Dagur - 22.12.1965, Síða 18

Dagur - 22.12.1965, Síða 18
18 JÓLABLAÐ DAGS þó með örlitlum athugasemdum. Á Auðkúlu var mikið að álíta um reikningshaldið. En hann byrjar á að taka fram um kirkjudaginn. Það hlaut að vera mikið atriði fyrir ríka kirkju að fá haldið sinni ytri vegsemd. Og það var ekki auðveld- ara með öðru móti en hátíðahöld- urn árþivert, en þá bárust gjafir að jafnaði frekar en annars. Einmitt vegna reynslunnar af því var skylt í katólsku að halda kirkjudaginn hátíðlegan, og eigi með minni pragt en höfuðhátíðirnar jól og páska. Var þessi árshátíð haldin á vígsludegi kirkjunnar, en á Auð- kúlu var.hann tveimur nóttum fyr- ir Díónysusmessu, þ. e. hinn 11. október. Kirkjudagurinn á Svína- vatni var hinn annan dag eftir Mattheusmessu, þ. e. 23. septem- ber, svo að ekki hefur liðið langt á milli stórhátíðanna i Svínadal haustdagana, þegar einmitt var hvað mest annríkið og asinn á mannfólkinu kringum féð. En aukaatriðin hljóta alltaf að víkja fyrir aðalatriðum. 4. Frændurnir Gottskálk Kæneks- son, Ólafur Riignvaldsson og Gott- skálk Nikulásson skipuðu Hólastól hver af öðrum samanlagt á áttunda áratug, 1444—1520. Voru þeir þann ig sky'ldijT að Gottsþálk eldri var föðurbróðir Olafs. en Ólafur föð- I ' . 1. 1 í I I . r T , urbróðir Gpttskálks yngri. .y^llir vorii( þeir frænduy pierkir inenn og þarí ir biskupar, þótt öfpndarmiinn- um pjeýst að( ktpna óorði á þá. Tveir þeifra koma. þér.vii? Ólafur sem nú greinir, en Gott- skálk Nikulásson sem enn verður sagt. Ólafur biskup skoðaði kirkjurn- ar í upphafi embættistíðar sinnar, 1461. Bera máldagarnir með sér, að hann var nákvæmur maður og glöggur og gætir þar miklu sýni- legra samræmis en hjá fyrri biskup- um á Hólum. A Auðkúlu getur hann fyrst uin rekann í Asbúða- landi og Sléttárdalinn, sem orðið hafði nokkurt þras um áður á old- inni, þ. e. vcgna leigu á Litla-Dal. Síðan segir frá, að kirkjunni heyri „hálf sauðhöfn" í Bólstáðarhlíð, og eru einnig um það eldri heimildir. Þá eru kirkjureikningarnir teknir fyrir og leiðréttir af ólíkt meiri festu en 1432, þegar Jón Graxton reyndi að lagfæra. Af niðurstöðu- tölum 1461 og hálfri annarri öld áð- ur, 1318, er Ijóst, að höfuðstóllinn hefur minnkað úr 5 í 3þí>. Þó eru nú fleiri kennimenn settir á Auð- kúlu en nokkurn stað annan í Húnaþingi að Breiðabólstað ein- um undanskildum. Á báðum þess- um mektarsetrum eru tveir prest- ar og tveir djáknar. í fyrri heimild- um er ávallt svo skipað, að einn prestur var á Kúlu og annar á Svínavatni. Og þó að vígðum þjón- um hafi nú fjölgað á Auðkúlu er samt áfram prestur á Svínavatni. F.nda varð að vera fastur staðar- prestur við alkirkju. „Med Kulu þingum“ eru þessi bænhús talin og hálfkirkjur 1461, en Jteim þjónuðu annar Kúlupresturinn ogdjáknarn- ir til skiptis: í Holti, Ljótshólum og á Snæringsstöðum „uppi“, en á Hrafnabjörgum, Grund og Geit- hömrum „niðri“. — Þótt bókakost- urinn, í Apðkúlukirkju sé miklu meiri, ,er (þlafur Rögnvaldsspn vísiter.yr hpna ,en pu; Auðun rauður skoðaði löngu áður; pg kaleikar séu nú þp'r,(og einn meir að segja gyl(lt- .ur^ í sjaþ eips.,áður, og Jrótt Pájl postuli hafi skipað sér í raðiy lík- neskjanna, er eins og einhver hrörn un hafi orðið. Engir glergluggar nefndir, tjöld aðeins um kór. Eina klukkuna vantar í upptalninguna. Hún hefur sprungið fyrr á öldinni. En það var koininn brestur í fleira. Mannlífið um þessar mundir var heldur ekki eins hljómmikið og fyrr, er klukkurnar tíu við Syína- vatn kölluðust á um miðaftan. Mik- ið mein var komið í íslenzka bænda Jyjóðlélagið, jafnvægisleysi í fjár- hagsmálum. Jarðirnar voru ekki lengur eign ábúendanna sjálfra. Flestir voru orðnir leiguliðar, marg- ir kirkjunnar, en margir Jteirra fáu höfðingja, sem skiptu með sér hlut- verkum á yfirráðasvæði íslenzks jarðagóz. Biskuparnir teljast til hinna miklu jarðeigenda J^essa tímabils. Kirkjan fékk svo Jteirra jarðir, er þeir voru allir, því að eins og klaustur erfir klausturmann erf- ir dómkirkja biskup sinn. Og Jtað var í sambandi við jarðabrask, sem óorðinu var komið á frændurna á Hólum. Ekki var það þó af alþýð- unni, sem vildi aukinn jiifnuð stétta, heldur af hinum höfðingj- unum, sem kepptu einnig eftir völdunum, sem ríkidæmi fylgir. 5. Þegar herra Ólafur vísiteraði á Auðkúlu 1461 átti jörðina Björn Þorleifsson ríki. F.ins og alkunna er var ríkidæmi Bjarnar gífurlegt og Jrá einkum í jörðum. Björn var drepinn 1467, og er skiptabréf eftir hann gert í Vatnsfirði sama ár. Hlutu í sitt skipti í móti við móð- ur sína Jieir bræður synir Bjarnar: Þorleifur, Árni og Einar og Jteirra systir jungfrú Solveig Björnsdóttir (aldrei ritað Bjarnar-dóttir í skrám). Þorleifur og Árni fá Auðkúlu fyrir hundrað hundraða og þær jprðir,, er henni fylgja: hálfkirkju- staðina sex, sem fyrr eru nefpdjr, Eld járnsstaði og Þröm á Bug, Skarð í Langadal, Bólstaðarhlíð og Eiríks- staði, V.atnshorn og Múla í Línakra- dal og hálfa Stapa á Vatnsnesi. Níu árum síðar gera þeir bræður Þor- leifur og Einar með sér samning heima á Auðkúlu vegna Árna bróð- ur þeirra, sem þá þótti víst að væri dauður. En Árni hafði farið í hern- að og féll við Brunkaberg 1471. Þá skipti Þorleifur nú á Skarði, sem

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.