Dagur - 22.12.1965, Blaðsíða 31

Dagur - 22.12.1965, Blaðsíða 31
31 JÓLABLAÐDAGS lokum hafa eyðilagzt og glatazt. Man ég vel, eftir kvörninni og malaði stund- um í henni eftir a?i ég óx svo, að ég náði til að snúa henni. Var talsvert gert að því að senda unglinga að nágrannabæj- um með kórnlúkur til að „snúa í sund- ur“ í kvörninni. Hún var fremur lítil og létt og auðveldari fyrir þá, sem frem- ur kraftlitlir voru. Heppilegt grjót í kornkvarnir var torfengið og var alltaf skortur á því. Varð það til þess að ýms- ir, sem sáu kvörn Sigurðar báðu hann um kvarnarsteina. Mun hann hafa höggvið til steina í nokkrar kvarnir árin sem hann var á Þeistareykjum. Stundaði hann það þegar hann var héima á vetrum og ekki kölluðu önn- Úr störf að. Hafði hann af því einhverja átvinnu. Svo er frá sagt, að einhvern tíma meðan Sigurður bjó á Þeistareykjum, fór hann ríðandi til Húsavíkur að vor- lagi. Fór hann um í Skörðum í Reykja- hverfi og ætlaði að hafa þar tal af mönnum. En þegar heim að bænum kom, varð hann þess var að enginn var heima. Litaðist hann um og sá þá dreng- snáða við fjárhús einhversstaðar út á túni. Þangað fór Sigurður og hitti drenginn háskælandi og svo yfirkom- inn af skelfingu og ekka, að hann gat ekki gei't sig skiljanlegan. Sigurður tal- aði við hann um stund og reyndi að róa hann. Ilonum tókst fljótlega að komast að því, að enginn var heima á bænum nema drengurinn og einn vinnumaður. Höfðu þeir átt að gera við bilaðan vegg á djúpri heytóft við fjái'húsið. En svo slysalega tókst til, að veggurinn hrundi yfir vinnumanninn. Lá hann þar á kafi í rofbingnum. Varð þá drengsnáðinn trylltur af ótta og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Þegar Sig- urður frétti þetta, snarast hann niður í tóftina og fór að rífa til í rofbingnum. Er það hald þeirra, sem til þekktu, að þá hafi handtökin verið hröð. Innan lítillar stundar náði hann til vinnumannsins, dró hann undan rofinu og kom honum út úr tóftinni. Var vinnumaðurinn algjörlega meðvitund- arlaus og sóust á honum lítil eða engin lífsmörk. Stumraði Sigurður yfir hon- um æði lengi unz greinileg lífsmerki fóru að sjást. Bar hann þá vinnumann- inn heim til bæjar og kom honum í í'úmið með aðstoð drengsins. Sat hann siðan yfir honum þangað til heimafólk kom. Þá var vinnumaðurinn kominn til fullrar meðvitundar og allvel hress eftir atvikum. Ég hef séð því haldið fram á prenti, að búskapur á Þeistareykjum hafi lagzt svo fljótt niður aftur vegna þess, að jörðin hafi ekkj þolað búskapinn. Það held ég að sé ekki rétt. Landið er svo víðáttumikið, að þess hefur lítið gætt þótt þessi litli bústofn væri þar vetur og sumar. Það hefur verið einangrunin, fjarlægðin fró mannabyggðum, sem hef- ur gert byggð þar ófýsilega til lang- frama. Það sögðu mér börn Sigurðar, sem með honum voru á Þeistareykjum, að í raun og veru hefðu foreldrar þeirra hvergi unað sér jafn vel og þar. Hitt er rétt, að órin, sem búið var á Þeistareykjum, var landið að blása upp, einkum suðvestan til og var sá upp- blástur byrjaður löngu áður og hefur haldið áfram síðan þangað til fyrif skömmu, að foksvæðið var girt af og farið að gera ráðstafanir til þess að hefta sandfokið. En þessi uppblástur hefur aldrei náð heim i grennd við bæ- inn eða á þau svæði, þar sem voru aðal búfjárhagar jarðarinnar. Það sagði fað- ir minn mér til dæmis um sandfokið, að fyrsta sumarið, sem hann bjó á Þeistareykjum, fann hann graslág eina alldjúpa einhversstaðai' langt suðvestur í landinu skammt frá uppblásturssvæð- inu. Lág þessi var grösug, að vísu var þar mikil sina. Hann sló lágina og fékk úr henni tuttugu bagga og bar upp í hey. Það hey seldi hann Hálfdóni á Grímsstöðum, sem lagði það með hesti, er Sigurður tók af honum til .hirðingar úm veturinn. Heyið fyrnti hann um vorið. Annað sumar var lágin sinulaus og þá fengust úr henni átta baggar. Þriðja sumai'ið hafði borizt í hana sand- ur og var hún því ekki sláandi. Nokkr- uni árum seinna átti Sigurður, þarna leið um og svipaðist eftir láginni, en þá var hún horfin undir sandskaflinn. Sigurður Guðmundsson bjó á Þeista- reykjum í þrjú ár. Vorið 1871 hafði hann ábúðarskipti við Gísla Gíslason, sem búið hafði á Auðnum í Laxárdal. Sá Gísli var sonur Skarða-Gísla, og var oft auknefndur Stóri-Gísli. Hann bjó tvö ár á Þeistareykjum, til vorsins 1873. Þá féll aftur niður byggð á Þeista- reykjum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.