Dagur - 22.12.1965, Page 23

Dagur - 22.12.1965, Page 23
JÓLABLAÐ DA GS 23 U> I I 71? | I I 1 I •t s .t I. I I I I ..jDAC*- ARMANN DALMANNSSON: Morgunstuncl vib Lagarfljót T | f 1 1 | t | f ! t 1 t ! Um árdegisstund ég ók með.fram Lagarfljóti, er allt, sem lifir var risið af nætur dvala. Daggperlur tindruðu á grasi og grjóti, og geislar kysstu á vanga til heiða og dala. Þær myndir, sem birtast hér merlaðar árdegisroða til minja um dásemdir héraðsins, ættu að geymast. Á leiðinni allri er eitthvað, sem vert er að skoða, eitthvað, sem gefur til kynna, að það megi ekki gleymast. Það lýsti sól yfir Leginum spegilsléttum. Loftið var þrungið angan frá tré og blómi. Skrúðgrænar hlíðar skörtuðu sólskinsblettum. Það skein yfir Fljótsdalshéraði morgunljómi. Áfram er haldið og ekið til Hallormsstaðar, sem alla ferðamenn töfrar og að sér dregur. Morgunsólin Mörkina í geislum baðar. Mönnunum finnst þessi staður svo dásamlegur. Ég sá í fljótinu svipi fjalla og dala. Það sýndi mér héraðsins fegurð í myndaröðum. Og jafnframt heyrði ég læki og lindir hjala og las um sumarsins dýrð á skógarins blöðum. Það gerðust á íslandi ævintýri og sögur, sem öllum börnum þótti gaman að heyra. Mörg þeirra voru svo furðuleg og svo fögur, að þau fengu þjóðina til þess að leggja við eyra. Snæfell í spegli sem konung síns héraðs það kynnth með kórónu úr snæ á höfði og litklæði á síðu. Já, fljótið það heillaði hugann og á það minnti hve himinn og jörð eiga mikið af fegurð og blíðu. ‘i / f ,i i ■ ■ u •; • . v i i ■ •! i1 Hér birtist sem eins konar úrval úr listasafni ýmislegt meðal þess fegursta, er skaparinn smíðar. Og sízt er að furða, þó blómin og bjarkirnar dafni við birtu og ylinn, sem flæða um dali og hlíðar. !En er elcki.þetta þó fiiamar hinum öllum, I það,|sem hérigerist nú meðfrám Lagarfljóti^ ,1^ >' Þáð æyintýrd er ekki af vSettum né taxillum, i ■! m en þó; af lífi, sem fæðist í mokf og grjótij i! • i < ,: i •. i ■ ■ ■' I i ■ iv : i i if ij rr/ í ) i ; tr-Ci> ■ Það ævintýri er eitt meðal fegurstu lista og ótal marga hefur af dvala vakið. Það skilja nú eflaust allir, sem Hallormsstað gista, að ísland þarf ekki að vera fátækt og nakið. ■ (Flutt í Hallormsstaðaskógi í bændaför Búnaðarsambands Eyjafjarðar 1964.)

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.