Alþýðublaðið - 22.09.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.09.1968, Blaðsíða 6
SJÖTUGUR A MORGUN: PJEJURSSON ÞJÓÐSKJALAVÖRÐUR STEFÁN ÞEIRRA ÁRA er Stefán Pjet'. ursson var yfirmaður minn á' Alþýðublaðinu minnist ég með gleði, og nú þegar hann er sjö- tugur er mér gleðiefni að minn- ast hans í okkar gamla blaði, bæði af því að við erum miklir mátar, og þó ekki síður af hinu að ég tel þátt hans í Jslenzkum þjóðmálum á liðnum áratugum alls ekki metinn sem skyldi. Stefán Pjetursson fæddist að Núpum í Aðaldal 23. seplember 1898, sonur hjónanna Helgu Sigurjónsdóttur og Péturs Stef- ánssonar er þar bjuggu. Ólst hann upp hjá' foreldrum sínum þar og á Húsavík, en þangað flutt'u þau er hann var á sjötta ári. Stefán fór í Gagnfræðaskólann á Akureyri og tók þaðan próf, hélt síðan suður í MenntaskóL ann í Reykjavík og lauk stúdents- prófi 1920. Hann var hamhleypa til náms, hljóp tvisvar yfir bekk. Að stúdentsprófi loknu var hann eitt ár í Háskóla íslands og lauk iheimspekiprófi 1921, en sjgldi þar eftir til Þýzkalands og nam við Berlínarháskóla til 1930, lagði stund á sögu, heimspeki og félags fræði og gerðjst hámenntaður maður. Á menntaskólaárunum tók hug ur hans að hneigjast að þjóð. félagsmálum. Hann gerðist sósíal isti og kommúnisti, en þá höfðu engin endanleg friðslit orðið með kommúnjstum og jafnaðarmönn- um. Rússneska byltingin var ný. afstaðin, og margir héldu að hún væri upphaf hraðfara breyt- inga er stefndu til 'hins stétt. lausa ,'sanifélags jafnréttis og bræðralags í framtíðinni. Stefán gekk í flokk hinna róttækustu. Á fyrsta háskólaári sínu ritaði hann bókjna Bvltingin í Rúss- landi, og fáum árum seinna þýddi hann ásamt Einari Olgejrs syni Kommúnistaávarpið eftir Marx og Engels, það fræga plagg. Stefán gekk í Kommúnistaflokk inn er hann klauf sig út úr AlþvP'uflokknum árið 1930, og 1932 til 33 var hann blaðamaður við Verklvsblaðið er þá var aðalmálgagn kommúnista á ís. landi. Ekki var Stefán þó alls kostar sáttur við þá stefnu er málefni virtust vera að taka í Rússlandi. Hann hafði um árabil verið einn af höfuðpostulum kommúnismans á' íslandi, þess kommúnisma er grundvallaðist á kenningu Marx og stefndi að byltingu til að koma á félags. legu jafnrétti og lýðræði. Auð- vitað hafði hann bundið miklar vonir við byltinguna í Rússlandi, það gerðu allir góðir jafnaðar. menn og kommúnistar hér á landí langt fram á þriðja tug aldarinnar. Þvf var treyst að frelsi og mannréttindi hins stéttlausa hióðfélags mundu brátt leysa alræði öreiganna af hólmi. En nú tók Stefáni að finnast sem jjjj 22- ccpt. 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ ekki væri allt með felldu austur þar, ekkert bólaði á að Stalin ætlaði að standa við fyrirheit Lenins um lýðræði og mannrétt'. indi. Um þetta varð víst nokkur úlfaþytur hér heima, því Stefán var kærður fyrir „villutrú” til kommúnistískra yfirvalda í Rúss. Iandi, og skyldi hann standa fyrir máli sínu austur í Moskvu. Var haft að yfirvarpi að bjóða honum í skóla þar, Leninskól- ann ef ég man rétt, en auðvit- 'að var aðalatriðið að bjargja þessum efnilega manni frá villu síns vegar. Stefán vildi gjarnan halda á sfnum málstað sjálfur gagn- vart kommúnistum í Rússlandi og þótti fróðlegt að geta gengið úr skugga um hvernig þar væri málum háttað. Hann fór austur haustið 1933 og dvaldist í Moskvu í átta mánuði. Sú för var lærdómsrík. Það sló í hart mjlli hans og frömuða hins rússneska kommúnisma enda sá nú Stefán að ekki hafði aðeins verið vikið út af vegi þeim sem kommúnisminn sjálfur varðaði, heldur var beinlínis stefnt í þveröfuga átt. Þegar hann lét sig ekki var honum mætt me'ð hótunum. Og það er opinbert leyndarmál að hann komst ekki út úr Rússlnndi nema fyrir at. beina danska sendiráðsins í Moskvu. Stefán gerði sér nú ljóst að fylgi við kommúnismann í heim- inum var ekki lengur fylgi við hina kommúnistjsku hugsjón, heldur við rússneska heimsvalda- drauma, og hann hvatti félaga sína til að snúa baki við hinni rússnesku skrípamynd af komm- únisma. Ekki væri um annað að ræða en ganga í flokk lýð. ræðisjafnaðarmanna enda þótt’ þeir væru að hans dómi fullhæg- fara. Hann gekk í Alþýðuflokk- inn og gerðist blaðamaður við Alþýðublaðið 1934. Árið 1939 varð hann ritstjóri blaðsjns og gegndi því starfi á fjórtánda ár, eða þar til ársloka 1952. Enginn maður hefur eins lengi verið ábyrgur ritstjóri Alþýðu- blaðsins og Stefán Pjetursson, og vegur blaðsins hefur aldrei verið meiri en um tíma undir hans stjórn fyrst eftir að það var gert að morgunblaði: Þá var það jafnstórt Morgunblaðinu og út. breiðsla þess hlutfallslega mikil. Stefán var mikilhæfur ritstjóri, vildi gefa út virðulegt og vand- að blað er hefði rika tilfinningu fyrir hlutverki sínu að segja sannar fréttir og vinna þeim hugsjónum fylgi er blað jafnaðar- manna hlyti að berjast fyrir. Hann var rökfastur og áhrifa- mikill blaðamaður, nokkuð geð. heitur, en að sama skapi ein- lægur. Fréttir vildi hann meta frá hinu háa sjónarmiði, ekki eftir því hvernig þær gengju í hugsunarlítið fólk, heldur af þeirri sjónarhæð þar sem horft er á gildi atburðanna í sam- tíð og sögu. Hjá því gat ekki farið að Stefán lenti í átökum við fyrr- verandi samherja sína í Komm. únjstaflokknum sem nú hafði sett upp nýja grímu, sú gamla var ekki nógu heillandi. Þeir báru hann þeim sökum að hann hefðj brugðizt hugsjónum verka- lýðsins. En hann hélt því fram á móti, sem von var, að rússneski kommúnisminn sem kommúnistar um allan heim hylltu væri ekki kommúnismi heldur harðstjórn einræði. Sagan hefur smátt og smátt verið að færa sönnur á mál Stefáns. Hreinsanir Stalins 1936 og 1938 hefðu átt að duga til að ■augu manna lykjust upp, er flestir beztu byltingarforingjarn- ir frá 1917, nánustu samverka- menn Lenins, voru teknir af lífi eða hraktir í útlegð með réttarhöldum sem bara voru skrípamynd af réttvfsi. Og þeir sem ekki sannfærðust þá hefðu átt að sannfærast 1956 er Krústj. ov sjálfur fletti ofan af Stalin og hans kommúnisma sem þá fékk heitið ógnarstjórn, og vafa- laust með réttu. En það er fyrst á þessú sumri eftir liina válegu atburði í Tékkóslóvakíu að ís- lenzkir kommúnistar viðurkenna að eitthvað sé bogið við hið rússneska stjórnarfar, þar vanti lýðræði og mannréttindi (rétt eins og þeir séu að gera einhverja stórkostleg uppgötvun á borð vjð kenningu Newtons um þyngd- arlögmálið) og sósíalismi verði auðvitað enginn sósíalismi nema þetta tvennt sé í heiðri haft. En þess 'hefur ekki verið getið að íslenzkur kommúnisti (hér nota ég orðið kommúnisti jí hinni gömlu og góðu merkingu), Stefán Pjetursson, hafði í áratugi hald. ið nákvæmlega þessu fram. Nú fyrst, eftir 35 ár, eru fyrrver- andi flokksbræður hans úr Komm únistaflokknum sáluga er síðar gengu í Sósíalistaflokkinn (sem nú er víst líka að líða undir lok) að komast á hans mál og viður- kenna það í verki. Ég sé ekki betur en Stefán standi með pálmann í höndunum á sjötugs- afmælinu. (Þessu þyrfti að gera nánari skil við betra tækifæri.) Stefán hætti á Alþýðublaðinu vegna mikilla deilna og svjptinga ísjem urðu í Alþýðutfilojkktnun^ undir árslok 1952. Meðan hann "vjar Ihjá Alþýðublaðinu [hafði hann tekið mikinn þátt í stjórn. málum í landinu, hann var ein- hver atkvæðamesti blaðamaður um stjórnmál, en síðan hefur verið hljótt um hann. Fljótlega eftir að liann hætti hjá Alþýðu- blaðinu gerðist hann skjalavörð- ur við Þjóðskjalasafnið og varð þjóðskjalavörður eft'ir lát Barða Guðmundssonar 1957. Og þótt ég beri ekki skynbragð á þau störf sem unnin eru { skjala. safni veit ég fyrir víst af mikl- um kynnum af Stefáni að hann vinnur þau af þejrri samvizku- semi og hreinskiptni sem honum er eiginleg._ Störf hans meðan hann var hérna sunnan vjð Hverfisgötuna eru mér hins vegar allvel kunn. Ég vann undir lians stjórn hjá Alþýðublaðinu hartnær sex ár og get með gleði sagt að á okkar samvinnu bar aldrei skugga. Það var unun að vinna undir stjórn Stefáns. Hann er mikið prúðmenni og einstaklega þægi. legur yfirmaður, óeigingjarn og ósérhlífinn. Ekki gerði ’hann neinn mun á sér og okkur strákl- ingunum, nema þá þannig helzt að hann ætlaði sér stærri hjut af vinnunni. Hann gekk á vaktir öll þau ár sem hann var ritstjóri, og var stundum tímunum saman Framhald á bls. 10. Á morgun, 23. sept., verður Stefán Pjetursson þjóðskjalavörður 70 ára. Hann var ritstjóri Alþýðublaðsins á 13 ár, frá 1939—52, eða lengur en nokkur annar. Auk þess hafði hann verið blaða- maðUr við Alþýðublaðið næstu 5 árin á inncLan, eða samtals við blaðið í 18 ár. Það munu fáir aðrdr en þeir, sem reynt hafa geta gert sér ljósa þá erfiðleika, sem voru á útgáfu Alþýðublaðsins þá, eim. og þeir raunar hafa ávallt verið meira og minna. Starfsmenn voru alltof fáir. Fréttasambönd bæði innanlands og utani af mjög skomum skammti, og starfsskilyrði ófullnægjandi, auk þess sem fjárhagur blaðsins var og hefir ávallt verið bágur og greiðslur þess vegna óreglulegar. Gáfur Stefáns, sem eru framúrskarandi, og ágæt þekking hans á erlendum og innlendum málefnum, hjálp. uðu honum til að vinna bug á erfiðleikunum. iSérstaklega var þekkingu Stefáns á starfsemi kommúnista viðbrugðið, og hefir isjálfsagt enginn af ritstjórum Alþýðublaðsins haft meira til brunns að bera en hann á því sviði. Vinnudagur hans við blaðið var oft langur en hann taldi aldrei stundimar. Auk blaðamennskunnair hefir Stefán innt af hendi ýms trúnaðarstörf fyrir flokkinn og meðal annars setið í miðstjórn hans um árabil. Ég vildi mega, á þessum tímamótum í lífi Stefáns áma honum ailra h'eilla, og flytja honum innilegar þakkir fyrir öll störf hans í þágu Alþýðuflokksins. Emil Jónsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.