Alþýðublaðið - 22.09.1968, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 22.09.1968, Blaðsíða 9
 lér sitja þeir félagarnir í sýningarsalnum niðursokknir í lestur kvikmyndatímarita og samræður m áhugamál sitt. ið af myndum. Aðal markmið- ið er að fá áhugasamt fólk til að ræða um myndirnar. Svo getur það að sjálfsögðu keypt myndavél og farið að taka sjálft. Við skulum taka sem dæmi, að einhver æ'cli í ferðalag. Hann langar til þess að taka kvikmynd. Þá getur hann spurt aðra klúbbmeðlimi, hvort þeir hafi komið á viðkomandi stað, og hvort þeir eigi myndir frá etaðnum. Síðan er rætt um inöguleika á myndatöku, þannig að viðkomandi veit nokkurnveg inn, hvað hann ætlar að gera og fær mikið meira út úr tím anum en ella. Einu sinni ætl- aði ég til Þingvalla og æblaði að taka beztu mynd, sem ég hef nokkumtímann tekið. Ég fór búð úr búð og á allar feirða- skrifstofur og skoðaði litmynd- ir frá Þingvöllum og alls kon ar bæklinga. Á Þingvöllum fékk ég þrjá sólskinsdaga, og ég held, að þetta hafi orðið mín bezta mynd. Það er þetta, sem ég á við, að fólk géri á fundunum hér { klúbbnum. Þegar menn koma til baka úr ferða'laginu geta þeir sýnt sína mynd og þá hefjast um- ræðurnar um það, hvernig bezt sé að klippa hana. Svo 'höfum við hérna enskt tjmarit „8mm. Magazine”, sem liggur frammi handa félögum. Það er starfandi fjölda klúbba eins og þessi, bæði í Englandi og Danmörku. Við ætlum að komast í samband við slífca klúbba og fá hjá þeim ráðlegg ingar ,um starfrækslu okkar klúbbs. — Hvernig myndir takið þið? — Við tökum alls konar myndir. Fjölskyldumyndir þurfa alls ekki að vera leiðinlegar, ef maður lætur ímyndunaraflið ráða, fær fólkið til þess að gera dálítið sprell. Svo tökum við myndir í ferðalögum, og reyn um, eins og ég sagði áðan, að fá það sem við getum út úr landslaginu. — Eruð þér með eitthvað í takinu núna? — Já, við erum að taka sinn hvora leikna myndina. Það eru njósnamyndir. Mjn mynd er á- deila í gamansömum stií'l, en Skúli er að gera mynd, sem er mieira alvarlegs eðlis. Það er lika ætlunin að fá klúbbfélaga og fleiri til þess að leika í myndum. — Ætlið Iþið að fara út í myndasamkeppni? — Já, okkur hefur dottið í hug að keppa um ákveðin efni, t.d. myndir úr borginni, mynd- ir úr ferðalagi eða eitthvað slíkt og veita þá að sjálfsögðu verðlaun. — Þá komum við að fjármála híiðinni. Þið hafið lagt út í mikla fjárfestingu bæði við Framhald á 14. síðu. mér í trúnaði að ég megi ljúga hverju sem er um sig, en ekk ert skjall um myndirnar. Og nú er hringt og Helgi seg ir manninum við hinn endann að blaðamaðurinn sé sammála hon um og Friðriki á Morgunblað- inu hvaða myndir séu beztar. Og síðan er gengið í kjallar ann til að skoða fleiri myndir og fílósófera um liti, skugga, forgrunn og bakgrunn. SJ. Listmálarinn á sýningu fyrir nokkrum árum. af Þingvöllum. ,í.iv !i4« NÝTT HUSNÆÐI Höfum flutt starfsemi okkar frá Laugavegi 11 að l r Armúla 5 (hornið á Ármúla og Hallarmúla) Getum nú sýnt viðskiptavinum okkar fjöl- 'breyttara úrval eldhúsinnréttinga og heim- ilistækja í rýmri og vistlegri húsakynnum. Verið velkomin að Ármúla 5 HÚS OG SKIP H.F Ármúla 5, sími 84415 og 84416 Veitingarekstur til leigu Til leigu ier veitingáaðstaðan í Félagsheimilii Kópavogs frá 1. október n.k. að telja. Þeir, sem áhuga hafa, sendi nafn, heimilis- fang og símanúmer í pósthólf 130, Kópavogi fyrir 25. þ.m. Hússtjórn Félagsheimilis Kópavogs. „ Bréfaskóli S ÍS & ASÍ. ^SKÓVA 0 Bréfaskólinn kennir 37 námsgreinar. Námsgreinamar skiptast í'fjóra aðalflokka: Atvinnuijfið, erlend tungumál, almenn fræði og félagsfræði. Um átvinnulífið er kennsla veitt í þessum bréfaflokkum: Búvélar og búreikningar snerta landbúnaðinn. Siglinga- fræði og mótorfræði I. og II. varða sjávarútveginn. Við- skipta. og þjónustustörf eru auðvelduð með kennslu í bókfærslu I. og II., almennum búðarstörfum, auglýsinga- teikningu, kjörbúðarstörfum, betri verzlunarstjórn og loks skipuiagi og starísemi samvinnufélaga. Alls 12 bréfaflokk- ar. •(? Erlend tungumál eru kennd sem ihér segir: Danska I., II. og III. enska.I. og II., ensk verzlunarbréf, þýzka, franska, spænska og esperanto. Alls 6 tungumál en 10 bréfaflokkar. Almenn fræði eru: íslenzk málfræði, réttrjtun, brag_ fræði, reikningur, algebra, eðlisfræði og starfsfræðsla. AIls 7 flokkar. Um félagsfræði fjalla: Fundarstjórn og fundarreglur, sálar- og uppeldisfræði, saga samvinnuhreyfingarinnar, bókhald verkalýðs. félaga, áfengismál og gítarskólinn. Alls 8 námsflokkar. Hægt er að stunda nám við Bréfaskóla SÍS og ASÍ allt árið, byrja nám og ljúka yfirferð hvenær sem er. Innritun daglega. Bréfaskóli SÍS og ASf Sambandshúsinu við Sölvhólsgötu. Reykjavík. Sími 17080. Initrömmun ÞORBJÖRNS BENEDXKTSSONAK Mngóllsstræti 7 Athugið opið frá kl. I — 8 e.h. sept. 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.