Dagur - 22.06.1982, Side 11
Sumarstarf Svif-
flugfélagsins hafið
Sumarstarf Svifflugfélags Ak-
ureyrar er hafið á Melgerðis-
melum. Þeir sem hafa áhuga á
að læra svifflug geta fengið
nánari upplýsingar hjá Snæ-
birni Erlendssyni (s:23443) og
Jóni Magnússyni (s:25482) á
kvöldin.
Kennt er á tveggja sæta
kennslusvifflugu og þarf nemandi
að fara 30-40 flug með kennara
áður en hann telst fær um að
fljúga einn. Hvert kennsluflug
kostar 70 krónur.
Eftir námið geta menn farið að
glíma við uppstreymið á eins
manns svifflugum og byrjað að
kanna leyndardóma svifflugsins
til hlítar.
Samvinna
útgerðarinnar og
málmiðnaðar-
fyrirtækjanna
Eins og kunnugt er, þarf fiski-
skipafloti landsmanna á margs
konar þjónustu að halda frá
málmiðnaðarfyrirtækjum. Gífur-
legt fé fer í að halda flotanum við
og ríður því á miklu að þar sé gætt
hagsýni bæði af hálfu útgerðar og
smiðja. Ein forsenda slíkrar hag-
syni er að þessir aðiar hafi með sér
góða samvinnu, en á það hefur
þótt nokkuð skorta til þessa með
þeim afleiðingum, að þessi mikil-
væga þjónusta hér innanlands
hefur ekki verið með þeim hætti,
sem útgeðarmenn og málmiðnað-
arfyrirtæki hefðu óskað. l'jóðar-
hagsmunir krefjast þess að á ís-
landi sé öflug og góð þjónusta við
fiskiskipaflota landsmanna.
Undanfarin misseri hefur Iðn-
þróunarverkefni Sambands
málm- og skipasmiðja gengist
fyrir tilteknum endurbótum í
fyrirtækjum, sem fást við skipa-
viðgerðir. Skráningarkerfi - allt
frá verkbeiðnum og til eftir á út-
reikninga - hafa verið endurnýj uð
og samræmd og jafnframt unnin á
grundvelli norsks flokkunarkerfis
með því að bjóða í auknum mæli,
föst verð í viðgerðir. Eftir því sem
þessi mál komust í betra horf í
smiðjunum, sáust enn betur þeir
vankantar, sem oft á tíðum eru á
undirbúningi viðgerða bæði af
hálfu smiðjanna og ekki síður frá
hendi útgerðanna. Vegna slælegs
undirbúnings fer oft mun meiri
tími í sjálfa viðgerðina en ástæða
er til og hún því mun dýrari en
ella.
Bæði samtök útgerðarinnar
(LÍÚ) og málmiðnaðarfyrirtækj-
anna (SMS) hafa haft áhuga á að
beita sér fyrir úrbótum í þessu
máli og með fyrrgreindum endur-
bótum í smiðjunum skapaðist
loks grundvöllur til að hefja virk-
ar aðgerðir. Eftir all ítarlega at-
hugun af hálfu LÍÚ og SMS var
ákveðið að þýða og staðfæra
norskt námskeið, sem fjallar um
undirbúning og framkvæmd
skipaviðgerða og hefur oft verið
haldið í Noregi sameiginlega fyrir
þá aðila sem hafa umsjón með
viðgerðum af hálfu útgerða og
smiðja. Námskeið þetta tekur
fjóra daga frá kl. 9 að morgni til 19
að kvöldi og er efni þess mjög
viðamikið.
Eftir að starfsmenn Iðnþróun-
arverkefnis SMS og LÍÚ höfðu
þýtt námskeiðið og staðfært í
janúar sl. hefur það verið haldið
tvisvar hér á landi og alls hafa sótt
það 30 menn frá smiðjum, útgerð-
um og tryggingarfélagi. Leiðbein-
endur hafa verið Brynjar Har-
aldsson tæknifræðingur (SMS) og
Kristinn Halldórsson útgerðar-
tæknir (LÍÚ). Af viðbrögðum
þátttakenda að dæma er ljóst, að
með þessu samstarfsátaki SMS og
LÍÚ hefur verið brotið blað í
þróun skipaviðgerða hér á landi.
Með þessum hætti hefur bæði
skapast sameiginlegur umræðu-
grundvöllur um dagleg vandamál,
sem fylgja viðhaldi skipa og svo
hitt, að farið er kerfisbundið yfir
alla þá þætti, sem meginmáli
skipta ef viðgerð af þessu tagi á að
heppnast og vera samkeppnisfær
við erlenda samkeppnisaðila.
Sem dæmi um innihald nám-
skeiðsins skulu nefnd nokkur við-
fangsefni þess: Verklýsingar,
áætlanagerð, mat á verkum, mat á
tilboðum, val á verkstæði, undir-
búningur fyrir framkvæmd sjálfr-
ar viðgerðarinnar og uppgjör.
Um öll þessi atriði er fjallað ítar-
lega á námskeiðinu bæði í vinnu-
hópum og með fýrirlestrum. Tek-
ið er raunhæft íslenskt dæmi um
viðgerð og það síðan notað sem
rauður þráður allt námskeiðið
með tilheyrandi útreikningum og
lokauppgjöri. Auk þess eru fluttir
fyrirlestrar um starfsemi Siglinga-
málastofnunar ríkisins og eðli og
starf flokkunarfélaga. Þátttak-
endur á þessu námskeiði fá einnig
með sér mikið efni, sem þeir geta
nýtt við dagleg störf.
dief pepsi
SYKURLAUST 1 1
MN VEGNA!
Ertþú á réttri lítm?
jdWí-Í Sfe2 -*ÖA<3ttö-<i«l