Dagur - 22.06.1982, Side 12

Dagur - 22.06.1982, Side 12
Alltaf vex vöruúrvalið Vinsamlegast komið og skoðið I S Aðvörunarmiðar voru límdir á 80 bifreiðar Aðalfundur SÍS, sem haldinn var á Húsavík um síðustu helgi, samþykkti að beina því til stjórnvalda að þau láti kanna nú þegar hvort ekki finnist ein- hver leið til að bæta sauðfjár- bændum þá kjaraskerðingu, sem leiðir af innheimtu hárra verðjöfnunargjalda, en þessi gjöld á að innheimta hjá slát- urleyfishöfum á næstu mánuð- um. í tillögunni kemur fram að verðjöfnunargjöldin nema um 30% af launalið bóndans í verð- lagsgrundvelli. Tillagan er svohljóðandi: „Vegna lokunar erlendra markaða og væntanlegra mikilla óseldra birgöa kindakjöts í byrjun næstu sláturtíðar, hefur orðið að ákveða há verðjöfnunargjöld, sem innheimt vcrða hjá slátur- leyfishöfum á næstu mánuðum. Innheimta þessara gjalda kemur mjög illa við fjárhag sauðfjár- bænda, en kr. 4.60 á hvert kg dilkakjöts og kr. 2.30 á hvert kg kjöts af fullorðnu fé er stór hluti þess verðs, scm bændum ber sam- kvæmt verðlagsgrundvelli land- búnaöarins fyrir framleiðsluna frá 1981. Samtals munu þessi gjöld nema um 60 milljónum króna. Láta mun nærri að vcrðjöfnunargjöld- in, sem fyrirhugaö er að inn- heimta, nemi um 30% af launaliö bóndans í verðlagsgrundvclli, þ.e. 30% kjaaraskeröing. Þá er einnig Ijóst að innheimta um- ræddra gjalda hjá sláturleyfishöf- um nú yfir sumarmánuöina kem- ur kaupfélögunum illa. En ein- mitt sumarmánuðina er rekstrarfé þeirra mjög af skornum skammmti m.a. vegna árstíðar- bundinnar fyrirgreiðslu við bændur. Þess vcgna beinir fund- urinn því til stjórnvalda, að þau láti kanna nú þegar hvort ekki finnist einhver leið til þess að bæta sauöfjárbændum þessa kjara- skerðingu, a.m.k. að hluta. Leið, sem gerði mögulegt að draga úr verðjöfnunargjöldum og seinka innheimtu þeirra." „Það var talsvert um bifreiðar víðsvegar um bæinn sem ýmist voru númerslausar eða I miður góðu ástandi og í vor límdum við viðvörun á um 80 bifreiðar - þar sem þess var krafist að eig- endur þeirra fjarlægðu þær fyrir tiltekinn tíma“ sagði Sig- urður Bjarklind á skrifstofu Heilbrigðisfulltrúa á Akureyri í samtali við Dag. „Við fylgjum þeirri reglu að líma aðvörunarmiða á bifreiðar sem standa við gangstéttar og taka upp bílastæði. Það verður að segja að menn eru farnir að taka mark á þessum miðum og meiri- hluti bifreiðanna fer. Við reynum að taka heillegustu bílana og læs- um þá inni. Þá förum viðeinnigog tökum þá bíla sem eru verst farnir og fjarlægjum þá.“ - Sigurður sagði að í fyrra hefði veriö tekin upp „harðlínu- stefna" í þessu máli og hefði hót- ununum um að taka bílana á kostnað eigenda verið fylgt eftir. Af þessum aðgerðum hafi orðið góður árangur, og nú sé mun minna um það en áður var að yfir- völd þurfi að láta fjarlægja bílana á kostnað eigendanna. Einu sinni var þetta bfll, nú bflhræ, og aðvörunarmiði. ekki beint augnayndi. Á þetta tiltekna hræ hafa veríð límdir fleiri en einn Mynd: KGA. Siglufjörður: Óttar Proppé ráðinn bæjarstjóri Óttar Proppé, fyrrverandi bæjarfulltrúi á Dalvík, hefur verið ráðinn bæjarstjóri á Siglufirði. Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag hafa gengið til sam- starfs um meirihluta í bæjar- stjórn en áður höfðu viðræður farið fram milli Alþýðubanda- lags og Sjálfstæðisflokks sem m.a. strönduðu á ósamkomu- lagi um bæjarstjóra. Fyrsti bæjarstjórnarfundurinn fór fram fyrir skömmu og þar var Bogi Sigurbjörnsson kjörinn for- seti bæjarstjórnar, Kolbeinn Frið- bjarnarson varaforseti og Björn Jónsson annar varaforseti. Óttar Proppé er væntanlegur til starfa um mánaðarmótin júlí-ágúst og mun Ingimundur Einarsson sitja í embættinu þangað til. Engin ilmvatns- lykt frá Krossanesi „Við erum fullkomlega ánægð- ir með þann árangur, sem nýju hreinsitækin hafa skilað, og upp úr skorsteininum í Krossa- nesi kemur engin lykt. Því neita ég hins vegar ekki, að það kem- ur enn lykt frá Krossanesi, en það er af öðrum orsökum,“ sagði Pétur Antonsson, for- stjóri Krossanesverksmiðjunn- ar, í samtali við Dag fyrir helg- ina. Talsvert hefur verið um það að undanförnu, að fólk hafi haft samband við Dag og kvartað undan ólykt frá Krossanesi. „Ástandið er ekkert öðru vísi, en við vissum að það myndi verða,“ sagði Pétur. „Ef einhver hefur haldið, að það færi að koma ilmvatnslykt frá Krossanesi, þeg- ar búið væri að setja þar upp mengunartæki, þá hefur sá hinn sami misskilið málið. Þegarunnið er með lyktandi efni, þá hlýtur að koma lykt eins og frá skreiðar- hjöllum." - Er þessi lykt, sem kemur frá verksmiðjunni núna, þá aðallega af hráefni, sem er úti við? „Bæði kemur lykt af hráefninu og eins kemur lykt af gufunni, sem myndast þegar við erum að vinna. Þá er jarðvegurinn í kring um verksmiðjuna gegnsósa og við eigum eftir að steypa þarna plön. Það er ýmislegt eftir til þess að fyrirbyggja það alveg, að það komi lykt frá Krossanesi, en það kemur ekki lengur lykt upp um skorsteininn,“ sagði Pétur. # Af brennivíns- banni og blaðamönnum Þegar Ragnar ráðherra á dög- unum lokaði ríkinu, föstudag- inn fyrir hvítasunnu, varð allt - og rúmlega það - brjálað í landinu og menn áttu ekkí til orð af vandlætingu yfir þessu háttarlagi ráðherrans. Ein var þó sú stétt manna sem hvað hæst lét, enda ( góðri að- stöðu. Nefnilega blaðamenn. Þeir hrópuðu sig hása, hver á fætur öðrum í blöðunum sínum. Slík og þvílík læti úr þeirra persónulega horni hafa sjaldan eða aldrei áður heyrst, og hefur þó oft meira borið við. # Lögreglu- skórnir Lögreglumenn á Akureyri og hugsanlega einhverjir fleiri urðu víst útundan þegar Dómsmálaráðuneytið útveg- aði lögreglumönnum lands- ins skófatnaði í vetur eða vor, og þótti þeim það að vonum súrt í broti. Eins og lesendur Dags eflaust muna var skrifað um það á sínum tíma hér í blaðinu að ráðuneytið hyggðist gefa lög- reglumönnunum skó. Ekki var það gagnrýnt, heldur hitt að hið opinbera sýndi hug sinn til íslensks iðnaðar á þann hátt að panta þessa skó frá Þýskalandi. Að sögn þeirra ráðuneytis- manna var hér um að ræða „sérhæfða lögregluskó“ eins og það var orðað og sátu margir með sveittan skalla við að reyna að upphugsa hvers- konar skótau það gætí verið, „sérhæfðir“ lögregluskór hlutu að margra áliti að vera skreyttir handjárnum, blikk- Ijósum eða öðrum álíka út- búnaði. Ekki er allt gull sem... En ekki er allt gull sem glóir. Ekki var nóg með að sumir lögreglumenn landsins yrðu útundan þegar þessum „sér- hæfðu“ skóm var úthlutað, heldur hafa þeir heppnu sem fengu þýsku skóna ekki verið ýkja ánægðir með þá. Lögreglan á Akureyri leitaði til Iðunnar og þar hafa nú ver- ið útbúin tvö sýnishorn af lög- regluskóm og munu lögreglu- þjónar í höfuðstað Norður- lands ganga í „sérhæfðum“ lögregluskóm frá Iðunni er fram líða stundir. Það kom fram á sínum tíma að ráðun- eytið mun útvega lögreglu- mönnum landsins skó á hverju ári og létu ráðuneyt- ismenn í það skína að fram- vegis yrði smíði þessa skó- taus boðin út. Vonandi verður staðið við það.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.