Dagur - 18.12.1981, Blaðsíða 18

Dagur - 18.12.1981, Blaðsíða 18
BÆKUR - BÆKUR - BÆKUR - BÆKUR - BÆKUR - BÆKUR - BÆKUR - BÆKUR Fljúgandi myrkur Höf.: Kristján frá DJÚpa- lœk Útg.: Helgafell Það þarf ekki að kynna ljóðskáldið Kristján frá Djúpalæk fyrir Norð- lendingum. Aðeins geta þess, að hann er með í flóðinu í ár. Aðdá- endum ljóða hans þarf ekki að segja meira, en vegna hinna, ef einhverjir kunna að vera, er rétt að taka fram, að hér er á ferðinni góð bók. Fyrst og fremst góð bók. Orð- listarmaðurinn Kristján leggur eins og áður sáralitla áherslu á stór- brotna ljóðagerð og verður því ekki með neinni sanngirni borinn sam- an við Stephan né Einar. Engu síður lokkar hann lesandann inn í og út á hugsanavíddir með áhrifum, sem hver og einn reynir að brjóta til mergjar eða skilgreina fyrir sig. Ég mætti fyrir mitt leyti nefna einlægni hans og einstæð tök á íslensku máli sem tvennt það, er fyrst kemur upp í hugann. Hið fyrrnefnda er e.t.v. í ætt við lista- mannseðlið eða skylt hæfileikan- um að varðveita sem lengst í sér barnið, eins og Þórarinn skóla- meistari Bjömsson komst eitt sinn að orði í eftirminnilegri ræðu. Hið síðarnefnda er meðfædd náðar- gáfa, ræktuð með árunum til fulls þroska. Og meðan orðlistarskólar tíðkast ekki á sama hátt og mynd- listarskólar og tónlistarskólar, vil ég í mestu vinsemd ráðleggja sumum yngstu ljóðskáldum okkar að leggja ekki árar í bát, heldur taka nokkra einkatima hjá Kristjáni. Það getur ekki skaðað og kostar sama og ekkert. Þessi bók er 80 bls. hefðbundin að gerð og stærð, auðveld aðgöngu. Mest heilla mig kvæðin TALAÐ VIÐ HRAFN bls. 7, SKIL bls. 17, VEGASKIL bls. 39, ÚTMÁN- AÐASTEMMA bls. 50, DAG- SETUR bls. 58. Lokaerindi Út- mánaðastemmu sleppir manni t.d. ekki alveg strax. Það er svona: Vetrardagur að vesturfjöllum höfði hallar, að hægindi ég. Oft verður svalast um sólarlag. Látum því nótt ljósheim eftir. Brynjólfur Ingvarsson. ☆ Lárus í Grímstungu Höf.: Gylfi Ásmundsson Utg.: Bókaforlag Odds Björnssonar hf. Út er komin bókin LÁRUS f GRÍMSTUNGU, ævisaga Lárusar Björnssonar í Grímstungu í Vatns- dal. Gylfi Ásmundsson bjó bókina til prentunar. Lárus í Grímstungu er einn þeirra manna sem hefur orðið þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. Hann hefur staðið fyrir búi í meira en 70 ár, síðustu árin blindur. Hann neitar að beygja sig fyrir Elli kerl- ingu og þráast við að setjast í helg- an stein. Lárus í Grímstungu er löngu þjóðkunnur maður, ekki fyrir þá verðleika, sem flestir verða þekktir af, svo sem embættisstörf, skáld- skap eða íþrótta, heldur vegna per- sónueiginleika sinna, sem höfða beint til fslendinga og vekja ímyndunarafl þeirra og aðdáun. Sagan segir að hann hafi verið fján"íkasti bþndi á íslandl., Sagan segir líka, að hann eigi svo mörg LÁRUS IGRÍMSTUNGU GYUl ÁSMITNDSSON bjó til prentunar hross, að ekki verði tölu á komið. Sagan segir, að á heiðinni þekki hann hvern stein og hverja þúfu, að hann sé ratvísari en fuglinn og klókari en tófan. Allar hafa sög- urnar einkenni þjóðsögunnar. Þær eru ólíkindasögur, kímnisögur, hreystisögur, og jaðra stundum við að vera útilegumannasögur. í þeim felst ímynd hins íslenska mann- dóms. Gylfi Ásmundsson, sem búið hefur bókina til prentunar, lætur frásögn Lárusar halda sér eins og kostur er og gætir þess að sér- kennilegt orðfæri hans komi sem best fram. f bókinni er fjöldi mynda, bæði svart/hvítra og litmynda. Bókin er 284 blaðsíður, prentuð og bundin í Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri. ☆ NÚÁ ÐÖGUM LÍFA MENN AlXl'AF MÉívlA DAUÐANN. .. SÉRHVER ÞJÓÐ HEFUR ÞÁ STJÓRN SEM HÚN VERÐSKULDAR .uxwjsnt LVvGAf<INN VEK’ÐUL AÐ HAFA gOTT MlMNl., ::: SÁSEMGETUR FRAMKVÆMIR SÁSEM EKKERT GETUR, KENNIR..»«« ■ ÞRFRGETA ÞAGAÐ YFÍR Kristallar Höf. séra Gunnar Árnason Útg.: Almenna bókafélagið Almenna bókafélagið hefur sent frá sér bókina Kristalla tilvitnanir og fleyg orð í samantekt séra Gunnars Árnasonar frá Skútustöð- um. Er hér um að ræða aðra útgáfu þessa verks aukna um rúman þriðjung, en fyrri útgáfan kom út 1956. í kynningu forlagsins á bók- arkápu segir m.a.: „Kristallar — tilvitnanir og fleyg orð er safn snjallyrða og frægra ummæla frá ýmsum tímum og víðsvegar að úr heiminum. Bók- ina munu sumir vilja lesa í einni lotu og mun skemmtilegur lestur. Aðrir munu vilja nota hana sem uppflettirit og er efninu þannig skipað að hún er hentug til þeirra nota ...“ Dæmi úr bókinni: Ef við flettum t.d. upp á orðinu skoðun sjáum við þetta m.a.: Þá eina teljum við vitra sem játa vorar eigin skoðanir —Rochefouc- auld. — Skynsamir menn skipta um skoðun, fíflin aldrei — T. de-Reiss. — Ég get ekki fallist á skoðanir yðar, en ég skal leggja Iíf mitt að veði til þess að verja rétt yðar til að halda þeini fram — S.C. Tallentyre. Fyrri tíðar menn áttu sannfæringu, vér nútímamenn höfum aðeins skoðanir — Heine. Kristöllum fylgir rækileg skrá yfir höfunda hinna fleygu orða bókarinnar ásamt upplýsingum um þá. Bókin er 272 bls. að stærð og unnin í Prentverki Akraness. ☆ ,,Lambadrengur“ Höf.: Páll H. Jónsson Teikn.: Sigrid Valtingojer. Út er komin á vegum IÐUNNAR ný saga handa börnum eftir Pál H. Jónsson. Nefnist hún Lamba- drengur og er þriðja barnabók höfundar. Fyrri sögur hans, Berja- bítur og Agnarögn hlutu báðar verðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur- borgar sem veitt eru bestu frum- saminni barnabók hvers árs. — Auk þessara bóka hefur Páll H. Jónsson gefið út tvær ljóðabækur, leikrit og ævisögu, auk þess sem hann er kunnur fyrir tónlistarstörf og hefur samið sönglög. Um efni þessarar nýju bókar, Lambadrengs segir svo í kynningu forlagsins: „Hér leitar höfundur í sjóð minninganna og bregður upp heillandi myndum úr lífi sveita- drengs á þeim árum sem enn var fært frá og þurfti að sitja yfir ánum sumarlangt. Sagan lýsir samlífi drengsins með fólki, dýrum og gróðri, segir frá því hvernig hann vaknar til vitundar um hið auðuga og margbreytilega líf sem landið elur.“ Lambadrengur er í sextán köfl- um, auk inngangs- og lokaorða. Teikningar og kápumynd gerði Sigrid Valtingojer. Prentrún prent- aði. ☆ Don Kíkóti Höf.: Cervantes Þýð.: Guðbergur Bergs- son Útg.: Almenna bókafélagið Út er komin hjá Almenna bóka- félaginu 1. bindið af Don Kíkóta eftir Cervantes Saacedra í þýðingu Guðbergs Bergssonar rithöfundar. Don Kíkóti er eins og kunnugt er eitt af dýrgripum heimsbókmennt- anna — sagan um vindmylluridd- arann sem gerði sér heim bókanna að veruleika og lagði út í sína ridd- araleiðangra á hinu ágæta reið- hrossi Rosinant ásamt hestasvein- inum Sansjó Pansa til þess að frelsa smælingja úr nauðum, — leita sinnar ástmeyjar og eyjarinnar fyr- irheitnu. Leiðangur þeirra tvímenninga víðsvegar um Spán hafa síðan haldið áfram að vera frægustu ferðir heimsins og ennþá er sagan um þá Don Kíkóta og Snsjó Pansa aðalrit spænskra bókmennta. Er því vonum seinna að fá þetta sí- gilda rit út á íslensku. Don Kíkóti er upphafsrit í nýjum bókaflokki sem Almenna bóka- félagið er að hefja útgáfu á. Nefnist hann Úrvalsrit heimsbókmennt- anna og má ráða af nafninu hvers konar bækur forlagið hyggst gefa út í þessum flokki. Þetta fyrsta bindi af Don Kíkóta er 206 bls. að stærð og er unnið í Víkingsprenti og Félagsbókband- inu. ☆ Barnið í Betlehem Höf.: Jenny Robertsson. Teikn.: Sheila Bewley. Þýð Karl S. Benedlktsson. Útg.: Bókaútgáfan Salt hf. Bókaútgáfan Salt hf. hefur sent frá sér bókina Barnið í Betlehem. Hef- ur hún að geyma endursögn á fæð- ingu Jesú Krists í Betlehem. Frá- sögnin er einföld og hrífandi og margar litmyndir prýða bókina. Textinn er eftir Jenny Roberts- son og myndimar teiknaði Sheila Bewley. Karl S. Benediktsson þýddi. Bók þessi kom fyrst út í Englandi árið 1977. Islenski textinn er settur hérlendis en bókin að öðru leyti prentuð í Bretlandi í samvinnu margra þjóða. Ætla má að hér sé um að ræða bók sem öll fjölskyldan getur lesið saman á jólunum. ☆ Flýgur f isklsaga Höf.: Hrafn Gunnlaugsson Útg.: Almenna bókafélagið Komin er út nú barnabók eftir Þóri S. Guðbergsson, Kátir krakkar. Bókaútgáfan Salt hf. gefur út. Höfundur segir hér frá þremur systkinum, sem eignast kettling, og hvernig þau bregðast við hinum ýmsu vandamálum, sem uppeldi heimilisdýra hefur haft i för með sér. Auk þess fléttast inn í söguna ýmis ævintýri og uppátæki, sem kátir krakkar taka sér jafnan fyrir hendur. Þórir S. Guðbergsson er kennari og félagsráðgjafi að mennt og þarf vart að kynna hann sem höfund barnabóka, svo margt, sem liggur eftir hann af efni fyrir börn og unglinga bæði í bókum og leikrit- um útvarps og sjónvarps. Búi Kristjánsson myndskreytti bókina og teiknaði kápumynd, en Prentsmiðja Hafnarfjarðar annað- ist prentunina. ☆ Ég vll líka lifa Höf.: Edna Hong Útg.: Bókaútg. Salt hf. Bókaútgáfan Salt hefur sent frá sér bókina Ég vil líka lifa eftir banda- ríska rithöfundinn Ednu Hong. Sr. Jónas Gíslason dósent þýddi bók- ina. Ég vil líka lifa er þroskasaga Giinthers, sem var fæddur fatlaður. Hann var talinn eínskis nýtur og látinn afskiptalaus. Honum er komið fyrir á heimili fyrir vangefna og fatlaða og þar mætir hann í fyrsta sinn kærleika og ymhyggju. Er því lýst hvernig hann verður smám saman nýtur þegn þegar hann fær verkefni við sitt hæfi. Edna Hong er bandarísk og er Ég vil líka lifa éin áf þéklctustu bókúm hennar. Hlaut hún árið 1977 heið- ursdoktorsnafnbót við Saint Olav College í Minnesota. Ég vil líka lifa vekur til umhugs- unar á ári fatlaðra. Prentverk Akraness annaðist prentun og bókband og Guðlaugur Gunnars- son teiknaði kápumynd. ☆ Kátir krakkar. Höf.: Þórir S. Guðbergs- son Útg.: Bókaútgáfan Salt hf. Telkn.: Búi Kristjánsson Hrafn Gunnlaugsson hefur sent frá sér nýja bók — smásagnasafn sem hann nefnir Flýgur fiskisaga. Er þetta fimmta bókin sem út kemur frá hendi höfundarins. Smásög- urnar í bókinni eru tólf að tölu misjafnlega langar. í kynningu bókarinnar segir m.a.: „Flýgur fiskisaga sver sig um margt í ætt við fyrri verk höfund- arins, bæði fyrri skáldskap hans og kvikmyndir. Efnjvi5urinn er oftast hversdagslegur veruleiki, sem höf- undur blæs lífi í með sínu sér- kennilega hugmyndaflugi og skop- skyni, stundum sannkölluðum gálgahúmor. Frásagnargleði og þörf höfundar að skemmta lesend- um einkennir þessar sögur, án þess það á nokkurn hátt dragi úr alvöru efnisins eða boðskap þeirra ...“ Flýgur fiskisaga er pappírskilja 210 bls. að stærð. Bókin er unnin í Isafoldarprentsmiðju og útgefandi er Almenna bókafélagið. ☆ Salómon svarti og Bjartur endurútgefin Höf.: Hjörtur Glslason Útg.: Bókaforlag Odds Björnssonar hf. Þegar bókin um Salómon svarta og Bjart kom fyrst út fyrir tuttugu ár- um naut hún fádæma vinsælda meðal barna og unglinga. Bókin hefur verið ófáanleg í mörg ár, en nú hefur hún verið endurútgefin. Höfundur bókarinnar er hinn kunni barnabókahöfundur, Hjört- ur.Gíslason. I bókinni er sagt frá ýmsum ævintýrum sem bræðurnir Fífi og Fói lenda í ásamt þeim félögum Salómoni og Bjarti. Salómon er hrútur en Bjartur er hrafn, hvítur hrafn, sem þeir bræður og félagar þeirra finna og ala upp. Viðskipti krakkanna og dýranna við Láka löggu eru óborganlega skemmtileg. Þetta er hollt lesefni, bæði fyrir börn og fullorðna, því hér er skemmtilega sagt frá og kímnin og lífsgleðin situr í fyrirrúmi. Fjölmargar teikningar eftir Halldór Pétursson listmálara prýða bókina. Útgefandi er Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri. BÆKUR - BÆKUR - BÆKUR - BÆKUR - BÆKUR - BÆKUR - BÆKUR - BÆKUR 18 - DAGUR - 18..desember 1981

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.