Dagur - 22.12.1965, Side 34

Dagur - 22.12.1965, Side 34
34 til norðausturs og fuglárnir bíandi og húrrandi á eftir henni unz allt þagnar, Já, mikill fjandi, hefði ég verið í hraunbrúninni myndi hún ekki hafa sloppið svona vel. Þessu næst færi ég mig til grens- ins, en er ég nálgast, sting ég við 'fótum. Hvaða hljóð eru þetta, sem 'ég lieyri, þetta eru urgandi rokur, sem enda í óskiljanlegu uppgjafar- púi. Þetta endurtekur sig í sífellu. Loksins kviknar á perunni og ég greikka sporið. Þegar ég kem að byrginu gefur mér á að líta, situr ekki félagi minn þá flötum bein- um, en bakið hallast að veggnum. Byssuskeftið stóð á jörð milli fóta hans, og hlaupið upp með hálsi, en höfuðið slútti ískyggilega, því það hafði farið fyrir honum eins og lærisveinunum forðum þegar þeir áttu að biðja og vaka, og hér bætt- ust við hinar ruddalegustu hrotur, enda var ekki laust við að mér yrði skapfátt. Stjakaði ég nú heldur óþyrmilega við honum með byssu- hlaupi mínu, en ég segi það satt, ég mátti gæta ýtrustu stillingar að skella ekki upp úr, þegar ungmenn ið hentist á fætur, þreif um byssu- hlaup mitt og vísaði því til himins, en starði á mig með samblandi af ótta og reiði í augurn. Ég bað hann afsökunar á að vekja hann svo hast- arlega, en hann yrði að minnast þess, aíð ég hefði sagt hontím að hann niætti ekki sofna og nú legði ég enn meiri áherzlu á þ;ið, að hann sofnaði ekki fyrr en óg kæmi íaftttr, því nú hugsi ég mér að fara í leið- angur og inyndi ég ekki koma aftur fyrr en með morgninum, hann yrði áð vera vel á verði og ætla byssunni :ékki of langt færi, skjóta ekki nerna vera 100% viss, því oftast væri allt í lagi svo lengi sem ekki væru skot- in icilskot. Legg ég nú af stað í suð- vesturátt, eða í öfuga átt við það, sem tófan fór, og geng þannig í 20 mínútur, en þá verðttr fyrir mér lægðardrag, sem liggur til suðurs. Eftir draginu held ég nokkra stund og er þá kominn að hrauntung- unni, sem ég minntist fyrr á að væri handan við breiðu lautina suð- austur af greninu. Nú læðist ég meðfram syðri brún hraunsins þar til ég áætla að vera kominn í vind- stöðu af greninú, og nú þverbeygi ég inn í hraunið í átt til grensins. Áður en ég fer af stað inn í hraun- ið hlusta ég vandlega hvort ég heyri nokkuð í mófuglum, en allt er kyrrt og hljótt, veðrið hlýtt og gott, aðeins gola frá norðvestri. Þarna voru djúpir skorningar og hraun- trjónur og mjög gott að dyljast, enda föt mín mjög lík jörðinni. Oft stanzaði ég á leið minni yfir hraun- ið, svipaðist um og hlustaði, en varð einskis var fyrr en ég nálgast nyrðri kantinn, þá tóku tvær lóur til að „bía“ i ákafa, en brátt var ég full- viss að þær væru að nöldra útaf nærveru rninni. Settist ég svo um kyrrt í hraunkantinum beint í vindstöðu frá greninu, eða mjög nálægt því, sem tófan hafði stað- næmst fyrr um kvöldið, þótti mér nú, sem ég hefði leyst hlutverk mitt vel af hendi, þessa brellu myndi tæfa varla varast og hlaupa granda- laus fyrir byssu míira, var ég því hinn vonbezti, og er ég leit á klukk- una, var hún rúmlega tvö. Lóurnar, sem „bíuðu" að mér voru þagnaðar. Onnur kom samt öðru hverju, tyllti sér skammt frá mér, athugaði mig. gaumgæfilega, ávarpaði mig úteð nokkrum hæg- lætislegum ,f,bíum“/ en llaug svo í burtú.iþegár hún ísá. að ég hreyfði mig ekki neift. Mér þótti v'ænt um að hafa þessa árvöku verði í ná- lægð, því engin hætta var á því, að þeir yrðn ekki varir við lágfótu ef hún nálgaðist. Leið nú og beið, klukkan varð 3 og hún var hálf fjögur, en ekkert bar til tíðinda. Sólin bjarmaði yfir fjöllin handan við Faxaflóann, en vindstaða var óbreytt og óttaðist ég mest, ef tæfa JÓLABLAÐ DAGS kæmi nú meðfram hrauninu, að ég þyrfti að skjóta undir sól. En rétt sem ég er í þessum hugleiðingum þjóta lóurnar tvær frarn hjá mér eins og snæljós og fljúga til norð- austurs. Ég renni augum eftir stefnu þeirra og sé hvar maddaman kerntir og fer geyst. Hún er skammt frá hraunkantinum, en þó vel á bersvæði frá mér að sjá, en í ca. 150—180 faðma fjárlægð, Þetta ætl- ar að verða bærilegt. Ég munda byssuna og er alveg prýðilega únd- irbúinn, — en skrattinn hirði hana nú. Allt í einu spannar hún út und- ir miðja laut og strunsar svo á ská upp hlíðina hinu inegin, unz hún er komin uppundir brún og í vind- stöðu, þar stanzar hún og viðrar í goluna. Ég var sem lamaður af von- brigðum. Hefur helv. .. . flagðið sagnaranda? Eða er hún ódrepandi? Nú hefði hún verið fáeina faðma frá mér hefði ég legið þar senr ég var fyrr um kvöldið. Bara að félagi minn álpaðist nú fram á brúnina, þvert ofan í skipanir mínar, þá var ugglaust áð dýrið ntyndi hlatipa undan vindi frá honum til mfn, en bíðum við, mér flýgur í hug tilfelli nokkrum árum áður, sem kom mér á þá skoðun, að tófa, sem skotið er á um bjartan dag, viti ekki hvaðan skotið er ef hún hefur ekki hug- mynd um manninn, sem skaut. Aftur á nróti viti hún af manni í vindstöðu ályktar hún að hvellut- inn konri lrá hotrum og taki þá sprettinn undan vindi. Þetta var að vísu hrottaleg áhætta, en ein- hvern djöfulinn varð ég að gera og það strax, því að nálgast hana var nrér ómögulegt. Ég lyfti byssunni og þegar hún snéri frá mér og viðr- aði í vindinn hleypti ég af vægast sagt út í loftið. Ég stóð á öndinni, en vafinn var skanrmur. Við hvell- inn hentist hún í lráaloft og til Irlið- ar, stökk svo nokkra faðnra í öfuga átt, rétti sig svo af eftir vindstöð- unni og geystist svo á æðispretti

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.