Dagur - 22.12.1965, Síða 30

Dagur - 22.12.1965, Síða 30
30 J ÓL A BLAÐ DAGS inn snemma morguninn eftir. En að morgni var veðrið sýnu verra og var þá ekki tali'ð fært milli bæja í Mývatns- sveit. Þá bjó á Grímsstöðum Hálfdán Jóa- kimsson faðir Jakobs Hálfdánssonar. Skömmu fyrir hádegi var barið að dyrum á Grímsstöðum. Þar var kominn Sigurður á Þeistareykjum og var á heimleið með 70 pund af signum silungi á bakinu. Gerði hann Hálfdáni orð að finna sig fram í bæjardyr, því hann átti eitthvert erindi við hann, en kveðst ekki vilja ganga í bæinn því hann myndi þá bræða á sér snjó. Hálfdán gekk fram og lýsti Sigurður erindi sínu við hann. Hálfdán bað hann klæða sig úr snjófötum og ganga til baðstofu, „því að ég sleppi engum frá mínum bæ í þvílíku veðri.“ Sigurður svarar: „Þú getur þá reynt að láta binda mig, en óbundinn mun ég fara eins og ég hefi ætlað mér og ekki læt ég veður hamla mér.“ Ekki lagði Hálfdán í að reyna að láta binda hann og hvarf hann út í hríðina. Veðrið hélzt óbreytt um daginn, en undir kvöldið náði Sigurður óskaddað- ur heim að Þeistareykjum með silungs- bagga sinn. Hafði hann þá verið 7 klukkutíma frá Grímsstöðum og átti beint móti veðri að sækja mestalla eða alla leiðina. Mjög var gestkvæmt á Þeistarekjum á sumum árstímum. Á vorin var geldfé rekið í landið, oft snemma, og seinna þurfti svo að smala því saman og rýja þegar tími var til þess kominn og k®mu bæði rekstrarmenn og rúningsmenn við heima á bænum, einkum þó rúnings- menn því Sigurður mun hafa haft við þá félagsskap um smölun til þess áð, ná sínu geldfé til runings. Mun' þá lutfa vérið smálað heim !áð‘ Þéistáijey^jum þegár göngur hófilst áð haustinu og várð' ’þar . mannaferð mikii! ''Þrennáý gön^trf vofu gengnár'ög' vaf falið'full- skiþáð' í láiidið í fyrstu‘gÖngum eí-' þar vorii 25—26 ’gangnámenn méðán aílt landið var gengið í einu lagi. Ollu fénu var safnað að Þeistareykjum og komu menn þar saman og höfðu lokið göngu venjulega í rökkurbyrjun. Þar skiptust menn á að vaka og gæta fjárins um nóttina, en um morguninn, þegar fór að birta, var safnið rekið af stað áleiðis til byggða. í öðrum og þriðju göngum voru mun færri menn, en smölun líkt hagað og í fyrstu göngum. Svo tóku stundum við éftirleitir. Allir þessir gangnamenn höfðu athvarf og aðhlynningu á Þeista- reykjum, minni eða meiri eftir því sem viðraði og víst hefur vei’ið mikill mun- ur fyrir gangnamenn að koma þarna að byggðu bóli þó að lágreist og rúmlítið væri, að lokinni daglangri smölun, stundum í hríðum og hrakviðri. Þegar göngum og fjárrekstrum var lokið, hafa fáir átt erindi að Þeista- reykjum, og hefur mátt til tíðinda telja, ef gest bar þar að garði, fyrr en farið var að reka geldfé til afréttar næsta vor. Stundum var víst dálítið sukksamt í göngum í þá tíð. Þá var talið sjálfsagt, að hver maður hefði með sér brenni- vínspyttlu til að hressa sig á í göngun- um og mun stundum hafa verið ríf- lega til tekið, svo að fyrir gat komið að það ylli röskun á göngunni. Sigurður var gangnaforingi í Þeista- reykjalandi öll árin, sem hann var þar, en líklega hefur hann ekki verið við rekstur á fénu niður til byggða. Venja var, að þeir sem áttu að smala Þeistareykjaland, skyldu mætast við Sæluhússmúla snemma að morgni gangnadags og áttu þeir að vera mætt- ir þar um það bil, sem sauðljóst var orðið. Þar áttu einnig að koma sam- tímis þeir menn, sem smöluðu vestari hluta af löndum Keldhverfinga norð- ur frá Þeistareykjalandi. Þar var mönn- um raðað í leitir. Svo er sagt, að eitthvert haustið komi Dalamenn og Keldhverfingar saman við Sæluhússmúla að morgni gangnadags samkvæmt venju. Fox'ingi Keldhverf- inga hét Jón og bjó á Fjöllum. Hann var næsti nágranni Sigurðar í þá átt og voru þeir góðkunningjai'. Þegar flokk- arnir mættust, þótti Jóni Sigúrður vera Vel liðaður og fór fram á að hann lán- áði sér nokkra merm til að smala norð- úr til Kelduhverfis. Ekki taldi Sigui'ð- ur sig hafa heimild til að senda menn í aðrar göngur en þaár, sem fjallskila- stjóri hafði fyrirskipað auk þess, að sitt lið myndi ekki of margt þegar í smölun væri komið. Þegar Sigurður færðist undan, gekk Jón því fastar að og heimt- aði mennina. Þjörkuðu þeir um þetta nokkra stund. Báðir voru eitthvað hreyfir af víni. Jón sat á hestbaki, en Sigurður stóð hjá honum og hélt í tauminn á hrossi sínu. Orðaskipti þeirra lauk með því, að Jón í'eiddi upp svipu sína og lamdi Sigurð vænt högg og þeýsti síðan norður götu. Þegar Sigurður fékk höggið og sá viðbragð Jóns, varð honum fyrst fyrir að hann stökk á bak hrossi sínu og þeysti á eftir. Sigurður var á skjóttri hryssu, sem hann átti. Var hún mesta oi’ku og dugn- aðarhi’oss, en var svo geðvond og klækjótt, að fáum þótti fært að fást við hana. Fljótlega dró saman, en Skjóna komst ekki fram með hesti Jóns því að gatan var þröng. Eftir nokkra stund <' komu þeir þar, sem krókur var á göt- unni. Kippti Sigurður þá Skjónu upp úr götunni og tók af sér ki’ókinn. Reið hann á hliðina á hesti Jóns svo hastar- lega, að bæði maðurinn og hestui’inn veltust út i mó. Hljóp Sigui'ður þá af baki og til Jóns, tók af honum svipuna og hélt síðan aftur til manna sinna. Jón hélt þá einnig til sinna manna. Skipuðu þeir mönnum sínum í leitir að venju og gerðist ekki fleira frásagnai-vert þann dag. Annan dag eftir var réttað í Hrauns- rétt. Þangað fór Sigurður og hafði með sér svipu Jóns. Þar hitti hann son Jóns, fékk honum svipuna og bað hann að koma henni til skila með kveðju og þökk fyrir lánið. Ekki voru svona smá- brösur erfðar og voru þeir góðkunn- ingjar eftir sem áður. í þá daga var kornmatur sá, er í verzlunum fékkst, aðallega rúgur og bygg, hvorttveggja ómalað. Þá varð að mala kornið heima á heimilunum. Var það malað í handsnúnum steinkvörn- um. Á mannmöi’gum heimilum þurfti mikið að mala og þar varð óhjákvæmi- lega að vei-a til kvörn. Aftur á móti gátu minni heimili vel komist af með að skjótast til nágrannabæjar til að mala þegar með þu'rfti, ef ekki var því lengra milli bæjá. Þegar Sigurður flutti í Þeistareyki, ótti hann enga kvörn. Þá var óþægilégt pg tímafrekt að þurfa fram í Mývatnssveit, eða niður í Reykjahvérfi með koi'nið til mölunar. Líklega hefur það verið fyrsta sum- ( arið, að' hann fann einhvernsstaðar í Þeistai’eykjahi’aunum hellugrjót, sem hann áleit nothæft í kvarnarstein. Flutti hann eitthvað af þessum hellum heim til bæjar og þegar vetraði, tók hann að höggva til steina í kvörn handa sér og setti upp kvamarstokk. Þessi kvöi’n í-eyndist vel og átti Sigui’ður hana allt þangað til hans búskap lauk. Um þær mundir fór kornvara að flytj- ast möluð og var þá ekki hirt um að halda kvörninni við ■ og mun hún að

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.