimi er Sovétríkj
unum og bandalagsríkjum þeirra
gert að liafa eteki í frammi frek
ari otfbeldisverk eða aðgerðir,
sem kunni að hafa í för með
sér þj áningu og rnanntfómir.
Skulu siovézku Iherisveitimar
ihverfa þegair í stað út úr Tetekó
Blóvakíu og iáta af ‘hvers konar
lafsteiptuim af innanríkismálum
Téfcka.
í itillögunni felat ennfremur
áskorun til allra aðildarrífcja
Sameinuðu þjóðanna að beita
diptómatiskum áhrifum' sínum
í Sovétrfkjunum og öðrum ríkj
um, sem hilut eiga iað innrásinni
í Tékkóslóvakíu, oxm lað virða
kröfur þær, sem í tillögunni
>eru fólgnar. Sörrvuleiðis felst í
tillögunni 'áskorun til U Thants
aðalframkvæmdarstjóra SÞ. um
að fylgjast með öILu því, sem
gerist í Tékkóslóvakíu og sjá
um að öryggisiráðið fái jafn-
óðum upplýisinglar' uim þróunina
þar í lamdi.
Otto Bordh ambassador Dan'a
hjá S.Þ. sagði á fundi öryggis
ráðsins í gær, að danska sitjórn
in hafi fylgzt með þróun mála
í Tékkóslóvataíu síðusíu viikum
ar >áf mikilli aitihygli -og hafi
Ihugprýði tékknieákra ieiðtoga
vakið undnin hennar. Þrátt
fyrir allt hafi menn trúað því,
að sú þróun, sem átt heí'ur sér
Framhald á 13. síðu..