Dagur - 22.12.1965, Qupperneq 28

Dagur - 22.12.1965, Qupperneq 28
28 JÓLABLAÐ DAGS SIGURÐUR SIGURÐSSON, NÚPUM: FRÁ PEISTAREYKJUM P VORIÐ 1868 fluttist Sigurður Guð- mundsson búferlum að Þeistareykj- um. Tvö næstu árin á undan hafði hann verið talinn ábúandi á nokkrum hluta af Syðri-Neslöndum í Mývatnssveit, en jafnframt var hann fyrirvinna fyrir búi ekkju, sem bjó á hinum hluta jarðar- innar. Hafði maður hennar, Gamalíel, verið góðvinur Sigurðqr og var hann þar stundum áður heimilismaður og átti þar athvarf, ef í nauðir rak. Áður höfðu Þeistareykir legið í eyði svo lengi sem menn mundu, cn til voru þó munn- mæli um byggð þar löngu fyrr, og forn- ar bæjarrústir til sannindamerkis. Mjög var sá bær aískekktur, því hann liggur inni á miðri Reykjaheiði og það- an var talið jafnlangt á fjórar höfuð- kirkjur; Reykjahlíð, Grenjaðarstað, Húsavík og Garð í Kelduhverfi. Var talinn 6 klukkutíma gangur frá Þeista- reykjum að hverri þessara kirkna. Skemmst var til byggða í norðanverðu Reykjahverfi og mun Heiðarbót vera næsti bær við Þeistareyki og talinn 4 klukkustunda gangur í milli. Um vorið þegar komið var að Þeista- reykjum, var tekið til við að koma upp húsum yfir fólkið. Hefur það líklega gengið sæmilega fljótt, því að- Sigurður var þaulvanur veggjahleðslu og auk þess smiður bæði á tré og járn. Hýsa- kynnin hafa þó verið lítil og lágreist, því trjáviðarkaup varð að spara sem mest, en þó þurfti að vera dálítið hús- rými. • . Sjö voru í heimili. Heimilisfólkið var: Hjónin Sigurður og Sólveig Grímsdótt- ir og börn þeirra þrjú, það elzta 9 ára þegar flutzt var að Þeistareykjum. Auk þeirra voru þar svo Sigurbjörg Páls- dóttir frá Brúnagerði, föðursystir Sig- urðar, og sonur hennar, Jón Kristjáns- son, seinna bóndi í Hriflu, þá unglingur. Bæjargerðinni mun hafa verið lokið að mestu, þegar að slætti kom. Líklega hafa einhverjir kunningjar Sigurðai' rétt honum hjálparhönd við að koma upp bænum. Heyskapur gekk vel og munu nóg hey hafa verið um haustið. Eftir hey- skapinn varð svo að koma upp skýli yfir fénaðinn. Hellisskúta fundu þeir, ekki langt frá bæ, hlóðu fyrir hann, byggðu að og hýstu þar ærnar fyrsta veturinn að minnsta kosti. Ekki var hjörðin stór; ærnar voru tuttugu, ein kýr og kálfur og líklega 2 hross. Af því að vel hafði heyjazt um sumarið, var hugur í Sigurði að fjölga fénu og lógaði hann fáu um haustið. Urðu þess vegna matarbirgðir á heimilinu í minnsta lagi fyrir veturinn. Skömmu eftir veturnætur fól hann Jóni frænda sínum að annast heimilið og lagði af stað til Húsavíkur til þess að útvega einhver matarföng. Fór hann gangandi og hugðist bera á bakinu það, sem honum kynni að áskotnast. í þá daga var það ekki óvenjulegt, að menn bæru á bakinu vætt eða meira, oft lang- ar leiðir. Þegar til Húsavíkur kom, stóð svo á, að nýkomin var inn á fiskimið Húsvik- inga ganga af stórri og feitri ýsu. Var þá hver fleyta, sem sjófær gat talizt, sett fram og mönnuð og róið til ýsu- dráttar með handfæri. Eitthvað af að- komumönnum mun hafa þurft að fá til þess að hafa áhöfn á fleyturnar. Fékk Sigurður sér þá skiprúm og réri um hríð til ýsudráttar. Hirti hann þlut sinn einn að kveldi, spyrti ýsuna og hengdi hana upp í hjall. Eftir hálfan mánuð spilltist veður svo, að ekki var sjófært. Sigurði þótti þá tími til kom- inn að vitja um heimilið, fékk lánaðan sleða og hlóð á hann 250 pundum af spyrtri ýsu, lagði þar ofaná nokkrar ný- veiddar ýsur og eitthvað smávegis úr verzlun. Afgangnum af aflanum kom hann í geymslu. Lagði hann af stað snemma dags og hélt, sem leið liggur, fi'am Reykjahverfi og hefur líklega lagt á heiðina frá Heið- arbót. Hugðist hann fara skemmstu leið yfir Jónsnípuskarð, sem er norðan til í Lambafjöllum, Veðri var svo farið, að um morguninn var norðan strekk- ingur og hríðarhraglandi. Herti storm- inn og jók snjókomuna, þegar fram á daginn kom. Þegar Sigurður kom upp á Jónsnípu- skarð, var brostin á fannburðarstórhríð og hlóð niður snjó svo að sleðinn lá á kafi og hætti að þokast þó Sigurður streittist við. Skildi hann þá við sleð- ann með signu ýsunni, en lagði nýju ýsurnar og búðarvarninginn á bak sér og hélt áfram ferðinni. Náði hann heim heill á húfi síðla dags. Gerði nú hinn versta hríðarham og fengu Þeistareykja piltar ekki fært veður til að vitja um sleðann fyrr en eftir þrjár vikur. Fundu þeir hann þá með sömu ummerkjum og við hann var skilið og höfðu hvorki tófur né mýs grandað ýsunni. Á Þeistareykjum er sumarfagurt og sólskin hlýtt, þegar vel viðrar og sunn- anátt ríkir. Aftur á móti er norðanátt- in þokusæl því að þá leggur þoku inn af Axarfirði inn yfir heiðarnar. Snjó- þungt er á vetrum, en snjó leysir frem- um snemma, einkum í grennd við bæj- arstæðið. Þar er víða ylur í jörð, sem veldur því að leysingar verða tiltölu- lega örar og gróður lifnar fyrr en í köldum jarðvegi. Vegna snjóþyngsl- anna er oft lítið um útbeit á Þeista- reykjum, þegar kemur fram á veturinn, Þá er þrautabeit í Bæjarfjalli. Þar eru brattar hlíðar með gróðurrindum, sem teygja sig hátt upp eftir fjallinu. Þar blæs burtu snjó í hvassviðrum svo að þar nær fé til jarðar þó að hagbann sé niðri á flatlendinu. Á blettum þar sem jai'ðhitinn er mestur bræðir oft snjó svo til jarðar næst þó snjór sé í kring, en þeir blettir eru ekki víðáttumiklir og hættusamt þykir þar. Slægjulönd eru allmikil og góð á

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.