Alþýðublaðið - 23.08.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 23.08.1968, Blaðsíða 6
 Greinargerð frá Póst- og síma- málastjórn um húsakaup í tilefni af blaðaskrifum sem orðið hafa út af kaupum póst- og símamálastjórnarinnar á fasteign inni Thorvaldsensstræti 2 Reykja vík, eruð þér góðfúslega beðnir að birta eftirfarandi greinargerð: Núverandi símahús að Thorvald sensstræti 4 var byggt fyrir 37 árum og var staðsett í miðju Reykjavíkur, þar sem flestir símar voru þá þar í kring. Þetta hús er löngu orðið of lítið og hefur orðið að flytja margar deild ir í leiguhúsnæði á aðra staði í bænum, þótt það væri mun ó- hagkvæmara. Þegar borgin byggð ist langt austur á við, var byggð önnur símastöð við Grensás fyrir þá símanotendur, er búa þar í kring, og eru rúmir 4 krr^ á milli stöðvanna. Yegna vaxandi viðskipta (svo sem tvöföldun notenda á 10 árum) hefur orðið að auka húsrýmið, og er nú ver- ið að reisa, viðbyggingu á Thor- valdsensstræti 6, sem að vísu mátti ekki byggja nærri eins stóra og á'ætlað hafði verið. Er nú aðeins um frekari stækk- ánir að ræða þama með fram- tíðarviðbyggingu að norðan verðu, á Thorvaldsensstræti 2, því að of dýrt þótti að kljúfa miðbæjarstöðina í tvennt, þ.e.a.s. hafa hana á 2 stöðum í miðbæn- um. Þar sem fréttir bárust um sí- hækkandi verð á næstu lóðum við landssímahúsið, jafnvel upp í allt að kr. 43000 á hvern fer- melra, þótti ábyrgðarhluti að draga.Iengur að reyna að ná viðunandi samningum um fast- eignina Thorvaldsensstræti 2, þar sem húast mæl/ti við, :að t.d. við eignarnámsmat yrði að hafa hliðsjón af nýjustu fasteigna- kaupum í næsta nágrenni, Var að sjálfsögðu leitað samþykkis ráðherra til að hefja samninga- gerð og síðar að samþykkja það verð, er um gat samizt og póst- og símamálastjórnin og ráðunaut ar hennar töldu hagstætt. , Lóðin er 601,8 fermetrar að stærð, en brunabótamat húss- ins, sem á henni stendur og er vel við haldið er rúmlega 12 millj. kr. Stærð lóðar í miðbæn- um er ekjíi eina atriðið, sem máli skiptir varðandi verðmæt- ið, heldur m.a. hve mikið má byggja á henni samkvæmt skipu lagi borgarinnar, eða hve stóran samanlagðan gólfflöt má byggja á henni o.fl. Upplýst hefur verið, að á und' anfömum árum hefur Reykja- víkurborg keypt ýmsar fasteignir í borginni, og hafa hús á lóðun- um þá' verið keypt fyrir bruna- bótaverð þeirra, ef þau hafa verið í góðu ásigkomulagi, en if annars tilsvarandi lægra verði, ef þau hafa verið mjög gömul og viðhaldsfrek. Lóðarverðið hefur farið eftir stað og aðstöðu og farið síhækkandi. Ríkisstjórnin keypti á síðasta ári fasteignir við Kirkjustræti (nr. 8, 8b og 10) að sunnanverðu gegnt símahúsinu. Áður hafði hún látið fara fram mat á þeim og var sá grundvöllur lagður við matið að hver fermetri lóðar var metin á kr. 12150, en timbur- húsin á þeim, Kirkjustræti 8 ( 57 ára gamalt) á 57% af bruna bótaverði, en hin, sem voru eldri á 40% af brunabótaverði. Ef hluti af verðinu átti að greiðast á 10 árum var hann reiknaður 25% hærri. Á fasteignunum við Kirkjustræti var veittur 10 ára gjaldfrestur á helmingi verðsins, og var hver fermetri lóðar þá hækkaður úr kr. 12150 í kr. 13700, og húsin tilsvahandi. Sami grundvöllur var notaður við mat fyrir kaup póst- og símamálastjórnarinnar á lóðinni Thorvaldsensstræti 6 og Thorvaldsensstræti 2. Verð lóðar og húss á Thorvald- sensstræti 2 varð Icr. 16.243.000 og er þá miðað við að 2 millj. kr. greiðist við undirskrift samn- ings, 2,619 millj. kr. 6 mánuðum síðar, en það sem eftir er (71,2% verðsins) á 10 árum. Ef um staðgreiðslu hefði verið að ræða hefði verðið orðið um 13,9 millj. kr., sem má skipta í lóðarverð kr. 7,3 millj. kr. og húsverð um 6,6 millj. kr. (um 55% af brunabójaverði). Meginhluti húss ins er steinhús 21-22 ára gamall Samkvæmt skipulagi Heykjja- víkurborgar (bls. 146 og 150) má aðeins byggja lág hús (1-2 hæða) sunnan Kirkjustrætis með samtals gólffleti (á hæðunum ofan jarðar) 50% meiri en lóðar stærðin (þar er nýtnistuðull 1,5) og þar sem lóðir nefndra 3 húsa eru samtals 1170 fermetrar að stærð, svarar það til að byggja megi þar hús með samanlögðum gólffleti 1755 fermetra ofan jarð- ar eða minni en á Thorvalds- ensstræti 2 (2000 fermetrar ofan jarðar). Lóðin (693,5 fer- metrar), sem póst- og símamála- stjórnin hafði áður keypt á Thorvaldsensstræti 6, kostaði kr. 12150 hver fermetri, (og var það verð miðað við lóðakaup ríkis- stjórnarinnar norðan Kirkju- strætis), en þar mátti aðeins byggja á 781 fermetrum saman- lags gólfflatar, og verður hver metri gólfflatar þar því tals- vert dýrari en á Thorvaldsens- stræti 2. í DAG opnar Sparisjóður Rtykjavíkur og nágrennis af- greiðslu í eigin húsnæði, ný- byggingu að Skólavörðustíg 11. Sparisjóðurinn hefir alla tíð verið í leiguhúsnæði, fyrst að Hverfisgötu 21, en lengst af að Hverfisgötu 26, þ. e. á horni Hverfisgötu og Smiðju- stígs, en það húsnæði er fyr ir löngu síðan orðið allt of lít ið og ófullnægjandi. Með tilkomu hins nýja h.ús- næðis breytast ÖE starfsskil- yrði sparisjóðsins og mun hann geta tekið að sér ýmis konar þjónustu, sem ógern- ingur hefir verið að leysa af hendi hinu mjög svo tak- markaða búsnæði, sem hann hefir búið við til þessa. Sparisjóðurinn var stofnað- ur 23. janúar 1932 að frum- kvæði nokkurra manna úr Iðnaðarmannafélaginu. Þrem mánuðum síðar, eða 28. apríl 1932, tók sparisjóðurinn til starfa. Sparisjóðsinnstæður í Spari sjóði Reykjavíkur og nágrenn- is eru nú 305 milljónir króna, og varasjóður um 18 millj. Starfsemi sparisjóðsins hef- ir svo til eingöngu beinzt að því að veita lán út á íbúðar- húsnæði. Með því hefir spari- sjóðurinn átt verulegan þátt í uppbyggingú höfuðborgar- innar, og þannig orðið mörg- um ómetanlegur styrkur til athafna og sjálfsbjargar. Sem daemi má nefna, að á s. 1. 10 árum hafa verið veitt rösk- lega þrjú þúsund íbúðalán til langs tíma, samtals að fjár- þrjár hæðir og kjallari. Hver hæð er að gólffleti 320 ferm. Fyrst um sinn mun sparisjóð urinn aðeins taka 1. hæðina og kjallarannn til eigin nota. Á 1. hæðinni verður afgreiðsla og skrifstofur, en í kjailara peningageymsla, skja'a geymsla og kaffistofa. Auk þess er þar komið fyrir eld traustri geymslu með hólfum, sem leigð verða viðskipta- mönnum. Efri hæðir hússins verða leigðar út. v , Þetta nýja hús hafa teiknað arkitektarnir Gunnlaugur Halldórsson og Guðmundur Kr. Kristinsson. Yfirsmiður var Ingibjartur Arnórsson, að alverkfræðingar Bragi Þor- steinsson, Sigurður Halldórs- son og Kristján- Flygenring, Byggingarmeisfarar hver í sinni iðn, voru: Guðmundur Jasonarson, rafvirkjameistar*, Helgi Jasonarson pipulagninga meistari Pétur Kristinsson, blikksmíðameistari, Stein- grimur Oddsson málarameist- ari, Jóhannes Björnsson vegg- fóðrarameistari, Jóhannes Helgason húsgagnasmíðameist ari og Ásmundur V'lhjálms- .son múrarameistalri. Fulltrúi stjórnarinnar við bygginguna var Einar A. Jónsson núver andi aðtelgjaldkeri spar:sjóðs ins. Auk þessara manna og að stoðarmanna þeirra hafa marg ir aðrir einstaklingar og fyr- irtæki komið hér við sögu. í stjórn sparisjóðsins eru nú: Guðlaugur Þorláksson, skrif- Einar Sveinsson, múrararmeist ari, Ásgeir Bjarnason skrif- stofustjóri Baldvin Tryggva son forstjóri Guðmundur Vig fússon borgarfullírúi. Aðalendurskoðandi hef'r frá upphafi verið Björn Steff ensen lögg. endurskoðandi en endurskoðendur kjörnir af borgarstjórn er.u nú Runólfur Pétursson og Björn Stefáns- son. Sþarisjóðsstjóri er Hörður Þórðarson lögfræðingur. SÍLP Síðastliðna viku var óhag- stætt veður á síldarmiðunum við Bjarnareyjar og veiöi næstum engin. Heildarsíldar- aflinn í sumar er nú 36.767 lestir, en var á sama tíma í fyrra 138.739 Iestir, Hæstu löndunarstaðir sum- ars'lns eru þessir: Siglufjörð- ur 15.762 lestir, Reykjavík 7.886, Seyðisfjörður 5.242, Þýzkaland 1.878 og Raufarhöfn 1.160 lestrir. Á síldveiðunum í sumar eru 73 skip komin á skýrslu með e'inhver afla. 65 skip hafa fengið 100 lestir og meira. Fiimm aflahæstu bátarnir eru þessir: Gígja RE 771 lest, Bjart ur NK 1.629 lestir, Kristján Valgeir NS 1.569, Fylkir RE 1.336 og Gísli Árni RE 1.295 lestir. Framhald á 13. síðu. J Framhald á bls. 12 g 23. ágúst 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.