Dagur - 19.10.1982, Blaðsíða 8

Dagur - 19.10.1982, Blaðsíða 8
Minning: f Magnús Einar Þórarinsson U Fæddur 17. mars 1918 — Dáinn 24. september 1982 Vinur okkar, Magnús Pórarins- son er látinn. Hann hafði lengi gengið með erfiðan sjúkdóm og okkur sem þekktum hann átti því ekki að koma fráfall hans svo mjög á óvart. Og þó. Stöndum við ekki ævinlega höggdofa þegar sláttumaðurinn slyngi hefur greitt hinsta höggið? Virðist smæð okk- ar og umkomuleysi ekki augljós- ast er við horfumst ráðþrota í augu við hinstu staðreynd lífsins, dauðann? Þannig kann að virðast við fyrstu sýn. En ég efast um að okkur sé í annan tíma ljósari feg- urð og dásemd mannlífsins - skynjum við nokkru sinni betur þá guðs gjöf sem lífið er - en þeg- ar við kveðjum genginn vin og fé- laga. Hversu óumræðilega snauð- ari værum við ekki ef við ættum ekki minninguna um fagurt mannlíf og ánægjulegar samvistir við vin okkar Magnús Pórarins- son. Hann mun koma okkur í hug er við heyrum góðs manns getið. Magnús Einar Pórarinsson eins oe hann hét fullu nafni var fæddur á Isafirði 17. mars 1918. Foreldrar hans voru þau Þórarinn Magnús- son og Kristín Einarsdóttir. Hann ólst upp hjá móðurforeldrum sínum, hjónunum Einari Gunn- arssyni og Ólöfu Hinriksdóttur í Króki og heyrði ég hann minnast þeirra með virðingu og þökk. Um og eftir fermingu hafði Magnús misst bæði afa sinn og ömmu og fór upp úr því að eiga með sig sjálfur. Var hann m.a. um skeið á útilegubáti og kynntist þá korn- ungur því harðfengi sem sjósókn krefst en jafnframt heillaðist hann af hafinu og íslenska sjómenn virti hann mikils alla tíð. Hygg ég að honum hafi verið mjög að skapi að sonur hans og stjúpsonur hafa gengið þá braut, annar skip- stjórnarlærður en hinn langt kom- inn með fullnaðarpróf vélstjóra. Að skólanámi loknu á ísafirði hélt Magnús til Reykjavíkur og settist í Kennaraskólann og lauk kennaraprófi 1943. Honum tókst í þess orðs fyllstu merkingu að brjótast til mennta þótt kröpp væru kjörin. Aðbúnaður hans meðan á námi stóð þætti mörgum námsmanninum lygilegur. Fyrir að rífa sig upp fyrir allar aldir og kynda Kennaraskólann fékk hann að liggja í herbergiskompu við hliðina á kyndingunni í kjallara skólans. Einnig hélt hann til í ver- búð vestur í bæ hjá Færeyingum og beitti með þeim. Vann hann sér þannig fvrir mat. Pessu hafði Magnús gaman af að segja frá, sá lífsins skóli sem hann gekk í jafnhliða kennaranámi var hon- um ómetanlega mikils virði eftir á að hyggja. Pótt Magnús vinur okkar brytist áfram af eigin ram- leik og hefði á engan að treysta nema sjálfan sig fór því víðs fjarri að hugur hans hneigðist til þeirrar sjálfumgleði og drýginda er oft vilja verða einkenni þeirra er brjótast áfram úr litlum efnum. Hann stærði sig ekki af því sem honum hafði tekist heldur sá hann hve kjörum var misskipt og fyllti flokk þeirra sem viidu ráða þar bót á. Magnús fór ungur á sjóinn og að loknu kennaraprófi lá leiðin í Sjómannaskólann. Þar lauk hann skipstjórnarprófi. Hafið lokkaði hinn unga vin okkar og um nokk- urt skeið var hann í siglingum og svalaði heilbrigðri útþrá sinni. Þegar ég var strákur velti ég því stundum fyrir mér hvers vegna Magnús væri ekki skipstjóri. Lík- ast til hefur hann viljað njóta þess ævintýrablæs er oft hvílir yfir lífi farmannsins en ekki binda sig því harðfengi er hann kynntist ungur á útilegubátunum. Fátt taldi Magnús hollara ungum mönnum en sjósókn. Þeim sem haldnir voru námsleiða ráðlagði hann að drífa sig á sjóinn, ekki til að losna við þá, heldur til að mannast og ekki síst, menntast. Maðurinn vex í glímunni við verðug við- fangsefni. Svo fór að Magnús snéri sér að kennslunni. Er ég man fyrst eftir honum var hann kennari við Barnaskóla Siglufjarðar. Honum féll vel kennsla, var annt um að nemendur lærðu og væru prúð- mannlegir í framkomu. Hann var listaskrifari. Stundum tala kenn- arar sín á milli um Siglufjarðar- skólann í skrift. Þar var Magnús potturinn og pannan um skeið. Hann notaði m.a. formskrift flest- um fyrr með góðum árangri. Þá má ekki gleyma því að Magnús var með afbrigðum drátthagur. Er ég ekki í vafa um að hann hefði getað orðið listateiknari hefði hann lagt meiri rækt við þá list- grein. Margar skemmtilegar minningar eru tengdar myndum eða rissi Magnúsar hvort heldur við kjósum nú að nefna dráttlist hans. Eins og vænta mátti af jafn lífsglöðum manni sá hann jafnan fyrir sér hinar spaugilegri hliðar í fari samferðamanna sinna. Fór Magnús vel með þessa gáfu sína, helst til að hann væri of spar í seinni tíð. Eitt er mér ógleymanlegt frá Siglufjarðarárunum og lýsir vel manninum og kennaranum Magnúsi Þórarinssyni. Hótel Höfn brann. Þar missti Magnús ekki einasta góða vini, einnig aleiguna. Bjargaðist hann naumlega að næturlagi út um glugga. Átti hann nú um hríð samastað að heimili foreldra minna að Suðurgötu 91. Svo mjög vorum við börnin elsk og hænd að Magnúsi að við kepptumst við að rífa okkur upp eldsnemma morg- uns og verða Magnúsi samferða í skólann. Það voru skemmtilegar ferðir, skemmtilegast var að fá að leiða Magnús. En þó Magnús hefði ánægju af börnum og þau hændust að hon- um höguðu örlögin því þannig að hann var orðinn fullorðinn maður er hann eignaðist sjálfur börn. Árið 1966 gekk hann að eiga eftir- lifandi eiginkonu sína, Siggerði Tryggvadóttur, og eignuðust þau þrjú börn: Brodda vélstjóra, Höllu sem nú er að hefja mennta- skólanám og Geir. Hann er að- eins 12 ára, efnispiltur. Tvö börn Siggerðar af fyrra hjónabandi, Tryggvi skipstjóri og Erla hús- móðir á Akureyri voru og hans stjúpbörn. Veit ég að Magnús bar þeirra velferð engu að síður fyrir brjósti en sinna eigin barna. Reistu þau hjón myndarheimili nú síðast að Kringlumýri 14, Ak- ureyri. Traustur heimilisbragur, gestrisni og hlýja settu sinn svip á heimili Magnúsar og Siggerðar og þar hefur oft verið mannmargt. Þar býr og öldruð móðir Siggerð- ar. Magnús kenndi fyrst þess sjúk- dóms er dró hann til dauða fyrir 10-11 árum. Hélst sjúkdómurinn nokkuð í skefjum framan af en fyrir rúmum tveimur árum dró til alvarlegra tíðinda. Magnús hneig niður er hann var úti að hjóla, sem oftar. Fyrir tilviljun gekk maður fram á hann og með undursamleg- um hætti vöktu læknavísindin hann til iífs að nýju. Sannast sagna náði hann ótrúlegum bata og hóf þegar störf er kraftar leyfðu. Starf sitt við Oddeyrar- skólann á Akureyri rækti hann með sóma til hinstu stundar. Heilsubrestinum tók Magnús með æðruleysi. Var hann glaður og reifur, sagði kátlegar sögur er við hittumst og lék á als oddi. Innst inni vonaði hann og við öll að lengri frestur gæfist en nú hefur orðið raunin á. Og víst horfði allt vel. Það hygg ég hafi fallið Magn- úsi þyngst við heilsuleysið að fá ef til vill ekki að sjá börn sín vaxa úr grasi, verða þeim ekki sú stoð og stytta í lífinu er hann hafði heitast óskað. Hans eigin unglingsár voru honum jafnan í fersku minni. Hin góða kona hans, Siggerður, gerði þó honum þessa áhyggju léttbær- ari en ella. Nú er þessi góði vinur genginn. Síst átti ég þess von að hann kveddi mig hinsta sinn með kveðj- unni sinni fögru „Guð geymi þig“ í endaðan ágúst síðastliðinn. Sú hefur þó orðið raunin á. Ég hef ekki þá lífsreynslu til að bera né mannvit að ég megi mæla þau orð við Siggerði og börnin er létt gætu harm þeirra. En megi minningin um góðan dreng, heilan, sannan og tryggan verða þeim til nokk- urrar hugfróar er fram líða stundir. Að endingu kveð ég Magnús, vin minn, fyrir hönd fjölskyldu minnar og foreldra með kveðj- unni hans góðu. Guð geymi hann. Eiríkur Páll Eiríksson. Með Magnúsi E. Þórarinssyni er fall- inn frá óvenju fjölhæfur og víðlesinn kennari sem úr sárri fátækt braust til mennta og gerði síðan kennsluna að ævistarfi. Margan ungan nemanda studdi hann og leiddi á veg til þroska og var vissulega fær um að miðla bæði ungum og öldnum þekkingu á mörgum sviðum svo fróður var hann um menn og máiefni, en auk þess sjálfur í sífelldri leit upplýsinga og efniviðar er verða mátti að gagni í kennslunni. Magnús fæddist á ísafirði. For- eldrar hans voru Kristín Adolfína Einarsdóttir og Þórarinn Magnús- son. Hann var tekinn í fóstur af móð- urforeldrum sínum, Einari Gunnars- syni, fiskimatsmanni, sem var af Víkingalækjarætt, og Ólöfu Hinriks- dóttur, en hún var af Bergsætt. Þau bjuggu þá í Króksbæ á ísafirði. Gömlu hjónin reyndust honum mjög vel og átti hann um þau margar kær- ar minningar. Síðar giftist móðir Magnúsar og eignaðist hann þá stór- an hóp hálfsystkina. ' Þegar Magnús var um fermingu missti hann afa sinn og ömmu, sem tekið höfðu hann í fóstur og varð hann upp frá því að bjarga sér að mestu af eigin rammleik. Fór hann þá til sjós á útilegubát frá ísafirði og varð þar ein.s og aðrir að þola mikið harðrétti, vos og þrældóm. Samt sem áður heillaðist Magnús mjög af sjónum, en námslöngunin varð sterkari svo að hann sagði í bili skilið við sjóinn og fór í gagnfræðaskóla og síðan braust hann í Kennaraskóla ís- lands en þaðan lauk hann kennara- prófi 1943 með lofsamlegum vitnis- burði. Hann var mikill málamaður og auk móðurmálsins, sem hann lagði ætíð mikla rækt við að kenna og skrifa, var hann vel að sér í þýsku, ensku og málum Norðurlandanna. Á þessum erlendu málum las hann viðamikil ritverk, stærðfræði og fjölmargt annað, sem ekki er ai- mennt lesefni þeirra sem þó geta les- ið erlend mál sér að gagni. Þegar náminu í KÍ lauk átti Magn- ús margra kosta völ sem kennari en sjórinn og menntunarþörfin sögðu til sín svo að hann brá næst á það ráð að fara í Stýrimannaskólann og það nám kostaði hann með því að vera til sjós á sumrin, oftast þjónn á strand- ferðaskipum. Frá starfinu þar átti hann margar mjög skemmtilegar minningar. Að loknu námi í Stýrimannaskói- anum varð kennaraþráin sjó- mennskulönguninni sterkari og hann réði sig því til starfa í Hnífsdal og kenndi þar í 2 ár. Eftir það fór hann sem kennari til Siglufjarðar og var þar í 11 ár en 1961 kom Magnús að Oddeyrarskólanum og var þar starf- andi kennari til dauðadags, þar af var hann eitt árið sem yfirkennari. Drátthagur var Magnús með ágæt- um og skrifaði formskrift manna best, enda var hann upphafsmaður hennar í skólanum á Siglufirði og síðar í Oddeyrarskólanum. Hann var ætíð mjög stjórnsamur og áhuga- samur kennari og hlátur hans smit- andi og hlýr. í eðli sínu var hann mjög gamansamur án þess að í gamninu lægi broddur og athuga- semdir hans á kennarastofunni voru oft bráðskemmtilegar og komu óvænt. Flestir nemendur hans dáðu hann mjög fyrir margra hluta sakir, enda var hann dagfarsgóður og hlý- legur við þá, en hann gat líka verið harður í horn að taka, ef því var að skipta og hann taldi ástæðu til. Allt þetta kunnu þeir flestir að meta. Árið 1966 kvæntist Magnús eftir- lifandi konu sinni, Siggerði Tryggva- dóttur, sem er fædd að Hafranesi við Reyðarfjörð. Þau bjuggu fyrst í Brekkugötu 13 en fyrir nokkrum árum keyptu þau hús að Kringlumýri 14 og hafa búið þar síðan. Siggerður átti tvö böm af fyrra hjónabandi, þau Erlu Sveinsdóttur og Tryggva Sveinsson, en böm þeirra Siggerðar og Magnúsar urðu þrjú, Broddi, sem lokið hefur vélskólanámi, Halla, sem er að hefja nám í MA og Geir, sem enn er á barnsaldri. Magnús var ætíð mjög heimakær og það var auð- fundið að heimili og fjölskyldan var hans sólargeisli. Fyrir tveimur og hálfu ári varð Magnús fyrir miklu sjúkdómsáfalli og náði sér ekki til fulls eftir það. Auðsýnt var að hverju fór og hefur slikt ætíð sín áhrif á sálarástandið. Hann bar þessa þungu byrði með karlmennsku og lét lítið á bera, gerði jafnvel góðiátlega gaman að sjúk- dóminum en nú er samt kallið komið og ekki verður við þyí gert. Samstarfsfólk við Oddeyrarskól- ann þakkar honum mjög ánægjuleg kynni, vel unnin störf og ógleymari- legar minningar, um leið og það send ir konu hans, börnum og öðmm að- standendum innilegar samúðar- kveðjur. Við munum ætíð minnast Magnúsar með hlýhug og þökk. Indriði Úlfsson. Einhverjir bestir eðliskostir ís- lenskra sjómanna og annarra erfiðis- manna hér á landi hafa verið æðm- leysi og sálarró, enda ekki vanþörf hvors tveggja á norðurhjara í glímu við höfuðskepnur. Vinur minn og granni nú um tæpra tveggja áratuga skeið, Magnús Þór- arinsson, kennari við Oddeyrarskól- ann, var góður fulltrúi þess besta og hreinasta úr fari íslenskrar alþýðu fyrr og síðar. Mér hlýtur alltaf að koma hann í hug er ég heyri góðs drengs getið. Kynni okkar hófust um það leyti, að ég kynntist konu minn, en Magn- ús var vinur fólks hennar frá þeim tíma, að hann kenndi við Bamaskól- ann á Siglufirði. Að vísu vomm við sveitungar, en hann það miklu fyrr á ferð en ég, að hann var farinn til sjómennsku og kennslu áður en ég komst á legg. Magnús var fæddur á Ísafírði 17. mars 1918, sonur Þórarins Magnús- sonar frá Króksbæ á ísafirði og Krist- ínar Gísladóttur og þar ólst hann upp við dagleg störf, sem á þessum tíma vom þar eins og lengstum síðan tengd sjó og fískvinnu. Hann tók út þroska unglingsára í skugga krepp- unnar og vafalítið hefur það vaidið miklu um afstöðu hans í ýmsum efn- um síðar meir. ísafjörður var á þess- um tíma „rauður bær“. Þar var líf- legt stjómmálalíf og vinstri menn stýrðu bænum og atvinnulífinu. Magnús skipaði sér þar snemma í sveit, þótt aldrei væri hann mjög framarléga þar. Ég held að þá sem oftar hafi komið í Ijós, að metorð vom honum einskis virði. Honum vom orður og titlar úrelt þing. Til þess var hann alltof sannur og sjálf- um sér samkvæmur. Hugur hans og hjarta var alla tíð með þeim, sem minna máttu sín. Hann verður alltaf í huga mínum eitthvert einlægasta dæmið um þá, sem bókfróðir marx- istar kalla stundum brjóstvitssósíal- ista - en því fólki hef ég fleiru kynnst og þykir æ vænna um það. Þegar við Magnús fluttum báðir í Mýrahverfi hér f bæ, lágu leiðir okk- ar oftar saman. Má heita að við skiptum geði nær daglega nú síðustu tíu árin. Ótaldar em þær stundir að við sátum að tafli eða ræddum eilífð- armálin, sem tóku þá oft á sig for- kostulegar myndir. Magnús var skemmtilega greindur og hafði fá- gæta kímnigáfu - sem var laus við all- an brodd og meinhæðni. Með hon- um fannst mér eins og ég væri enn niðri í lúkar á vestfirskum bátum og hinn akureyrski hversdagsleiki hvarf okkur um stund, þegar við rifjuðum upp fjömlíf og frásagnir af skrýtnu fólki vestra. Oft var þá tíminn fljótur að líða. Magnús hafði lifað margbrotna tfð og víða verið á ámm áður. Hann hafði verið í siglingum á yngri ámm og unnið fjölbreytt störf hér á landi og kunni frá mörgu að segja. Hann var félagslyndur og átti afskaplega gott með að blanda geði við fólk. Á Siglufirði kenndi hann við Bama- skólann ámm saman og þótti af- burðakennari. Einkum var hann annálaður fyrir skriftarkennslu sína og gerðist á því sviði fmmherji og innleiddi hér nýjar aðferðir. Hann var laginn og listfengur og í flestum efnum sjálfbjargi eins og reyndar hefur verið títt með þessarri þjóð. Skömmu eftir að Magnús fluttist til Akureyrar staðfesti hann ráð sitt. Hann kynntist hér eftirlifandi konu sinni, Siggerði Tryggvadóttur og áttu þau saman þrjú börn: Brodda, sem er við nám í Vélskóla íslands, Höllu, sem er að hefja nám við Menntaskól- ann og Geir, sem enn er í gmnn- skóla. Siggerður átti fyrir tvö börn af fyrra hjónabandi - Erlu og Tryggva, sem Magnús gekk í föðurstað. Ég veit að Magnúsi varð tíðhugsað til bama sinna og velferðar þeirra nú í seinni tíð vegna þeirrar óvissu, sem þeim var búin við heilsuleysi hans. Hann hafði glímt ámm saman við hjartasjúkdóm og nú fyrir nokkmm ámm munaði mjóu að hann kveddi þennan heim. Þá tókst á undursam- legan hátt að bjarga lífi hans. Hon- um var samt mætavel ljóst að hverju stefndi og skildi, að um tímann var að tefla. Hann vissi líka, hvílíka hetju hann átti í konu sinni og auð í börnum sínum, sem öll em vel gerð og honum í hvívetna til sóma. Það varð honum raunabót í þessum ójafna leik, sem hann vissi hvemig hlaut að fara. Nú þegar leiðir skiljast með okkur um stund vil ég þakka Magnúsi kynni og ógleymanlega samferð fyrir mína hönd, konu minnar og bama og við sendum Siggerði, börnum hennar og vandafólki öllu okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Megi minningin um góð- an dreng og æðrulausan vera þeim huggun í hörmum. Bárður Halldórsson. 8-DAGUR-19: óktóbér 1982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.