Dagur - 19.10.1982, Blaðsíða 9

Dagur - 19.10.1982, Blaðsíða 9
Haukasigur í hörkuleik Eirfkur Þór mætti Haukum á laugar- dagínn í fyrstu deUdinni í körfubolta. Fyrirfram var þetta álitinn hörkuleikur, en þjálfari Hauka Einar Bolla- son mætti hingað tíl Akureyr- ar um síðustu helgi og tók Ieiki Þórs og Grindvíkinga upp á myndsegulband og hefur hann síðan eytt síðustu viku í að skoða bandið. Það virðist hafa komið honum og hans mönnum til góða því þeir sigr- uðu í þessum leik með 74 stig- um gegn 71. Til að byrja með var leikurinn mjög jafn og spennandi en þó hafði Þór yfirleitt yfirhöndina. Á 10. mín. tókst Haukum að jafna 10 gegn 10 og síðan sáust á markatöflunni tölur eins og 14- 14, 18-18, 24-24, 26-26, 30-30, 32-32, en staðan í hálfleik var 35 gegn 34 Þór í vil. Þórsarar léku þennan hálfleik að mörgu leyti vel, en þeir urðu að vanda sig mjög í körfuskotum, því undir Hauka-körfunni stóð „spóinn" svokallaði, eða Dakasta Webster, en hann er eitthvað á McField þriðja metra á hæð og þarf því lítið fyrir því að hafa að hirða fráköstin sem ekki hafna í körf- unni. Haukarnir byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti, en þá léku þeir harða vörn, maður á mann og komu vel út á móti Þórsurunum. Þeir voru ekki við þessu búnir og misstu nokkrum sinnum boltann klaufalega frá sér. Þegar síðari hálfleikur var hálfnaður höfðu Haukar náð allt að 10 stiga forskoti. Þá fóru Þórsarar að kunna lag á leik þeirra og náðu að minnka mun- inn niður í aðeins eitt stig, en þá átti bandaríski leikmaðurinn þeirra McField mjög góðan leik og hitti nánast úr hvaða færi sem var. Haukarnir reyndust hins vegar sterkari á endasprettinum og sigruðu eins og áður segir með þriggja stiga mu'n. Haukarnir eru taldir eitt besta lið deildarinnar og hafa marga mjög góða leikmenn. Bestur þeirra var tvímælalaust Pálmar Sigurðsson en hann er orðinn mjög leikinn þrátt fyrir ungan aldur. Eiríkur stóð sig mjög vel hjá Þórsurum, barðist að vanda vel bæði í sókn og vörn. McField var stigahæstur hann 2. Dómarar voru rögg- þeirra með 29 stig, Eiríkur gerði samir að vanda þeir Hörður 15, Valdemar 10, Jón 7 og Jó- Tuliníus og Rafn Benediktsson Markaregn þegar KA vann Aftureldingu Foreldrar Gunnars, þau Aðalheiður Alfreftsdóttir og Gísli Bragi Hjartarson veittu viðtðku verðlaunagrip þeim er sæmdarheitinu fylgir. Mynd: KGA. Knattspyrnumaður Akureyrar: Gunnar Gíslason með flest atkvæði Á föstudagskvöldið léku í íþróttaskemmunni í annarri deild karla KA og Afturelding úr Mosfellssveit. Fyrirfram var KA talið sterk- ara, enda fór það svo að þeir unnu nokkuð auðveldan sigur, skoruðu 30 mörk gegn 23 þeirra Mosfellinga. Þetta var annar heimaleikur KA, og fannst þeim er þetta skrifar fyrri leikurinn betri, enda var sá leikur mun jafnari. Fyrsta markið í leiknum kom frá Aftureldingu úr víti, en Kjeld jafnaði fyrir KA. Áftur komst Afturelding yfir, en Flemming jafnaði fyrir KA. Þá komst KA yfir með marki frá Friðjóni. Það sem eftir var fyrri hálfleiks skiptust liðin á um að hafa eins marks forustu, en um miðjan hálfleikinn varði Gauti tvívegis víti, og svo aftur síðar í hálfleiknum og þegar flautað var til hálfleiks hafði KA þriggja marka forustu, 13-10. í síðari hálfleik sigu KA- menn smám saman fram úr og náðu mest átta marka mun. Það var Friðjón sem var at- kvæðamestur hjá KA í þessum leik, en hann skoraði 8 mörk. Flemming gerði 7 en fjögur úr víti. Kjeld gerði 3, og svo gerði Kristján einnig og öll úr hægra horninu. Erlingur gerði 2, Þor- leifur 4, eitt úr víti, og Jakob og Guðmundur 1 hvor. Gauti varði ágætlega og m.a. þrjú víti. Dómarar voru Gunnar Kjart- ansson og Gunnar Jóhannsson og dæmdu þeir ágætlega. Á laugardaginn lýsti KRA kjöri á knattspyrnumanni Akureyrar fyrir árið 1982. Það var lands- liðsmaðurinn hjá KA Gunnar Gíslason sem flest atkvæði hlaut í því kjöri, eða 21 af 25 möguleg- um. Gunnar hefur leikið knatt- spyrnu með KA í öllum flokkum, og nú síðari árin verið fastamaður í landsliði. Þá hefur hann einnig leikið í landsliði í handbolta. Gunnar var ekki til staðar til að taka við verðlaunagripnum sem sæmdarheitinu fylgir á laug- ardaginn, og tóku því foreldrar hans við gripnum. Þeir sem næstflest atkvæði hlutu í þessari kosningu voru Erlingur Krist- jánsson KA 20 atkv. og Guðjón Guðmundsson Þór 12 atkv. Þá var við sama tilfelli lýst hver væri markakóngur Akureyrar eftir þetta sumar. Þeir sem iðnastir voru við að skora voru tveir leik- menn yngri flokka Þór, þeir Tómas Guðmundsson í 3. fl. og Sævar Árnason 5. fl. Verða þeir því að skiptast á um að varðveita markakóngsbikarinn. Naumt tap hjá Dalvíkingum Jafntefli í ömur- legum leik Björn Dalvíkingar urðu að láta í minni pokann fyrir Reyni úr Sandgerði í þriðju deild karla, þegar liðin mættust í íþróttaskemmunni á föstudagskvöldið. Skráðir og boðaðir dómarar á leikinn mættu ekki og á síðustu stundu hlupu Birgir Björnsson og Gunnar Kjartansson í skarð- ið og dæmdu leikinn. Dalvíkingar byrjuðu leikinn mjög vel og voru yfir meiri hluta fyrri hálfleiks, en í hálfleik var staðan 13 gegn 13. Þeir náðu hins vegar ekki að fylgja eftir góðri byrjun og töpuðu með 26 mörkum gegn 23. Dalvíkingar léku án aðal- markaskorara síns Alberts Ágústssonar, en í staðinn var kominn Sigurður Matthíasson sonur Matthíasar þjálfara þeirra, en Sigurður stundar nám í íþróttaskólanum. Sigurður stóð sig vel í þessum fyrsta hand- boltaleik sem undirritaður hefur séð hann í, en hann er mjög al- hliða íþróttamaður, virðist geta keppt í hvaða íþrótt sem er. Júlíus gerði flest mörk Dal- víkinga eða 6, Sigurður Matthí- asson gerði 5, Björn Fr. 4, Vign- ir og Olafur 3 hvor og Einar og Tómas 1 hvor. Þá er einnig rétt að geta góðr- ar frammistöðu Björns Hilmars- sonar markmanns Dalvíkinga. Þór og Reynir Sandgerði mætt- ust í þriðju deild karla í hand- bolta á laugardaginn. Þessi leik- ur var nánast ömurlegur frá upp- hafi til enda, en það var mál manna að aldrei hefðu þeir séð Þór leika jafn illa. Sömu sögu er að segja um Reyni, en þar var handboltinn ekkert skárri. Sömu dómaravandamálin upp- hófust og fyrir leikinn við Dalvík, en skráðir dómarar leiksins létu ekki sjá sig og aftur hljóp Birgir Björnsson í skarðið og nú ásamt Ragnari Sverris- syni. í fyrri hálfleik var nánast jafnt á öllum tölum, en tvívegis kom- ust þó Reynismenn í tveggja marka mun. Þegar flautað var til hálfleiks hafði Þór náð eins marks forustu 12 gegn 11, en það var þá í fyrsta sinn í leiknum sem þeir náðu forustu. Einu sinni var t.d. þremur Reynismönnum vikið af leikvelli í einu, en þeim þremur sem eftir voru tókst að skora hjá Þór, en Þórsurum tókst aðeins að skora eitt mark meðan þeir voru helm- ingi fleiri úti á vellinum. Leikurinn endaði með jafn- tefli 19 mörk gegn 19, en Þórsar- ar höfðu haft tveggja marka for- ustu rétt fyrir leikslok. Það má segja að vítin hafi bjargað Þór í þessum leik, en þeir fengu alls 8 og skoraði Sigurður Pálsson úr þeim öllum. Hann var jafnframt markhæstur með 11 mörk. Gunnar Gunnarsson gerði 5 mörk, Hörður 2 og Jón Sig. 1. 1:9. öktóber 1982'- PAGUR -9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.