Alþýðublaðið - 14.09.1968, Page 3

Alþýðublaðið - 14.09.1968, Page 3
ÍSLENZKUR FÁTNAÐUR ’68 NÝ FRAMLEIÐSLA HX BUXUR Þarf aldrei aö pressa Kynnið yður TEX buxunrnar sem aldrei þarf að pressa í hinum almenna sýningartíma í dag kl. 4—10 og á sunnudag kl. 2—10. Tízkusýningar báða dagana. DÚKUR HF. Sími á KAUPSTEFNU 84663. 14. sept. 1968 - ALÞÝÖUBLAÐIÐ 3 Sjónvarpið i vetur: Dýrlingur og Haröjaxl í frí Forsyte í stað Hauksins Útvarpsráð hefur nýlega ákveðið' heildarstefnu fyrir dagskrá sjónvarps á komandi vetri, og er nú verið' að leggrja síðustu hönd á und'irbúninginn. Ýmsar breytingar verða frá því, sem var í fyrravetur, en nú undanfarið má scgja, að ríkt hafi millibilsástand í dagskránni. Helztu breytingar sjónvarpsins verða þessar: 1. Þriðjudaga verða ekki lengur sérstakir fræðsludagar, heldur verður slíku efni dreift um alla viku. Á þriðjudögum verða m.a. íslenzk viðtöl og og erl- endar afbrotasögur. 2) Laugardagskvikmyndir verða ekki endurteknar á miðviku. dögum (nemh sérstaklega standi á) heldur verða nýjar kvikmyndir bæði kvöldin. Er ; þetta efnisaukning. 3) Hingað til hafa verið tveir fastir þættir fyrir sakamála- sögur, .t.d. Harðjaxlinn og Dýrlingurinn. í vetur verður aðeins einn slíkur þát'tur í viku, og verður fyrst sýnd brezk framhaldssagan Melissa eftir Durbridge, Haukiýinn sést líklega ekki framar, en Harðjaxlinn og Dýrlingurinn koma aftur eftir 6-8 vikna hvíld. 4) í stað sakamálasögu á mánu- dögum kemur Saga Forsyte- ættarinnar eftir tCralswort'hy Þetta er brezk framhaldssaga, sem hefur vakið mikla at- hygli og tæmt götur stórborga á Norðurlöndum 5) Sýnd verður saga áranna milli styrjaldanna 1918 og 1939, mikill sögufróðleikur, og margt fleira efni um landa- fræði, náttúrufræði, vísindi ofl. Annað verður að mestu ó- breytt. Hrói höttur og Lassie verða á miðvikudögum kl. 18 íþróttir síðdegis á laugardögum, eftir að enskukennslu lýkur. ís- lenzkir skemmtiþættir verða á laugardagskvöldum og einnig verða brezkir gamanþættir. Fulíkominn slökkvibíll Slökkvílið Reykjavíkur hefur fengið til notkunar nýjan fullkominn slökkvibíl. Tvö þúsund lítra vatns- geymir er í bílnum og er hann búinn tækjum til froðumyndunar. Slökkvibíll inn er af Ford gerð og kost aði hann um tvær mllljón ir króna með ölltun tækj um. Hinn nýi slöbkvibíll Slökkviliðs Heykjavíkur var sýndur fréttamönnum í gær. Hann er af gerðinni Fordi cV'þ'O. ISlöikkvdbHH'nn er með tvö þúsund lítra ivatinsgieymi og er búinn tækjum til að breyta vatni í froðu. Er hægt að breyta öllu vatnsmagni bílsins í froðu. Froðan er miklu betri til slökkvistarfs við ýmsar aðstæður, til dæm Framhald á bls. 10. Kaupstefnan opin fyrir almenning í dag kl. 16 verður kaup- stefnan „íslenzkur fatnaður 1968” opnuð almenningi. Kaup- stefnan hefur eingöngu verið opin innkaupastjórum verzlunar. fyrirtækja frá því á miðvikudags morgun og fram til kl. 14,00 í dag. Fjöldi innkaupastjóra og eigenda verzlunarfyrirtækja hafa þegar sótt kaupstefnuna. Hefur það mælzt mjög vel fyrir að kaupstefna þessi skuli haldin, en á kaupstefnunni býðst tæki- færi til -þess að gera innkaup hjá mörgum framleiðendum á einum stað. Talsverður áhugi hefur komið í ljós fyrir því, að haldnar verði tvær kaupstefnur árlega, vor og haust. Fyrjrtæk- in, sem taka þátt í kaupstefn- unni hafa öll sölumenn á sýning. unni. Margar nýjar vöruteg- undir eru þar á boðstólum og hafa viðskipti verið lífleg og margar vörutegundir fengið góð- ar undirtektir og pantanir gerð- ar á þeim langt fram í timann. Sumum fyrirtækjum hafa borizt það miklar pantanir að fram. leiðslugeta þeirra er nýtt nokkra mánuði fram í tímann. Kl. 17,00 á fimmtudag var tízkusýning fyrir fulltrúa verzl- unarfyrirtækja. Sýndur var ým- is fatnaður, sem á boðstólum er á kaupstefnunni. Það voru sjö -meðlimir hjá Model-sam. tökunum, sem sýndu þarna 50 flíkur. Undirtektir við þessa nýbreytni voru mjög góðar og mátti sjá marga fylgjast mjög vel með því sem sýnt var og skrifa niður athugasemdir um hveru cinstakan fatnað. Framhald á bls. 10.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.