Dagur - 18.12.1981, Blaðsíða 13

Dagur - 18.12.1981, Blaðsíða 13
Jólamyndimar Bláa lóníð í Nýja biói Jólamyndin í Nýja bíó á Akur- eyri að þessu sinni er banda- ríska myndin „The Blue Lagoon“ eða Bláa Lónið eins og hún heitir í íslenskri þýð- ingu. Þessi mynd hefur allsstaðar verið sýnd við metaðsókn, en myndin lýsir á hrífandi hátt lífi tveggja ungmenna sem verða strandaglópar á eyðieyju, baráttu þeirra við að halda í sér lífinu og ástum þeim er kvikna í brjóstum þeirra. I aðalhlutverkunum eru barnastjarnan Brooke Shields og Christopher Lee. Þetta er afar skemmtileg og hrífandi mynd sem hefur verið sýnd í margar vikur í Stjörnubíó í Reykjavík við mikla aðsókn. Faldi fjár- sjóðurinn Barnamyndin í Nýja bíó að þessu sinni er Walt Disney myndin „Faldi fjársjóðurinn". Eins og aðrar Disney myndir er hér um að ræða mjög athyglisverða barna- mynd, spennan er mikil og sögu- hetjurnar rata í mörg skemmtileg ævintýri áður en yfir lýkur. Þessi mynd verður sýnd kl. 15 á 2. jóladag. Bræðumir ræða málin i rúminu. JÓN ODDUR OG JÓN BJARNI Kvikmyndin Jón Oddur og Jón Bjarni verður frumsýnd á ann- an dag jóla í Háskólabíói í Reykjavík og i Borgarbíói á Akureyri. Myndin er byggð á sögum Guðrúnar Helgadóttur og fjallar um þá tvíburana Jón Odd og Jón Bjarna og fjölskyldu þeirra. Að- alhlutverkin leika tvíburarnir Páll og Wilhelm Jósef Sævarssynir. Foreldrana leika þau Steinunn Jóhannesdóttir og Egill Ólafsson. Herdís Þorvaldsdóttir leikur ömmu dreka og Sólrún Yngva- dóttir Ieikur Soffíu. Gísli Halldórsson leikur Kormák afa, sem allt í einu skýtur upp kollin- um á heimilinu eftir langa fjar- veru. Alls fara um 30 leikarar með hlutverk í myndinni og um 200 aukaleikarar koma fram. Eins og fyrr segir byggir myndin á bókum Guðrúnar Helgadóttur, en söguþræði þeirra er ekki fylgt nákvæmlega og einnig koma fyrir atvik, sem ekki eiga sér fyrirmynd í bókunum. Kvikmyndin um Jón Odd og Jón Bjarna er breiðtjaldsmynd í litum, sem tekin var upp á tíma- bilinu maí-júlí s.l. sumar. Við kvikmyndatökuna voru notuð afarfullkomin tæki sem leigð voru hingað frá Þýskalandi. Heildarkostnaður við . gerð myndarinnar nemur um þremur milljónum Nýkr. Tónlist er eftir Egil Ólafsson, kvikmyndatöku annaðist Baldur Hrafnkell Jónsson, hljóðupptöku Friðrik Stefánsson, klippingu Kristín Pálsdóttir, búninga Sól- veig Eggertsdóttir og leikmynd er eftir Þorgeir Gunnarsson, Guð- jón Pedersen og fleiri. Aðstoðarleikstjóri er Tinna Gunnlaugsdóttir. Handrit er eftir Þráinn Bertelsson, sem einnig annaðist kvikmyndastjórn. Framkvæmdastjóri er Helgi Gestsson, en myndin er fram- leidd af NORÐAN 8 hf. „Supennan 11“ önnur jólamyndin f Borgarbíó er myndin um þann snjalla kappa Superman og ber hún heitið „Superman 2“ í fyrri myndinni um Superman kynntist fólk yfirnáttúrulegum kröftum hans. I þessari mynd er atburðarrásin hinsvegar mun hraðari, og Superman þarf oft á öllum þessum kröftum sínum að halda. Myndin um Superman verður sýnd í fyrsta skipti kl. 9 á 2. dag jóla. 15.00 Jólakveðjur til sjómanna á hafi úti. Margrét Guðmunds- dóttir og Sigrún Sigurðardóttir lesa. 16.20 „Nú líður senn að jólum“. Barnakór syngur jólalög. 17.00 Hlé. 18.00 Aftansöngur í Dóm- kirkjunni. Prestur er sr. Þórir Stephensen sem þjónar fyrir altari ásamt sr. Hjalta Guðmundssyni. 19.00 Jólatónleikar Sinfóníu- hljómsveitar Islands. 20.00 Jólavaka útvarpsins. Tónlistar- og dagskrárdeild standa að þætti og velja efni til flutnings. 22.00 Messa í sjónvarpssal. Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirs- son. Föstudagur 25. des. (Jóladagur). 10.45 Klukknahringing. 11.00 Messa í safnaðarheimili Grensássóknar, prestur sr. Halldór Gröndal. 13.00 Messías. Rut L. Magnússon, Elín Sigurvinsdóttir, Garðar Cortes, Halldór Vilhelmsson, kirkjukór Langholtskirkju og Cammersveit flytja undir stjórn Jóns Stefánssonar (fyrri hluti). 14.30 „Líf og saga“. Þáttur um innlenda og erlenda merkis- menn og samtíð þeirra. 10. þáttur, Tómas Sæmundsson. 15.40 Píanókonsert í g dúr númer 17 eftir Mozart. 16.20 „Við jólatréð". Barnatími í Útvarpssal. 17.45 Messias (siðari hluti). 19.25 Einar Jónsson myndhöggv- ari, Gunnar Stefánsson les úr bók Einars „Skoðanir" og Ólafur Kvaran flytur ingangs- orð. 20.00 Samleikur í útvarpssal. Guðrún S. Birgirsdóttir og Snorri S. Birgirsson leika 20.30 „Jólahald í Grikklandi“. Blandaður þáttur í umsjá Sig- urðar A. Magnússonar. 21.40 Tónlist frá fyrri öldum. 22.20 Smásaga eftir Gunnar Gunnarsson. 23.00 „Kvöldgestir“. Þáttur Jónas- ar Jónassonar. 00.50 Dagskrárlok. Laugardagur 26. des. (2. dagur jóla). 9.05 Jólatónleikar frá Berlín. 10.25 Maríudýrkun í sögu og sam- tíð. Sr. Öm Friðriksson flytur erindi. 11.00 Messa i kirkju Fíladelfíu- safnaðarins, Einar Gíslason prédikar. 13.30 „Dagstund í dúr og moll“, umsjón Knútur R. Magnússon. 15.00 „Dagskrárstjóri í einu klukkustund“. Magnús Þórðar- son framkvæmdastjóri ræður dagskránni. 16.20 Barnatími. 17.00 Kammersveit Oslóborgar leikur í Bústaðakirkju. 19.25 „Undir áhrifum". Pétur Gunnarsson rithöfundur les úr handriti að eigin skáldsögu. 20.00 Kammerkórinn syngur jóla- lög frá ýmsum löndum. 20.30 „Frá óbyggðum til Alþingis með viðkomu í bæjarstjórn". Pétur Pétursson ræðir við Steindór Steindórsson frá Hlöðum. 21.15 „Töfrandi tónar“. Jón Gröndal kynnir. 22.00 Þjóðlög. 22.35 „Mitt faðir vor“. Kristján skáld frá Djúpalæk spjallar við hlustendur og les ljóð. Einnig eru flutt lög við ljóð Kristjáns. 23.05 „Jólasyrpa“. Umsjón Ásta R. Jóhannesdóttir, Þorgeir Ást- valdsson, Páll Þorsteinsson og Ólafur Þórðarson. 01.50 Dagskrárlok. Jólin eru hátíð bamanna Eigum fjölbreytt úrval af barnafatnaði og leikföng- um til jólagjafa fyrir börn á öllum aldri. Gjörðu svo vel að líta inn, það borgar sig. Ávallt næg bílastæði við KAUPANG. Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. HORNIÐ s.f. Sérverslun með barnavörur. KAUPANGI. Sími 22866 Akureyrarmót í knattspyrnu Akureyrarmót í innanhússknattspyrnu verður í íþróttaskemmunni 28. og 29. desember og hefst kl. 17.00 báða dagana. Mætum nú öll til að sjá spennandi leiki í knatt- spyrnu í svartasta skammdeginu og til aó hvetja ykkar menn. K.R.A. Gleðilega jólahátíð gœfuríkt komandi ár Innilegar þakkir til allra einstaklinga, félaga og stofnana sem lögðu gott lið til 17. Lands- móts UMFÍ á Akureyri s.l. sumar. Landsmótsnefnd UMFÍ Viðskiptavinir athugið! Lokað verður kl. 6 miðvikudaginn 23. des. og lokað verður milli jóla og nýárs. Opnum aftur mánudaginn 4. janúar '82. 7’ÍPPfíLRND Tryggvabraut 22, sími 25055 18. de*emt>er<.1981 kDAGUR - 13

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.