Dagur - 18.12.1981, Blaðsíða 19

Dagur - 18.12.1981, Blaðsíða 19
GLÆÐUR Jón Gauti Jónsson Af snjóflóðum Staðreynd er að að snjóflóð hafa orðið fleiri fslendingum að aldurtila en nokkrar aðrar náttúruhamfarir. Samkvæmt skráðum heimildum hafa um 600 manns látið lífið af þess- um völdum og er þar sjálfsagt ekki allt upptalið. Nú þegar vetur er genginn í garð er ekki úr vegi að rifja lítillega upp þessar hörmulegu staðreyndir, og að óvíða virð- ast menn vera alveg öruggir fyrir þessum vágesti. Að venju verður haldið sig við Norður- land, og aðalheimildir eru bækurnar: Skriðuföll og snjó- flóð, 1. og 2. bindi eftir Ólaf Jónsson fyrrverandi ráðunaut. Augljóst er að snjóflóðahættan er mjög mismikil, bæði eftir iandshlutum en ekki síður innan hvers landshluta fyrir sig. Ef litið er á meðfylgjandi töflu kemur í Ijós, svo sem við mátti búast, að flest slysin hafa orðið á blágrýtis- svæðunum, þar sem brattir dalir og háfjöll eru einkennandi í landslaginu. Ef litið er nánar á hverja sýslu kemur í ljós, að í Húnavatnssýslum er snjóflóða- hætta mest í Bólstaðarhlíðar- hreppi. í Skagafirði er hlaup- hætta dreifð um svæðið austan vatna, framan úr Austurdal og út í Fljót, þ.e. bundið við dalina sem ganga inn í fjallgarðinn milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Svipað er þessu farið í Eyjafirði, og verður þessi fjallgarður með sínum mörgu dölum, háu fjöllum og bröttu hlíðum langmesta og samfeldasta snjóflóðasvæði landsins. Má segja að meiri og minni hlauphætta sé í flestum byggðum Eyjafjarðar utan frá Siglufirði og fram í Saurbæjar- hrepp. Einnig er hætt við snjó- flóðum austan megin fjarðarins og í vesturhluta Þingeyjarsýslu allt til Bárðardals. Eins og að framan sagði er hætt við snjóflóðum í öllum byggðum vestan Eyjafjarðar, jafnvel á Ak- ureyri og verða nú rifjuð upp þrjú atvik því til staðfestingar, en öll gerðust þau á þessari öld. Þann 29. mars árið 1930 að af- stöðnum miklum hríðum voru fjórir drengir að leik í brekkunni ofan við gamla spítalann í Fjór- unni. 4J.1J. j einu heyrðist mikill þytur og samstundis hrífur snjó- flóð þrjá drengjanna, en þeim fjórða tókst að forða sér upp í stiga, er reis upp við spítalann, en flóðið tók upp á mitt hús. Þegar flóðið var afstaðið gerði sá, er tekist hafði að forða sér viðvart, og var þegar farið að grafa drengina upp. Hafði einn þeirra grafist hátt á annan metra og var hann meðvitundarlaus þegar hann fannst. Snjóhengjur sprungu víða fram úr brekkunni þennan dag þó ekki yrði af frekari slys. Snemma árs árið 1939 bar það til tíðinda að snjóskriða féll úr brekkunni ofan við Aðalstræti 24. Er skriðan féll voru þrír drengir að leik bak við húsið. Einn þeirra lenti undir flóðinu, en hinir sluppu naumlega og sögðu tíð- indin. Var brugðið skjótt við og mokað ofan af drengnum um mannhæðarþykkur skafl. Var hann orðinn meðvitundarlaus, en raknaði fljótt við og hresstist von bráðar. Aðeins fjórum árum síðar eða 17. febrúar 1943 féll snjóflóð úr brekkunni syðst í Fjörunni. Klofnaði það um hús Sigurðar Flóventssonar, lyfjafræðings, og hlóðust upp þriggja mannhæða- háar hrannir umhverfis það. Gluggar og hurðir skemmdust og kjallarinn hálffylltist af snjó. Snjóskriðan sópaði með sér girð- ingum og heyfúlgum, er á vegi hennar urðu, og bar allt fram á leirur. En snjóflóð hafa ekki alltaf veriðsaklaussem þessi. Árið 1919 var eitt mesta snjóflóðaár á þess- ari öld. Þá féllu í mars og apríl háskaleg flóð í þremur landshlut- um og urðu Norðlendingar þar ekki útundan. Eftir látlausar austanhríðar á Siglufirði vikuna 5.-12. apríl átti harmleikurinn sér stað. Snjóflóð féllu á þrem stöð- um í nágrenni Siglufjarðar og alls voru það 18 manns, sem létu lífið í þeim. Hefur það verið sorgleg stund þann 25. apríl, er 14 þeirra er fórust, voru jarðsett í einni og sömu gröf. Þetta ár voru páskar 20. apríl. Þann dag gerði ákafa sunnan- hláku með mikilli rigningu. Tóku þá að falla krapahlaup víða í Eyjafirði og er upp var staðið er talið að um 18 stór hlaup hafi ifallið og mörg smá. Ekki hlutust af mannskaðar, en búpeningur drapst í stórum stíl og miklar skemmdir urðu á mannvirkjum. Lengi mætti halda áfram að segja frá atburðum sem þessum, en hér verður látið staðar numið að sinni. En það skulu menn ávallt hafa í huga, að atburðir sem þessir heyra ekki sögunni til, hættan er ávallt fyrir hendi og örugglega er langt í land, því miður, að menn geti spáð fyrir með nákvæmni um hvar næsta snjóflóð fellur. Tafla II. Tírini snjóflóða og tjón af |>eim eftir sýslum. Frtqucncy nnd dnmngrs of avnlanches hy districls. SGlur Districts Fjrtlili snjrtfliSrta Numher nf avalnnchrs ll ; ll II í, it jÉj i;i; Mcnn lcmu i snjófl. 1‘rople involved in aralanrhrs 2« «1 -Þ-g po ' a.= £5 a1- Sc F.yilciar hyggingar Damanrd buildings - § - & J l-s.r - % 5 . a: 5 = ?tf l»t <3“- ;o 5 Fi'-naflur fcrst Stnrk drad J' H n ii 3 n 1?! 1 I > | NiuöiirMúUijila 7 32 28 fi7 142 15 71 28 79 20 434 7 i'jm£ Siiður-Miilnsjila •1 34 23 fi3 77 3 57 19 54 10 Auillir-Skaflalrll.uýsla 3 3 r> 13 2 4 V'inur-.Skafialcllssvila fi fi 13 21 8 , , 2 1 Kanirlrvallaijsl.i 3 J 1 1 2 * Amrujsla . 2 r 2 1 1 (.nllliringu i>k k|nsarsjsla ... 7 ‘T- . ' ’J ' '10 lá' 1 I 31 2 Ilnigarljarð.-irs««la 2 i 3 7 7 2 Mjrasvsla 2 3 l fi .*» ,3 1 Sii.i fcllvncs.1 og llna|i|>ailalujsla 1 S -« !l 1 li Dalaiýsla vJ 2 7 2U 20 1 llarAasiranilarsjila . 6 4 4 II 23 8 2 3íi II 30 ■ , 8.1- . fialj.irðarstsla II 28 fiO lirj 132 75 2fi 1 II 1 l Aiutiir llnnavalnn\4a 8 3 r. 17 17 5 » 33 ' n - SL.igaf j.irA.it«íila •Jll l'l 17 'ifi 11 7 10 o 1 v j.if|arðarusln ; 21 33 lim 1 »2 113 > H M Siiúur I’íiircv jarsjsla n l(> 19 Ifi 5l> I 35 19 9 359 Nnirtiir Þingcvjarstila i 1 3 5 7 1 Sainlals Tolal iifi^ 1% 233 515 779 fiM - ,, rr 347 2Vi 30lfi oilartvil l'iiliuntrd (i 4 10 I7Í5 - : ...7 Heimild: Skriðuföll og snjóflóð. NOREGSPÓSTUR Atli Rúnar Halldórsson Gunnar Thor verður bara að redda þessu Hátíðlegustu stundimar í Svarf- dælinganýlendunni á stúdenta- görðunum Kringsjá eru þær þegar blöð eða blaðaglefsur berast að heiman. Þá er lesið af kappi hér á heimilinu, síðan hlaupið með strangann 100 metra til bróður og mágkonu. Svo dreifast rifrildin af blöðunum hingað og þangað til fréttaþyrstra kunningja. Úr föður- garði berst mér reglulega bunki af úrklippum. Efnið valið af mikilli kostgæfni og á að sýna þversnið í pólitík, landbúnaðarmálum og menningarmálum. Stundum slæð- ist með eitthvað um slæma stöðu frystiiðnaðarins. Því hendi ég strax af því ég hef aldrei getað botnað í flóknu samhengi fiskveiða, frysti- iðnaðar, gengisfellinga og verð- bólgu. Gunnar Thór. verður bara að redda þessu. Helgarpóstinn fæ ég hingað út til að fylgjast með pólitískum slúð- ursögum. Svo fæ ég auðvitað Dag. Þannig fylgist ég til dæmis með því þegar bakarí KEA flytur í ný húsa- kynni og eignast nýjar hrærivélar. Þar les ég líka hver meðalþyngd dilka hafi verið í Svarfaðardalnum í sláturtíðinni í haust. Síðast en ekki síst fæ ég svarfdælska blaðið Norðurslóð. I hverju tölublaði eru ítarlegar hugvekjur eftir Hjört á Tjöm um lífið og tilveruna. Hánn segir frá því að úrkoma hafi mælst á Tjöm þennan og þennan mán- uðinn. Hann telur líka fuglana á Tjamartúninu og birtir reglulega niðurstöðurnar. Þannig fylgist ég líka með lífi fuglanna í sveitinni minni hér í útlandinu. 1200 börn í sænsku konungs- fjölskyldunni? Þegar þessar línur kómast á prent, er sá ágæti desembermán- uður þegar skriðinn yfir þröskuld- inn. Þá brestur á jólavertíð hjá kaupmönnum og brundtíð hjá bændum. Mætti segja mér að Tóti frá Göngustöðum hleypti þá til sínum með bros á vör í fjárhúsinu á Jarðbrú. Jólavertíðin er þegar byrjuð hér í borg, þó nóvember sé bara tæplega hálfnaður. Engar fregnir hef ég hins vegar af því hvort Norðmenn séu byrjaðir að hleypa til. Líklegt þykir mér það þó. Það hefur gerst í tveimur kóngs- höllum í nágrenni við mig að íbú- arnir ganga ekki lengur einsamlir, en þær ætla báðar að fjölga sér um svipað leyti næsta vor, Díana hin breska og Sylvía hin sænska. Engu líkara en samráð hafi verið höfð í gegnum símann. Sviar voru á báð- um áttum um hvort þeir ættu að hlæja eða gráta þegar þeim bárust fréttir af fjölgun í þriðja sinn í konungsfjölsky.ldunni þeirra. Syl- vía droftning hafði iýst því yfir í fyrra, að hún stefndi að því að eignast fullt hús af börnum. Svíar spyrja sig nú sem svo, hvort drottning ætli að standa við orð sín. Þau hjón mega þá halda vel á spöðum eigi höllin þeirra að fyllast af börnum. Herbergin í höllinni eru sögð 600 talsins. Þar rúmast að minnst kosti tvö börn í hverri kompu, 1200 alls. Vigdíserá wið 10% gengisfellingu Sagan segir að ónefndur út- flytjandi íslenskra ullarvara hafi ekki verið sáttur við það, þegar Vigdís var kosin forseti í fyrrra. hann tók hana ekki í sátt fyrr en eftir að hún hafði farið í opinbera heimsókn til Danmerkur. Þá brá svo við að íslenskar ullarvörur fóru að seljast betur en áður þar í landi. Þetta líkaði bissnessmanninum okkar auðvitað mæta vel. Hann nuddaði saman lófunum af ánægju og sagði: „Já, hún Vigdís er aldeilis fín. Hún erÁ.yið lAprAwúligepgn isfellingu“. Þetta rifjaðist upp fyrir mér á dögunum þegar ég ráfaði um mið- bæinn einu sinni sem oftar. Þá rakst ég á búð sem stillir út i gluggana ósköpunum öllum af fatnaði úr ís- lenskri ull, tveimur íslenskum fán- um — og mynd af Vigdísi forseta. Ég snaraðist inn fyrir og í ljós kom að þetta var sú verslun sem mest selur af íslenskum ullarvamingi í öllum Noregi. Þama voru alls kyns vörur sem áttu það sameiginlegt að hafa einu sinni verið reyfi á ís- lenskum rollum. Annað sameigin- legt var að vörurnar voru i dýrara lagi. Þarna mátti sjá lopapeysur í hrúgum á borðunum. Þær kostuðu jafnvirði nær 700 íslenskra króna stykkið. (Hvað skyldu prjónakon- urnar hafa fengið í sinn hlut?) Verslunarstjórinn sagði mér að áður hefðu lopapeysur selst mest. Á síðustu tveimur árum hefði salan hins vegar dottið niður. Hvers vegna? Það vissi viðmælandi minn ekki. Nú er mest selt af dýrustu vörunum: handunnum drögtum og kjólum úr ull. Slíkar flikur kosta 1550 til 1800 islenskar krónur. Verslunarstjórinn sagði engan vafa leika á að heimsókn Vigdísar hafi örvað söluna í þessum dýru og fallegu flíkum. Jafnvel kærni fyrir að konur röltu inn í búðina með mynd af forsetanum íslenska í hendinni og bæðu um prjónakjól eða skinnká^u — alveg eins og þjöðtiöfðihgi'vbrlclæddist við þetta eða hitt tækifærið! Svona eru nú vegir markaðslögmálanna. A. R. H. 18. desemb»r 1981' - DAGUR - 19

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.