Alþýðublaðið - 14.09.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 14.09.1968, Blaðsíða 6
Aðalfundur Skógræktarfélagsins: Landþrengsli há sums staðar skóg ræktarfélögunum Dagana 23. — 25. ágúst s.l. var aðalfundur Skógræktarfélags íslands haM’inn á Hallormsstað. Á fundinn komu fulltrúar flestra skógræktarfélaganna í land'inu ásamt mörgum gestum og voi-u fundarmenn alls um 100 talsins. Fulltrúi norska skógræktar. félagsins, W. Elsrund. sat fundinn. Vestur-íslenzkur heimsókn á Islandi Hér á Iandi er nú stödd í boði Þjóðræknisfélags íslands vestur íslenzk kona, frk. Snjólaug Sigurffsson, pianóle'ikari. Hún er fædd í Arborg, Manitoba og voru foreldrar hennar Sigurjón Sigurffsson, kaupmaffur þar og kona hans, Jóna Jónsdóttir, sem enn er á lífi. Hákon Guðmundsson, yfírborg ardómari, formaður félagsins sagði m.a. í setningarræðu sinni, að skógræktarfélögunum hefði yfirleytt tekist að halda í horf- inu, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika. Hjá nokkrum þeirra væri farið að bera á landþrengslum til gróðursetningar og úr því þyrfti að bæta. Meðal annarra aðkall- iandi verkefna væri bygging plöntngeymslna. Þá þyrftu skóg- ræktarmenn áfram að halda vöku sinni VarÁandi verndun birkiskóganna og verndun gróð. urs yfirleitt. Hákon taldi það góðs viti, að gróðungetning hafi aukizt frá fyrra ári, en ekki mætti ein- blína á það, heldur yrði að leggja áherzlu á umhirðu nýskóganna. Þá ræddi Hákon nokkuð um samvinnu þá milli skógræktar. innar og bænda í Fljótsdal, sem unnið væri að um ræktun nytja- skóga. Á fundinum talaði Wilhelm Elsrud, framkvæmdastjóri norska skógræktarfélagsins, og þakkaði hann boð Skógræktarfélags ís. lands. Hann taldi það góða sam- starf, sem verið hefur á milli íslendinga og Norðmanna á und. anförnum árum á sviði skógrækt armála bera vott um skyldleika þessara þjóða og samstarfsvilja. Skilaði hann kveðju frá' norska skógræktarfélaginu og ýmsum ('fbryjfumönnum í skógrækt jí Noregi. Hákon .Bjiarnason 'skógrækt. arstjóri ræddi um horfur í skóg- ræktarmálum og gat fyrst um ihið slæma árferði að undan- förnu. Engu að síður hefði trjá. gróður hvbrvetna komið vel Geðvernd ALÞÝÐUBLAÐINU hefur bori:it tíroaritið GEÐVERND. rit um geðverndarmál, 1. hefti 3. árganigs 1968. Er ritið hið smiekkl.egasta í útliti, en hefur tekið nokkrum stakkaskiptum frá því, sem verið hefur, og kemur nú út | istöðluðu broti, A 5. Af efni heftisins má nefna grein efíir Svein R. Hauksson, istud.med.. um stlarfsemi teng-la; Jón Sigurð.vson, dr. med., um gildi geðverndar; Helgi Dags- land um almienn samstarfsvanda mál, o.fl, Þá birtist og í ritinu undan vetri, en að sjálfsögðu hefði vöxtur trjáa verið nokkuð misjafn. Þá kvað hann fjármagn til framkvæmda ekki hafa vaxið að undanförnu í hlutfalli við þau verkefni, sem enn biðu óleyst. En fyrirsjáanlegum erfiðleikum yrði að mæta með þróttmeira félagsstarfi og óbilandi áhuga. Snorri Sigurðsson, erindreki félagsins, skýrði frá störfum skógræktarfélaganna á s.l. ári, en Einar G. E. Sæmundsen gjaldkeri félagsins las upp reikn inga Skógræktarfélags íslands og Landgræðslusjóð.s. Hánn kvað sjóði þessara stofnana rýrna sak- ir verðbólgu í landinu. Niður- stöðutölur á rekstrarreikningi Skógræktarfélags íslands árið 1967 eru krónur 2.414.649,97 og á efnahagsreikningi ikrónur 1.720.976,11. Almennar umræður á fund. inum snerust aðallega um: Á- ætiun um búrækt í þéttbýli, upp eldi trjáplantna o.fl. Sex tillögur voru samþykktar á aðalfundi Skógræktarfélags ís. lands á Halíormsstað. Er þær höfðu vterið afgreiddar, hófst stjórnarkosning. Úr stjórn fél- agsins áttu að ganga þeir Her- mann Jónasson og Haukur Jör- undsson . Formaður skýrði frá því, að Hermann Jónasson hefði beðizt undan endurkjöri. Hann minnti á ágæt störf Hermanns í þágu skógræktarinnar. Sam. þykkti fundurinn að senda Her- manni þakkar. og árnaðarkveðju. í stjórn voru kosnir þeir Hauk- ur Jörundarson og Oddur Andr. ésson og í varastjórn þeir Þór- arinn Þórarinsson og Jóhann Hafstein. Að lokinni stjórnarkosningu bar formaður upp þá tillögu fyrir hönd stjórnar Skógræktar- félags íslands, að tveir Norð- menn yrðu kjörnir heiðursfél. agar: þeir Niels Ringset bóndi í Liabygda á Mæri og Ludvig G. Braathen skipaeigandi í Osló, en báðir þessir menn hafa stutt skógrækt á íslandi á ómetanleg- an hátt. Tillögurnar sex, sem aðalfund- ur Skógræktarfélags íslands á Hallormsstað samþykkti, eru á þessa leið: Fnamhald á blS. 9. Frk. Snjólaug stundaði tón- listarnám í Winnipeg og síðar í New York. Jafnframt náminu stundaði hún kennslustörf og kom einnig fram sem einleikari. Hún hefur haldið tónleika í New York Carnegie Recital Hall og Town Hall. Er hún dvaldist í New York var hún m.a. undir- leikari fyrir óperusöngkonuna Maríu Markan — og í Winnipeg fyrir ýmsa íslenzka söngvara, sem þangað komu. Blaðamönnum gafst’ kostur á að tala við frk. Snjólaugu, þar sem hún dvelst á Hótel Sögu. Hún kvaðst hafa komið hingað einu sinni áður, árið 1954, og alltaf langað aftur, og hefði það nú orðið. Hún kvaðst mundu leika í sjónvarpi og útvarpi. Eina opinbera tónleika mun hún halda hér, en þeir verða á ísafirði. Síðan mun hún ferðast um land. ið, m.a. til Akureyrar. Frk. Snjólaug sagði, að sig undraði mjög, hve mikið allt hefði breytzt hér í Reykjavík, síðan hún kom ‘54; sér hefði að vísu verið sagt það, en hún ek|ki trúað, að 'breytingarnar væru jafn stórfelldar og raun ber vitni. Þrátt fyrir fá tækifæri til að tala íslenzku, talar frk. Snjó- laug hana furðanlega vel, og sýnir það bezt, hverja rækt hún hefur lagt við hið íslenzka þjóð. erni sitt. Við þökkum frk. Snjólaugu fyrir og óskum þess, að dvöl hennar á íslandi megi verða henni ánægjuleg og lilökkum til að hlýða á píanóleik hennar. MWMWWMWWWWWMWWWWWMWOVAWWWWWMWWWWWWWM'VMWIW EngSnn munur IVIagnús? Magnús Kjartansson á erf- itt með að hnekkja þeirri staðreynd að þjónkun komm únista við Rússa hafi hindrað sameiningu íslenzkrar al- þýðu 1938 og lengi síðan. Hann reynir að bjarga sér með því að prenta upp úr stefnuskrá Alþýðuflokksins frá 1938 kafla vinsamlegan Sovétríkjunum. Kaflinn er á þessa leið: „Flokkurinn fylgist einnig af mikilli athygli og samúff með tilraun alþýðunnar í So vétlýðveldissambandínu til þess að skapa þar sósíalistískt þjóðfélag. Þar sem ósigur Sovétríkjanna mundi vera ó sigur fyrir verkalýðinn um allan heim, berst hann á móti hvers konar einangrun artilraunum, árásarherferð- um og spellvirkjum auðvalds- ins gegn hinu nýja þjóðfélagi. Flokkurinn vill auka hið við skiptalega og menningarlega samband viff Sovétríkin og veita óhlútdræga fræðslu um baráttu þeirra fyrir sköpun sósíal;smans.“ Af þessu má sjá, hvcrsu sanngjarnir Alþýðuflokks- menn voru í garff Sovétríkj anna 1938. En þetta var ekki nóg fyrir Brynjólf, Einar og þá félaga í Kommúnista- flokki íslands. Þeir kröfffust þess, að hjnn nýi flokkur, sem stofna átti, tæki ,„ . .skil yrðislausa afstöðu með So- vétlýðveldunum sem Iandi sósíalismans og leyfði engan fjandskap gegn þeim í b!öð um flokksins cða af hálfu starfsmanna hans.“ Sjá menn ekki mun á þess um tveim yfirlýsingum? Er ekki munurinn nákvæmlega hinn sami og m;lli Tékka og Rússa? Dubcek hefði getað skrifað undir yfirlýsingu Al- þýðuflokksins. En liann hefði ekki skrifað undir vfir lýs:ngu Kommúnistaflokks íslands, þar sem krafizt var ritskoffunar á blöð, en skóð anafrelsi og málfrelsi starfs- manna flokksins var skert. Magnús Kjartansson slcpp Ur ekki úr gildrunni. Með því að taka afstöðu með Tékk um gegn Sovétrússum liefur hann viðurkennt, að Alþýðu flokkurinn hafi liaft rétt fyr ir sér í 30 ára deilu v!ð kommúnista um þau mál, sem framar öðrum hafa klof ið íslenzka alþýðuhreyfingu. WWVVWWWWWWWMWMMMMWWWWMMWIWWWWWWWWMMMWWMWMMWWWWMM AUGLÝSINGÁR - 14900 6 14'. sépf. 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.