Alþýðublaðið - 22.09.1968, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 22.09.1968, Blaðsíða 15
hún mætti heimsækja Martin Fletcher. En það var álitið ó- heppilegt. Hún spurði um líðan hans. Hún spurði um hann viku eftir viku unz henni var farið að finn. ast símastúlkan orðin leið á rödd hennar. Rifin gréru vel og hand- leggsbrot'in einnig en enn var engin breyting á mænunni. — En þeir sögðu að það væri einhver von, sagði Kay einu sinni í örvæntingu sinni. — Reynslan er sú að stundum er hægt að koma af stað heila. viðbragði, sem orsakar tauga- viðbragð sem vinnur gegn löm- uninni. Það er að vísu sjald- gæft en hefur þó komið fyrir í örfáum tilfellum. Við lækn. arnir gefum aldrei upp voniha, ungfrú Lester. Gefum hana aldrei upp. Svo frétti hún dag nokkurn að sjúkrabifreið hefði ekið honum heimleiðis. — Við reyndum að fá hann til að vera hér lengur, en hann sagðist vil'a, að við gætum ekki gert meira fyrir hann og að vinnumennirnir gætu vel hugsað um: hann. Handleggsbrotin hafa gróið vel og hann er laus við gipsumbúðirnar og getur setið í rúllustól. Við getum ekki neytt hann til að vera hér gegn vilja hafi það rólegt og reyni kannski að sofna. En hann vill hitta yður og þér getið því komið með mér. En þér megið aðeins vera fáein ar mínútur inni hjá honum eins og þér hafið beðið um áður. Þétta tók eilífðar tíma. Upp einn ganginn, niður annan og inn um dyr. Það voru mörg rúm inni í herbergjunum, en það var for- hengi fyrir einu rúminu. Þangað var farið með hana. Hjúkrunar. kona dró fortjaldið frá og. Iæknir ihn benti henni að fara. Svo leit hann á Kay: — Þér verðið ekki inni í meira en 3 mínútur, sagði hann rólega. Martin Flel'cher lá hreyfingar- Iaus, hendur hans voru reifaðar og brotnir fæturnir í gipsumbúð- um. — Hérna kemur unga stúlk- an, sem þér vilduð hitta, sagði hjúkrunarkonan rólega. Hann horfði á Kay. Hún myndi heldur aldrei gleyma jtessu. Hann sagði ekki orð. Hún ekk; heldur. — Þér sögðust viljn hitta hana sjá mig, leiðrétti hann. hann á. — Nei, ég sagðist' vilja láta hana sjá mig. lejðrétti hann. •jilU J H I-l l l t il f l Illll t I I L I .Ii l l li l l l.ll l lú &aUetí LEIKFÍ6^g JAZZ-EALLETT Frá DANSKIN Búningar Sokkabuxur Netbuxur Dansbeltl ■jftr Margir litir ★ Allar staerðir Frá GAMBA Æíingaskór Svartir, bieikir, hvítir Táskór Ballet-töskur SÍMI 1-30-76 i:.m:ianaa!ii':mi'm!i n 111 iniunn I — Nú, sagði hann við Kay. — Horfið vandlega á mig. Ég get ekki hreyft mig. Ég minni á trjá’drumb. Nú gæti ég ekki hent honum vini yðar í fljótið. Ég vona að það hafi verið þess virði að bíða eftir að sjá mig. Glampinn í augum hans stakk hana eins og hnífur í hjarta. stað. Það gat ekki aðeins verið reiði. Þessi augu tilheyrðu manni, sem Viissi, hvað hafðí komið 'fyi’ir hann og sem var enn að reyna að sjá það eins og það var. — Ég beið — til að segja. yður, að mér þykir þetta mjög leitt. En hvað þessi orð hljóm- uðu ankannalega. — Leitt? Mér þykir það líka leitt, ef þér viljið fá að vita það. Mér finnst leitt, að ég get ekki lengur gengið. Leitt að verða öðrum til ama alla ævi. — Þér vitið vel, að það er engin ástæða til að ætla að svo verði hr. Fleteher, sagði hjúkr- vnarkonan. Hvers vegna talaði hún eins og hún væri að hugga barn? — Þér eigið að fara í sjúkraþjálfun. Þér megið aldrei hætta að vona. Með tímanum ... — Já með tímanum og verði ég heppinn tekst mér að hökt'a um á hækjum! Er það vonin mín mikla? Hví í ösköpunum féll ég ekki beint á höfuðið og losnaði alveg við þetta líf? — Svona megið þér ekki tala, hr. Fletcher. Einhverra ástæðna vegna fóru hin velmeintu orð hjúkrunarkonunnar { taugarnar á Kay. Hvers vegna var hjúkr- unarkonan þarna? Til að milda andrúmsloffcið. Ef liún hefði ekki verið til staðar, hvað hefði hún sjálf þá sagt við Martin Fletcher? Það hefðu elcki verið nein orð yfir það ... engin orð . — Viljið þér fara með hana héðan? sagði hann allfc í einu. — Við þurfum ekki að hafa hana hérna lengur. Hjúknmarkonan leit á Kay og Kay fór. Henni var vísað út, hún vissi ekki, hver vísaði henni út. Hún beið eftir sporvagn. inum til Benchley. Hún stóð og horfði á’ iðandi mannfjöldann umhverfis sig. Konurnar voru að kaupa í búið, mennirnir hittust ræddu sam- an og hlógu. Á pósthúsinu var klukka, sem sýndi að klukkan var orðin hálf ellefu. Tíminn leið. Hvernig skyldi fara fyrir Martin Fletcher? Þegar sporvagninn kom til Benchley varð að vekja athygli hennar á því, að hún ætti að fara yfir í strætisvagninn sem ók til þorpsins. Hún hafði ekki veitt því eftirtekt að vagninn hafði numið staðar. Þegar hún kom loksins að búðinni gekk hún inn um hliðardyrnar og ung- frú Forsythe kom til móts við hana. — Stan Harris kom hingað, sagði hún. — Hann sagði mér, hvað hefði komið fyrir. Hann hafði ekki mikið að segja, að- eins að Ihann hefði brotnað, en hann nær sér er það ekki? Hann lifir þetta af? Sáuð þér hann? Kay kinkaði kolli. — Já, ég sá hann. Hann er brotinn en brotin gróa. En hann er lamaður. Hann gengur aldrei framar. Þá tók ungfrú Forsythe utan um axlir hennar. — Verið ekki svona örvæntingarfull, vina mín. Þetta var ekki yðar sök. Þetta var slys. — Gæti ég fengið að leggja mig, ungfrú Forsythe? —. Sjálfsagt, vina mín. Þetta hlýtur að hafa verið mikið áfall fyrir yður, þó svo að yður væri ekki hlýtt til hans. Kay fór upp á herbergi sitt, lagði sig og lét augun aftur. Á næstu hæð fyrir neðan sló klukkan. Tíminn. Ungur maður, sem átti allt lífið framundan! Séinna kom ungfrú Forsythe til að aðgæta, hvernig hún hefði það og færa henni morgunverð. En það var erfitt fyrir hana að borða. Svo fór hún niður til vinnu sinnar. Sem betxxr fer þurfti hún ekki að tala mikið. Annað. hvort hafði fólk áhyggjur út af atburðinum eða ungfrú Forsythe hafði beðið alla um að leyfa henni að vera sem mest { friði. Dagurinn allur leið sem í draumi. Kay hringdi til sjúkrahússins daginn eftir. Hún spurði, hvort Frá GagnfræÖaskólum Reykjavíkur Skólairnir verða settir þriðjudaginn 24. sept- ember n.k. s'em Ihér segir: Gagnfræðaskóli Austurbæjar: Skólasetning kl. 10. Gagnfræðaskóli Vesturbæjar við Vonar- stræti: Skólasetning í Iðnó kl. 14.30. RéttarhoHsskóli: Skólasetning I. bekkjar kl. 14, II., III. og IV. bekkjar M. 15. Hagaskóli: Skúlasetnihg I. bekkjar kl. 9, II., III. og IV. bekkjar kl:. 10. Lindargötuskóli: Skúlasetning IV. bekkjar kl. 10, III. beikkjar kl. 11. Gagnfræðaskóli verknáms: Skólasetniing III. bekkjar kl. 9, IV. bekkjar kl. 11. Gagnfræðadeildir Miðbæjarskóla, Austurbæj- arskóla, Laugamesskóla, Langholtsskóla, Hlíðarskóla, Laugalækjarskóla og Álfta- mýrarskóla: Skólasetning I. bekkjar kl. 9. II. bekkjar M. 10. Gagnfræðadeild Árbæjarskóla: Skólasetning I. bekkjar kT. 9. Gagnfræðadeild Vogaskó!a: Skólasetning verður fimmtudaginn 26. september, kl. 14 í iþróttahúsinu við Hálogaland. Skólastjórar. Blaðhuröarhörn óskasf i Kópavog AUSTURBÆ - VESTURBÆ upplýsingar - 40753 HÚSGÖGN Sófasett, stakir stólar og svefnbekkir. — Klæði gömul hús- gögn. — Úrval af góðum áklæðum. Kögur og leggingar. BÓLSTRUN ÁSGRÍMS. Bergstaðarstræti 2 — Sími 16807. 22- sept. 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ |,5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.