Dagur - 22.12.1965, Page 46
46
r
JÓLABLAÐ DAGS
I
Jónas í
SKÁLDIÐ Jónas Hallgrímsson er
flestum íslendingum að góðu kunn
ur. Hitt vita færri að Jónas var
náttúrufræðingur.
Jónas ferðaðist víða um land til
að kynna sér náttúru þess; > enda
liafði hann áformað að 'skrifa alls-
hérjarlýsingu á því. Af þessu verki
iirðu þó aldrei til nema fáein brot,
en af þeim brotum má sjá, að Is-
landslýsingin átti að verða stórverk.
Nokkrar dagbækur og ferðalýs-
ingar eru einnig til frá hendi ]ón-
asar, og hefur það a!lt verið prent-
að í ritsafni lians.
Vorið 1839 tók Jónasj, sér ferð á
hendur frá Kaupmannahöfn til Ak-
ureyrar, í því skyni fyrst og fremst
að kanna brennisteinsnámurnar við
Mývatn. Einnig ferðaðist hann
nokkuð um byggðir Eyjafjarðar og
dvaldist meðal annars á æskustöðv-
um sínum í Öxnadal.
Þann 23. júní þetta.ár, fer hann
fjrá Akureyri inn að Hrafnagili, en,
þar býr þá Hallgrímur; Thorlaciuj
prófastur. Á Hrafnagili hittir Jón-
as cinnig Steíán Eliorarensen óðals,!,
bónda á Espihóli, sem einnig er
e'igandi jarðarinnar Úlfár, ,sepr,
liggur fremst í Eyjafjarðardal.
Það hafði lengi verið skoðun
manna, að á Úlfá fyndist surtar-
brandur eða steinkol, enda getur
Eggert Ólafsson þess í ferðabók
sinni. Biður Stefán nú Jónas fyrir
alla muni, að athuga kolin ef ske
kynni að hafa rnætti af þeim ein-
hver not. Jónas fellst á þetta' og
verður það að lyktum, að þeirmæla .
■« • i f ■-1 : i
kolaleit
sér mót í Saurbæ þann 26. júní, en
þaðan skyldi farið að Úlfá í surtar-
brandsleit.
Samdægurs heldur svo Jónas
áfram ferðinni í Saurbæ, og er þá
í fylgd með honum Einar prestur
Thorlaeius. Næsta dag fer Jónas
svo að liitta bróður sinn Þorstein,
sem bjó að Hvassafelli, og síðan
aftur í Saurbæ.
Að ntorgni hinn umtalaða dag
(26. júní), kemur svo Stefán að
Saurbæ, og síðan leggja þeir upp
þaðan þrír, Jónas, Stefán og séra
Einar. í leiðinni koma þeir í Jór-
unnarstaði og taka með sér Pál
bónda þar, sem einnig sá um
graftól ef með þyrfti.
Segir nú ekki af ferðum þeirra
félaga fyrr en þeir koma í Leyn-
ingshóla, en þar skoðar Jónas svo-
nefnt Völvuleiði, og lýsir grafskrift
er þar fannst á steini. Því næst
halda þeir áfram að Úlfá, sem þar
er ..skaijimt fyrir innan. Segir .svo
orðrptt , í ,dagbókinni: Frá Völvu-
leíði héldmp :YÍð fcrð vorri áfram
að ,ýlífí, og' komum þar um kl. 3
síðdegis. þgr þepgum við leiðsögu-
mapp, synt, skylcii vísa okkur á stað-
inn, þar sem meint var að steinkol-
in fyndust. Leiðsögumaðurinn
fylgdi okkur alllangt inn í dalinn,
að djúpu gili í fjallinu; er lítill læk-
ur fellur um. Með erfiðismunum
og ekki án áhættu, klifruðum við
upp eftir gili þessu, en í norður-
barmi þess, ofan við klettastapa
nokkurn, sem kallast Nónhnjúkur,
áttu kolin að vera. Loksins kom-
umst við svo á staðinn, og hvað
fann ég svo þarna fyrir alla fyrir-
höfnina? Um það bil einnar álnar
þykkt lag, af svörtu glerkenndu
efni, sem ég álít vera leirlag um-
breytt af varma, — einskonar postu-
línsjaspis, en ofan á því hvílir mjög
þykkt lag af rauðleitri, hellu-
kenndri og mjög harðri bergteg-
und, sem líkist í brotsári stallabergi
eða basalti. Enda þótt lag þetta
liggi lárétt, eru þó einstakir hlutar
þess augljóslega misgengnir. Ég
hef enn ekki rannsakað nógu
marga staði til að geta sagt nieð
vissu um þessa myndun. Að öðru
leyti má geta þess, að umhverfið
hér hefúr yfirleitt einkenni stalla-
bergsins.
Ég varð sárreiður yfir þessari
niðurstöðu, og fór nú að spyrjast
fyrir um það hvort ekki fyndist
a. m. k. surtarbrandur einhvers-
staðar í nágrenninu, en því þver-
neituðu samferðamenn mínir, en
fullyrtu aftur á móti að þetta svarta
efni væri einmitt það sem menn
hefðu jafnan álitið.vera eins konar
steinkol. Samt komst ég að því, við
þetta tækifæri, að á áðurnefndum
Torfufellsdal myndi hafa fundizt
surtarbrandur, og fékk einnig
ábendingu um mann, sem myndi
vera finnandinn. ,
Ég ákvað því að komast þangað,
, jtil ,að ta]a yið mánninn, og fara
síðan, ef hann gæff.mér einhverja
von, upp í Tjorfufellsdalinn, og vita
hvort ég yrði ekki heppnari í það
sinnið. , j
,r,, ,]Ég. fóir því í bf|kaleiðinni upp ]
Villingadal, þar sem ég hitti hinn
umtalaða mann, bóndann þar á
staðnum.
Hjá bóndanum fregnaði ég, að
hann hefði að vísu fundið nokkur
laus stykki af því, sem hann hélt
vera surtarbrand, hátt uppi í aust-
urhlíð dalsins, en hvorki hefði
hann tekið af því sýnishorn né gæti
hann munað með vissu eftir fundar