Dagur - 19.10.1982, Blaðsíða 6

Dagur - 19.10.1982, Blaðsíða 6
Kjördæmisþing framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra haldið á Húsavík 15. og 16. okt. 1982, ályktar eftirfarandi: 1. Pingið telur að núverandi stjórnarsamstarf, sem hófst 8. febr. 1980, hafi verið eini kostur- inn sem völ var á til myndunar starfhæfrar meirihlutastjórnar miðað við ríkjandi aðstæður eftir margra mánaða stjórnmálasvipt- ingar og stjórnarkreppu. 2. Stjórnartímabilið hefur nú staðið í rúmlega 2lk ár. Á þessum tíma hefur ríkisstjórnin fengið miklu áorkað og tekist að hrinda í framkvæmd mörgum framfara- málum á sviðið atvinnumála, samgöngumála, menntamála og félagsmála. Full atvinna hefur haldist allt tímabilið, kaupmáttur ráðstöfunartekna verið mikill og almenn velmegun ríkjandi í land- inu. 3. Þegar ríkisstjórnin tók við völdum var atvinnulífið að stöðv- ast víða um land og ýmsar opin- berar þjónustustofnanir voru reknar með miklum halla. Ríkj- andi var 60% verðbólga sem gerði íslenskum framleiðsluvörum nán- ast ókleift að keppa á erlendum mörkuðum eða standast sam- keppni við innfluttar vörur. Ríkisstjórnarinnar beið því erf- itt hlutverk. Framsóknarmenn gengu til stjórnarsamstarfsins með þeim ásetningi að vinna að verðbólguhjöðnun með markviss- um aðgerðum. Ljóst er að ekki hefur verið nægjanleg samstaða í ríkisstjórninni um stefnu Fram- sóknarflokksins í efnahagsmálum og því hefur ekki orðið sá árangur í baráttu við verðbólguna sem framsóknarmenn stefndu að. Þótt tekist hafi að draga úr verðbólgu- vexti á vissum skeiðum stjórnun- artímabilsins er verðbólgan enn langt ofan viðunandi marka. Ný- legar aðgerðir í efnahagsmálum eru ekki nægjanlega umfangs- miklar til þess að rétta hag atvinnulífsins og þjóðarbúsins. Þö ber sérstaklega að vara við því, að stefna mun í enn alvarlegra verðbólguástand en nokkru sinni fyrr, ef bráðabirgðalögin um efnahagsráðstafanir ná ekki fram að ganga. 4. Til viðbótar langvarandi verð- bólguvanda hefur íslenskt efna- hagslíf orðið fyrir alvarlegum áföllum á þessu ári, svo sem minnkandi sjávarafla og sölu- tregðu á ýmsum afurðum sjávar- útvegs, iðnaðar og landbúnaðar. Hefur þetta leitt til samdráttar í þjóðarbúinu sem veldur því að grundvöllur lífskjara hefur veikst að mun. Kjördæmisþingið telur að þjóðin verði að bregðast við þessum vanda með samstilltu átaki og raunhæfu mati á efna- hagsástandinu. Þörf er aðhalds í opinberum útgjöldum og aðgæslu varðandi launa- og verðlagshækk- anir. 5. Kjördæmisþingið harmar þá þróun sem orðið hefur í stjórnar- samstarfinu að undanförnu, á þeim tx'ma þegar sérstaklega var þörf fyrir samstöðu og virkar að- gerðir í efnahagsmálum. Er nú svo komið að ríkisstjórnin, sem mynduð var til þess að vera meiri- hlutastjórn, hefur ekki lengur starfhæfan meirihluta á Alþingi. Kjördæmisþingið telur þá að halda beri stjórnarsamvinnunni áfram a.m.k. þar til sýnt er hver verða afdrif bráðabirgðalaganna og hversu til tekst um afgreiðslu Tveir þingfulltrúar, Jón Sigurðarson og Jóhannes Geir Sigurgeirsson. 6 - DAGUR -19. október 1982 Kjördæmisþing framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra, haldið á Húsavík dagana 15.-16. okt. 1982 leggur áherslu á þann grundvallarboðskap Fram- sóknarflokksins að tryggja öfluga landsbyggðarstefnu sem hefur að markmiði jöfnuð með lands- mönnum, hvar sem þeir búa og að treysta jafnvægi í byggð landsins. Þannig séu fólki búin skilyrði til þess að lifa og starfa í því um- hverfi sem það kýs sér. Á áratugnum 1971-1981 sem oft er nefndur „Framsóknarára- tugurinn“ hefur nánast átt sér stað bylting í uppbyggingu atvinnulífs- ins. Samvinnuhreyfingin hefur verið burðarásinn í atvinnuupp- byggingunni í eitt hundrað ár og er nú kjölfestan í atvinnulífi kjör- dæmisins. Á þessum áratug hafa einnig orðið miklar framfarir á sviði mennta-, heilbrigðis- og félags- mála. í kjölfar þessarar uppbyggingar snérist búsetuþróunin lands- byggðinni í hag. Þingið skorar á ríkisstjórn og Alþingi að fylgja landsbyggðar- stefnu fast eftir og minnir á að þó mikið hafi áunnist skortir enn verulega á að allir þegnar þjóðfé- lagsins búi við sömu lífsskilyrði og mörg samfélagsleg verkefni eru enn óunnin. í því sambandi áréttar þingið sérstaklega eftirfarandi: Samgöngumál: Góðar samgöngur er ein megin- undirstaða öflugrar landsbyggð- arstefnu og forsenda fyrir traustri búsetu og efnahagslegum fram- förum í kjördæminu. Því fagnar þingið þeim mikil- vægu áföngum sem náðst hafa í vegamálum kjördæmisins. Þingið lýsir stuðningi við þá stefnu sem fram er sett í þingsályktun um langtímaáætlun í vegagerð. Þing- ið leggur áherslu á að jafnframt því sem stofnbrautir verða byggð- ar upp og lagðar bundnu slitlagi sé haldið áfram uppbyggingu þjóð- brauta í kjördæminu. Kaupstaðir og kauptún í kjör- dæminu byggja afkomu sína að verulegu leyti á sjávarútvegi. Því er það mjög brýnt hagsmunamál íbúa þessara staða að hafnarskil- yrði verði bætt og leggur þingið áherslu á áframhaldandi fram- kvæmdir á því sviði en mikilla úr- bóta er þörf. Áfram verði haldið fram- kvæmdum við flugvelli í kjör- dæminu. Þingið leggur megin- áherslu á bættan og aukinn örygg- isbúnað og lagfæringu flugbrauta en jafnframt verði lagfært hið bágborna húsnæði sem farþegum er boðið upp á víðast hvar. Félagsleg þjónusta: Þingið skorar á þingmenn kjör- dæmisins að beita sér fyrir því að hraðað verði lagningu sjálfvirks síma í kjördæminu. Jafnframt bendir þingið á að víða ríkir al- gjört ófremdarástand í símamál- um kjördæmisins. Þingið telur að fyrir löngu hafi verið tímabært að ljúka rafvæð- ingu í sveitum og leggur til að nú verði samþykkt tveggja ára áætl- un þar sem Rafmagnsveitum ríkisins verði gert kleift að ljúka þessu verkefni. Enn búa viss héruð í kjördæm- Almenn kjördæmismál Enn skortir ven allir búi við sömu annarra mikilvægra þingmála sem þeim fylgja. 6. Þingið leggur áherslu á vand- aða og alhliða endurskoðun stjórnarskrárinnar sem mæli fyrir um mannréttindi og meðferð valds í þjóðfélaginu, höfuðmark- mið grundvallarlaga. Mannrétt- indi ráðast af mörgum þáttum. Vægi atkvæðisréttar er þar eitt af mörgu, en ýmis aðstaða til áhrifa og mótunar lífskjara er afdrifarík. Kjördæmisþing getur stutt breyttar reglur um úthlutun upp- bótarþingsæta er jafni tölulegan atkvæðisrétt, en leggur jafnhliða ríka áherslu á öfluga landsbyggð- arstefnu er jafni augljósan að- stöðumun manna á landinu með víðtækum félagslegu og efnahags- legu jafnrétti. Kjördæmisþing styður hugmyndina um eina mál- stofu á Alþingi. 7. Kjördæmisþing telur að Fram- sóknarflokkurinn eigi að vera við- búinn alþingiskosningum þótt reglulegu kjörtímabili verði ekki lokið. Þingið bendir þó á að ann- markar vetrarkosninga eru verulegir. Því er æskilegt að sam- komulag verði milli flokka um að kjósa sem næst venjulegum tíma sumarið 1983. Náist ekki sam- komulag um það, né um af- greiðslu mikilvægra þingmála, er nauðsynlegt að efna til alþingis- kosninga hið fýrsta og leggja mál- in í dóm þjóðarinnar. framsóknar Stjórnmálaályktun: Ekki nægjanleg samstaða um stefnu Framsóknarflokksins í efnahagsmálum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.