Dagur - 19.10.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167
SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON
BLAÐAMENN: ASKELL ÞÓRISSON OG GYLFt KRISTjANSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT H.F.
Stjórnmálaályktun
kjördæmisþíngs
Á kjördæmisþingi framsóknarmanna í
Norðurlandskjördæmi eystra sem haldið var á
Húsavík dagana 15. og 16. október var samþykkt
stjórnmálaályktun þar sem segir meðal annars:
„Þingið telur að núverandi stjórnarsamstarf,
sem hófst 8. febrúar 1980, hafi verið eini kosturinn
sem völ var á til myndunar starfhæfrar meirihluta-
stjórnar miðað við ríkjandi aðstæður, eftir margra
mánaða stjórnmálasviptingar og stjórnarkreppu.
Stjórnartímabilið hefur nú staðið í rúmlega 2V2
ár. Á þessum tíma hefur ríkisstjórnin fengið miklu
áorkað og tekist að hrinda í framkvæmd mörgum
framfaramálum á sviði atvinnumála, samgöngu-
mála, menntamála og félagsmála. Full atvinna hef-
ur haldist allt tímabilið, kaupmáttur ráðstöfunar-
tekna verið mikill og almenn velmegun ríkjandi í
landinu.
Þegar ríkisstjórnin tók við völdum var atvinnulíf-
ið að stöðvast víða um land og ýmsar opinberar
þjónustustofnanir voru reknar með miklum halla.
Ríkjandi var 60% verðbólga sem gerði íslenskum
framleiðsluvörum nánast ókleift að keppa á erlend-
um mörkuðum eða standast samkeppni við inn-
fluttar vörur.
Ríkisstjórnarinnar beið því erfitt hlutverk. Fram-
sóknarmenn gengu til stjórnarsamstarfsins með
þeim ásetningi að virma að verðbólguhjöðnun með
markvissum aðgerðum. Ljóst er að ekki hefur verið
nægjanleg samstaða 1 ríkisstjórninni um stefnu
Framsóknarflokksins í efnahagsmálum og því hef-
ur ekki orðið sá árangur í baráttu við verðbólguna
sem framsóknarmenn stefndu að. Þótt tekist hafi
að draga úr verðbólguvexti á vissum skeiðum
stjórnartímabilsins er verðbólgan enn langt ofan
viðunandi marka. Nýlegar aðgerðir í efnahagsmál-
um eru ekki nægjanlega umfangsmiklar til þess að
rétta hag atvinnulífsins og þjóðarbúsins. Sérstak-
lega ber þó að vara við því að stefna mun í enn alv-
arlegra verðbólguástand en nokkru sinni fyrr ef
bráðabirgðalögin um efnahagráðstafanir ná ekki
fram að ganga.
Til viðbótar langvarandi verðbólguvanda hefur
íslenskt efnahagslíf orðið fyrir alvarlegum áföllum
á þessu ári, svo sem minnkandi sjávarafla og sölu-
tregðu á ýmsum afurðum sjávarútvegs, iðnaðar og
landbúnaðar. Hefur þetta leitt til samdráttar í þjóð-
arbúinu sem veldur því að grundvöllur lífskjara
hefur veikst að mun. Kjördæmisþingið telur að
þjóðin verði að bregðast við þessum vanda með
samstilltu átaki og raunhæfu mati á efnahags-
ástandinu. Þörf er aðhalds í opinberum útgjöldum
og aðgæslu varðandi launa- og verðlagshækkanir.
Kjördæmisþingið harmar þá þróun sem orðið hef-
ur í stjórnarsamstarfinu að undanförnu, á þeim
tíma þegar sérstaklega var þörf fyrir samstöðu og
virkar aðgerðir í efnahagsmálum. Er nú svo komið
að ríkisstjórnin, sem mynduð var til þess að vera
meirihlutastjórn, hefur ekki lengur starfhæfan
meirihluta á Alþingi. Kjördæmisþingið telur þó að
halda beri stjórnarsamvinnunni áfram, a.m.k. þar
til sýnt er hver verða afdrif bráðabirgðalaganna og
hversu til tekst um afgreiðslu annarra mikilvægra
þingmála, sem þeim fylgja."
Ingvar Gíslason, mennfamálaráðherra:
Sífelldur tap-
rekstur fyrirtækja
er þjóðarvoði
birgöalögin. Verði lögin felld miklu á 4. áratug þessarar aldar.
gæti verðbólgan ætt upp í 80- Atvinnuleysi í „þróuðustu“
90% á næsta ári, í stað þess að löndum heims hefur aldrei verið
vera um 40% ef ákvæði laganna jafn geigvænlegt sem nú.
takagildi." Atvinnuleysið er böl og smán
Ingvar gerði síðan grein fyrir þessara landa. Hvað þetta snert-
þróun efnahagsmála á þessu ári ir hefur fsland sérstöðu. Hér er
og sagði m.a.: ekkert atvinnuleysi. Hér vantar
„íslendingar hafa sogast inn í fólk til starfa tímunum saman.
kreppu þá, sem nú ríkir í lönd- Ég efast um að launafólk á ís-
unum allt í kringum okkur. landi geri sér grein fyrir því að
Samkvæmt nýlegri skýrslu frá það býr við sérréttindi miðað við
Fríverslunarsamtökum Evrópu, verkafólk og aðra launþega í
EFTA, hefur efnahagsástandið í nágrannalöndunum. Hvað sem
heiminum ekki verið verra síðan íaunakjörum líður, þá er
á dögum heimskreppunnar atvinnuöryggi dýrmætasta
kjarabótin. Það á að vera aðal-
stefnumálið og hið sameiginlega
baráttumál allra ísleridinga,
hvar sem þeir búa og hvaða stétt
sem þeir tilheyra, að halda uppi
nægri atvinnu.
Atvinnu verður ekki haldið
uppi nema því aðeins að til séu
öflug atvinnutæki og að rekstur
.þeirra beri sig. Sífelldur tap-
rekstur fyrirtækja er og þjóðar-,
voði, því að smám saman grefur
hann undan efnalegu sjálfstæði
þjóðarinnar, sem er forsenda
fyrir sijómarfarslegu sjálfstæði
hennar og frelsi manna í orðum
og gerð.“
í lok ræðu sinnar sagði Ingvar
Gíslason: „Þrátt fyrir þann
mikla efnahagsvanda sem við er
að stríða er ekki ástæða til að
draga upp alltof dökkar myndir
af atvinnuhorfum og afkomu
almennings. Ég vara við því að
láta í það skína að lífskjör þjóð-
arinnar séu að hrapa niður á
eymdarstig, þótt nauðsynlegt
kunni að vera að lækka neyslu-
stigið um nokkrar gráður meðan
erfiðleikarnir eru að líða hjá.
Verum þess minnug að ís-
lendingar eru í hópi fremstu
velmegunarþjóða þegar litið er á
framleiðsluafköst og lífskjör,
jöfnuð milli manna og stétta og
Ingvar Gíslason annað félagslegt réttlæti.“
„Mér finnst líklegt að stjórn-
arandstöðunni þyki viður-
hlutamikið að fella bráða-
birgðalögin og þar með biýn-
ar efnahagsráðstafanir sem
launþegar og aðrir landsmenn
hafa þegar sætt sig við,“ sagði
Ingvar Gíslason, mennta-
málaráðherra, í ræðu sem
hann flutti á kjördæmisþingi
framsóknarmanna sem haldið
var á Húsavík um helgina.
„Ég vil trúa því að stjórnar-
andstaðan átti sig á þeirri ábyrgð
sem því fylgir að fella bráða-
4 -DAGUR -■19. október 1Ó82