Alþýðublaðið - 18.09.1968, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 18.09.1968, Qupperneq 5
 Umferðarskólinn hefst að nýju Annað starfsár lunferðarskólans „UXGIR VEGFARENDUR" er að liefjast. Á s.l. vetri höfðu Umferðamefnd Reykjavíkur og lögreglan í Reykjavík- í samvinnu við Barnavinafélagið Sumargjöf. forgöngu um stofnun skólans, en aðilar að rekstri hans auk þeirra eru: Kópavogskaupstaður, Hafnarfjarðarkaup. staður, Garðahreppur, Seltjarnameshreppur og Mosfellssveit. Öllum börnum á aldrinum 3 —G ára er heimil þátttaka, for. eldrnrn þeirra að kostnaðarlausu. Á s.l. vetri vom í skólanum 5230 börn og var það meiri þátttaka en nokkru sinni var búizt við. Hverjum nemanda vom send 3—4 verkefnaspjöld, auk skólaskírtein’is og afmælissendingar. Meginforsenda 'þess að skól inn var stofnað.ur, er að meirihluti þeirra barna sem slasast í umferðinni, eru und ir skólaskyldualdri, og ekki hefur verið unnt að veita þess um börnum neina skipulega fræðslu ,um umferðarmál. Ár ið 1967 slösuðust 59 börn í umferðinni í Reykjavík, þar af voru 36 börn 6 ára og yngri og sannar það bezt nauðsyn skipulegrar umferð- arfræðslu fyrir börn undir skólaskyldualdri. Umferðarskólinn „UNGIR VEGFARENDUR“ er bréfa- skóli sem mótaður er eftir fyrirmyndum frá Noregi og Bretlandi, en þar hafa verið starfandi umferðarklúbbar fyrir börn meö mjög góðum árangri. Verkefnaspjöld um ákveðiin atriði úr umferðinni eru send barninu og því faiið að leysa verkefn ð með að- stoð foreldra. Hverju spjaldi fylgir einnig stutt leiðbein- ingabréf um það atriði, sem fjallað er um á spjaldinu, á- samt leiðbe ningabréfi til foreldra. Verkefnaspjöldin eru litprentuð og vel til þejjrra vandað, til að vekja sem mestan áhuga barnsins og fá barnið til að leysa verk efni sitt vel af hendi. Fyrirhugað er nú að fjölga verkefnum og gera þau fjöl breyttari og verða verkefna sendingar til hvers nemenda •minnst 4, auk jólakveðju, af mælLssendingar og skólaskír- teinis 11 þeirra, sem' innrit ast í skólann nú í haust. Inn- ritun barnsins er ekki háð því að barn’ð sé þriggja ára við innr'tun, heldur tekur skólinn á móti öllum börn- um á aldrinum 3-6 ára. Umferðarskólinn „UNGIR VEGFARENDUR“ er þáttur í víðtaeku fræðslukerfi um um ferðarmál, sem unnið hefur verið að að undanförnu og miðar að því að ve ta öllum Framhald á 13. síðu. Bandatíkln gefa út frí- merki með Leifi heppna Á LAUGARDAG tilkynnti yf- irmaður póstþjónustu Banda- ríkjanna, Marvin Watson, að gefa ætti út frímerki til minn- ingar um Leif Eiríksson, sem sigldi til Vesturheims um 500 ár. um á’ undan Kólumbusi. Frímerkið verður að upphæð 6 cent og verður gefið út 9. okt. í Seattle í Washington. í Se- attle og nágrenni er mikill fjöldi fólks af norrænu bergi brotinn. Stendur þar stytta við höfnina af Leifi heppna. Á frímerkinu verður mynd af Leifsstyttunni í Reykjavík sem gerð var af hinum kunna banda- ríska myndhöggvara Stirling Calder. Frímerkið verður brúnt og er það óvenjulegt að frímerki í ein- um lit þarf tvær umferðir í prentun. Bakgrunnurinn er príentaður með offiget prentiUT og síðan myndin og stafirnir með venjulegri pressu. Efst á frímerkinu er nafn Leifs Eiríkssonar. Á miðju hægri kants stendur U.S. Postage og þar fyrir neðan 6 cent. Frímerkið er teiknað af Kurt Weiner og að öðru leyti unnið og prentað af starfsmönnum ríkis- prentsmiðju Bandaríkjanna. Safnarar, sem óska eftir að eignast fyrsta dags útgáfu, geta sent umslög merkt sjálfum sér, Framhald á 14. siðu. Raftæki á góðu verbi Vér viljum minna á að ennþá eigum vér ýmis raftæki á mjög góðu verði svo sem: Eftirlit hert með of hroðum akstri Ökuhraði hefur stóraukizt síðustu mánuði, Lögreglan hefur tekið fjölmarga ökumenn fyrir of hraðan akstur að undanförnu. AIl- margir ökumenn hafa veriff svipfir ökuleyfi fyrir of hraðan akstur og vítavert gáleysi í umferðinni. Eftirlit með því, aff settar regl- ur mn öltuhraffa séu virtar, verffur nú hert tál muna bæffi í þétt- hýl'i og úti á þjóffvegum Iandsins. Verffur m.a. haldiff áfram aff mæla ökuhraffa meff ratsjá á þjóffvegum. Hættulegasti tími ársins í umferðinni er fi-amundan, en hinn aukni ökuliraði vekur ugg< enda margfaldar hann hætturnar, sem fylgja í kjölfar náttmyrk- urs og slæmra veffra. Komið hefur í ljós, að öku- hraði bifreiða í Reykjavík og á nokkrum þjóðvegum hefur stóraukizt að undanförnu. Er hér um að ræ'ða mjög alvarlega stað reynd, þar sem skammt er um liðið frá gildislöku hægri um- ferðar og framundan er hættu- legasti tími ársins í umferðinni. Síðan á H.dag, 26. maí s.l. hef- ur lögreglan í Reykjavík m. a. kært marga biíi'eiðastjóra fyrir of hraðan akstur,' eftir að öku- hraði bifreiða þeirra hafði verið mældur með ratsjá og fjölmarg- ir bifreiðastjórar hafa verið kærð ir fyrir of hraðan akstur af lög- reglumönnum á biíhjólum og bif. reiðum lögreglunnar, eða sam- tals um þrjú þúsund ökumenn. Undanfarið hefur verið unnið að hraðamælingum með ratsjá Útvarpstæki transistor verð frákr. 1.995.00 Plötuspilara 220 volt 2.615.00 Tunera FM 6.065.00 Hárþurrkur í tösku 992.00 Straujárn 695.00 Hraðsuðukatla 1.167.00 Ryksugur 3.990.00 Grillofna 6.200.00 Bónvélar 4.365.00 Rakatæki fyrir íbúðir 1.640.00 Berjapressur miðflóttaafls 2.895.00 Sorpkvarnir í eldhúsvaska 3.940.00 á Reykjanesbraut og á þjóðveg- um í Árnessýslu og hafa þær mælingar verið framkvæmdar af lögreglumönnum í þjóðvegaeft- irliti ríkislögreglunnar og lög. reglumönnum á Selfossi og Hafnarfirði Á Reykjanesbrautinni voru t.d. kærðir 20 ökumenn á 3 klukku- stundum, sem óku á um 100 km. hraða, þar af einn á' 130 km. hraða. Á vegum í Árnessýslu voru um s.l. helgi teknir nokkr- ir ökumenn á um og yfir 100 km. hraða og nokkrir, sem óku á 80 - 90 km. hraða. S.l. laugar. dag voru allmargir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í Reykjavík, en akstursskilyrði voru þá slæm, náttmyrkur og þoka. Þá var m.a. einn ökumað- Framhald á 13, síðu. Alladin Ivitabrúsar og könnur í miklu úrvali. ALLT Á ELDRA VERÐINU — MJÖG TAKMARKAÐ MAGN. Rafíækjadeild — Hafkarstræti 23 —■ Sími 18395. 18. sept. 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.