Alþýðublaðið - 22.09.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.09.1968, Blaðsíða 2
Bitstjórar: Krlstján Bersi Ölafsson (áb.) og BenedlKt GröndaL Símar: 14900 ~ 14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: AlþýðuhúsiB viö Hverfisgötu, Keykjavik. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Askriftargjald kr. 120,00. — f lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið bf. TALAÐ AF HREINSKILNI Gylfi Þ. GMason talaði af tnikilli hreinskilni, eins og hann sr 'vfanúr, er hann var á öndverð- urn oneiði við Eystein Jónsson í ;jönva(rpinu á föstudagskvöld. tfann kvað jafnaðarm'enn vilja jegja iþjóðinni satt, ién ekki það ;em hver vill heyra. Og það fór >vo að hann fékk Eystein til að ?anga inn á mörg aðalatriðin í náli sínu. Gylfi minnti á, að verðmæti itflutnings í ár yrði 40% lægra ín 1966. Hann isagði, að lífskjör fólksiWs og framfeiðslukostnaður latvinnuveganna hefði miðazt við mesta góðærið, og því yrði að miða alfar ráðsfafanir nú við það tímabil. FuII atvinna fyrir allar vinnu- fúsar hendur var það atriði, sem gekk eins og rauður þráður gegn- um allan málflutning Gylfa. Hann kvað Alþýðuflokkinn mundu beita sér fyrir því, að þær leiðir verði farnar út úr vandanum, sem tryggja fulla at- vinnu og forða þjóðinni frá stór- felldu atvinnuleysi. Gylfi dró ekki dul á, að þær ráðstafanir, sem nú verður að igera, hlytu áð hafa 1 för með sér byrði fyrilr alia landismenn. Þetta hafði Eysteinn ekki nefnt, en igekk inn ó, að svo væri, enda þyrfti að deila byrðunum sem réttlátast. . Bæði Gylfi og Eysteinn voru á þeirri skoðun, að þjóðstjórn gæti reynzt sú leið, Sem fara yrði, ef saonkiomiulag næðist um úr- ræði. Gylfi flutti enhfremur þá skýringu, áð eftir þungar efna- hagsráðstafanir væri jafnan hætta á kjaradeilum. Ætti þjóð- istjórn að hafa hvað bezta aðstöðu til áð tryggja vinnúfrið og Sam- bomúlag við launþegasamtökin. Ef svo gæti orðið taldi Gylfi þjóð- stjórn réttl'ætanlega og æskilega, enda þótt núverandi stjórnar- flokfcar séu reiðubúnir til að stjórna áfram. Gylfi hrakti ýmsar kenningar fra|msókn(armann|a. Hann skýrði til dæmis svo frá, að helmings vaxtalækbun mundi aðeins Spara frystiiðnaði Ijandsins um 40 milljónir, en framleiðsluverð- mætið næmi 2200 mílljónum. Þetta réði því ekki úrslitum, en mundi hafa mjög slæm áhrif á sparifjármyndun ilandsmanea og þarmeð lánamöguleika atvinnu- veganna. Þá nefndi Gylfi 'hina útbreiddu gágnrýni á „stjómlausri fjórfest- ingu“. Hann sagði, að 1964—67 hefðu verzlunarhús, gistihús og olíústöðvar aðeins numið 5—6% af heildar fjárfestinigu, og gæti það ekki ivialdið áköpum í afkomu þjóðarinnar. Víðtækar athuganir standá nú yfir og verða ítarlegar lokaskýrsl ur 'ékki ti'l fyrr en um miðjan október, þótt heildarmynd vand>- ans sé þegar sýnileg. Þess vegna er 'ekki tímabært að gera upp við .sig, hváða leið ber að fara. Það mun skýrast með mörgu fleira á næstu vikum. Stofnun Grikk- landshreyfingar Stofnfundur Grikklandshreyf. ingar stuðningsmanna lýð- ræðls í Grikklandi var haldinn síðastliðið fimmtudagrskvöld. 80—90 manns voru mættir þ. S. m. 12 tilnefndir af jafnmörg. um samtökum, sem eru: Alþýðusamband íslands, Iðnnemasamb. íslands, Menningar- og friðarsamtök íslenzkra kvenna, Stúdentafél. Háskóla íslands, Samb. ungra framsóknarm. Samb. ungra jafnaðarmanna, Samb. ungra sjálfstæðism., Æskulýðsfylkingin, samb. ungra sósíalista, Félag frjálslyndra stúdenta, Leiðrétting í aukablaði Alþýðublaðsins í dag er villa á forsíðu. Þar er sagt að myndir á forsíðu séu af Pálínu Guðmundsdótt ur en hún er að sjálfsögðu Jón mundsdóttir. Biðjumst við vel virðingar á þessum mistökum. Félag róttækra stúdenta, Stúdentafélag jafnaðarm., Vaka, félag Iýðræðissinnaðra stúdenta. Vilmundur Gylfason var val- inn fundarstjóri, en síðan flutti Sigurður A. Magnússon aðal- ræðu kvöldsins, en hann er helzti hvatamaður að stofnun hreyf. ingarinnar. Hann rakti stuttlega þróun mála í Grikklandi síðan í april í fyrra, en þó fyrst og fremst á- standið eins og það er nú. Sigurður vék síðan að hlut- verki Grikklandshreyfingar á íslandi. Slíkar hreyfingar hafa nú verið stofnaðar í öllum lönd- um Evrópu nema á' Spáni og í Portúgal. Náið samstarf er með þessum samtökum og eru þau í nánum tengslum við andspyrnu. hreyfinguna í Grikklandi og al- grísku frelsishreyfinguná, PAK, sem Andreas Papandreou stofn- aði til að sameina öll öfl gegn einræði í Grikklandi, til endur- reisnar þingræðislegu lýðræði með frjálsum kosningum. Sigurður lagði síðan uppkast að lögum fram til umræðna, sem sniðið er eftir sænskri fyrir. mynd, en þar er Grikklandshreyf- ingín einna öflugust. Talsverðar umræður spunnust um þetta frumvarp, en það var að lokum samþykkt næsta ó- breytt. Þar er gert ráð fyrir 15 manna aðalstjóm. Sigurður A. Magnús. son var einróma valinn formað. ur, Bergþóra Gísladóttir féhirð- ir, en aðrir í stjórn: Georg Ól- afsson, Guðm. Magnússon, Hall- dór Blöndal, Haraldur Blöndal, Helgi E. Helgason, Jón Eiríks. son, Margrét Guðmundsdóttir, Mikael Lýras, Sigurður Guð- mundsson, Sigurður Steinþórs- son, Snorri Jónsson, Sveinn R. Hauksson og Þorsteinn Blöndal- Aðalstjórn mun síðan velja sér framkvæmdastjórn. Gísli Gunn- arsson og Ólafur R. Grímsson voru kosnir endurskoðendur, en. Nann'a Ólafsdóttir til vara. Fundurinn lýsti yfir stuðningi við ályktun norrænnar ráðstefnu stuðningsmanna lýðræðis í Grikk landi, sem haldin var 27.—28. apríl í vor, og hvatti stjórnina til að semja ályktun á grundvelli hennar og ganga hið fyrsta frá starfsáætlun samtakanna. Verkefni hreyfingarinnar verða fyrst og fremst fréttamiðl. un og fjáröflun til handa Grikkj- um, en ennfremur verður efnt til funda og ráðstefna til stuðn- ings endurreisn lýðræðis í Grikk landi. Sigurður A. Magnússon hélt til Svíþjóðar um helgina, en þar mun hann m. a. kynna sér starfs hætti Grikklandshreyfingarinn- ar og hitta Andreas Papandre. ou. Kannaðir verða möguleikar á komu hans hingað í vetur. Vonir standa til að starfsemi Grikklandshreyfingarinnar gangi betur en hjá Vietnam-nefndinni sem nú virðist hafa lognast út af. Þannig er nú um hnútana bú- ið, að einstaklingar geta ekki tafið framgang mála með neit'- unarvaldi, eins og reyndin varð þar. Auk þess er án vafa mikill meiri hluti íslendinga einhuga í þessu máli gegn valdaráni f!as. istanna í Grikklandi og ætti því samstarf á breiðum grundvelli að verða auðvelt í framkvæmd. Sjómem U Framliald af bls. 1 ataddir er sá vágestur er við 'þe'kkjum versfan og a'Hir verða að leggjast á eiut um að bægja frá. Sjávarútvegurinn hefur léngi verið, er og verður enn um langan tíma s'á af atvinmu- vegum okkar er mest veltur á og að mínu viiti aðalundirstöðu. atvinnuvegu r okkar íslendinga. Þess vegna 'hlýtur að verða (þannig að þeim atvinnuvegi fbúið, áð hann geti gengið sem (bezt. Á sjóinn verður að sækja og býist ég því við að einna síðast muni 'koma tl'l atvinnu- ileysis hjá fisikiiniönnum, þótt samtökin verði að isjálfsögðu að vera á verði gagnvart þeim möguleika að um atvinnulleysi igetti orðið að rœða. Við munum ræða öU þessi mál af fullu raunsæi og högum samþykkt- um okkar samkvæmt því.“ Klrkism , 4 Framhald af bls. 1'' ur verið send til þúsunda presta og kirkjulegra safnaða af öllum ikristnum trúarflokk um. Viðtakendur eru hvattir til að undirr'ta skjalið. Nefndin hefur meðal anri ars komizt að eftirfarandi nið urstöðum. — Sé kynþáttaskilnaðar stefna framkvæmd, hlýtur hún að leiða til þess, að kristin kirkja hættir að vera kirkja. — Kenningin um kynþátta aðskilnað, sem í sjálfri sér er ómennsk, er óvinur krjstin dómsins. — Ýmislegt bendir til þess. að þessi kennisetnig sé mörg um Suður Afríkubúum ný villutrú, ný biblía. — Reglur kirkjunnar, sem m'ðast að 'því að fá starfsem ina í söfnuðunum til að sam ræmast framkvæmd Suður Afrísku stjórnarinnar á kyri þáttaaoskilnaði, eru reglur sem leiða til þess, að k’rkjan víkur frá kenningum Krists.” — Sé kenningin um kyri þáttaaðskilnað framkvæmd takmarkar hún það, að hinir kristnu bræður geti þjónað hvorir öðrum og þekkt hvorir aðra. Og nefnd guðfræðinganna lýsir því einnig yfir, að vilji manna til að hlýða boðskap biblíunnar og elska náungann eins og sjálfan sig, sé að engu hafður í kynþáttaaðskilnaðar kenningunni. 2 22. sept. 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.