Dagur - 12.09.1951, Síða 6

Dagur - 12.09.1951, Síða 6
6 D AGUR Miðvikudaginn 12. sept. 1951 rWW/VsAVsAAAAJV 'S^A-^/V'A-AAAA DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson Skrifstofa i Hafnarstræti 87 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðrikudegi. Árgangurinn kostar kr. 40.00. Gjalddagi er 1. júlí. g PRENTVERK ODDS BJÖRNSSÖNAR H.F. Er nauðsynlegt að setja á ríkis- framfæri? SÍÐASTLIÐINN FÖSTUDAG gerði „Alþýðu- blaðið“ það að umtalsefni í „uppsláttar“-grein á fremstu síðu, að bæjaryfirvöldin í Reykjavík hefðu haldið lélega á þeirri kröfu bæjarstjórnar- innar að reyna að fá sex milljón króna hluta af söluskatti ríkissjóðs eftirgefinn til handa Reykja- víkurbæ og „losa bæjarbúa þannig við aukaút- svarið,“ eins og blaðið orðar það. Er þal' frá því skýrt, að á bæjarstjórnarfundi daginn áður hafi þess verið getið, að bæjarráð og settúr borgar- stjóri hafi „drepið á“ þetta stórmál- við félags- málaráðherra, áður en hann fór utan, en „hann ekki virt það svars í bréfum til bæjarirfs' um aukaútsvarsmálið“. Þykir blaðinu ráðámenn- höf- uðborgarinnar ganga harla lélega fram í' þ'essú - efni og brýnir þá mjög að sofna ekki á vérðinúm, enda verði sem fyrst „að sannreyna það, hvort' ríkisstjórnin sé fáanleg til þess að greiða bænum hluta af þessum skatti ,sem fara mun tugí millj- óna fram úr áætlun og því veita ríkissjóði stór- felldan greiðsluágóða.“ ÞESSI GREIN „Alþýðublaðsins“ er annars að- eins síðasta herópið í bi'ýningastyrjöld þeirri, sem málgögn Alþýðuflokksins og kommúnista háfá rekið, síðan bæjarstjórn Reykjavíkur gerði hina frægu samþykkt sína ,þar sem þess var'farið'á leit, að ríkissjóður eftirléti höfuðborginni hluta af tekjum sínum til þess að létta útsvarsþungann á herðum bæjarbúa. Um þessa samþykkt er það annars helzt að segja, að þorri landsmanna mun upphaflega alls ekki hafa tekið hana alvarlega, en aðeins sem lítilvæga — og að vísu harla broslega — tilraun til þess að drepa athygli skattþegna Reykjavíkur á dreif frá því, sem raunverulega var að gerast, meðan ólgan út af hinum nýju og stór- felldu álögum væri ofurlítið að sjatna. Svo mikið hefur að undanförnu verið gumað af fyrirmyn^- arstjórn og blómlegum fjárhag Reykjavíkurbæjar, að fæsta mun hafa grunað, að ráðamenn þar teldu í fullri alvöru þörf á því að taka höfuðborgina á ríkisframfæri, eins og slík ráðstöfun hefði vissu- lega og óvéfengjanlega þýtt, eða svípta hana að . öðrum kosti sjálfsforræði og setja fjárhagsstjórn hennar undir opinbert eftirlit, eins og óhjákvæmi- legt hefði verið, ef hinni kröfunni hefði verið sinnt — að félagsmálaráðherra tæki fram fyrir hendur bæjarstjórnarmeirihlutans með því að banna honum að framfylgja samþykktinni um framhaldsniðurjöfnunina. RÉTT ER ÞAÐ, að enda þótt bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tækju upphaflega þátt í þess- um skrípaleik með því að greiða atkvæði með til- lögunni um söluskattinn, munu þeir síðan lítið sem ekkert hafa gert til þess að halda þeirri kröfu til streitu, og blöð flokksins hafa heldur ekkert gert til þess að halda henni á lofti. En málgögn Alþýðuflokksins og kommúnista virðast hins veg- ar gera sér vonir um, að eitthvert mark sé á þeim takandi, þegar þau hamra stöðugt á þessari enda- leysu. Og síðan bráðabirgðayfirlit um rekstraraf- ' komu ríkissjóðs fyrstu 6 mánuði þessa árs birtist nú á dögunum í Hagtíðindum, virðast þau hafa þungar áhyggjur af því, hversu tekjuafgangur sé þar mikill og líklegt sé, að af- koma ríkissjóðs kunni að reynast góð á þessu ári. Samkv. bráða- birgðaryfirliti þessu var tekjuaf- gangurinn í júnílok 39,2 millj. kr. En ábyrgir aðiljar benda hins vegar á, að af þessari tölu verði engin endanleg ályktun dregin um tekjuafgang ríkisins á árinu. Stórum meiri útgjöld færast á síðari árshelminginn, því að þá koma til skjalanna miklu meiri greiðslur vegna ýmissa fram- kvæmda ríkisins. — Árið 1949 var t. d. tekjuafgangur ríkissjóðs í júlílok um 12,8 millj. kr., en endanleg niðurstaða varð samt sú, að ríkisbúskapurinn var raun verulega rekinn með stórfelldum halla á því ári. í STJÓRNARTÍÐ Stefáns Jó- hanns söfnuðust feiknin öll af lausaskuldum á ríkissjóð, og í árslok hins mesta góðæris, sem hér hefur verið, var svo komið, áð árlegar vaxta- og afborgun- argreiðslur ríkisins voru orðnar ríflega tvöfalt meiri en öll ríkis- útgjöldin fýrir ’stríð, og vissulega rambaði ríkisbúskapurinn allur á gjaldþrotsbármi. Ábyrgum mönn um var ljóst, að hér þurfti að stinga fótum við og skipta alger- lega um stefnu, ef fjárhagur rík- ns — og þar með sjálfstæði þjóðarinnar — átti ekki að steyp- ast viðnámslaust fram af þver- hnípinu. í ‘fjárlögum þessa árs er svo ráð fýrir gert, að vextir og afborganir af ríkisskuldum nemi 34 millj. króna, og þyrfti þó sú upphæð að vera mun hærri, ef vel ætti að vera. Viðhald sölu- skattsins var ill nauðsyn, og auð- veldlega hefði mátt fella hann niður að mestu eða öllu leyti, ef vaxta- og afborgunarbyrði sú, sem óreiða og ábyrgðarleysi fyrri stjórna hafði skapað, hefði ekki hvílt eins og mara á ríkissjóði. Það kemur því vissulega úr hörðustu átt, þegar málgögn þeirra flokka, sem eiga hér þyngsta sök, heimta nú, að ríkis- sjóður afsali sér þeim tekjum, sem hann hefur af óvinsælum skatti, sem hann er nauðbeygður til að leggja á þegnana sökum þessara gömlu og þungu synda- gjalda, og eftirláti hann höfuð- staðnum, svo að gömlu óreiðunni og fjársukkinu verði haldið þar við enn um sinn á kostnað al- þjóðar. FOKDREIFAR Fyrst veðrið — BETUR kunnum við Akureyr- mgar-Gg- aðrir Norðlendingar við gamla lagið á veðráttunni, þegar Akureyrj„yar stundum kölluð sól- skinsborgin íslenzka og Norðurland var ÖSrúm fjórðungum fremur kcnnt við þurrviðri og sumarblíðu, — en þá n.ýskipan náttúrunnar að snúa þessu ölju öfugt — láta Sunn- lendinga og Reykvíkinga eina um að sleikja sólskinið og sumardýrð- itiá, méðan við sitjum langtímum sanian ylir hásumarið hnípnir í kalsaveðrum, umhleypingum og stöðugum óþurrkum. Ekki svo að skilja, að við getum ekki vel unnt vinúm okkar fyrir sunnan þess hins góða híutskiptis í þessum efnum sem öðrum, heldur vildum við helzt, að allur þessi hólmi hér norð- ur við heimskautsbauginn mætti njóta sæmilegrar veðráttu þessar fáu vikur, sem sumrinu okkar er þó ætlað að standa samkvæmt alman- áktnu. En lítt erum við spurðir ráða í þessum efnum sem og ýms- unr öðrurn stjórnarfars-málefnum, himneskum jafnt sem jarðneskum, og verður vísast við svo búið að standa enn um sinn. svo berin — OG NÚ er ég farinn að tala um veðrið, svona upp úr þurru, og næst- um byrjaður að berja lóminn, rétt í þeirri andránni, sem sólin er tekin að skína fagurlega skýja á milli og þurrkurinn og sumarblíðan eru kannske að vitja okkar aftur, áður en haustið gengur að fullu í garð. En okkur íslendingum hefur löng- um þótt verða skrafdrjúgt um þessi efni. Og hvers er annars að vænta um bændajrjóð að ætt og uppruna, sem ávallt liefur átt allt sitt „undir sól og regni“, en að slíka hluti beri bft á gó'ma? En í þetta sinn var það þó næstum óviljandi, að ég nefndi veðrið, því að ég ætlaði mér upphaflega aðeins áð segja fáein orð í sambandi við berin, berja- tínslu og „berjatínurnar", sem svo eru kallaðar. En veðrið og berin eru nú einu sinni svo skyld hugtök að vissu leyti, að mér varð það á að taka á mig þennan krók, áður en ég kæmist að aðalefninu. og loks „berjatínan“. ÉG BRÁ MÉR nefnilega í berja- mó með fólki mínu á sunnudaginn var. Og ég fór alllanga leið í þessu skyni, þannig að leið mín lá um nokkrar sveitir hér nærlendis. Og alls staðar sá ég hópa af bæjarfólki dreifa sér um hvern blett, þar sem berja var von, og kæra sig kollótta um rigninguna og hráslagann, sem liélzt fram eftir dégi.' Og ég hef grun um, að allflestir liafi vcrið út- búnir með þetta nýtízku áhald, herjatínuna eða berjaklóruna, sem eins mætti heita svo eftir sköpulagi sínu. Og með tilkomu þessa áhalds, sent rutt heftir sér svo skjótlega til rúms hin allra síðustu árin, má segja, að vélamenningin liafi með nokkrum hætti haldið innreið sína í berjamóinn — þctta áður svo róm- antíska og fyrirheitna land barna og sveimliuga. — Látum svo vera, að menn fallist ekki á þá skoöun að rómantíkin og náttúruyndið sé í hættu, þegar brauðstrit hversdags- ins er fært út í berjamóinn í per- sónugervi þessa litla, liarðtennta og gíruga áhalds. En er ekki berja- landið sjálft í hættu? Eg þykist vita, að ýmsir noti þetta tæki með slíkri nærfærni og tillitssemi við liinn viðkvæma gróður, að honum stafi engihn hætta af. En þó kvíði ég því, að hinir reynist samt langtum l'leiri, sem hlífist lítt við, hugsi um það eitt að raka saman sem stærstri berjalirúgu á skömmum tíma og láti því hinar liörðu greipar berja- tínunnar sópa alltof óvægilega um gljúpa kvisti og viðkvæmar greinar. Og hvað verður þá um berjalöndin og gróðurinn þar? Fróðlegt væri að lieyra álit athugulla og fróðra manna um það atriði. „Signýjarhárið“ kom eins og skollinn úr sauðarleggnum. EKKI fæ ég betur skilið það nú en áður — þótt „íslendingur" vitni í danska sagnritarann Saxa og Magn- ús heitinn Helgason, kennaraskóla- stjóra — að það séu alveg sjálfsögð líkindi, að við Akureyringar séum allir í ætt við einhvern danskan víking. En liitt þykist ég skilja full- vel, að rithöfundurinn í „íslend- (Framhald á 11. síðu). Nýjung í meðferð mjólkur í Bandaríkjunum I ágústhefti hins víðlesna ameríska tímarits „The Reader’s Digest“, er greint frá nýjung í meðferð nýmjólkur í Bandaríkjunum. Vekur þessi aðferð mikla athygli og er þegar tekin í notkun víðs vegar um Bandaríkin. Samkvæmt frásögn ritsins ei aðferð þessi fólgin í því að 2/3 hlutar vatnsmagns þess, sem í nýmjólk- inni er, eru numdir brott. Það, sem þá er eftir líkist rjóma í sjón og raun og er selt í litlum pappaöskj- um. Húsmæðurnar blanda vatninu í aftur heima hjá sér og segir ritið, að enginn vegur sé að finna mun þessarar mjólkur og venjulegrar nýmjólkur á eftir. Þessi nýja aðferð hefur augsýnilega mikla mögu- leika á mörgum sviðum mjólkurframleiðslu og mjólkursölu. Húsmóðirin, sem kaupir 3 lítra af mjólk í mjólkurbúðinni, þarf ekki að bera heim nema 1/3 af þeim þunga venjulegrar mjólkur. ís- skápurinn hennar rúmar þrisvar sinnum meira mjólkurmagn en áður. Mjólkurbúðin afhendir að- eins eina öskju eða flösku í stað þriggja áður. Mjólkurbíllinn, sem flytur mjólkina til útsölustað- anna, getur flutt þrisvar sinnum meira magn en áður. í Bandaríkjunum hefur mjólkursamþjöppun- arstöðvum verið komið upp í stórum framleiðslu- héruðum, sem langt eiga að sækja á markaðsstað og þannig sparast stórfé í flutningi mjólkurinnar frá framleiðendum til neytenda. Rannsóknir hafa sýnt, að þessi nýja mjólk tapar engu af gildi sínu, og hún geymist betur en venju- íeg nýmjólk. Þessi aðferð er árangur margrá ára ránnsóknar- starfs, segir tímaritið. Það er auðvelt að ná vatninu úr mjólk með uppgufun við hátt hitastig, en það breytir hinu eðlilega mjólkurbragði. En þégar loft- tómt rúm er að nokkru leyti í tanklium; gufar vatn- ið upp við miklu lægra hitastig og þannig hefur tekizt að halda hinu eðlilega bragði mjólkurinnar óskertu. Af þessari frásögn hins víðkunhi tímafits er svo að sjá, sem hér sé merkileg nýjúngá ferð, sem lík- leg er til að hafa þýðingu víðai' eii í Bandaríkj- unum. HVAR FAUM VIÐ SÍLD? í einu sunnanblaðanna var áskorun á dögunum til landsmanna að borða meiri síld. Ekki hef eg á móti því ,en hvar á eg að fá síldina? Hver selur hér um slóðir síldarkúta í heppilegum stærðum? Þau fyrirtæki, sem það gera, hafa a. m. k. hægt um sig og auglýsa ekki. Sannleikurinn er, að síld er vara, sem illmögu- legt hefur verið að fá hér um margra ára skeið, hvernig sem á því stendur! Léreff: 1 rósótt röndótt köflótt Fjölbreytt úrval! Vefnaðarvörudeild. Ódýrarregnkápur kvenna (litlar stærðir) og á unglingsstúlkur Vefnaðarvörudeild.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.