Dagur - 19.10.1982, Blaðsíða 12
Á Akureyrarflugvelli. Agnar Kofod Hansen flugmálastjóri er lengst til vinstri.
Mynd: GK.
Merkur áfangi á
Akureyrarflugvelli
Tæki þau sem gera kleift aðflug
úr suðri við Akureyrarflugvöll
við nær hvaða aðstæður sem er,
voru formlega tekin í notkun sl.
föstudagsmorgun. Þá flaug
Agnar Kofoed Hansen flug-
málasíjóri flugvél Flugmála-
stjórnar inn Eyjafjörð með að-
stoð tækjanna og vígði þau
þannig formlega.
„Tækin reyndust mjög vel, og
ég óska ykkur Akureyringum til
hamingju," sagði Agnar er hann
steig út úr flugvélinni á föstudags-
morguninn. Með honum í förinni
voru Haukur Hauksson fram-
kvæmdastjóri Flugöryggisþjón-
ustunnar og fleiri aðilar sem unn-
ið hafa að uppsetningu tækjanna.
„Það má segja að ný þjóðbraut
í lofti hafi nú verið tekin í notkun
þótt hún sé reyndar ósýnileg,"
sagði Haukur Hauksson er við
spjölluðum stuttlega við hann á
flugvellinum. „Hér er um ákaf-
lega merkilegan áfanga að ræða
fyrir flugsamgöngur til Akureyr-
ar. Tilkoma tækjanna styttir flug-
tímann frá Reykjavík um 5-7
mínútur sem hefur í för með sér
mikinn bensínsparnað og væntan-
lega fækkar þeim dögum talsvert
þegar ekki er hægt að fljúga á milli
Akureyrar og Reykjavíkur.“
Agnar Kofoed Hansen flug-
málastjóri sagði við þetta tækifæri
að íslendingar væru nú í fyrsta
skipti að eignast alvöruflugvöll.
Hann bætti því þó við að enn væri
ýmislegt ógert við flugvöllinn, og
nefndi í því sambandi uppsetn-
ingu ýmissa ljósa við flugbraut-
ina. Aðspurður um tækjabúnað í
flugturni sagði Agnar að flugturn-
inn væri sæmilega búinn tækjum.
„Ratsjártækin sem þar eru hafa
reynst vel, en samt má segja að
þau séu ratsjártæki fátæka
mannsins."
Þess má geta að flugferðir
Flugleiða til Akureyrar eru um 30
í viku hverri. Ef reiknað er með
að 6 mínútna stytting á flugtíma
sé að jafnaði eru það 300 mínútur
á viku eða 5 klukkustundi. Það
sýnir glöggt þann mikla bensín-
sparnað sem aðflug úr suðri hefur
í för með sér, og um leið eykst ör-
yggi við völlinn mjög mikið.
Þá er lengingu flugbrautarinnar
lokið. Er malbikuð braut nú 1940
metra löng. Það nægir Boing þot-
um Flugleiða til að taka upp á
vellinum fullhlaðnar og gerir Ak-
ureyrarflugvelli kleift að sinna
hlutverki sínu sem alþjóðlegur
varaflugvöllur hér á landi.
Gjaldeyris-
viðskmti i
Búnaðar-
bankanum
Búnaðarbankinn hefúr nú
fengið heimild til gjaldeyrisvið-
skipta. Hingað til hafa það að-
eins verið Landsbankinn og Út-
vegsbankinn sem verslað hafa
með gjaldeyri. Búnaðarbank-
inn er sem kunnugt er annar
stærsti banki landsins.
Nú er unnið að undirbúningi
þess að gjaldeyrisviðviðskipti,
hefjist í Búnaðarbankanum, en
ætlunin er að hefja þau viðskipti
eins fljótt og kostur er. Undirbún-
ingur fellst aðallega í þjálfun
starfsfólks og breytingum á húsr
næði.
Búnaðarbankinn á Akureyri
mun reka sín gjaldeyrisviðskipti í
húsnæði því sem Sjúkrasamlag
Akureyrar var í í Búnaðarbanka
húsinu.
Slátrun lokið
á Dalvík
— fallþungi meiri en í fyrra
Sauðfjárslátrun lauk á Dalvík
sl. flmmtudag hjá sláturhúsi
útibús Kaupfélags Eyfírðinga.
Alls var slátrað 13.670 kindum
en það er um 1000 kindum
færra en í fyrra.
Meðalþyngd dilka er 14,4 kg
miðað við 13,6 kg í fyrra. Færri
tvílembur og hagstætt tíðarfar nú
síðsumars og í haust eiga m.a.
sinn þátt í þessari auknu meðal-
þyngd að sögn sláturhússstjórans
Kristins Guðlaugssonar.
Þyngsti dilkur í ár er 27,3 kg og
er eigandi hans Sigurður Jóhanns-
son, Hrísum við Dalvík. Þess má
geta að þyngsti dilkur í fyrra var
um 29 kg. í sláturhúsinu vinna
fyrir sláturtímann 56 manns en
fastir starfsmenn allt árið eru
fjórir. Að sögn Kristins er starfs-
fólk aðallega frá Dalvík og ná-
grenni. Yfirleitt er þetta sama
fólkið ár eftir ár. Það er því orðið
nokkuð samhent og þjálfað enda
erum við svo heppnir að engin slys
né óhöpp hafa orðið.
Aðföng hafa gengið vel og er
það mikill munur frá því í fyrra
þegar um þetta leyti hrjáði okkur
stórhríð dag eftir dag og mjög erf-
itt tíðarfar. Framundan hjá slát-
urhúsinu er nautgripa- og hrossa-
slátrun, að sögn Kristins.
A.G.
Möl og sandur:
Framleiðsla
á steyptum
einingum
„Möl og sandur er að hefja
framleiðslu á steinsteyptum
samlokueiningum í vetur og
samkvæmt áætlun á að steypa
fyrstu eininguna í desember,“
sagði Hólmsteinn Hólmsteins-
son, framkvæmdastjóri í sam-
tali við Dag. Þessar einingar
eru mjög svipaðar þeim sem
Húsiðn hf. á Húsavík framleið-
ir og Dagur sagði frá fyrir
skömmu. „Ástæðan fyrir því
að við tökum upp þessa fram-
leiðslu er sú að okkur hefur oft
skort verkefni yfir veturinn.
Frá nóvember/desember fram í
mars/aprfl höfum við lítið haft
að gera, en vonum að þessi
framleiðsla muni brúa þetta
bil.“
í einingunum verður 10,5 cm
burðarveggur, 3“ einangrun og 7
cm kápa yst. „Við munum geta
boðið upp á porthús, þ.e. einnar
hæðar hús með íbúðarrisi, auk
1 fjölmargra annarra tegunda. Nú
er verið að teikna fyrir okkur hús
sem munu rísa í Einholti næsta
sumar. Þau eru á einni hæð með
risi.“
Hólmsteinn sagði að rætt hefði
verið við sig um að Möl og sandur
steypti einingar í nýjan skóla sem
á að rísa í Síðuhverfi. „Við höfum
að sjálfsögðu mikinn áhuga á
þessu því þarna er um að ræða
nákvæmlega sams konar einingar
og hafa verið notaðar í skóla fyrir
sunnan. Menn hafa verið mjög
ánægðir með þær, enda er hægt að
reisa byggingarnar mjög hratt en
ég geri þó ráð fyrir að byggingin
verði boðin út.“
Að undanförnu hafa nokkrir
starfsmenn fyrirtækisins verið í
Borgarnesi og kynnt sér fram-
leiðslu á steinsteyptum einingum.
Möl og sandur hefur fest kaup á
sérstökum bekk sem notaður er
við að steypa einingarnar. í hon-
um er m.a. hitari og hristari og
það er hægt að halla bekknum
þegar einingin hefur harðnað.
Dýrt símtal
ra
la
mm
Akureyringur, sem staddur
var á Hótel Húsavík um helg-
ina, þurfti að hringja til Akur-
eyrar. Hann pantaði símtalið
hjá afgreiðslustúlku hóltels-
ins og rœddi við kunningja
sinn á Akureyri í örstutta
stund. Daginn eftir þurfti
hann enn á ný að hringja og
var símtalið ámóta langt og
hið fyrra. Nú notaði hann
símasjálfsalaá hótelinu.Fyrra
símtalið kostaði 20 krónur en
hið síðara eina krónu. Að
sjálfsögðu hringdi Akureyr-
ingurinn ekki framar með að-
stoð afgreiðslunnar.
# Lítil voru eyru
gyltunnar
Sú saga gekk um bæinn fyrir
skömmu að slökkviliðsmenn
hefðu lent í ofurlltlu ævintýri
þegar kviknaði (svínabúi fyrr
á árinu. Slökkviliðsmennirnir
gengu vasklega fram í því að
ná svínunum, þeir drógu þau
út eða héldu á þeim eftir atvik-
um. Lftið var hægt að sjá
vegna gífurlegs reykjarkófs,
slökkviliðsmönnunum súrn-
aðí því í augu og tárfn
streymdu. Þegar nokkuð var
liðið á björgunarstarfið kom
einn þeirra út með fast-
klemmd augu. Hann dró á eftlr
sér mikið flykki. - Mlkið
andsk... eru Iftil eyrun á
þessari gyltu, sagði slökkvi-
liðsmaðurinn um leið og hann
kom út um dyrnar. - Það er
ekkert skrýtið maður, þú ert
með einn af vinnufélögunum í
eftirdragi, hvein í slökkviliðs-
manni sem stóð við dyrnar.
Það fylgir sögunni að hún hafi
verið búin til á varðstofunnl
þegar slökkviliðsmennirnir
komu til baka.
# Leiruvegur
færist nær
Á dögunum mátti sjá mæli-
stikur skammt sunnan við
Árnagarð. Samkvæmt upp-
lýsingum S&S eru þetta stikur
sem starfsmenn Vegagerðar
ríkisins settu niður, en nú er
búið að teikna að mestu fyrir-
hugaðan veg yfir Lelrurnar.
Eins og kunnugt er á hann að
liggja yfir þær og í gegnum
skógarreitinn austan fjarðar.
Ekki er fyrirhugað að hefja
framkvæmdir á næsta ári -
það er ekki fyrr en 1984 sem
menn mega búast við að sjá
jarðýtur og stórvirk tæki (
vegagerð á þessum slóðum.
Næsta ár á að nota til frekari
rannsókna.
# Á rauðu Ijósi
Lesandi kom að máli við S&S
og sagði farir sínar ekki
sléttar. Hann þrýsti á hnapp
þann er kveikir á græna karl-
inum á gangbrautarijósunum
við Þlngvallastræti. Græni
karlinn kom og lesandinn fór
út á gangbrautfna. Hann áttl
fótum fjör að launa þv( blfreið
kom aðvffandi og ökumaður-
inn lét slg það engu skipta
þótt vlðmælandinn væri að
ganga yfir á rauðu Ijósi.