Dagur - 19.10.1982, Blaðsíða 1

Dagur - 19.10.1982, Blaðsíða 1
GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 65. árgangur Akureyrí, þriðjudagur 19. október 1982 115. tölublað Busavígsla fór fram í Menntaskólanum ó Akureyri á fðstudaginn. Þá fengu nýnemamir (busar) heldur betur að finna til tevatnsins hjá elstu nemendum skólans. Busamir fengu yfir sig skyr og mysu og vora síðan tolleraðir. Ófrýnilegir 6. bekkingar gáfii engum grið. Ljósmynd: KGA. Helgi Bergs, bæjarstjóri: Slæm fjárhagsstaða hjá Akureyrarbæ „Það er Iangt frá því að þetta sé vandræöaástand og ég vil undirstrika það, en hins vegar kemur það sjálfsagt illa við marga að geta ekki fengið pen- ingana sína nákvæmlega þegar þeir þurfa. En ég held að þetta sé ekki alvarlegt ennþá,“ sagði Helgi Bergs, bæjarstjóri, í við- tali við Dag, en lausafjárstaða bæjarins er ekki góð um þessar mundir og einhver dráttur hef- ur verið á því að menn fengju greidda reikninga hjá bænum, þ.á.m. verktakar. „Það er þyngra undir fótinn núna heldur en verið hefur. Tvær framkvæmdir sem meiningin er að taka í notkun á þessu ári fara verulega fram úr áætlun, þ.e. verkmenntaskólinn og íþrótta- húsið. Það er því nánast sjálfgert að framkvæmdir sem hefðu átt að fara af stað á haustdögum og ekki voru miklir peningar til í hvort sem var frestast. Þar get ég nefnt dagheimilið við Hlíðarveg. Þá er spuming hvort hægt verður að bjóða út sundlaugina í Glerár- hverfi strax í haust, eða ekki fyrr en í vetur. Það liggur hér svolítið af ógreiddum reikningum en engir þeirra eru orðnir neitt verulega gamlir. Menn geta ekki búist við því að ganga hér inn með milljón króna reikning og út með pening- ana með það sama. Ástæðurnar fyrir þessu eru þær að menn em búnir að eyða ansi miklum peningum víða. Við emm að gera marga hluti t.d. malbika flugvöllinn og lána ríkinu peninga í það, svo dæmi sé nefnt. Inn- heimtan er töluvert lakari en hún var á sama tíma í fyrra, sem var raunar alveg sérstaklega gott ár hvað þetta varðaði. Við hefðum 10 milljónum meira í kassanum núna ef innheimtuhlutfallið væri það sama í ár og það var í fyrra. Það myndi breyta mjög miklu að hafa þá peninga. Ég er ekki í vafa um að við komumst í gegn um þetta en þetta er að sjálfsögðu erfitt meðan það stendur yfir. Það er að sjálfsögðu skemmtilegra og æskilegra að geta borgað hér allt um leið og krafist er greiðslu,“ sagði Helgi Bergs, bæjarstjóri. Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki: 30% af hlutafé vantar enn „Mér finnst að almenn hluta- fjársöfnun hafi gengið vel og skilað því fyllilega sem búist hafði verið við. Það er búið að safna um 70% ef framlag ríkis- ins er tekið með og það eru þá um 9 miUjónir, sem upp á vantar,“ sagði Þorsteinn Þor- steinsson framkvæmdastjóri Steinullarfélagsins á Sauðár- króki er Dagur ræddi við hann í gær. „Við þurfum að vera búnir að leysa þetta hlutafjármál að fullu fyrir áramót, takist það þá eru möguleikar á því að hefja fram- kvæmdir við verksmiðjuna á næsta ári. Ef hlutafjársöfnunin gengur ekki eftir þeirri áætlun þá er hætt við að framkvæmdirnar dragist um eitt ár. Það verður ekki farið út í það að leggja í mikinn kostnað varðandi hönnun verk- smiðjunnar fyrr en allt er á hreinu með hlutaféð. Ég hefði kosið persónulega að ganga frá þessu máli við ríkið áður en þessi ríkisstjórn fer frá, við vitum hvað hún hefur sam- þykkt að gera en ekkert er vitað um hvað verður uppi á teningnum þegar sú næsta tekur við,“ sagði Þorsteinn. Hann bætti því við er imprað var á því við hann að Sunnlendingar væru í óða önn að safna hiutafé fyrir sína verk- smiðju í Þorlákshöfn að „sá sem ekki hefði ríkið með sér í þessu máli ætti enga möguleika". Tvær bílveltur og árekstrar Range-Rover jeppabifreið valt á sunnudag í Neðra-Nesgili í Vaðlaheiðinni austanverðrí. Mun bifreiðinni hafa verið ekið þar á brúarstólpa og steyptist hún síðan niður í gil við brúna. Tveir farþegar voru fluttir á sjúkrahús en meiðsli þeirra voru ekki talin alvarleg. í Öxnadal urðu tvö umferðar- óhöpp. Tveir bílar óku saman við Gloppu um hádegið á sunnudag og skemmdust bílarnir sem voru af Saab og Mazda gerð mikið en meiðsli urðu ekki. Þá ók bíll útaf við Gil og skemmdist talsvert en meiðsli urðu ekki þar. Á sunnu- daginn varð einnig árekstur við Hlíðabæ á milli bíls og vélhjóls en einnig þar sluppu menn án meiðsla. Lögreglan á Húsavík vár kvödd að árekstri á Hólasandi á sunnu- dag. Þar varð þá harður árekstur tveggja bifreiða sem skemmdust mikið og var ein kona flutt á sjúkrahús. Tæringarmálið: Niðurstöðu beðið Á fundi hitaveitustjórnar fyrir skömmu var Wilhelm G. Steindórssyni, hitaveitustjóra, falið að semja tillögur um hvemig fara ætti með tjóna- bætur vegna tæringar í Glerár- hverfi. „Ég vænti þess að í þessari viku sé hægt að gera fjölmiðlum grein fyrir endanlegri niðurstöðu,“ sagði Wilhelm er Dagur ræddi við hann í gær, en síðar um daginn átti e.t.v. að halda fundi í stjórn hitaveitunnar og fjalla um tillögur Wilhelms. Að öllum líkindum mun bæjarstjórn ræða um tæring- armálin og bætur á fundi sínum í dag. Kjördæmisþing framsóknarmanna: Tólf valdir í skoðanakönnun Kjördæmisþing framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra var haldið um helgina. Þingið var vel sótt og umræður fjörugar. Rétt til setu á þinginu áttu 94 fulltrúar, sem er mikil aukning frá síðasta kjördæmis- þingi. Þá áttu 64 fuUtrúar rétt til setu. Ástæðan fyrir fjölgun fuUtrúa er fjölgun í félögum. í því sambandi má geta þess að nýtt félag hefúr verið stofnað á Raufarhöfn. Á þinginu var tekið fyrsta skrefið í áttina til framboðslista framsóknarmanna í næstu þing- kosningum. í skoðanakönnun sem fram fór voru valdir 12 menn, en á aukakjördæmisþingi, sem haldið verður innan 3ja vikna á Húsavík, verða valdir sex sem munu skipa efstu sætin á listan- um. Eftirtalin voru hlutskörpust í skoðanakönnuninni: Aðalbjörn Gunnlaugsson Lundi Öxarfirði, Böðvar Jónsson Gautlöndum Mývatnssveit, Egill Olgeirsson Húsavík, Guðmundur Bjamason Húsavík, Hákon Hákonarson Akureyri, Hilmar Daníelsson Dalvík, Ingvar Gíslason Akur- eyri, María Jóhannesdóttir Syðra-Álandi N.-Þing., Níels Árni Lund Reykjavík, Stefán Valgeirsson Auðbrekku, Val- gerður Sverrisdóttir Lómatjörn S.-Þing. og Þóra Hjaltadóttir Ak- ureyri. ' í stjórn kjördæmissambandsins hlutu kosníngu: Bjarni Aðalgeirs- son, Ari Teitsson, Björn Guð- mundsson, Jóhannes Geir Sigur- geirsson, Úlfhildur Rögnvalds- dóttir 1 Aðalbjörn Gunnlaugsson og Sigfríður Angantýsdóttir. Þingið ályktaði um ýmis mál og eru ályktanirnar birtar ( opnu blaðsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.