Alþýðublaðið - 14.09.1968, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 14.09.1968, Blaðsíða 11
varð hrifinn af grænu augunum þínum um leið og ég leit í þau. Og fagrar varir þínar . eru sem skapaöar fyrir kossa. Eigum við ekki að enda kvöldið vel? Hann tók utan um hana, en hún starði enn á hann. En Leroy fólkið — hvíslaði hún. Hann hló og tók enn fastar utan um liana. Einhverja afsök- un varð ég að hafa til að kom- ast burtu, sagði hann. — Mér fannst þetta snjallt hjá mér. Og nú........ Hún sleit sig lausa og reiðin ólgaði í huga hennar. — Eg neyddist til að leyfa yður að ráða, sagði hún. — Þér neydd- uð mig til þess. Eg var svo héimsk, að halda að þér væruð vinur minn, en þér eruð kvenna. bósi! Á ég að segja yður, hvað þér fáið fyrir snúð yðar? 5 skildinga og 6 penní fyrir mið- ann og við skulum segja sex skildinga fyrir matinn. Tíu skildingar og sex penní alls. Ég sendi yður upphæðina í pósti. Nú starði hann á hana og hún sá að reiði hans var ekk- ert' minni en hennar. — Litia kvikindið þitt! — Eg .... Hún reyndi að opna bíldyrn- ar, en hann hélt höndinni fyrir liurðinni. — Nei, þér farið ekki fet! Þér Athu fáið ekki að skipa mér fyrir verkum. Svo ég neyddi yður til að koma? Ég gaf yður miðann og sagði, að við myndum sjást. Við hverju bjuggust þér? Að ég horfði á yður dansa allan tím- ann við einhvern annan? Þér hafið reynzt einum of frek og nú borgið þér skemmtunina á minn hátt! Áður en hann hafði gripið hana í faðm sér hafði Kay sleg- ið hann beint í andlitið með krepptum hnefunum. Hún virt- ist hafa orðið ofsasterk í reiði sinni og hann hneig út að hinni hurðinni. Á sömu stundu heyrði hún fótatak milli trjánna og stökk út úr bílnum. Það stóð maður ekki sex metra frá bíln- um og hún hljóp til hans og kall. aði: — Getið þér hjálpað mér? Maðurinn í bílnum var nær- göngull við mig. Nú sá hún, hver þetta var í tunglsljósinu. Þetta var hávax- inn, lierðabreiður maður. Mart- in Fletcher. Hún ætlaði einmitt að fara að hörfa frá honum, þegar • hann sagði: — Eruð þér ekki daman í búðinni? Svo þér létuð náunga aka yður hingað án þess að búast við, að hann yrði nærgöngull við yður? Eruð þér galin eða hvað? — Ég veit það ekki, stundi hún. — Ég var á dansleik í sam- komuhúsinu og hann bauð mér heim til vinafólks síns. Ef ég hefði vitað, að þér voruð mað. urinn hérna fyrir utan bílinn, hefði ég svo sannarlega aldrei beðið yður um hjá'lp. Hann gekk að bílnum, og hún gekk við hlið hans. Hann opnaði dyrnar og leit á Stan Harris, sem sat þar mjög óstyrkur. — Svo það eruð þér! sagði hann. — Ég sá yður leggja þílnum og kom til að segja yður að snauta af landinu mínu. Ég á landsvæð- ið hér. Snautið þér héðan og það fljótt! Stan lét ekki segja sér þetta tvisvar. Hann set'ti bílinn í gang og ók út á veginn. Hávaðinn frá bílnum hvarf í fjarska. — Allir verða að læra af reynslpnni, þér líka, sagði Mart- in Fletcher. — Þér hafið gott af að ganga heim. Svo fór hann. Jafnvel þó að hann hefði bjargað henni úr klípu, langaði Kay til að hlaupa á eftir honum og lemja hann í bakið eins og hún hafði rétt áður lamið Stan. En hún gat ekki gert neitt annað en gengið til þorpsins og munað eftir því að senda 10 skildinga og 6 penní í peningabréfi til Stan Harris. Kæmi hann aftur í búðina, yrði hún að biðja ungfrú Forsythe um að afgreiða hann. Martin Fletcher var nýlega horfinn úr augsýn, þegar aftur sáust bílljós á veginum. Kay starði undrandi á þau. Ef Stan væri að snúa við ... Bíllinn nam staðar og hún sá, að hann var hvítur. Dyrnar opnuðust og það kom maður út. í Ijósinu frá' bílluktunum sá hún, að það var Alan Dyson. Hann hljóp til hennar og tók um handr legginn á henni. — Hvað kom fyrir? spurði hann hræddur. — Er allt í lagi með yður? Ég var á' dansleik í samkomuhúsinu en þér virtust vera með þessum Harris. Svo sá ég, að þér fórnð méð honum og ég ákvað að elta ykkur. Ég veit ekki hvers vegna, ég vildi gera það — kannski léizt mér einhvern veginn ekki á svipinn framan í honum. Setti hann yður úr bílnum hérna? Nú var Martin Fletcher kom. inn til þeirra, en hann hafði eins og Kay séð ljósin og snúið við. — Hún varð reið við hann. Það eru ekki allir eins í henni veröld Dyston. Rödd hans var óvinsamleg og rödd Alans einnig, þegar hann spurði: — Hvað kemur þetta mál yður við? Bara það, að hún hljóp út úr bílnum hans Harris og leitaði hjálpar hjá mér. Þó að hún segðist ekki hafa gert það, ef hún hefði vitað, hver maðurinn var. Ég hefði heldur ekki gert það, sagði Kay. — Mér líkar ekki, hvernig þér komið fram við kon- ur. Ég hefði séð um mig. Þér þurftuð ekkert að segja, að ég hefði bara gott af því að ganga heim! — Ganga Iieim! sagði Alan hneykslaður. — Hvílíkir manna- siðir! Það er rétt hjá yður, að það eru ekki allir eins í henni veröld. Og ég ætla að aka stúlkunni heim. — Ég óska henni til hamingju með nýja fylgdarmanninn, sagði Fletcher hæðnislega. — En ég á þetta landsvæði og hér hefur verið alltof mikil umferð undan farið. Snautið þið héðan! Hann snérist á hæl áður en Alan Dys- on gat sagt eitt orð. — O snautið! sagði Alan. — Við skulum hraða okkur burt frá þessu dýrmæta landi hans. — Það lítur út fyrir, að þið séuð eitthvað ósáttir, sagði Kay, þegar þau óku af stað. — Hann móðgaðist vegna þess að ég var lögfræðingur eins vinnumanns hans og vann málið, sagðí Alan. — Hann hafði á röngu að standa þá, en hann virðist hafa gleymt því. Kay minntist þess, að hún hafði heyrt um árásarmálið. — Hvaða mál? spurði hún. — Hann varð óður, þegar manninum urðu mistök á í starf. inu. Ég man ekki smáatriðin lengur. Hann er uppstökkur, við skulum reyna að gleyma þessu sem fyrst. Ég er svo feginn, að ég leit inn á dansleikinn. Ég geri það annars aldrei. Þegar ég sá, að þér voruð á förum, hafði ég ákveðið að biðja yður um dans, og spyrja, hvort ég ætti að aka yður heim. , — Stan Harris gaf mér miðann og ég gat' ekki neitað að dansa við hann. Þegar við fórum, sagðist hann ætla að bjóða mér heim til vinafólks síns. Ég veit, að ég hef gert mig að fífli. Satt að segja langaði mig ekkert til að dansa við hann, en mér finnst ég verða að vera vim gjarnleg. Nú er því lokið og hann hefur fengið fáein kjaftshögg, sem ég hélt, að ég væri ekki fær um að gefa honum. — Húrra! Alan hló og henni létti meðan hún hallaði sér aftur í bílnum. En hvað það var dásam- legt að komast burtu fré Fletcer og landsvæði hans án þess að verða fyrir þeirri auðmýkingu að fara gangandi. — Fyrst villtist' ég, sagði Alan. — Þegar ég kom, hefur Harris verið á heimleið. Ég hef engin viðskipti við hann, en nú ætla ég að fara þangað og segja honum, hvaða álit ég hef á lionum. — Nei, það megið þér ekki! sagði Kay. — Ég þarf að hugsa um ungfrú Forsythe og hags- muni hennar ... — Hún vildi það sjá'lf. Ég TR0LOFUNARHRINGAR IFIfót sfgréiðsla Sendum gegn póstkr!of|i. 0UDM; ÞORSTEINSSpJNt gullsmiSur Banlcástrœtr 12., A5stoð við unglinga iMímir aðstoðar unglinga fyrir próf. Kennt er í ENSICU DÖNSKU STÆRÐFRÆÐI EÐLISFRÆÐI RÉTTRITUN MÁLFRÆÐI Nemendur veOja sjálfir kennslugreinar sínar. Við viljum benda foreldrum á, að heppilcgast ier fyiir unglingana að hefja nám snemma að hauisti. Oft er ógerningur fyrir nem endurna að læra á nokkrum vikum fyrir próf það eem þeir hafa vanrækt hedlan vetur. Unglingamir eru beðnir að kom'a með bætour sínar og stunda skrá í Brautarholt 4, iþar sem endanlega verður gengið frá tímum þeirha (helzt fcl. 5-7 e.h.). Málaskólinn MÍMIR Brautarholt 4, símd 1 000 4 pg 111 09. 14. sept. 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 1|

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.