Dagur - 22.12.1965, Síða 5
JÓLABLAÐ D AGS
5
ert fer verr með bækur en saggi. —
Ekki er mér kunnugt að kannað
hafi verið til hlítar hve margar
Guðbrands Biblíur eru enn til, en
J;ær munu vera færri en Guten-
bergs Biblíur, )>rátt fyrir að ,upp-
lagið var þrem hundruðum meira.
Því sem næst þriðjungur Jjess,
sem enn er til af Gutersbergs Bib-
líu, hefur smám saman verið kevpt
ur til Bandaríkjanna, síðan 1847
að Ameríkumaður keypti fyrsía ein
takið á uppboði í London fyrir £
2.500. Hærra vcrð hafði J>á ekki
verið gefið fyrir aðra bók. /
Bandaríkjamenn urðu lieldur
ekki öðrum þjóðum síðri í J>vi, að
lieiðra minningu afreksmannsins
frá Mairiz, á fimrn akla afmæli
pren tlistar innar.
Þannig heimsótti amerískur mað
ur, D. C. Norman að nafni, alla J)á
staði, ]>ar sem fyrir fannst Guten-
bergs Biblía, tók myndir af lesmáli
og bandi, skráði upplýsingar um
hverja einstaka Jjeirra og birti síð-
an í stórmerkilegri bók. Er hún,
samkvæmt dónii merks bókfræð-
ings, „ein fegursta og vandaðasta
bók gefin ót í Ameríku á Jiessum
mannsaldri.“
Gutenbergs Biblía verðnr naumast
til Jteirra verðmæta talin, sem met-
in eru til fjár.
Alloft hafa þó stöku eintök geng
ið kabpum og sölutn á liðnum öld-
um. *
Árið 1930 veitti JrjöðJjingið í
Washingtbn hálfa aðra miiljón dóll
ara til kauþa á miklii sal'ni prent-
aðs máls frá 15. öld (incunabula),
sem ]>á var til s'ölu í Berlín. Aðal
fengur og verðmæti í Jjví safni var
Gutenbergs Biblía sú, sem síðan
hefur verið í þjóðþingsþókasafn-
inu — Library of Congress — í Was
hington. Þetta eintak er talið vera
eitt alfegursta og fullkomnasta ein-
tak Gutenbergs Biblíu sem til er.
Það er í Jjremur bindum. Milljónir
Ólafur Ólafsson
ferðamanna hafa séð það, en það er
til sýnis undir gleri í þar til gerð-
um skáp, listafögrum.
Eitt eintak Gutenberg Biblíu —
misjafnlega fullkomið — er í hverju
eftirtalinna landa: Portúgal, Sviss,
Austurríki, Danmörk, Skotlandi,
Póllandi og Belgíu. Tvij eintök eru
á Spáni og önnur tvö í Italíu. Fjög-
ur eru í Frakklandi, sjö á Englandi,
ellefu í Þýzkalandi en fjórtán í
Bandaríkjunum.
Líklega hafa margir íslendingar
séð Gutenbergs Biblíu í Konung-
lega bókasafninu í Kauþmanna-
höfn. Það eintak er aðeins síðara
bindi, prentað á pappír og vantar
citt blað. Annars er bókin mjiig fal-
leg, í 17. aldar alskinnbandi.
Þegar Rússar hernámu Leipzig
undir stríðslok, hurfu úr bókasöfn-
um Jiar tvær Gutenbergs Biblíur.
Þær liafa ekki komið í leitirnar síð-
an, þó að ýipsum öðrum ránsfeng
hafi verið skilað aftuv. — Hver var
að segja að kommúnístar kynnu
ekki að meta 'Biblíuna?
Ævintýri æði mörg hafa gerzt í
sögu Gutenbergs Biblíu.
öft hefur hún horfið á næsta
dularfullan hátt, einkum á stríðs
tímum, en jafnan hafðist upp á
henni aftur. Munkar hafa stungið
hinni Jjungu bók undir kufl sinn
og flúið með hana úr landi, eða til
fjalla, og falið hana, Jvar til hættan
var liðin hjá.
Oft hefur hún lent í hrakning-
um. Saga er til um það frá síðari
tímum.
Þegar herir nazista nálguðust
vesturlandamæri Póllands, í ágúst-
mánuði 1939, voru margvíslegar
varúðarráðstafanir hafnar. Þannig
tóku menn að koma fjármunum
sínum og dýrgripum í örugga
geymslu eða felustaði.
Bókavörður einn frá smábænum
Pelplin kom óvenjulega fyrirferð-
armiklum bókum í vörzlu hjá rík-
isbanka í Varsjá, — Gutenbergs
Biblíu í tveimur bindum jafnstór-
um. Hvor um sig voru bækurnar
45 cm háar, 30 cm breiðar og 8'/ó
cm Jaykkar. Þær vógu 10 kg hvor.
Þegar innrás nazista hófst, var
pólska tveggja binda Biblían tekin
í öryggisskyni úr bankahólfinu. Þá
lenti hún á flækingi, Jvó að í hönd-
um góðra mariria væri, og kom hún
eigi aftur til Pöllands fyrr en að 23
árum liðnum.
Henni var smyglað til Frakk-
lúnds. Þaðan var luin flutt — enn
vegna hernaðaraðgerðá — yfir til
Skotlands. Nokkru síðar var hún
send með pólsku skipi, er sigldi í
skipalcst til Halifax í Kanada. Það-
an var henni komið til varðveizlu
hjá pólska sendiráðinu í Ottawa.
Loks var henni komið fyrir til
geymslu í klausturkjallara þar í
borg og síðar í bankahólfi. Þar lá
hún í 13 ár, eða Jaar til í janúar