Dagur - 18.12.1981, Blaðsíða 5

Dagur - 18.12.1981, Blaðsíða 5
Skjaldbökubækur Höf.: Bjarni Ingi Jónsson Útg.: Bókaútg. Salt hf. Bókaútgáfan Salt hefur sent frá sér svonefndar Skjaldbökubækur, sem ætlaðar eru yngstu lesendunum eða til lestrar fyrir þá. Eru bækurnar seldar sex saman í öskju eða hver bók fyrir sig. í bókunum segir gamla skjald- bakan Spakur sonar-sonarsyni sín- um Hægfara ýmsar sögur og má draga einhvern lærdóm af hverri sögu. f bókarlok er bent á hvers kyns sá lærdómur er og er þar t.d. minnt á nokkrar af dæmisögum Biblíunnar. Sheila Groves er höf- undur textans en myndirnar teikn- aði Gordon Stowell. Skjaldbökubækurnar heita: Allra fugla fremstur, Bjalla bætir ráð sitt, Broddi og boðorðin, Leyndardómur Kalla, Speki Sal- ómons og Stökkfimur snýr aftur. . Bækurnar eru gefnar út í sam- vinnu við Angus Hudson í London. Setning texta fór fram hérlendis en prentun þeirra í Bretlandi í sam- vinnu margra þjóða. Hafnfirðingur var eitt sinn far- þegi í bíl á leið til Akureyrar. Þegar komið var í Hrútafjörðinn veitti bílstjórinn því athygli að stefnuljósið blikkaði ekki í mæla- borðinu þegar hann gaf bíl sem á eftir ók, merki um að fara fram úr. Hann spurði því Hafnfirðing- inn hvort hann vildi ekki ganga út fyrir og segja sér hvort stefnuljós- in virkuðu. Var það auðsótt mál, Hafnfirðingurinn snaraði sér út leit á stefnuljósin og sagði: „í lagi, ekki í lagi, í lagi, ekki í lagi........“ VÍSNAÞÁTTUR Hjálmar Jónsson Ljáðu faðir Ijósogyl landinu mínu kalda “ Tíminn líður og fer ekki fram hjá neinum lengur að jólin eru á næsta leiti. Þau eru að venju undirbúin með talsverðum handagangi. Ekki skal sá undir- búningur gagnrýndur hér að ráði. En það vil ég benda á, að þau jól, sem eru undirbúin með höndun- um einum eru fljót að fjara. Nú er mér ekki kunnugt um það, hvað og hvemig aðrir hugsa til jólanna. En af viðbrögðum við nánd jól- anna má margt ráða. Kristján Ólason orti eitt sinn í gamni við kunningja sinn: Þegar hann er fallinn frá fólkið ber f minni viðbrögð snögg, og oftast á undan hugsuninni. Vonandi verður þetta ekki sagt í alvöru um okkar kynslóð. Sveinn Hannesson frá Elivogum hugsar um straumharðan timann og kveður svo á jólum: Stanslaust kastar straumurinn steinum fram í ósinn. { þritugasta og sjötta sinn sé ég jólaljósin. Snúum okkur þá að jólaljósinu. Því ljósi, sem við ekki gerum með eigin höndum, og að þeirri dýrð, sem við búum ekki til, en fáum að njóta. Nálægð Krists gefur ljós. Hann ber birtu, bregður upp ljósi í sál þinni. Hann gefur þér að sjá skýrar það, sem endranær er í óljósri mynd í þínum huga, eða er þar alls ekki. Hann getur gert þig að ljósi og ekkert vill hann frem- ur. Hann getur gert þér fært, að bera öðrum birtu. Sr. Kjartan Helgason í Hruna er höfundur eftirfarandi bænar. Hann mun hafa ort hana skömmu eftir alda- mótin: Ljáðu faðir Ijós og yl landinu mínu kalda, og lof mér þvi mig iangar til á Ijósinu einu að halda. Jón Bergmann varð þess var er himneskt ljós lýsti ský. Hann fann nælægð Krists á jólum og orti vísu, sem hann nefnir „Jólagest- ur“: Hreinni andi og hlýrra mál helgar Guði daginn, þvf ég finn að sólrík sál sendir geisla í bæinn. f beinu framhaldi gæti Jón Bergmann hafa ort eftirfarandi: Jólaóskir eru gjaman sendar í bundnu máli. Slíkar kveðjur eru fallegar og persónulegar. Jó- hannes Benjamínsson frá Halt- kelsstöðum sendi mér fyrir tveimur árum, þetta erindi á jólakorti: Kærleiksverkin göfg og góð geymast ævi lengur. Betri hverjum silfursjóð, sem f banka gengur. Ekki veit ég um höfundinn að næstu vísu. Vil ég því biðja les- endur að vera mér hjálplega og upplýsa mig um hann: Þó að fjúki fönn i skjól fölni allt, sem lifir, hillir undir heilögjól hæsta tindinn yfir. Markús Jónsson, Borgareyrum sendi einhverju sinni vinum sín- um þessa jólaósk: Vetrarmyrkrið víkja fer, vermir aftur sólin. AUt, sem gott og göfugt er gleðji ykkur um jólin. Sálmasöngur ómi signi dal og fjörð, allir einum rómi efli bænagjörð. Dýrðin Drottins Ijómi, dvini élin hörð. Kirkjuklukkur hljómi kalli frið á jörð. Gleðileg jól í Jesú nafni. Hjálmar Jónsson, Sauðárkróki. FLYTUR FÉLAGSMÖNNUM SÍNUM, FJÖLSKYLDUM — - ÞEIRRA, SVO OG HINUM MÖRGU VIÐSKIPTAVINUM SÍNUM UM LAND ALLT, W\ ....be/tu þakkÍE-fyrir viðskiptin w * á liðna árinu, og óskar öllum 18. desember 1981 - DAGUR >5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.