Alþýðublaðið - 22.09.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.09.1968, Blaðsíða 5
// NÚ ER HLÁTUR NÝVAKINN 44 í síðasta vísnaþætti slapp prentvillupúkinn laus og lék þáttinn dálítið grátt, eins og búast mátti við af þeim þrjóti. V.llurnar voru þó yf irleitt af meinlausara tag inu og vonandi hefur flest um tekizt að lesa í málið, en skylt er þó að biðjast afsök unar á þessu. Vert er að vekja sérstaka athygli á per sónufornafninu ,,ég‘‘, sem sumsstaðar var ranglega lát ið koma í staðinn fyrir ,,eg“, en það getur skipt talsverðu í bundnu máli. Hins vegar finna ekki allir muninn á þessu. Það stafar af ákveðn um ihrörnunarsjúkdómi í brageyranu, en venjulegir eyxnalæknar eru yfirleitt fákunnandi um kvillann eða telja hann ekki innan síns verkahrings. Sigurjón Friðjónsson á Litlu Laugum var þjóðþekkt skáld, eins og bróðir hans, Guðmundur á Sandi. Þetta er reyndar skáldaætt. Hér eru tvær sléttubandavísur eftir Sigurjón: Hlíðarindar bjartir ból búa lindum mjalla. Þýða vinda sumarsól sendir tindum fjalla- Skelfur, kliðar hamrahöll hrökkva viðjar klaka- Elfur niða, fossaföll flytja skriður jaka. * Eftirfarandi vísa er kveð in um Ara Jónsson, sem síð ar kallað . sig Arnalds og var þingmaður um skeið. Eftir því sem bezt verður vitað er Einar Jochumsson höfundur vísunnar. Lofið honum Ara inn, elskuLegu vinir, þetta er mesta þægðar skinn og þingmaður sem h.nir. * Það ætti ekki að vera ó viðeigandi að birta hér vísur til ferskeytlunnar. Ég gef Jóni S. Bergmann orðið. Er:u skáldum arnfleygum æðri leiðir kunnar. En ég vel mér veginn um veldi ferskeytlunnar. Þegar skyggði á þjóðar hag þrældómsmyrkrlð svarta, ferskeytlunnar létta lag lagði yl í hjarta. Meðan einhver yrkir brag og íslendingar skrifa, þetta gamla þjóðarlag, það skal alltaf Ufa. * Jón Espólín sýslumaður kvað eftirfarandi vísu um Pétur nokkurn Skúlason, al ræmdan kvennaflagara, er hann reið hjá bæ hans: Hér er bær þess mikla manns, sem mikið getur, harðsnúinn og heitir Pétur, hrútur bæði sumar og vetur. Næsta vísa er um Þjngey ing, er Helgi hét. Hann varð fyrir því slysi að falla niður í gjá, en náðist þó lifandi og lítt skaddaður. Um þenn an atburð var vísan kveðin. Að slysum enginn geri gys, guðs er m'kill kraftur. Helgi fór til helvítis, en honum skaut upp aft ur. Þetta eru nokkurs konar heilræðavísur og höfundur inn er enginn annar en Hann es Hafstein: Aumra smámenna yfirráð aldregi máttu þola. Trú þú aldrei á tudda náð. Taktu í hornin á bola. Þó að hvasst yfjr lög og láð leiki sér ísköld gola, mundu, ætíð er annað ráð, en að krjúpa og vola- Bólu Hjálmar kvað svo um hinn ríka og fátæka: Ríkur búri ef einhver er, illa máske þveginn, höfðingjar við síðu sér setja hann hægra megin. Fátækur með föla kinn fær það eftirlæti, á hlið við einhvern hland koppinn honum er ætlað sæti. Þessi þingvísa er talinn vera kveðin um þann mæta mann og þ.ngskörung, Bjarna frá Vogi: Leirbullsskjóðu skekur hann, skellihlátur vekur hann, sambandsrellu rekur hann, rólega öllu tekur hann. ÖLn Arnarson yrkir á þessa leið: Hræsni vex af hjálp og náð. Hrælund þrífst við auðinn. Örbyrg stétt er auðvalds bráð. Úlfurinn étur sauðinn. Það er svo bezt að klykkja út að þessu slnni með rétta vísunni alkunnu, sem aldrei fyrnist: l Nú er hlátur nývakinn, nú er grátur tregur, nú er ég kátur nafni minn, nú er ég mátulegur. Þjóbfélagslegf afl... en það er hægt að skapa henni vaxtarsk lyrði, og það er hætt við að í velmektarþjóðfélagi verði menn svo uppteknir af hinum ytri formum listarinn- ar, sem auðveldlega er hægt að fá keypt, að þeir verði ó- næm'r fyrjr innihaldsleysi. Þegar svo er komjð þá er menningu okkar tekin gröfin. Það er skylda okkar lista manna að sjá til þess að þjóð vor haldi heilu skyni, en orð- mergð og eítirtölur um það fé, sem ve'tt er til lista, gætu bent til þess að illa horfi um þroska þjóðarinnar. Samtök listamanna samþvkktu fyrir sitt leyti núgildandi lög um listamannalaun. Við væntum þess að á næsta löggjafarþingi- verði staðið við það he'.t, að komið verðj á fót starfstyrkja kerfi samkvæmt greinargerð umræddra laga og gerðu nefnd aráliti, og það eins þótt nú sé talið hart í árþ Þjóðinni er því meiri nauðsyn að skapa listinni vaxtarskilyrð' til að fylla líf sitt sem liún horfir fram á me'ri vonbrigði á sv.ði hagskýrslna- ym opinber listamánnalaun er augljóslega tvennt til. Annars vegar að þau séu al- menn viðurkenning samfélags ins á þe m sem við listir fást, einhvers konar uppbót á aðr- ar tekjur þeirra og styrkveit ing til starfrækslu þeirra sem viðurkennt er að einatt gefi lítið í aðra hönd. Slík laun geta aldre' örðið ýkja há, en til þess verður ætlazt að þeirr:a njóti sem allra flestir sem starfa að listum. Hins veg ar gætu listamannalaun verið eins konar opinber fjárfest ng í listum. Þá væru einhverjir tilteknir, tiltölulega fáir list-a menn styrkt r mjög ríflega af opinberri hálfu til að þeir gætu gefið sig óáreittir að list sinn', og værj slíkur styrkur veittur í þeirri trú að verk þeirra mundu launa margfald lega tilkostnað af almannafé. Með núverandi skipan lista mannalauna, sem sarntök lista manna hafa samþykkt fyrir sitt leyti,- virðist fyrri stefnan viðtek n. En fróðlegt væri að heyra nánar um afstöðu Banda lags íslenzkra listamanna í þessum málum. — Listamenn féllust á hin nýju lög um Hstamannalaun með því skilyrði að samtímis yrði komið á fót sérstöku starfstyrkj akerf, sagði Hann- es Davíðsson um þetta efni, en með því yrði raunverulega um að ræða opinbera fjárfest ingu í Hstum. Og þáð er vert að vekja athygli á því að þetta er fyrsta skipti sem samstaða næst með listamönnum um skipan l'stamannalauna, en frumvarpið var í fyrstu rætt rækilega í öllum aðildarfélög- um bandalagsins og síðan sam þykkt af sérstakri samstarfs nefnd allra félaganna á þess vegum. Við bindum miklar vonir v ð gagnsemi starfstyrkj anna og teljum núverandi kerfi alls ekki fullreynt íyrr en þeir eru komnir til sögunnar. — Bandalag íslenzkra lista manna lítur svo á, sagði Hann- es, áð hin almennu l'stamanna laun séu ákveðinn heiðursvott nr til listamanna af opinberri hálfu og óviðeigandi sé að skipa þe'm í mismunandi launaflokka, nema ef hafður væri sérstakur örfámennur heiðursflokkur fyrir óvenju- leg afrek. Að öðru leyti ættu allir sem launanna njóta að hljóta eina og sömu upphæð. En ásamt þessum launum þurfa að koma til sérstakir mjög ríflegir styrk'r sem veitt ir væru einstökum listamönn um til einhverg tiltekins tíma í því skyni beinlínls að gera þeim kleift að vinna að til teknum verkefnum. Eðlilegt væri að tiltölulega mestur hluti Hstamannalauna á hverj um tíma væri ve!ttur í formi starfstyrkja. Upphæð styrkj- anna yrði að miðast við lífs víðurværi tiltekinn tíma, varla skemur en ár í senn — en þess má geta til samanburðar að í Danmörku eru slíkir styrk ir veittir til allt að 3 ára. Og slík r styrkir geta raunar ver ið í öðru fólgnir en fjármun um, myndlistarmenn þurfa að gang að vinnustofum, tónskáld samstarf við hljómsveitir og leikr„taskáld við le khús, skáld þurfa aðstöðu til að að vinna í næði áð ritstörfum sínum. Starfstyrk'r gætu ver ið í því fólgnir að ve'ta Hsta mönnum slíka aðstöðu ekki síð ur en beinum fjárgreiðslum. Og úthlutun slíkra styrkja anætti ekki vera í liöndum pólitískrar nefndar eins og út- hlutun Hstamannalauna er nú. Það er grundvallaratr'ði að listin sé frjáls, við viljum öll að andlegt frelsi sé hér á landi ekki síður en í Tékkósló vakíu, en það er margreynt að pólitískum nefndum er sköpuð pól tísk hlutdrægni að öðru jöfnu að minnsta kosti. JT.tt helzta viðfangsefni Banda lags íslenzkra listamanna um þessari mundir, sagði Hann es Davíðsson, er að fá tekið upp að nýju frumvarp það til höfundarlaga sem Þórður Eyj ólfsson samdi, en var látið daga uppi á þing? og hefur ekki verið lagt fram síðan. í. því frumvarpi er það nýmælij m.a. að viðurkenndur er höft undarréttur listflytjanda að flutningi sínum, og þarf samþykki flytjanda til að slík an flutning megi endurtaka endá komi greiðsla fyrir. Hér á landi er höfundarréttur hug verka viðunkenndur, en greiðslur fyrir flutningsrétt hafa ver'ð samningsati’iði án lögverndaðs höfundarréttar, þess vegna hefur t.a.m. útvarp ið engar grelðslur þurft að inna af hendi fyrir flutnigsrétt erlendrar tónlistar. Og frum- varp Þórðar Eyjólfssonar stöðv aðist á sínum thna vegna þess að útvarpið taldi s'g ekki hafa efni á að igreiða þessi laun, það taldi sig, með öðrum orð um verða að lifa og láta eins og sjóræning'. Þetta teljum við ekki viðunandi ástand. — Um höfundarrétt er mik ið rætt í samtökum lista manna erlendis, sagði Hannes ennfremur, e'nkum þau á- kvæði að eignarréttur höfund ar á verki sínu er n ðurfelld ur 50 áyum eftir andlát hans. Þetta er beint misrétti og ó- jöfnuður við listamenn þar sem e'gnarrétturinn er frjð- helgur samkvæmt stjórnar skrá, og má engan skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsheill krefji, enda þurfi til þess lagafvr r mæli og kom' greiðsla fvrji. Ég tel að vel færi á því að ís- : lenzkir listamenn tækju upp j baráttu gegn þessu ákvæði, Framhald á 14. síðu. 22- sept. 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.