Dagur - 18.12.1981, Page 6

Dagur - 18.12.1981, Page 6
KRÓNURÆÐA CAMANIÐ BÚIÐ Helga hét kona Jónsdóttir Árna- sonar í Hleiðargarði. Var Jón sá bróðir Jóhannesar í Grenivík á Látraströnd, er hin mikla Grenivík- urœtt er frá komin. Helgi giftist Einari syni Árna hins sterka á Æsustöðum. Varð hún öldruð, og dó i Hleiðargarði 12. sept. 1878, þá 89' ára að aldri. Helga var mjög biluð að heilsu síðustu árin, sem hún lifði, og lá i kör. Hún varð févana, og fór á Saurbcejarhrepp. Voru gefnir með henni úr sveitarsjóði 360 fiskar, en auk þess greiddi Sigurður tengda- sonur hennar 80 fiska, og þótti þetta meðlag þá mjög hátt. Þegar Helga andaðist varð það hlutskipti Jóns bónda Jónssonar á Hrisum, sem þá var í hreppsnefnd Saurbœjarhrepps, að tilkynna við- komandi sóknarpresti, sem þá var séra Jón A ustmann, síðar prestur að Stöð í Stöðvarfirði, dauðsfallið. Jón á Hrísum var sonur séra Jóns í Öxnafelli og bróðir Magnúsar gullsmiðs, sem margir A kureyringar munu kannast við. Hafði verið nokkuð fátt á milli þeirra nafnanna út af einhverjum sveitarmálum, en þó tók Jón á Hrísum sér ferð á Sigluvíkur-Sveinn, sem eitt sinn átti heima á Kjarna og var stundum kenndur við þann bæ, kvað eftir- farandi vísu um Sigurð nokkurn Kristjánsson, sem einnig var hag- orður og þótti nokkuð níðyrtur í kveðskap, þegar því var að skipta: Nef ber strýlu náfölur, napurt vítir meðbræður, hendur að finna prest. Er hann kom að Saurbce gerði hann boð fyrir klerk, og kom hann þegar til dyra, og var þá hinn hýrasti. Er þeir hafa heilsast segir prestur: „Þú ert nýr gestur nafni og vertu velkominn, og gjörðu nú svo vel að koma í bœinn. “ „Ekki cetla ég að tefja, “ segir Jón á Hrísum. „En ég kom til að tilkynna þér dauðsfall hér í sveitinni.“ „Jœja, “ segir prestur og er nú hinn mildasti í máli. „Hver er nú dáin. “ Sögðu gárungar sveitarinnar, að svo talaði prestur blíðlega, ef ske kynni, að einhver af hinu betra fólki sveit- arinnar, sem svo var talið, hafði lát- izt, en prestur var af mörgum talinn tvöfaldur og hálfgerður hrcesnari. „Helga gamla í Hleiðargarði er dá- in,“ segir Jón á Hrísum. „Ja, þú segir góðar fréttir nafni. “ Og lifnaði nú mikiðyfir honum. „Það var goti að sú bölvuð kerling drapst. Ég lœt hann Guðmund hérna klambra saman kistu utan um skrokkskratt- ann og svo held ég krónu rceðu yfir henni, og komdu inn nafni. “ En Jón á Hrísum vildi ekki koma inn. Hann kvaddi prest í skyndi og hdt heimleiðis. (Handrit Hannesarí Hleiðargarði). innföll skrítin oft hefur einn frá Grýtu Sigurður. Sigurður svaraði með þessari stöku um Svein: Kjarna-Sveinn illhvataður, hvergi hreinn, lúsataður, 1 hrygg óbeinn, marghataður, hórdóm einn í rataður. Á árum áður létu selstöðuverzlan- imar í innbcenum hér á Akureyri, slátrun á haustin fara fram á möl- inni fyrir framan verzlunarhúsin. Var þar stundum allsukksamt í vondum veðrum, og þrifnaður oft ekki sem ákjósanlegastur. Var þar oft mikið „at“, eins og fólkið kallar það nú, þegar mikið annríki er, og troðningur. Kom það þá stundum fyrir, að karlarnir, sem oft voru dá- lítið „hívaðir“, hjuggu strandhögg hvor hjá öðrum, og gripu hnífa, brýni o.fL, er þeim lá á í svipinn, og var vanalega ekki um slíkt fehgist. Karl einn sem bjó uppi í Krcekl- ingahlíð, var vanur að hjálpa til, bœði fyrir einstaklinga og verzlan- imar sjálfar, ef á þurfti að halda. Hafði hann þann starfa að jafnaði, að skera féð, og fannst það embœtti hið virðulegasta, og var drjúgur af. Var það siður hans, að þegar hann hafði skorið á háls kindarinnar, brá hann skurðhnífnum upp í sig, og runnu þá oft blóðlcekir niður úr munnvikjum hans, en það lét hann ekki á sig fá. Er hann var spurður að þvi, hvers vegna hann gerði þetta, svaraði karl því til, að ekki gripu hinir hnífinn, á meðan hann vceri milli tanna hans. En svo breyttist slátrunaraðferðin, og helgrímurnar komu til sögunnar, og farið var stundum að skjóta féð. Þetta þóttu honum hin verstu tíð- indi, og var dapur í bragði. Sagði hann að nú vceri allt gamanið búið við slátrunina, því að skepnurnar sprikluðu svo lítið, þegar skorin vœru höfuðin af þeim. Um þessar mundir var Steincke verzlunarstjóri við Gudmandsverzl- uninaáAkureyri. Hann var danskur tnaður, og gekk illa að tala íslenzk- una, þó hann reyndi það oft. Þeir karl og hann voru vel kunnugir, enda mun hann hafa unnið stundum hjá honum. Eitt sinn kom karl með nokkra kjötskrokka að heiman, og lagði þá inn í reikning sinn. Kaup- maður var viðstaddur er þeir voru vigtaðir, og leit á þá. Þótti honum þeir ekki sem þriflegastir, og snýr sér því að karli og segir: „Dú má ekki koma með sort kjöd kallin mín.“ Karl var fljótur til svars, og var hinn reiðasti. „Þetta er helvítis lýgi,“ segir hann. „Ég hefi aldrei látið þá ofan í súr og geturðu slett tungunni á þá ef þú vilt. “ Ef ekki er þess getið, að kaupmaður hafi fylgt þeirri ráð- leggingu. (Handrit Hannesar frá Hleiðar- garði). Sigluvíkur-Syeinn M SNÆRH) HRUTSHAU SINN Jón hét maður, og bjó á Björk í Sölvadal í Eyjafirði. Hann og kona hans komust í hið svonefnda Bjarkar tilberamál, sem víðfrægt varð. Kona Jóns var kærð fyrir sýslumanni fyrir að hafa tilbera og létsýslumaðurskoða hana allsbera. Jón á Björk var svo mikið helj- armenni, að enginn vissi afl hans, en var þá tekinn fast að eldast, er sá atburður gerðist, er nú skal greina. Um þessar mundir átti heima á Ánastöðum, sem er framar í daln- um en Björk, Árni Jónsson, sem kallaður var sterki. Er skráður þáttur af honum og prentaður í þjóðfræðaritinu „Gríma.“ Má þar sjá hve afrenndur hann var að afli og karlmennsku. Hann bjó síðar á Æsustöðum í Eyjafirði í mörg ár. Var það þá eitt sinn, að Árni brá sér til Ákureyrar. Hafði hann með sér einn hest undir reiðingi með ýmsu dóti á. Þegar kom út hjá Björk bilaði eitthvað á reiðings- hestinum, svo hann sá nauðsyn á því að fá sér bandspotta til að laga það. Hann fór því heim þar, og hitti Jón bónda á hlaði úti. Sagði Árni honum vandræði sín, og bað hann að lána sér einhvern spotta. Tók Jón því vel, og gekk þegar i bæinn, en kom brátt aftur með nýja snær- ishönk og fékk honum. Sagðist hann vona að hann skilaði sé spottanum um leið og hann færi fram hjá. Árni kvað það sjálfsagt. — Segir ekki af ferð hans fyrr en hann kemur fram hjá Björk aftur. — Tekur hann þá snærið, sem honum leizt vel á til eignar og vefur því utan um hægri hönd sér, og hefir enda í lófa, og kreppir hnefa utan um. Gengur síðan til bæjar og hittir enn Jón á hlaði úti. Er þeir hafa heilsast réttir Árni hnefann að Jóni og segir: „Hérna er snærið, Jón.“ Karl svarar ekki, en tekur með annarri hendi utan um úlnlið honum, og það svo fast, að allir finumir rákust upp, og mun Árni þó ekki hafa dregið af sér. Rakti karl snærið með hinni hendinni utan af hönd hans og stakk því í vasa sinn. Þakkaði hann Árna fyrir skilsemina og gekk inn. n.J. Fyrir mörgum árum bjó á Akureyri — inni í Fjöru — karl einn, sem þótti nokkuð hnuplsamur og fingra- langur. Bar mest á því í sláturtíð á haustin, að honum yrði fengsamt í búið. — Var það vandi hans, er skyggja tók á kvöldin, að vera á vakki þar, sem slátrun fór fram, en það var œtíð á mölinni framan við gömlu verzlunarhúsin í innbœnum, og skammt framan við sjávarmál. Hafði hann cefinlega poka meðferð- is, og sögðu þeir, sem fróðastir voru um athafnir hans, að mikið snarrœði og aðdáanlegt hefði hann oft sýnt við að stinga kindarhausum, lungna- stykkjum og mörbitum ofan í hann. Þó kom það stundum fyrir, að hon- um hlekktist á og varð uppvís að verknaðinum — og aflaföngin tekin af honum aftur, en karl lét sér hvergi bregða, og var þá vanur að segja: Maður hét Jón, Hann bjó á Drafla- stöðum í Sölvadal. Jón var harð- neskju karl og ekki allur, þar sem hann var séður. Drykkjumaður var hann mikill, og það svo, að cetti hann ekki vín heima, fór hann jafnan á aðra bœi dalsins til vínfanga. Fengi hann ekki neitt af þeirri vöru á bœjunum vestan Núpár, en þeim megin standa Draflastaðir, réðist hann oft yfir ána, en þar fellur hún allbratt, og er því straumhörð, og ill yfirferðar, einkum ef vöxtur er í henni, en slíkt lét karl sér ekki I augum vaxa. Vœri áin ekki vceð, eða reið, fór hann á fjórar fœtur sem kallað er, og skreið i botninum yfir, og það þótt foráttuvöxtur vœri í ánni. Hlektist honum aldrei á, svo vitað sé. Þegar hann kom svo til „Nú, áttir þú þetta, kunningi? Ég hélt, að það vœri þarna í óskilum, og cetlaði að taka það til handargagns. “ Var það eitt sinn seint um kvöld, er slátrun var að enda, og orðið dimmt, að hausabreiða mikil lá á mölinni. Meðal hausanna var hrútshaus mikill og girnilegur. Hafði karl komið þar fyrir skömmu og þuklað um hausana, en þó ekki tekið neinn þeirra, og síðan gengið burt. Þegar eigandinn œtlaði nú að láta þá niður ípoka hjá sér, varð hann þess var að einhver hreyfing kom á þá, og hann sá, þótt dimmt vœri orðið, að hrúts- hausinn mikli tók kipp út úr breið- unni og stefndi ófluga til sjávar. Varð hann svo undrandi af þessu, að hann hafðist ekki að, enda hvarf hausinn þegar í sjóinn, og fór á bólakaf. — Fór þá maðurinn til félaga sinna, og sagði þeim tíðindin. bœjar austan árinnar og hitti menn að máli, var hann vanur að segja: „Hér er nú kominn. digri Jón á Draflastöðum, drykkjuflóna höfðinginn, og vill auðvitað fá brennivíni, “ enþetta er seinnipartur af vísu er um hann hafði verið gjörð. Eitt sinn var Jón staddur í búð einni á A kureyri. Þar var einnig einn af nágrönnum hans, bóndinn á Ker- hóli, bláfátœkur barnamaður, var hann að biðja kaupmanninn, sem var danskur, að lánct sér dálitla út- tekt. Kaupmaðurinn tók því illa, og þverneitaði. Réðist hann á bónda með skömmum og illyrðum, oggerði sig jafnvel líklegan til að berja á Vissi enginn, hvað valda mundi, en þó tóku þeir það ráð, að nokkrir þeirra gengu út fjöruna, en aðrir suður hana, ef ske kynni, að þeir yrðu einhvers vísari. Þeir, sem suður fjöruna gengu, rákust þá allt í einu á karl, þar sem hann stóð og dró að sér vað mikinn, og var hrútshausinn rétt að koma í land. Hafði karl farið dálitið fram á leiruna, því að lágsjávað var, rekið þar niður staur, og brugðið snœrinu eða vaðnum fram fyrir hann. Hafði hann síðan farið með endana í land, fest annan þeirra þar i fjörunni, en gengið með hinn út að hausabreið- unni, og bundið honum um hornin á hrútshausnum. Hélt karl að nú vœri allt í himnalagi, en svona fór nú samt um sjóferð þá. H.J. honum; enda var slikt alltítt á þeim árum. Jón á Draflastöðum stóð fyrir framan búðarborðið skammt frá, en lét deiluna afskiptalausa. A llt í einu segir hann, þó eins og við sjálfan sig: „Kerhóll stendur fyrir því. “ Kaup- maður heyrði þetta, og sljákkaði þegar í honum. Gekk hann nokkrum sinnum fram og aftur um gólfið þegjandi, en víkur sér svo að bónda og segir, og er þá hinn mildasti: „Naa. Hvað var tad kallin min?“ Bóndi fékk nú allt út, er hann vildi, og skildu þeir kaupmaður hinir mestu mátar. Lengi eftir þetta var það haft að orðtaki, ef eitthvaðþótti ekki sem tryggilegast: „Kerhóll stendur fyrir því. “ (Handrit Hannesar frá Hleiðar- garði). Kerhóll stendur fyrir því 6 - DAGUR - 18. desember1981

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.