Dagur - 19.10.1982, Blaðsíða 3

Dagur - 19.10.1982, Blaðsíða 3
Læstur lyfja- skápur nauð- synlegur á hverju heimili Við læknar sjáum oft hættuleg- ar eitranir af völdum lyfja og annarra efna hjá bömum, sem hafa komist í birgðir á heimili sínu. Þessi slys má fyrirbyggja með því að geyma lyf og hættu- leg efni læst inni. Læstur lyfja- skápur er nauðsynlegur á hverju heimili. Alltof oft era lyf skilin eftir á glámbekk, í skúff- um eða hillum í eldhúsi, svefn- herbergi eða baði eða uppi á ísskáp, þar sem böra ná auð- veldlega í þau. Ef barn hefur tekið inn lyf, sem því er ekki ætlað, ber að hafa strax samband við lækni og láta hann um að dæma hvort nauðsyn- legt er að gefa meðferð, t.d. magaskol á sjúkrahúsi. Ef næst ekki í lækni þegar í stað, má gefa barninu strax 1-2 glös af mjólk og fá það svo til að kasta upp með því að kitla það í koki. Líka væri gott að eiga heima uppsölulyf (syrupus ipecacuanhae) og má þá gefa 1 matskeið af því. Ef barn nær hins vegar í terpentínu, steinolíu, sýru og basa og þess háttar má ekki gefa uppsölulyf eða framkalla uppköst, en gefa má mjólk. Slíkar tegundir eiturefna á líka að geyma læstar inni, en alls ekki í sama skáp og lyf. Ég vil hvetja fólk að fá sér læs- anlegan lyfjaskáp hið fyrsta. Ágætar tegundir eru til, sem hægt er að geyma uppi á vegg t.d. í bað- herbergi eða eldhúsi. Með því að læsa inni öll lyf, sem þið eigið, má koma í veg fyrir hættulegar eitr- anir og sárar sjálfsásakanir þeirra, sem hlut eiga að máli. Baldur Jónsson yfirlæknir. Opið hús hjá Félagi aldraðra á Akureyri Hið nýstofnaða Félag aldraðra á Akureyri, sem telur yfir hálft fjórða hundrað félaga, hefur ákveðið að hafa opið hús á fimmtudögum í Laxagötu 5. Húsið verður opið frá kl. hálf fjögur til kl. hálf sjö og er um þetta auglýsing á öðrum stað í blaðinu í dag. Það fólk sem óskar aðstoðar við að komast á staðinn hringi í síma 22468 klukkan eitt til tvö sama dag. Væntanlega getur Félag aldr- aðra innan skamms auglýst síma og viðtalstíma en þar á aldrað fólk að geta fengið ýmsar upplýsingar og e.t.v. einnig aðstoð samkvæmt því sem þá verður tilkynnt. Nýkjörin stjórn Félags aldraðra á Akureyri hélt nýlega fyrsta fund sinn og skipti þá með sér verkum. Erlingur Davíðsson var kosinn ritari en Ragnar Ólafsson gjald- keri. Formaður var áður kjörinn Jón G. Sólnes. Aðrir í aðalstjórn eru Júdít Jónbjörnsdóttir og Stef- án Reykjalín. Varastjórn er þannig skipuð: Gestur Ólafsson, Guðrún Árna- dóttir, Guðrún Jónsdóttir, Ein- hildur Sveinsdóttir og Ingibjörg Halldórsdóttir. Ýmis mál eru þegar komin á dagskrá hjá stjórn Félags aldraðra og stjórnamefndarmenn taka þakksamlega ábendingum og til- lögum varðandi félagsstarfið. E.D. Fræðslunámskeið um sveitarstjórnarmál Á vegum Fjórðungssambands Norðlendinga og í nánu sam- starfi við Samband ísl. sveitar- félaga verður haldið námskeið um sveitarstjórnarmálefni og um starfshætti sveitarfélaga á Hótel Húsavík dagana 4.-6. nóvember nk. Þetta er fyrsta námskeið sinnar tegundar á Islandi.. Hér er í fyrsta sinn reynt að veita upplýsingar og fræðslu um undirbúning og með- ferð mála í sveitarstjórnum, svo og um afgreiðslu þeirra og aðra tengda málameðferð. Einnig verður fræðsla um gerð fjárhags- áætlana sveitarfélaga, um upp- byggingu fjármálakerfis þeirra og reikningsskil m.a. með tilliti til tölvumeðferðar. Verulegum tíma verður varið til að kynna þátttak- endum skipulag sveitarstjórnar- kerfisins og þau helstu lagaatriði sem tengjast í daglegri önn starfi sveitarstjórna og framkvæmda- stjórn sveitarfélaga. Á þriðja degi námskeiðsins verður leiðbeint um hagnýt vinnubrögð í sveitarstjórnum s.s. um fundarsköp, undirbúning sveitarstjórnarfunda og um af- greiðslu mála frá sveitarstjórn. Gert er ráð fyrir ráðstefnu- lokum síðari hluta laugar- dags 6. nóvember. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða: Björn Frið- finnsson, formaður Sambands ísl. sveitarfélaga, Magnús E. Guð- jónsson, framkvæmdastjóri, Birgir Blöndal, aðalbókari og Garðar Sigurgeirsson, hagfræð- ingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Snorri Björn Sig- urðsson, bæjarritari á Sauðár- króki, Sigurðar Gizurarson, sýslumaður, Bjarni Aðalgeirsson, bæjarstjóri, Lárus Ægir Guðm- undsson, sveitarstjóri og Ingimar Brynjólfsson, oddviti. Ekkert þátttökugjald er fyrir þátttakend- ur. Dvalarkostnaður er mjög lág- ur vegna hagkvæmra samninga. Þátttaka tilkynnist Fjórðungs- sambandi Norðlendinga Akur- eyri. Erum önnum kafnir aJIa daga við að panta fyrirþig góðar vörur á góðu verði. Vinsæll fatnaður í Vefnaðarvörudeild: Duffys kuldajakkar, síðir og vel fóðraðir fyrir veturinn. _ Kápur og jakkar frá Gazeiia. Kvendragtir á frábæru verði. Vefnaðarvörudeild. Kodak diskmyndavélin nýkomin. Agfa myndavélar, Olympus myndavélar á góðu verði. Ath: Filmumóttaka til framköllunar í Sportvörudeild og neðri hæðinni í Hrísalundi 5. Kenwood hljómtæki fyrir þá sem þekkja gæðin Ath: Enskunámskeið á kassettum. Mjög gott verð. Allar nýjustu plöturnar. Hljómdeild HAFNARSTR. 91-95 - AKUREYRI - SÍMI (9«) 21401 Vel snyrt kona vekur athygli. Merkin sem tekið er eftir: Biodroga Revlon San Soucis Erum nýbúnir að fá stórglæsilegt úrval af herraskyrtum. Melka skyrtur, ljósar, dökkar, einlitar og röndóttar. Með prjóni í flibba eða með niðurhnepptum hornum á flibba. Eigum einnig mjög gott úrval binda á góðu verði. Einlit vesti í nýjustu litunum. Ný sending af stökum jökkum. Föt í miklu úrvali. Melka akkja-jakkinn frábæri Nýkomin sending af Timex úrum. Fyrir badminton-unnendur: YONEX badmintonspaðinn fæst hjá okkur. 19. október 1982 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.