Alþýðublaðið - 22.09.1968, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 22.09.1968, Blaðsíða 10
Stefán Pjetursson Franuiald bls. 6. á vakt hvert einasta kvöld þótt við hinir ættum annað slagið frí. Þegar ég var gerður frétta- stjóri haustið 1952, þremur mán- uðum áður en Stefán hætti — en við vissum ekki þá að brottför hans væri svo skammt' undan — þá bannaði ég honum hrein. lega að ganga á vgnjulegar fréttavaktir, og munu þeir þrír mánuðir hafa verið eini tíminn frá því blaðið varð morgunblað er hann ekki þurfti að mæta á kvöldvöktum eins og réttur og sléttur blaðamaður. Hann sagði þá' við mig að þetta væri í fyrsta sinn sem hann fyndi fyrir einhverri verkaskiptingu á blað- inu. 1 | En það var ekki einasta gott að vinna með Stefáni að því leyti að 'hann var maður ósér. hlífinn og dugmikill, handleiðsla hans var mér ungum manni einstaklega mikils virði líka. Ég nam af honum blaðamennsku. Um allt var hægt að spyrja hann. í sögu, pólitík, bókmennt- um, fagurfræði og heimspeki var hann fræðasjór. „Farðu í lexikoninn”, sögðum við stund- um hver við annan blaðamennirn ir, og þá var alls ekki ljóst hvort átt var við Salomonsens fjölfræðibókina ellegar ritstjór- ann. Raunar var vissara líka að spyrja ritstjórann um það sem stóð í Salomonsen, því hr. Salom- onsen var orðinn gamall og úr- eltur, en ritstjórinn síendurnýj- andi sína þekkingu. Merkilegastur er þó maðurinn sjálfur. Ég skal viðurkenna að ég er veikur fyrir hugsjónamönnum, mönnum sem ekki berjast til að verða miklir, heldur til að koma einhverju fram. Mér finnst við eiga meira en nóg af þeirri mann. tegund sem gerir allar orrahríð- ir lífsins að skylmingasýningu og sjóbissniss og ætlast svo til Síldatsölfunarsfúlkur óstoast á söltunarstöðvarnar, Síldin h.f. Raufarhöfn og Nó'atún h.f. Seyðisfirði. TJpplýisingar í símla 96-51136 Raaifarhöfn og 83384 Reykjavík. meiavouur f dag kl. 2 leika Fram - Í.B.V. Mótanefnd. Komiö og reynið hið vinsæla kjúkling-abrauð með baeon og sveppum. Ennfremur sí'ldarrétti, heilar snieiðair og snittur. BRAUÐBORG, Njálsgötu 112. Pantanasími 18680. Múrarar Múrarar Óskum eftir að ráða nokkra múrara nú þegar. Upplýsingar í síma 81550- Breiðholt h.f. 1Ó 22. sept. 1968 — ;ÁLÞÝÐUBLAÐIÐ að fyrir þeim sé klappað og þeir fái hátt kaup fyrir hvað þeir eru sniðugir. Slíkir menn eru prangarar í embættisfærslu og stjórnmálum og mundu sóma sér jafn prýðilega við að selja pylsur og sælgæti á torgum og gatnamótum. Stefán Pjetursson er ekki af þeirri manntegund, svo er guði fyrir að þakka. Hann kærir sig ekki um frama og auð, hefur aldrei eignazt annað en eina litla íbúð og er afar lélegur samkvæmis- og kokkteilpartíamað ur. Ég held ég þekki fáa sem eru minna snobbaðir. Og hann á skilinn mikinn heiður fyrir hugrekki og bilbugs. lausa þjónustu við málstað hins góða. Sósíalismi við lýðræðis- leg skilyrði er von Stefáns um betri heím, meiri hamingju og fegurra mannlíf. Gamlar kredd- ur og úrelt form verða að víkja, því maðurinn á að fá að vera maður og þróast frjáls. Með þessum málstað vill Stefán sigra eða tapa. Ég heyrði hann einu sinni, er sjónarmið hans var að bíða lægri hlut, segja eftirfarandi, hægt en með mikilli tilfinningu: — Við megum ekki beygja okkur fyrir sjónarmiðum sem við höldum að séu vinsæl í bili bara af því að þau eru vinsæl. Þá er betra að synda á móti straumi. Stefán sýndi mikið hugrekki er hann snéri baki við kommún- istum af því þeir höfðu níðst á sínum eigin hugsjónum. Það þarf mikið hugrekki til þess ,að taka sig út úr hópnum einn. Kannski þarf þó meira hug. rekki til að viðurkenna það fyr- ir sjálfum sér að sá guð sem maður hefur trúað á að sé falsguð og prestar hans loddarar. Þessa samlíkingu ber auðvitað að taka eins og hverja aðra samlíkingu. En samherjar Stefáns fyrir 1933 hljót'a að hafa séð það sama og hann, en þeir bara lokuðu augunum í náðarfaðmi trúarinn- ar á hjálpræði kommúnismans í Rússlandi. Það gerði Stefán ekkí. Til þess var honum of mikil alvara. Til þess var hann of hreinskil- inn við sjálfan sig. Og ef ég þekki Stefán rétt verður hann ekki heima á afmæl. isdaginn og vill ekkert tilstand um sig þola. Ég árna Stefáni allra heilla. Sigvaldi Hjálmarsson í tilefni morgundagsins lang ar mig til að koma á framfæri heíllaóskum og kveðju til míns ágæta húsbónda, Stefáns Pjeturssonar þjóðskjalavarðar, þó að orð mín verði færri og fátæklegri en vert væri. Stefáni Pjeturssyni kynntist ég fyrst fyrir um það bil þrjá tíu árum og varð þá þegar hrifinn af eldlegum áhuga 'hans, gáfum og djúpstæðri þekkingu. Hann var þá að þýða og búa til prentunar Verkalýffshreyfingu nútún ans eft.r Finn Moe. Á stríðsár unum var ég um skeið blaða maður við Alþýðublaðið í rit stjórnartíð ha-ns, og síðasta ára tuginn hef ég unnið undir 'hans stjórn í Þjóðskjalasafni. Það eru því orðin allmik l og náin kynni, sem ég hef haft af Stefáni Pjeturssyni. Eftir því sem lengra hefux liðið, hafa mér orðið æ Ijósar. mannkost ir hans og hið óvenjulega sam ræmi, sem er milli lífsskoðana hans og lífshátta. Af sögulegum efnum finnst mér Stefáni tvennt vera hug stæðast: annars vegar áhrif skynsemishyggjunnar (rat.o nalismans) á 18. öld og hins vegar saga verkalýðshreyfing arlnnar og jafnaðarstefnunn ar á 19. og 20. öld. Báðar þess ar stefnur miða að auknum mannréttindum og jafnrétti þjóðfélagsþegnanna. Um þekk ingu á sögu þessara stefna og áhrifum þeirra á h.n, ýmsu þjóðfélög munu fáir hér á landi standa Stefáni jafnfæt is eða framar. En hann hefur ekki einungis hrifizt af sogu þe.rra, heldur hafa þær einnig mótað persónuleika hans. Hann er harður í kröfum um þjóðfélagslegt réttlæti og jöfn uð, og enn getur honum hlaup ið kapp í kinn, ef honum finnst menn hika við að draga úr misbrestum í þeim efnum. Jafnframt er hann fágætlega laus við alla kröfugerð sjálf íum sér t.l hagsbóta eða þæg inda, og metorðagirnd og hé gómatildur er eitur í hans beinum. Stefán Pjetursson réðst að Þjóðskjalasafninu árið 1953, og varð þegar ljóst, að hann var í senn bæði afkastamikill og velvirkur skjalavörður. Fyrstu ár sín þar vann hann að röðun og skrásetningu biskupsskjalasafns ásamt dr. Birni K. Þórólfssyni, og gengu þeir í sameiningu frá nýrri prentaðri skrá um það safn. Að því loknu hófu þeir röðun og skrásetningu skjalasafns stiftamtmanns frá upphafi (1684) og fram að 1803, svo og amtmanns yfir öllu landi (1688 til 1770). Var það verk í miðj um klíðum, er Stefán var skip aður þjóðskjalavörður haustið 1957. Síðan hafa aðrir skjala verðir safnsins lokið því verki en auk þess haldið áfram röð un stiftamtmannssafns 1803 — 1873, og er 'það verk nú vel á veg komið. Einnig hefur nú verið lokið við röðun skjala safns stiftsyfirvalda, suður amts og norður og austuramts 1873 til 1904. Þá hefur einnig verið unnið talsvert við röð un skjalasafns vesturamts og landshöfðingja. Má þá segja, að hin síðari ár hafi vel mið að áleiðis röðun skjalasafna þeirra æðri embætta hérlendis sem heyra fortíðinni til. Einn ig er þess að geta, að söfnum þeim, sem raðað hefur verið upp undanfarin ár, hefur verið komið fyrir í mjklu heppi legri og varanlegri umbúðum en áður hafa tíðkazt í safninu. Húsnæðisskortur safnsins el orðinn mjög tilfinnanlegur, svo að ekki sé meira sagt. En hin síðustu ár hefur nokkurt rými unnizt með því, að stál skápar hafa verið settir í tvær geymsluhæðir safnsins. Auk þess sem þessir skápar drýgja stórum notagildi geymslurým isins, er að þeim hinn mesti þrifnaðarauki, þar sem þeir, ásamt bættum umbúðum, vernda skjölin mjög vel gegn áleitni ryks. Þr ðjungur ann arrar þe rrar geymsluhæðar, sem áður getur, hefur verið tekinn undir v ðgerðarstofu fyrir skjöl og handrit beggja þeirra safna, sem í húsinu eru. Þó að starfsemi þessarar við gerðarstofu e gi ekki nema örfá ár að bak., hefur Þjóð skjalasafninu þegar orðið ó metanlegur fengur að henni. Þá hefur á síðustu árum verið hafizt handa um að koma upp ljósprentuðum eintökum a£ hinum elztu kirkjubókum safnsins. Einn g hefur nú um alllangt ske ð verið unnið hjð mesta þjóðþrifaverk með því að vélrituð hafa verið í tvíriti mörg aðalmanntöl safnslns frá 19. og 20. öld (lokið hefur verið við manntalið 1870, 1880, 1890 og 1930, og manntalið 1920 er langt kom'ð). Hafa manntöl þessi jafnan verið mjög mik ið notuð af gestum safnsins, en brotstærð þe rra og gerð er þess eðlis, að þau þola illa mikla not'kun. Hefur vélritun þessara frumrita þegar komið í veg fyrir mikið og óbætan legt tjón. Af þessu stutta yfirliti má væntanlega sjá, að í skjala varðar og þjóðskjalavai-ðartíð Stefáns Pjeturssonar hefur verið unnið fjölmargt, sem var anlegt gildi hefur fyrir starf semi safnsins, og er þó ótalið sitthvað, sem tek ð hefur verið til handargangs. Þess ber einn ig að geta, að verulegur hluti af starfi safnvarða fer í að annast daglega afgreiðslu og sinsja þeim fyijirspurnum, sem til safns ns er beint, ganga frá því, sem safninu berst hverju sinni, auk ýmis legs fleira, sem til fellur í slík um stofnunum. Jafnframt þvi sem Stefán Pjetursson er einstaklega ljúf ur og nærgætinn húsbóndi er hann einn g réttsýnn og ná kvæmur embættismaður, svo að til fyrimyndar er. Margt er það, sem skjalavörður þarf að ráðgast um við þjóðskjalavörð, og ætíð er gott að leita til Stefáns með hvern þann vanda, sem að höndum ber. Við allar leiðbein ingar nýtur sín ágætlega trútt minni hans, örugg þekking glöggskyggni og síðast en ekki sízt góðv'ld hans. Að endingu bakka ég Stefáni Pjeturssyni ánægjulegar sam verustundir fvrr og síðar og vænti þess, að fundum okkar eigi sem oftast eftir að bera saman. Honum og konu hans, frú Sonju, óska ég alls góðs á þessum tímamótum í lífi hans. Bjami V'lhjálmsson. \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.