Dagur - 22.12.1965, Qupperneq 21
JÓLABLAÐ DAGS
21
Svínavatn. Gamli bærinn að falli kominn. (Ljósm.: Á. S.)
hún áður verið á Auðkúlu, en hún
var ekkja síra Hannesar Sigurðssun-
ar, sem sat á Auðkúlu við miðja ('ilcl-
ina. Síra Asmundur fékk aðstoðar-
prest aldamótaárið, og tók hann við
káílinu eftir hans dag og hélt til
1817, er hann drukknaði á Svína-
vatni. \'ar það síra Jón Jónsson
eldri. Þá kom annar Jón Jónsson
litlu yngri og hélt einnig til dauða-
dags eða um 11 ár. Var hann jafn-
framt prófastur í Húnaþingi frá
1819. Síra Jón Jónsson eldri á Auð-
kúlu var fósturbróðir frú Helgu á
Auðkúlu. Var hann hinn mesti bú-
maður og hæfileikamaður, læknir
góður og smiður, söngmaður og
hagmæltur. Til eru prentuð (Hól-
ar 1799) erlil jóð hans eftir hinn síð
asta Hólabiskup, herra Sigurð Stef-
ánsson. Þjóðsögur eru af síra Jóni
eldra, eins og síra Sigurði forvera
hans og áður gat. Þannig hefur oft
farið um látna hæfileikamenn er
brátt verður um, að þjóðsagan held
ur jarðlífi þeiffa áfram. Kona síra
Jóns var Ingibjörg dóttir síra Odds
í Miklabæ. Eitt barna þeirra settist
að í Svínadal, Sigurbjörg, er átti
Þorstein Helgasön á Grund. Er
hún þriðja prestdóttirin á Auð-
kúlu, er giftist Grundarbónda.
Síra Jón Jónsson yngri kom að
brauðinu þegar er nafni hans var
allur og þótti ganga hart fram í að
ná jörðinni og koma ekkjunni
burt. Síra Jón var son Jóns biskups
Teitssonar og Margrétar Finnsdótt-
ur biskups Jónssonar. Hannes, síð-
ar biskup, fóstraði Jón frænda sinn,
en er próðir hans varð ekkja á IIól-
um og settist að búi í Neðra-Ási,
fór Jón til hennar. Bjó hann þar
til aldamóta. Síra Jóri prófastur á
Auðkúlu var andríkur gáfumaður
og skáld, Jrótt lítt flíkaði því. En
myrkfælni mun hafa sótt nokkuð
að honum og Jrví Auðkúlufólki.
Börn síra Jóns og konu hans, Jór-
unriar Þorsteinsdóttru lfá Neðra-
Ási, voru mörg, elztur síra Jón á
Barði. Af Jreim settust að í heima-
högum Sigríður, sem giftist Davíð
Jóhannessyni í Litla-Dal, og Jór-
unn, sem átti fyrr síra Jóhann Páls-
son á Auðkúlu og eftir liann ráðs-
mann sinn, Jóhannes Ögmundsson,
og bjuggu þau að Gafli í Svínadal.
Þrír næstu prestar á Auðkúlu
sátu Jrar allir aðeins skamrna hríð,
og raunar enginn lengi á árabilinu
1803—1856. Þótti þetta óvenjulegt
og eru um Jrað þjóðsögur. Þessa
aldarhelft getur alls 9 Kúlupresta,
og bregður nú við frá því er feðgar
og frændur sátu áður 50—83 ár á
hinu búsældarlega hefðarbóli. Svo
rík var hefðin or.ðin,, að ekkj var
talið einleikið um Jónana, §em þó
héldust í embættinu hinn eldrf 14
ár, en hinn yngri 11 ár. — Síra Þor-
lákur B. Thorgrímssen lifði aðeins
á Jrriðja ár á Auðkúlu. Síra Jóhann
Pálsson, sem átti Jórunni dóttur
síra Jóns yngra, dó eftir 7 ára prest-
skap. Síra Einar Guðbrandsson frá
Brjánslæk, sem kom gamlaður að
Kúlu efir langa embættisveru á
Hjaltabakka lézt á öðru árinu eftir
að hann fluttist uppeftir. Allt voru
þetta miklir hæfileikamenn, ekki
sízt síra F.inar, enda gafst honum
kostur á að sýna það hinum fremur,
þar sem hann var prestur alls nær
30 ár. Eftir síra Einar kom annar
roskinn prestur að Auðkúlu, ári
eldri en hann. Þetta var síra Sigurð-
ur Sigurðsson og var frá Skipalóni
við Eyjafjörð. Rósa kona hans var
sonardóttir síra Jóns Ketilssonar á
Myrká, alinn upp í Myrkárdal.
Áttu þau hjón erfitt lengi og voru
á hrakningi, en þunglyndi Jrjáði
síra Sigurð mjög framan af. Fékk
hann Bægisá, er síra Jón Þorláks-
son féll frá og hélt í 10 ár, 1820—
1830. Son þeirra hjóna var Sigurð-
ur bóndi í Þverbrckku í Qxnadal,
og síðar Silfrastöðum, en sagnir eru
um þá feðga frá veru Jreirra nyrðra.
Átti Sigurður. bóndi að hafa klárað
vcikburða smala sinn, eri faðir hans
jarðað í kyrrþey. Kannast margir
við Jressa sögu, en ]>ví er hún svo
mögnuð, að aldrei fengust mála-
lok. , Síra Sigurður fór suður að
Reynivöllum frá Bægisá og var þar
13 ár áður kæmi að Auðkúlu, og
var Rósa frá Myrkárdal kona hans
þá önduð. Síra Sigurður varð nær
níræður. Er hann gaf upp Auðkúlu