Dagur - 18.12.1981, Blaðsíða 8

Dagur - 18.12.1981, Blaðsíða 8
Gleðileg jól Farscelt nýtt ár Þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða BSSSBHSEHSSSSSSSSHSBEBSSBSEESSSSHSSSESSESE E E E E E E E E E E E H E E E E E E E E E E H E E E E E E E E E E E E E E E E E E H E E E E E E E E vmI ÍJIÖi VS\f. I Óskum Akureyringum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsœls komandi árs. Þökkum samstarfið á árinu. BÆJARSTJORN AKUREYRAR E E E E E E E E E E E E H E E H H E H E H H B E E E H H H H H E E H E H B H E H H H E H E H E E E E E E EHEEEHEHEEBEBHHEHHEHHEEBHEEEEHEHHHHHEEHEHH Óskum Húsvíkingum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs Þökkum samstarfið á árinu Bæjarstjórn Húsavíkur ...OGALLTAF LENGDIST ÞUMALLINN Nokkur orð um tóskap í Eyjafirði á fyrsta þriðj- ungi þessarar aldar eftir Ingólf Gunnarsson Það var venja á haustnóttum, er sláturverkum og haustönnum var lokið, og tíðarfar gaf eigi lengur til útivinnu, að allir heimilismenn sem ekki þurftu að sinna gegn- ingum, settust að inni við svo- kallaðan smábandstóskap. Keppst var við til jóla, því í jóla- ferðinni var þessi vara, sem al- mennt var kölluð prjónles, lögð inn á reikning í versluninni, en hann stóð venjulega frekar illa eftir ársviðskiptin. Margir björguðu sér með þess- ari framleiðslu og oftast var ein- hver afgangur til að kaupa sitt lítið af hverju til jólanna, alla vega kerti, spil, kaffi, sykur og ýmislegt smávegis. Þá var minna um jólagjafir en nú, en stefnt var að því að allir fengju einhverja flík, svo enginn klæddi jólaköttinn, en svo var kallað ef einhver fékk engan nýj- an fatnað um jóí. Svo mikið kapp var lagt á þennan tóskap, að unglingum jafnt sem fuilorðnum var sett fyrir að prjóna ákveðinn fjölda para af vetlingum eða leistum og þótti skömm til koma, ef einhver lauk ekki settu verki. Þá sátu allir í baðstofunni allt kvöldið. Venju- lega var fyrir hendi bók til að lesa og var sá er best las valinn. Var hann oft með prjóna í höndum við lesturinn og tók ég eftir því, að ef efnið var mjög spennandi, gengu prjónamir hraðar. Oft komu fyrir smáatvik, sem lífguðu upp á baðstofulífið og margt notað þótt smátt væri. Eitt sinn var Jón, Föðurbróðir minn, að lesa mjög spennandi bók. Það stóð þannig á, að hann var að prjóna þumal á vettling. Tók fólkið eftir því að hann gleymdi sér alveg við lesturinn og alltaf lengdist þumallinn. Fólkið var orðið brosleitt, en enginn nefndi neitt. Hann varð ekki var við þetta fyrr en vettlingurinn var kominn niður á gólf. Þá var hleg- ið dátt og varð þetta óyenjulega . skemmtileg kvöldv'áJáa^vll bM*' leg atvik voru notuð til að lífga upp á tilveruna, en þá var minna um blessaða fjölmiðlana en nú. Þegar leið á fjórða áratug ald- arinnar fór tóskapur smám sam- an minnkandi og þegar Bretarnir komu á stríðsárunum fóru allir að vinna hjá þeim, enda'Iögðust markaðir fyrir prjónles af með styrjöldinni. Þegar svo var k’omið voru ekki prjónaðir annað en vettlingar og leistar og ef til vill einstaka lopapeysa fyrir heimilis- fólkið. Þegar sá er þetta ritar flutti í bæinn, lagði hann algjörlega nið- ur prjónaskap. Svo bar það til eitt haust, að hrist var rykið af prjón- unum og tekin æfing. Vinur minn góður og gamall frétti þetta og stóð ekki á sama. Hann hélt að þetta væri einkenni og upphaf geðveiki. Hann var þó svo hygg- inn að nefna þetta ekki við mig í nokkrar vikur, eða ekki fyrr en hann sá að veikindin voru ekki alvarleg. Eitt er víst, að hér árum áður féhgcítl'' Eyfirðingar prjónaskap ekki geðveiki. Gleðileg jól! w8 • OAGUR 118* 4M«mlM«A981

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.